Dagur - 28.06.1978, Page 5
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207
Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON
Blaöamaöur: ASKELL ÞÓRISSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf.
Kosning-
arnar
Alþingiskosningarnar 25. júní
urðu að þessu sinni sögulegri en
þær hafa verið á síðustu áratug-
um. Stjórnarflokkarnir töpuðu tíu
þingsætum eða fimm hvor. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur nú 20
þingmenn og Framsóknarflokkur-
inn 12 þingmenn. Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag hafa sína 14
þingmenn hvor en Samtökin hurfu
af þingi.
Þótt fyrir liggi úrslit þingkosn-
inga, virðist vandséð, hvernig ný
stjórn verður mynduð. Sjálfstæð-
isfiokkurinn er enn stærsti þing-
flokkurinn og hefur þá sérstöðu
að geta myndað meirihlutastjórn
með einum þingflokki öðrum og
með hverjum þeirra sem er, og
hefur því lykilaðstöðu. Sigurveg-
arar kosninganna, Aiþýðuflokkur
og Alþýðubandalag, hafa hins
vegar ekki þingstyrk til myndunar
ríkisstjórnar, nema með hlutleysi
eða stuðningi annars hvors hinna
flokkanna. Þá er möguleiki á
myndun vinstri stjórnar, en for-
maður Framsóknarflokksins telur,
að sigurvegurum kosninganna
beri að takast á við vanda stjórn-
arforystunnar. Samkvæmt um-
mælum forsætisráðherra á mánu-
daginn, voru ríkisstjórnarfundur
og ríkisráðsfundur haldnir í gær,
þriðjudag og mun forsætisráð-
herra sama dag hafa beðist
lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt.
Kemur þá til kasta forseta lands-
ins að fela einhverjum aðila að
mynda ríkisstjórn. Allir stjórn-
málaflokkarnir hafa óbundnar
hendur til samstarfs við aðra
flokka, enda reynslan sú, að þeir
hafa allir saman unnið í ríkis-
stjórnum. Verður nú mjög fróðlegt
að fylgjast með stjórnarmyndun-
artilraunum, sem geta tekið nokk-
urn tíma.
Foringjar stjórnmálaflokkanna
hafa allir komið fram í fjölmiðlum
og sagt álit sitt á úrslitum kosn-
inganna. En hin nýja staða, sem
upp er komin, knýr stjórnmála-
flokkana, einkum þá sem ósigur
biðu, til endurskoðunar á sjálfum
sér með hliðsjón af nýjum stað-
reyndum.
Ætla mætti, eftir niðurstöðum
kosninganna, að fráfarandi ríkis-
stjórn hefði þrengt hag þjóðarinn-
ar eða gert einhver þau glappa-
skot, sem þyrfti að refsa ffyrir. Hitt
er þó líklegra, að núverandi sigur-
vegurum hafi tekist mun betur en
áður, að rýra traust þjóðarinnar á
þeirri ríkisstjórn, sem setið hefur
að völdum síðasta kjörtímabil,
meira en efni stóðu til.
Margir voru þeir staðirnir, sem
athygli mína vöktu og ferðafélaga
minna og freistuðu til skoðunar í
ferð á hringveginum, skömmu
eftir að hann var opnaður. En það
þarf fremur mánuði en daga til að
kynnast landi sínu á ferðalögum
og miklu lengri tíma til að kynn-
ast fólkinu.
Á einum stað í öræfasveit að-
um við í skjóli og nutum sólar. Þá
barst talið að Kvískerjum og þeim
landskunnu náttúrufræðingum,
sem þar búa. Mig langaði til að
heimsækja þá en vantaði fullgilt
erindi svo það var látið hjá líða.
En þar sem áð var, var dálítil
girðing og innan hennar var mik-
ill gróður, meðal annars stórar, og
blómstrandi lúpínur, en svartur
sandur utan girðingarinnar. Þessi
staður er í landi Kvískerja og
heitir Austurdalur.
