Dagur


Dagur - 10.08.1978, Qupperneq 7

Dagur - 10.08.1978, Qupperneq 7
Eftir Guðbrand Magnússon Þeirrar tilhneigingar gætir oft í stjórnmálabaráttunni að mála hlutina í svörtu og hvítu. Þetta sáum við vel í slagorðum sjálf- stæðismanna nú fyrir kosning- arnar; sjálfstæði eða sósíalismi, alræði eða frjálshyggja o.s.frv. Sömuleiðls sjáum við þetta í því hvernig reynt er að stilla upp vinstri eða hægri valkostum, þrátt fyrir að engum hafi tekist að skýra þá skiptingu. Þessar tilhneigingar eiga sér hliðstæðu um allan heim, en sá er munur- inn að þar virðist þetta vera að ganga yfir. Miðjuöflunum í stjórnmálum, efnahagsmálum og menningarmálum vex nú stöðugt fiskur um hrygg. Góð dæmi um þetta eru nýliðnar kosningar í Frakklandi og jafn- vel síðustu forsetakosningar í Bandarikjunum. Andlitslyftingar marxista I uppsiglingu virðist vera nýtt skeið í stjómmálum vestrænna lýðræðis- ríkja, sem hafnar uppskiptingunni í vinstri og hægri og lætur öll hug- myndakerfi lönd og leið. Og það sem merkilegra er að margir þeirra manna sem varpað hafa frá sér hugmyndakerfunum eru fyrrver- andi marxistar, og nægir þar að minna á „hina nýju frönsku heim- spekinga". í stjómmálabaráttunni fela margir sig á bak við grímu hug- myndakerfanna, og þá er um að gera að hafa grímuna nógu laglega til að kjósendur líti við þeim. Vin- sælasta hugmyndakerfið nú er t.d. meðal marxista svokallaður Evrópu-kommúnismi. Kommún- istaleiðtogarnir sáu sem var, að eftir innrásina í Ungverjaland, síð- ar Tékkóslóvakíu og svo loks af- hjúpanir Solzhenitsyn á Gul- ag-hryllingnum, varð að gera and- litslyftingu á ásjónu kommúnism- ans. Yfirlýsingar um að þeir væru óháðir Sovétríkjunum var lausnin - og hún nefnd Evrópukommúnismi. Með þessum flokkum hefur Al- þýðubandalagið lýst samstöðu og verður því að sjálfsögðu að teljast kommúnistaflokkur sem þeir. Ailt annað er tvöfeldni. Sósíalisminn er fasiskur að eðli Svar Alþýðubandalagsins og hinna Evrópukommúnistaflokkanna við ásökunum á hendur Sovét-hryll- ingnum er á þá leið, að þar sé marxismanum gróflega misbeitt. Þeir fyrrverandi kommúnistar sem nú kalla sig „nýheimspekinga" segja aftur á móti, að þetta sé al- röng skilgreining. Staðreyndin sé að sósíalisminn sé fasiskur að eðli og það sé skýringin á því að hvergi í heiminum sé hægt að benda á sósíalískt ríki sem virði mannrétt- indi og lýðræði. Þess vegna er það furðulegt að margir gagnrýnendur Sovét-hryllingsins skuli láta ánetj- ast af nýjustu grímu kommúnism- ans - Evrópukommúnismanum. Það er ekki hægt annað en vor- kenna kommum í afstöðu þeirra til sósíalistaríkjanna. Fyrst benda þeir á þau með stolti og segja: Þarna sjáið þið fyrirmyndarríkið sem stefnt skal að. Síðan fer fasismi al- ræðisríkisins að koma í ljós, en þá neita marxistamir að horfast í augu við þessi ríki. Marxistar hafa alls staðar þar sem þeir hafa komist til valda komið upp geigvænlegu rík- isbákni, skrifræðislegu alræðisríki með miklum hemaðarmætti. Eins og sést svipar þessari lýsingu til auðhringa einkaframtaksins, og má draga þann lærdóm af, að öfgamar eigi meira sameiginiegt en margur heldur. Þess vegna er yfirtaka rík- isins, þ.e. þjóðnýting, tilgangslaus. Það er eins í þessu máli sem flestum þjóðfélagsmálum, að millivegurinn reynist farsælastur fyrir heildina, og hefur