Dagur - 06.10.1978, Blaðsíða 8
DAGTJR
Akureyri, miðvikudagur 6. október 1978
Þr jú hús við Skipagötu
hverfa
til að greiða fyrir umferð í miðbænum
Eins og íbúum Akureyrar er
kunnugt er ætlunin að gera um-
ferð um miðbæinn greiðari frá
því sem nú er og leggja götu
austan við Skipagötu. Áður en
það getur orðið verður að rífa
húsin sem standa austan göt-
unnar. Því var það að hafnar-
stjórn samþykkti á fundi fyrir
skömmu að leggja til við bæjar-
stjórn að eftirtöidum aðilum,
sem hafa með höndum ýmis-
konar starfsemi á þessu svæði,
yrði sagt upp lóðarsamningum:
Skipaafgreiðslu Jakobs Karls-
sonar h.f., Eimskipafélagi ís-
lands, Kaupfélagi Eyfirðinga og
Steindóri Jónssyni. Hafnar-
stjórn óskaði að mannvirkin
yrðu fjarlægð fyrir 1. júní á
næsta ári, en bæjarstjórn ákvað
að það yrði annað hvort 1. júní
eða eftir nánara samkomulagi.
„Ég vona að okkur takist að
rífa eitthvað af húsunum strax á
næsta ári,“ sagði Helgi M. Bergs
bæjarstjóri í samtali við Dag.
„Það gæti t.d. verið húsið á lóð
Eimskipafélagsins, en það er
mögulegt að Kaupfélagið þyrfti
að fá einhvern frest.“
Lögberg —
Heimskringla:
Áskrifendum
fjölgar
Vikublað Vestur-fslendinga, Lög-
berg Heimskringla, sem gefið er út í
Winnipeg í Manitobafylki í Kan-
ada, er ört vaxandi blað. Á einu ári
hefur áskrifendum blaðsins fjölgað
um 25,3%, og er þá aðeins átt við
skuldlausa áskrifendur blaðsins,
sem búsettir eru vestan hafs. Þetta
kom meðal annars fram á fundi
blaðstjórnarinnar, sem haldinn var
í Winnipeg fyrir skömmu. Þá kom
einnig fram, að áhugi auglýsenda
hefur farið mjög ört vaxandi á
þessu sama tímabili, og varð tekju-
aukning blaðsins vegna auglýsinga
á þessu eina ári mjög veruleg, eða
77,4%. Verð auglýsinga breyttist
ekki á þessu tímabili.
Á íslandi hefur orðið vart vax-
andi áhuga á blaðinu, og hefur
áskrifendum þar farið fjölgandi.
Um hríð voru talsverðir erfiðleikar
í sambandi við drejfingu blaðsins
til áskrifenda á íslandi, en nú hefur
verið bætt verulega úr því. -sdreif-
ingu blaðsins á íslandi annast Birna
Magnúsdóttir, og eru þeir, sem vilja
gerast áskrifendur blaðsins beðnir
að snúa sér til hennar. Sími hennar
er 74153 og utanáskrift: Dúfnahól-
ar 4, Reykjavík.
Samkvæmt drögum að aðal-
skipulagi kemur gatan á aust-
urmörk lóðanna, en þær verða
að öðru leyti lagðar undir bíla-
stæði. Það er erfitt að segja
nokkuð til um hvenær þessum
framkvæmdum verður lokið, en
það verður vart fyrr en í upphafi
næsta áratugs.
Stöðugt er unnið að uppfyll-
ingu fyrir austan húsnæði Hita-
veitu Akureyrar og sagði Helgi
að nauðsynlegt væri að breikka
götuna fyrir neðan Samkomu-
húsið og gera tvær akgreinar á
Drottningarbrautina eða
Kjarnabrautina eins og hún
heitir í opinberum plöggum.
Hins vegar er ekki til nein
framkvæmdaráætlun varðandi
þetta verk og fylgir það aðal-
skipulaginu í öllum meginat-
riðum.