Nú, á vordögum vildi það til,
að ég átti þess kost að kynnast
einum Kvískerjabræðranna,
Hálfdáni Björnssyni, er hann um
tíma vann að því á Akureyri, að
greina, skrásetja og raða upp
skordýrasafni Náttúrugripasafns-
ins og skeljasafni.
Náttúrugersemar
hvar Rættvið
B B w bóndann og
sem náttúru
■ L -jf fræöinginn
Hálfdán
im lv Björnsson á
Kvískerjum
mjög fallegir. Og landselskóp-
arnir geta synt strax og þeir fæð-
ast, en kópar útselsins eru sein-
þroskaðri að þessu leyti, og því er
hægt að ganga að þeim á ísnum
og rota þá, svo sem gert er í
norðurhöfum.
Ég sá um daginn nokkra seli
hér inn við flugstöðina og voru
það hringanórar, sem kæpa ekki
hér við land, og eru þeir minnstir
sela, þótt þeir séu dálítið gild-
vaxnir. Litur þeirra mjög marg-
breytilegur.
Þið munuð veiða kópana í
net við sandana syðra?
Þeir eru eingöngu veiddir í net í
árósunum eða skammt frá þeim
og svo rotaðir með kepp. Það er
ekki kvalafullur dauðdagi. Aðrir
selir eru ekki drepnir og þegar
fullorðnir selir lenda í netunum.
eru þeir losaðir úr. Urturnar eru
spakar á meðan, en brimlarnir
geta hins vegar verið grimmir og
enginn kærir sig um að lenda á
milli tannanna á þeim, enda geta
þeir verið hættulegir.
Fjölgar selum hjá ykkur?
Mjög mikið síðan 1950. Áður
voru selir skotnir en því var hætt
og nú er enginn fullorðinn selur
drepinn. Skinn kópanna er flegið,
ásamt spikinu. Síðan er spikið
skafið af skinninu og er þá gjarn-
an hafður plastbelgur undir. Eftir
þa ð eru skinnin sett í þvottavél,
en sápa og önnur efni sett í vatn-
ið. Þá er aðeins eftir að þurrka
skinnin og eru þau spítt á þar til
gerðar grindur og þess gætt, að
sólin skíni ekki á hárið. Þegar
skinnin eru orðin þurr og hörð,
eru þau tilbúin til útflutnings.
Nú er tími farfuglanna?
Já, nú eru þeir að koma og
sumir komnir. Þeir koma eitthvað
fyrr hjá okkur syðra en hér fyrir
norðan, þótt ekki muni það
miklu. Auk farfuglanna koma
margir flækingsfuglar árlega,
flestir mjög smávaxnir, sem vill-
ast eða hrekjast hingað til lands
og ekki nema þeir land hér. Jafn-
vel leðurblökur hafa flækst hing-
að til lands. En flækingsfuglarnir
eru t.d. hettusöngvarar, grann-
söngvarar og laufsöngvarar. En
auk þeirra og leðurblökunnar
koma stundum stór og litfögur
fiðrildi, berast eflaust með suð-
austlægum vindum, svo sem þist-
ilfiðrildi og aðmírálsfiðrildi, jafn-
vel kóngafiðrildi. Öll sýnast þau
nokkuð stór á flugi og kóngafiðr-
ildið er raunar um 5 sentimetrar,
búkurinn og vænghafið mikið.
Andstæðurnar eru hrífandl í Skattafelli. Mynd: GVA.
skordýrum og gróðurríkinu.
Blaðið óskaði að leggja nokkrar
spurningar fyrir Hálfdán, sem
hann svaraði góðfúslega og fer
viðtalið hér á eftir.
Þið búið enn öll systkinin á
Kvískerjum?