félagslegur rekstur, óháð- ur ríkisvaldinu, reynst best. Kenning Sókratesar enn í gildi Það er óheilbrigt að binda sig al- gjörlega við eitt ákveðið hug- myndakerfi. Það heftir nauðsynlegt samstarf ólíkra afla þjóðfélagsins og kemur þannig í veg fyrir að að- kaílandi vandamál séu leyst með hagsmuni heildarinnar fyrir aug- um. Við verðum að brjóta allar þær stefnur, sem að okkur flæða, til mergjar og athuga hvort nokkur kjami er í þeim. Þannig getum við skilið úr það sem rangt er og myndað okkur einhverja hugmynd um það, sem um er að ræða. Það eru ekki til nein algild hugmynda- kerfi, þó málsvarar þeirra flestra telji þau það. Því verður almenn- ingur að temja sér gagnrýni á öll kerfin, en láta ekki eitt einstakt hugmyndakerfi ná tökum á sér. Þetta er skoðun sem Sókrates setti fram á sínum tíma og hún er í fullu gildi enn. Hann dró margt í efa með spumingum sínum og svörum. Þannig lagði hann grunninn að sjálfsgagnrýni og gagnrýni á allt sem taldir eru sjálfsagðir hlutir. Til þess verður auðvitað að ryðja burtu mörgum hleypidómum og benda á margt sem aflaga fer. Hugmyndakerfin eru hrunin Iðnvæddum lýðræðisrikjum vest- urheims er gjaman stillt upp sem andstæðu kommúnistaríkjanna, en í raun eiga þau margt sameiginlegt. Auðvaldið er í höndum ríkisins I kommúnistaríkjunum, en hjá einkaaðilum og auðhringum í vestrænu ríkjunum. En munurinn er sá, að í borgaralegu ríkjunum í vestri er gagnrýni leyfð á kerfið, en ekki hjá kommúnistaríkjunum. Þess vegna aðhyllast æ fleiri borg- aralega miðjuflokka, sem hafna bæði einkaauðmagninu og ríkis- rekstrinum, en hefja til vegs félags- leg fyrirtæki í eigu fólksins. Á Is- landi er Framsóknarflokkurinn einn um að gegna þessu hlutverki. Hugmyndakerfi „frjálshyggju“ sjálfstæðismanna er hrunið. Frjáls- hyggja þeirra hefur sýnt sig leiða til aukins arðráns á vinnulýðnum, einokunar og atvinnuóöryggis. Hugmyndakerfi marxista er hrunið. Fyrir því sáu innrásirnar í Ungverjaland og Tékkóslóvakíu, Gulag-lýsingar Solzhenitsyn og aðrar mannréttindaskerðingar. Þessi gömlu kerfi hafa óhjá- kvæmilega misst sannleiksgildi sitt og vald. Engin alvarlega hugsandi maður ímyndar sér lengur að hægt sé að setjast niður og búa til hug- myndakerfi sem stenst þjóðfélags- lega reynslu. Þessi kerfi hafa komið fram af sömu ástæðu og ofsatrúar- brögðin - óskiljanlegri sjálfsblekk- ingarþörf. Óskild öfl í einn farveg Jafnhliða undanhaldi öfgaafla í stjómmálum vex miðjuflokkum afl. Þetta mun gerast hér eins og í öðrum lýðræðislöndum. Fólk er hætt að spyrja hvort þetta eða hitt sé til vinstri eða hægri, heldur; er það til góðs eða ills. Þegar við stofnun Framsóknar- flokksins var þar veitt í einn farveg óskyldum öflum, s.s. ungmenna- félagshreyfingunni, .stéttarsamtök- um bænda, samvinnuhreyfingunni og fleirum. Mestan þátt i því að það reyndist mögulegt átti eflaust Jónas Jónsson frá Hriflu. Staða slíks flokks, sem auk þess er staðsettur á miðju stjórnmálanna, er vanda- samari en hinna vegna þeirrar miklu ábyrgðar sem hann ber á að sætta ólík þjóðfélagsöfl, bæði utan og innan sinna vébanda. „í stjórnmálabaráttimni fela margir sig á bak við grímu hugmyndakerfanna, og þá er um að gera að hafa grímuna nógu laglega“ Solzhenltsyn. Gul- ag-lýsingar hans hafa sýnt okkur hvernig er hægt að berjast gegn of- beldinu