Gangnaseðlar
að gömlum sið
Bóistað 27. september.
Af sauðfé er allt gott að frétta.
Um það snýst nú flest og liggur
félagslíf og annar andlegur lifn-
aður niðri á meðan. Aðalréttum
er lokið fyrir nokkru en verið er
að draga fé fram og til baka
fram eftir öllu hausti. Það er til
dæmis vegna slátrunar og svo
hefur týndi sauðurinn aukið kyn
sitt og er að finnast fram undir
jól.
Fallþungi dilka er víðast hvar
allgóður. Sumir þakka það því, að
upprekstur hrossa á Eyvindar-
staðaheiði hefur mjög verið tak-
markaður. Aðrir telja það fráleitt.
Flestir þakká tíðarfarinu gott
ástand sauðfjár. Þá eru hey yfirleitt
góð en reyndar í minna lagi, vegna
þess að sprettan var seint á ferðinni.
Gamla Stafnsréttin var jöfnuð við
jörðu í sumar og ný reist með eld-
ingarhraða, stærri og þægilegri á
flestan hátt, en þó söknuðu nú
margir gömlu veggjanna úr torf-
réttinni.
En gamlir og góðir siðir eru þó
ekki af lagðir. Þeir þurfa að hald-
ast, jafnvel á atómöld. Má þess geta
til dæmis, að þótt prentlistin væri
fundin upp um 1500 eftir Krist, þá
(Framhald á bls. 6).
§ Heiidar-
löggjöf um
landhelgis-
mál
Fram hefur komið í fréttum,
að sendiherra íslands á haf-
réttarráðstefnum Sameinuðu
þjóðanna, Hans G. Andersen,
hefur verið falið að undirbúa
heildarlöggjöf um landhelg-
ismál islendinga. Sú löggjöf
á að staðfesta 200 mílna
fiskveiðilandhelginas, færa
almenna lögsögu úr 4 i 12
sjómílur, kveða á um að-
gerðir vegna umhverfis-
verndar á hafinu og ýmis fleiri
skyld mál. Fer vel á þessu þvi
Sendiherrann var höfundur
landgrunnslaganna fyrir 30
árum.
§ Rannsókná
innflutnings
versluninni
Fá mál hafa vakið meiri at-
huggli en norræna könnunin
á innflutningsversluninní,
sem verðlagsstjóri upplýsii
fyrir skömmu. En rannsóknin
leiddi í Ijós, að íslenskir inn-
flytjendur keyptu vörur við
mun óhagstæðara verði en
gert er .á hinum Norðurlönd-
unum, jafnvel svo að munaði
fjórðungi verðs.
Nú hafa stjórnvöld lands-
ins ákveðið, að rannsóknum
á innflutningsversluninni
verði fram haldið og verður
því eflaust fagnað, enda i
samræmi við samstarfsyfir-
lýsingu núverandi stjórnar-
flokka. Rannsóknarnefndina
skipa: Georg Ólafsson, verð-
lagsstjóri, Garðar Valdimars-
son, skattrannsóknarstjóri,
Sigmar Albertsson lögfr. hjá
tollstjóraskrifstofunni,
Sveinn Sveinsson, frá Seðia-
bankanum og Gylfi Kristins-
son frá viðskiptaráðuneytinu.
Rannsakaðar verða allar
hugsanlegar orsakir þess
verðmunar, sem fram komu í
könnun verðlagsstjóra.
# Eldhúsmellur
Fyrirsögnin er ekki fögur, en
þetta er heiti á nýútkcminni
bók hjá Máii og menningu, en
saga þessi hlaut fyrstu verð-
laun í samkeppni þess fyrir-
tækis. Höfundurinn er frá
Dalvík, Guðiaugur Arason og
er 28 ára. Áður hafa komið út
eftir hann skáldsögurnar,
Vindur, vindur vinur mínn og
Víkursamfélagið.
Dilkakjöt
Reynt var nú í haust að opna
markaði fyrir dilkakjöt í París
og Kaupmannahöfn. Þangað
voru sendir 100 skrokkar á
hvom stað og gekk salan
greiðlega því varan líkaði vel.