Já, við eigum þar enn öll
heima, fimm bræður og tvær
systur og mun það fremur sjald-
vinnubragða við kópadráp á
sumum norðlægum slóðum, og
um leið er vakin andúð á notkun
selskinna, sem er tískuvara og
mjög eftir sótt, einkum við gerð
kvenfatnaðar. Getur því vel ver-
ið, að verðfall verði á skinnunum
okkar, enda ein frægasta kvik-
myndastjarna meðal þeirra, sem
hvað harðast ganga fram í máli
svo seint á vorin. I móðurkviði
eru kópamir hvítir, en þegar þeir
fæðast fellur hvíta hárið af og
verður eftir I bælinu. Hjá útseln-
um er þessu á þann veg farið, að
kóparnir fæðast einnig hvítir, en
þeir halda litnum fyrstu vikurnar
og eru þá eftirsóttir áður en þeir
skipta lit. Kópar landselsins okk-
ar eru gráflikróttir á litinn og
Hálfdán Björnsson er sjálf-
menntaður maður á miðjum
aldri, yngstur sjö systkina, sem öll
fæddust á Kvískerjum, ólust þar
upp og þar sem þau búa enn.
Hann naut barnafræðslu hjá Páli
Þorsteinssyni á Hnappavöllum og
síðan einn vetur á Laugarvatni,
en þar með er skólaganga hans
upptalin. Má því með sanni segja,
að hann sé sjálfmenntaður nátt-
úrufræðingur, sem jöfnum hönd-
um stundar rannsóknir á fuglum.
gæft, ef ekki einsdæmi að svo stór
systkinahópur geri það og uni því
vel. Við stundum sauðfjárbúskap
og framleiðum aðeins mjólk fyrir
heimilið. Auk þess eru seiveiðar á
síðari árum mikil hlunnindi. En
nú er víða ákveðið að því unnið,
að vekja andúð á selveiðum,
vegna ofveiði og ómannúðlegra
þessu og þær mega sín mikils, eins
og kunnugt er.
Hvaða selategund veiðið þið
og hvenær?
Við veiðum eingöngu kópa
landselsins, þegar þeir eru um
það bil mánaðar gamlir. Land-
selirnir halda til á svipuðum
slóðum árið um kring og kæpa
4.DAGUR
Markaregn hjá
Víkingi og KA
KA og Víkingur léku I fyrstu
deild á Akureyrarvelli sl. mánu-
dagskvöld. Leikur þessi átti að
fara fram fyrir nokkru, en var þá
frestað þar sem Víkingar komust
ekki norður. KA kaus að leika
undan strekkings norðangolu í
fyrri hálfleik, og strax á fyrstu
mínútum náðu þeir nokkurri
sókn og pressu á mark Víkings. Á
8. mín. var Elmari brugðið rétt
fyrir utan vítateig og var dæmd
aukaspyrna, en Diðrik mark-
maður Víkings varði auðveldlega.
Á 14. mín. var síðan brotið á
Arnóri Guðjónsen rétt utan við
vítarteigs KÁ og Viðar Elisson
skoraði í bláhomið. Aðeins
þremur mín. síðar skorar Gunnar
Kristjánsson annað mark fyrir
Víking, eftir aukaspyrnu utan
vítarteigs. Á 20 mín sóttu KA
menn og fengu þá dæmdar tvær
homspyrnur í röð. Lukkudísirnar
voru hins vegar ekki með KA á
þessum mínútum og á 25 mín. var
Amór Guðjónsen allt í einu í
dauðafæri og skoraði örugglega.
Eftir þessi þrjú mörk frískuðust
K A menn nokkuð og á 30 mín var
mikill darradans við mark Vík-
ings og a.m.k. tvisvar bjargað á
línu, og síðan var gefinn góður
bolti fyrir markið og Ármann
Sverrisson henti sér á boltann og
skallaði í netið. Á síðustu mín.
fyrri hálfleiks sóttu KA menn stíft
að marki Víkings og á síðust
mínútu hálfleiksins skoraði
Gunnar Blöndal eftir góða fyrir-
gjöf frá Elmari.