innan al- ræðisríkisins. Sókrates: „Briót- um allar hugmyndir til mergjar og skilj- um úr það sem er rangt". Einn hinna nýju frönsku heimspek- inga, • Bernard- Henri Levy: „Marx- isminn er ópíum fyrirfólkið". Karis Marx. Kenn- ingar hans leiða til skerðinga á lýð- réttindum þar sem þær komast í fram- kvæmd. Jónas frá Hriflu. Honum tókst að reita í einn farveg ólíkum þjóðfélags- öflum. Kristileg skylda eftir séra Bjartmar Kristjánsson Einhvem tímann heyrðist það í messutilkynningum Reykjavík- urpresta, að það væri kristileg skylda foreldra væntanlegra fermingarbama að koma til kirkju sinnar. I þessu tilefni sagði einhver við mig, að sér sýndist það kristileg skylda allra kristinna manna að sækja messur eins oft og við yrði komið. Þessu held ég, að ekki verði í móti mælt. Svo lengi sem við höfum kirkju og kristindóm, og teljum kristileg lífsviðhorf stuðla bezt að farsælu og fögru mannlífi, hljóta kristnir menn að telja það skyldu sína að styðja við bakið á kirkju Krists, með því að sýna sig einstöku sinnum í húsi hans. Að segja, eins og oft heyrist, að maður geti verið eins vel krístinn, þótt hann komi helzt aldrei I kirkju, er hrein firra. I hvaða fél- agsskap, öðrum en kirkju Krists, mundi nokkrum detta í hug að Séra Bjartmar Krlstjánsson. telja þann, sem sára sjaldan eða aldrei sækti fundi eða samkomur félags síns, jafn góðan félaga og hinn, sem væri þar með af lífi og sál? Og sá, sem ekki rækir kirkju sína, gefur öðrum ekki gott for- dæmi. Við viljum hafa kristindóm í landinu. Okkur skilst, að hann sé málsvari og brjóstvörn mann- frelsis, mannréttinda og þeirrar mannhelgi, sem á svo mjög í vök að verjast víða um heim. En kristindómurinn er engin eilífð- arvél, er gangi án þess að hann þurfi að fá kraftinn einhvers staðar frá. Með tómlœti gagnvart þeirri stofnun, sem vill halda á loft og verja og berjast fyrir áður- nefndum hugsjónum kristindóms- ins, erum við að fella á okkur nokkra ábyrgð á mörgu þvi, sem verst gerist i heiminum. Og við er- um um leið að auka hœttuna á þvi, að hið sama komi yfir okkur sjálf Ef kristindómurinn er ekki tal- inn þess virði, að eytt sé örfáum klukkustundum á ári til þeirrar félagslegu þjónustu við hann, að koma einstaka sinnum til kirkju, þá er hreinlegra að segja sig úr kirkju Krists. Það er meinið, að kirkjuskipið siglir með allt of mörg lík í lestinni. Kosning fulltrúa á SUF þing Fundur verður í Framsóknarfélagi Akureyrar fimmtudaginn 10 ágúst kl. 20.30 í Hafnarstr. 90 Fundarefni Kosning fulltrúa á 17 þing SUF sem haldið verður að Bifröst í Borgarfirði dagana 8. og 9. september. Stjómin Lögfræðiþjónusta Fasteignasala Einbýlishús við Hraungerði 150 ferm. ásamt fokheldum bílskúr. Húsið er ekki alveg, fullfrágengið og býður upp á ýmsa möguleika við frágang. Laus strax. Einbýlishús við Stekkjargerði á tveimur hæðum, efri hæð 118 ferm. neðri hæð um 65 ferm. Innbyggður bílskúr. Laus strax Þriggja herbergja íbúð við Víðilund á neðstu ibúðar hæð. Mjög góð og þægileg ibuð. Hita- veita. Laus eftir samkomulagi. Höfum auk þess margar aðrar eignir á söluskrá Sölumaður við kl. 5-7 Lögmaður Ólafur Birgir Árnason Sölumaður III EIGNAMIÐSTÖÐIN Ólafur Þ. Armannsson skipagötu 1 . sImar 2«6os, 2«74s heimasími 22166 DAGUR.7

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.