Engum vandkvæðum þykir
bundið, að flytja kjötið ófros-
ið í heiium skrokkum með
flugvélum til meginlandsins.
Sambandið var útflutnings-
aðili þessarar tilraunar og
vona bjartsýnir menn, að
framhald geti orðið á þessum
viðskiptum.
Sólin hefur gaman af
að skína á Króknum
Sauðárkróki 27. sept. Þegar
fjórtán dagar voru liðnir að slát-
urtíð, og búið að lóga yfir fjórtán
GRIMSEY
NÝTT FISKVERKUNARHÚS TEKIÐ
INOTKUN EYJASKEGGJAR VILJA EIGIN LANDHELGI
Að undanförnu hefur verið unnið
við endurbætur á hafnarsvæðinu í
Grímsey og hefur það verið stækkað
til muna. í vikunni verður nýja fisk-
húsið tekið í notkun. Á sunnudag
kom flutningaskipið Edda til
Grímseyjar og tók 540 pakka af
saltfisk, en mikið bíður enn útskip-
unnar.
„Nú er verið að pakka og koma
fiskinum áleiðis og þá getum við
farið að nota húsið. Við höfum
orðið að geyma fiskinn út um allt
'því ekkert hefur verið skipað út í
sumar,“. sagði Steinunn Sigur-
bjarnardóttir fréttaritari Dags í
Grímsey. „Nú getum við raðað
pökkunum jafnóðum í húsið og
^eymt þá þar.“
Grímseyingar hafa verið dugleg-
ir að fiska í ár, en aflinn er orðinn
meiri í dagen fékkst I977. Steinunn
sagði að alls hefðu borist á land yfir
800 tonn.
„Aðkomubátar sem eru á línu
eru allt í kringum eyna og alveg
upp við hafnargarðinn," sagði
Steinunn. „Menn höfðu það í
flimtingum að bátarnir gætu alveg
eins lagt í tjörn sem er rétt fyrir
ofan plássið. Það þyrfti bara að
gera rennu í hana svo þeir gætu
verið þar að skarka. Við erum líka
oft að tala um að eyjan þurfi að
hafa sína landhelgi, svo aðkomu-
bátarnir séu ekki að fiska á leg-
unni.“
Ný)a fiskverkunarhúsið. LJósm.: Guðmundur Jónsson.
þúsund fjár, var meðalvigtin um
14,5 kg, sem er nokkru betri vigt
en í fyrra. Þegar á það er litið, að
mest eru þetta tvílembingar, tel ég
vigtina góða.
Fáir skrokkar fara í „stjömuflokk-
inn‘ svonefnda, eða á 28 á umræddu
tímabili, en mér virðist ætla að bætast
verulega við hann í dag. Sigurjón
Gestsson er sláturhússtjóri og hjá
honum vinna um 130 manns.
Stóðréttir voru á sunnudaginn í
Skarðarétt og Staðarrétt og munu
7-800 hross hafa verið í þeirri fyrr-
nefndu, fallegur hópur það. Fyrir
kemur, að hross skipti um eigendur í
stóðréttum, þótt ekki fari miklum
sögum af.
Aflabrögð togskipanna voru með
ágætum í sumar en minni nú og þó er
meðalafli og mikið að gera á Sauðár-
króki, svo fólk vantar nú til starfa.
Gagnfræðaskólinn var settur á
laugardaginn og bæði Iðnskóli Sauð-
árkróks og bamaskólinn höfðu þá
bytjað sín störf.
í s'veitum em vemlegar bygginga-
framkvæmdir, bæði við íbúðarhús og
peningshús.
Laxveiði var meiri en oft áður, svo
sem í Húseyjarkvísl og Laxánni í
Laxárdal ytri, enn fremur i Fljótá.
Hér er mannheilt og mannlíf gott.
Veðráttan leikur við mannskapinn og
sólin hefur gaman af að skína. G.Ó.