Á fyrstu mín. síðari hálfleiks
ætluðu KA menn sér að jafna
leikinn en vamarmenn Víkings
voru vel á verði og bægðu öllum
sóknum á brott. Smám saman fór
að draga af KA og á 8 mín. átti
m.a. Arnór Guðjónsen skot í
stöng. Á 11. mín. varði Þorbergur
vel gott skot frá Arnóri. Á 21.
mín. áttu Víkingar hörkuskot af
löngu færi sem hafnaði í stöng-
inni
Á 31. mín. skora Víkingar sitt
fjórða mark eftir að Þorbergur
hafði tvívarið en misst boltann frá
sér. Nokkmm mín. síðar skallaði
Arnór Guðjónsen í markið úr
dauðafæri og innsiglaði sigur
Víkings, en leiknum lauk með
sigri þeirra með 5 mörkum gegn
2. Hjá KA var þetta ekki góður
leikur, ef nokkrar mínútur leiks-
ins eru undanskildar.
Hjá KA börðust vel Guðjón,
Haraldur og Elmar, en hjá Vík-
ingi er Arnór Guðjónsen rnjög
marksækinn og leikinn með bolt-
ann. Leikinn dæmdi Rafn
Hjaltalín og línuverðir voru Arn-
ar Einarsson og Þóroddur
Hjaltalín.
Þór stöðvar KR
S.l. föstudagskvöld lék Þór
við KR-inga í annarri deild í
knattspvrnu, og fór leikurinn
fram í Reykjavík. KR-ingar
höfðu hingað til verið í sér-
flokki í deildinni og höfðu
ekki tapað leik. Þórsarar léku
þennan leik án sóknarmanna
sinna - Sigþórs Ómarssonar
og Jóns Lárussonar, en báðir
áttu við meiðsi að stríða.
En maður kemur í manns
stað og ungir leikmenn tóku
stöðu þeirra í leiknum.
KR-ingar léku í fyrri hláfleik
undan golu, en góðir varnar-
menn Þórs voru ekki á því að
láta þá skora og í hálfleik hafði
ekki verið skorað mark. 1 leikn-
um léku Þórsarar vamarleik, en
með tvo menn frammi og áttu
oft skyndisóknir en þær geta oft
verið hættulegar. Um miðjan
síðari hálfleik ætlaði markmað-
ur KR að henda boltanum frá
marki og til bakvarðarins, en
Óskar Gunnarsson komst inn í
sendinguna og sendi boltann
örugglega I netið. Fleiri urðu
mörkin ekki í þessum leik og
Þór vann verðskuldaðan sigur
með einu marki gegn engu.
Þórsarar hafa nú lagað stöðu
sína í deildinni og eru komnir í
baráttu um toppinn.
Hið síðastnefnda hagar sér líkt og
kólibrífuglinn. Það heldur sér á
lofti á meðan það sýgur hunang
úr blómum, eins og þeir.
Skúmurinn er frægastur
ykkar fugla?
Já, enda einkennisfugl öræfa-
sveitarinnar. Hann er Norð-
ur-Atlantshafsfugl og mjög víð-
förull, svo sem sannast hefur með
merkingum. Hann hefur fundist í
Suður Ameríku, merktur hér á
landi og suður um Evrópu. Ann-
að afbrigði skúmsins er við Suð-
urheimskautið og leitar það
norður, svo þessir frændur eru
víðförulir í meira lagi.
En til varpstöðva sinna á sunn-
lensku söndunum kemur skúm-
urinn strax í mars, hvernig sem
viðrar og þótt snjór sé enn á lág-
lendi og fer ekki fyrr en ungarnir
eru orðnir fleygir á sumrin.
Grimmir fuglar?
Sumir skúmar látast ekki sjá
mann, þótt farið sé nálægt
hreiðrum þeirra, en það er meira
en sagt verður um alla, því margir
eru nokkuð aðsúgsmiklir um
varptímann og hika ekki við að
ráðast bæði á menn og skepnur.
Ég veit með vissu, að skúmur sló
mann einn niður og svimaði hann
nokkra stund á eftir, og einn sló
bróður minn svo, að förin sáust
eftir klærnar. Skúmar slá ekki
með væng, heldur með fæti.
Skúmar eru flugfimir, en þó er
kjóinn flugfimari. Stundum
heyrast smellir þegar kjói lemur
skúm í bakið á fluginu. Skúmur-
inn nýtur engra vinsælda meðal
annarra fugla og er það varla von,
hann girnist unga þeirra til átu.
Þú munt vanur vatnamaður?
Margir voru það áður en
brýrnar komu á árnar. Faðir
minn var vanur fylgdarmaður og
síðan tóku eldri bræðurmínirvið,
fyrst á hestum en síðan á herbíl-
um og bátum. Þá kynntumst við
mörgu fólki og þá fylgdust menn
vel með ánum, sem næstum dag-
lega tóku breytingum. Fyrrum
rann Jökulsá í mörgum kvíslum
undan jöklinum, og var þá oftast
nokkuð auðveld yfirferðar.Síðar
gróf hún sig niður, og varð þá að
ferja á báti og sundleggja hestana.
Síðan var áin brúuð. Hún er
mikil, ströng og ísköld. Hvorki
gengur í hana lax eða bleikja, en
selir liggja oft á bökkum hennar
og stundum á ísbrúninni þegar
lónið er lagt. Jökulsá er aðeins
kílómeters löng og lónið við jök-
ulröndina, sem hún kemur úr, er
150 metra djúpt. Það myndaðist
þegar jökullinn hopaði. En nú
þarf ekki að flytja fólk yfir árnar á
hestum eða bátum.
Einhverntíma varstu í Surts-
ey?
Já, Finnur Guðmundsson fékk
mig til þess að rannsaka fugla og
gróður í eynni, ennfremur skor-
dýr. En fuglarannsóknin var
einkum við það miðuð, að kanna
hvort og hvernig þeir bæru fræ til
eyjarinnar. Til þess þurfti ég að
skjóta þessa vesalinga. Við þetta
vann ég nokkuð á árunum
1969-1971.
Hefur þú farið fleiri meiri-
háttar rannsóknarferðir?
Nefna má, að til Grænlands fór
ég með Finni Guðmundssyni og
Kristjáni Geirmundssyni 1955.
Þetta var fuglaleiðangur, en um
leið var safnað grösum og skor-
dýrum. Við vorum í Meistaravík
við Kóngs-Óskarsfjörð, sem er
norðarlega eða á 72. breiddar-
gráðu. Lauge Koch byggði þar
fyrrum hús eitt, sem við bjuggum
í og þar var sannarleg nóg af kol-
um og kom sér vel í Meistaravík
dvöldum við frá 8. maí til 20 júlí.
Voru sauðnaut í nágrenn-
inu?
Já, maður sá þau oftast ef farið
var upp í fjallið fyrir ofan, 9 tals-
ins, flest fullorðin en tveir kálfar
fæddust um sumarið. Þau
hnöppuðu sig þegar þau urðu
manna vör og stóðu þannig um
stund, áður en þau tóku sprettinn.
Ullin af þeim er mjög fíngerð og
sérkennileg, enda í háu verði. Ég
á dálítinn lagð, upptíning, sem ég
fann. Þelið fellur af en togið, sem
ekki er ólíkt faxi og gefur þessum
skepnum svo mikinn svip, fellur
ekki af, eða ekki svo eftir því
verði tekið.
En selirnir?
Hringanórar voru alltaf við
öndunarop á ísnum frammi á
firðinum. Mig langaði raunar í
selkjöt, fékk lánaðan hermanna-
riffil hjá manni, sem vann í flug-
stöð þarna á staðnum. En hvort
tveggja var, að selirnir voru
styggir, enda sólbráð og lét hátt í
ísnum þegar um hann var farið,
og ég þekkti ekki á skotvopnið og
fékk engan selinn.
En hvað um fuglalífið?
Það yrði kannski langt mál, en
til gamans má geta þess, að
græmlensku snjótittlingarnir, sem
þar eru farfuglar og dvelja á
vetrum í Skotlandi og víðar, voru
komnir til Grænlands rétt á und-
an okkur. Þeir eru ljósari á lit en
okkar snjótittlingar, auk þess að
vera farfuglar. Þessir fuglar sjást
oft á ferðum sínum, sunnanlands
og einkum vestanlands. Þá er að
geta þ<*cs, að helsingjarnir komu
rétt á eftir okkur. Þeir eru bjarg-
fuglar þegar vestur kemur og
velja varpstaði sem slíkir, kannski
til að forðast erkióvininn, refinn.
Helsingjarnir koma við á vestur-
leið á íslandi en um 20. maí komu
þeir vestur. Þeir koma í Skafta-
fellssýslurnar snemma á vorin, en
í Skagafirði safnast þeir saman
áður en þeir halda í stórum
flokkum yfir hafið til Grænlands.
Þá verpti heiðagæsin þarna, oft
uppi á bjargbrúninni. Nóg var af
refnum, en líklega hefur honum
ekki alltaf gengið vel að finna
hreiðrin, vegna lognsins, sem
þarna er dag eftir dag og viku
eftir viku. Refirnir voru bæði
mórauðir og hvítir. Tvö greni
fundum við en létum þau i friði.
Margt skemmtilegt að sjá
þar vesturfrá?
Já, og á hverju vori langar mig
þangað aftur. Eitt af því sem
þarna fannst eru handleggssverir
steingerfingar elftingarinnar, sem
fyrrum var svo stórvaxin og
. myndaði skóga. Kol eru víða af
elftingarskógum komin, þótt þeir
séu ekki lengur til. Þá fundust
þarna steingerfingar skömmu áð-
ur, af dýrategund, sem var milli-
stig frosks og fisks.
Bleikja var í vötnum og sá ég
menn veiða þær á stöng og sýnd
ist aflinn góður. Fæða þessarar
vatnableikju mun að verulegu
leyti vara mýið og lirfur þess.
Þessar flugur stinga mann í gegn
um ullarflíkur og er gott að hér á
landi skuli ekki þessi tegund lifa.
Rottur eru víst ekki enn
komnar í öræfin?
Rotta með unga sína barst með
bát í land austan við Ingólfshöfða
í skáp einum, sem opnaðist í fjör-
unni. Var þá safnað liði og segir
ekki meira af þeirri rottufjöl-
skyldu. Rottur hafa ekki enn
numið land hjá okkur. Fyrsta
músin, sem vart varð við, sást
heima 1941 og var í kvarnarkofa.
Síðan sást ekki mús fyrr en 1963, í
Skaftafelli. Eftir það varð hún
útbreidd á skömmum tíma og er
enn. Hannes á Núpsstað sá ein-
hverju sinni músarslóð við Núps-
vötnin í nýföllnum snjó. Hann sá
slóðina að vötnunum og sá hvar
rnýsla hafði komið upp á hinn
bakkann og undraðist hversu lítið
hana hafði hrakið af leið í
straumvatninu. Þá vorum við
löngum lausir við refinn í Öræf-
unum, og þótti viðburður, ef
hann sást. En 1938 fannst greni og
fjölgaði ref ört þar á eftir. En nú
hefur honum aftur á móti verið
útrýmt nær algerlega.
Er gróður að aukast á sönd-
unum?
Já, talsvert mikið. Síðan jök-
ullinn hörfaði hafa árnar grafið
sér dýpri farvegi en áður og renna
þar í stað þess að renna hér og
hvar. Hefur gróður því meira
næði og sér þess glögg merki.
Jafnvel mýrlendi hefur verið að
myndast, og heldur áfram að
myndast ef svo heldur sem horfir.
Mosinn kemur alltaf fyrst. Hann
heldur í sér vatni og síðan kemur
annar gróður.
Margir eru þeir, sem ekki átta
sig á grænum lit, sem eru á sum-
um stöðum á skriðjöklum sunn-
anlands, og er það tæplega von.
En mosinn nemur land á örlitlum
steinvölum, sem nóg er af á
skriðjöklunum og þar vex hann
þótt svalt sé og stækkar. Af því
fær jökullinn græna litinn. Þessir
mosavöxnu steinar, sem stundum
velta af stað ogdetta í sundur. eru
nefndir jöklamýs, og munJón
Eyþórsson vera höfundur þess
nafns.
Dagur þakkar skemmtileg
svör. E.D.
DAGUR.5