Dagur - 18.10.1978, Blaðsíða 1
/jfljfa. TRÚLOFUNAR- ÆJml HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS DAGXJR
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI LXI. árg. Akureyri, miðvikudagur 18. október 1978 62 tölublað
Stefnuræða
f orsætisráð-
herra
Stefnuræðu forsætisráð-
herrans, Ólafs Jóhann-
essonar, verður útvarpað
klukkan 8 annað kvöld,
fimmtudag. Einnig
verður útvarpað um-
ræðum um hana, þar
sem fulltrúar stjórn-
málaflokkanna taka til
máls.
Svínka komin á
endurskins
merki
1
Slysavarnadeild kvenna
á Akureyri heldur al-
mennan fund i Alþýðu-
húsinu í kvöld, miðviku-
dag, um umferðarmál,
svo sem auglýst er á
öðrum stað í blaðinu.
Deildin hefur látið
búa til endurskinsmerki,
meðal annars með
Svínku-myndinni
ágætu, sem sjónvarps-
notendur kannast við og
ætla konur að ganga
með merkin í hús og
. selja þau, auk þess sem
þau fást i versluninni
Ásbyrgi.
*
Frá
lögreglunni
Um síðustu helgi var
venju fremur rólegt á
Akureyri. Á laugardag-
inn lenti hlaðinn steypu-
bíll út af veginum í
kræklingahlíð og tókst
ekki fyrr en á sunnudag-
inn að koma honum upp
á veginn aftur.
Á sunnudaginn varð
piltur á léttu bifhjóli
fyrir bíl hjá Samkomu-
gerði í Eyjafirði og
meiddist hann eitthvað.
Hann var þegar fluttur í
sjúkrahús. Aðfararnótt
föstudagsins ók maður
einn á ljósastaur á
Hafnarstræti. Hann
hafði ekki ökuleyfi og
var auk þess grunaður
um ölvun. Bíllinn er
hálfónýtur en maðurinn
slapp tiltölulega lítið
slasaður, en var fluttur í
sjúkrahús.
Á sunnudagskvöldið *■
var slökkviliðið kallað
að Ásgarði 2 í Glerár-
hverfi. Þar hafði kviknað
í kyndiklefa vegna bil-
unar. Skemmdir urðu
nær engar.
Atján kg meðal-
vigt á stöku bæ
Gunnarsstöðum 10. okt.
Nóg er að gera á hverjum bæ,
sem betur fer, enda væri þá til
lítils að lifa. Slátrun gengur vel
og eru átta dagar eftir af slátur-
tíð.
Féð reynist sæmilega og hjá
ýmsum bændum er mjög vænt fé,
einkum á Langanesi. í Tungu-
seli er búið að lóga rúmlega
helmingi og er meðalvigtin rétt
um 18 kg. Á Sauðanesbúinu er
búið að lóga á fjórða hundrað
dilka. Meðalvigtin var 18,23 kg.
Þetta kjöt er án nýrnamörs.
Margt þarf til að fá svona væna
dilka og tekst fáum þótt margir
komist langt. Ærnar þurfa að vera
hraustar og vel fóðraðar og rúmt í
högum. Til að ná svona árangri má
Krossanes
Þurrkari
sprakk
ekkert bila og stofninn þarf að vera
góður. Þessu vil viðbótar við vigt-
ina er svo það, að mjög mikið af
lömbunum eru tvílembingar. Jó-
hannes Sigfússon er sláturhússtjóri
á Þórshöfn.
Vinnu við höfnina er að ljúka.
Þar hefur grjótgarður verið gerður.
Verið er að byggja brú á Fossá, rétt
innan við þorpið. Á Þórshöfn var
verið að steypa loftplötu mikillar
viðbyggingar við grunnskólahúsið.
Verið er að slá upp fyrir veggjum
dvalarheimilis aldraðra.
í sveitinni vestan Brekknaheiðar
eru í byggingu fimm fjárhús og eitt
þeirra er komið undir þak og sum
hin skammt á eftir. Á einum bæ er
stjórt fjós í smíðum og er búið að
steypa það upp en þakið vantar
enn.
Menn eru að koma úr Tungu-
selsheiði úr öðrum göngum í dag og
í síðustu göngur á Hvammsheiði og
Dalsheiði verður farið á morgun.
Snjólaust er langt inn í heiðar, en
■ kannski er þó einhver snjór í fjöll-
um.
Hér fæðist eitt og eitt barn, ekki
síður en í Hrísey. Ó.G.
Rækjuveiðar
f rá Kópaskeri
ganga vel
Afli rækjubáta frá Kópaskeri
hefur verið nokkuð góður
undanfarið, en í upphafi ver-
tíðar var rækjan smá og
blönduð. Fimm bátar stunda
veiðamar og landa aflanum
hjá Sæbliki h/f. Kvótinn í Öx-
arfirði er 900 lestir.
„Ætli bátarnirséu ekki komnir
með um 35 tonn af rækju, en þeir
byrjuðu þann 5. október,“ sagði
Kristján Ármannson, fram-
kvæmdastjóri Sæbliks. „Ég hef
ekki fengið það staðfest hvernig
kvótanum verður skipt; hef hins-
vegar grun um það.“
Sæblik er eini aðilinn á Kópa-
skeri, utan Kaupfélags Norð-
ur-Þingeyinga, sem veitir fólki
atvinni. Kristján sagði, að nú
ynnu um 30 manns í landi við
verkun rækjunnar og einir tíu
sjómenn sækja rækjuna í greipar
Ægis. Ljósm.: G. Ö. B.
Fyrirhuguð ráðstefna
um málefni aldraða
Elliheimilunum berast góðar gjafir
Á föstudaginn boðaði fram-
kvæmdastjóri elliheimilanna á
Akureyri, Jón Kristinsson, til
blaðamannafundar í Dvalar-
heimiIinu-HIíð. Skýrði hann það
helsta, sem að er unnið þar og í
Skjaldarvík. Hann sagði, að mál
aldraðra væri viðamikið, bæði
fjárhagslega og félagslega, því
væri í ráði, að á þessu hausti yrði
-boðað til ráðstefnu, þar sem
reynt yrði að gera sér grein fyrir
umfangi málsins hér í bæ og á
hvern veg væri best að lausn
vandans staðið.
Dvalarheimilin Hlíð og Skjald-
arvík rúma 170 vistmenn, en á bið-
lista heimilanna eru um 200 manns.
Það er því ljóst, að vanda marga
þarf að leysa og við finnum oft sárt
til þess hve hægt miðar, sagði
ræðumaður.
Ætlunin var að hefja byggingu
tveggja raðhúsa fyrir aldraða, sem
áttu að rísa sunnan við Hlíð og vera
með fjórum hjónaíbúðum og átta
einstaklingsíbúðum. Fyrsta spaða-
stungan er enn ótekin og orsaka-
valdurinn er þetta völundarhús
kerfisins, sem tröllríður þessu -
þjóðfélagi, sagði framkvæmda-
stjórinn.
Viðbygging er þó að risa á
staðnum og í henni verður þvotta-
hús á neðri hæð og aðstaða fyrir
eldhús, en á efri hæð verður, að
hluta, borðstofa, sem tengist þeirri,
sem fyrir er. í Skjaldarvík er verið
að endurbyggja íbúðarhús í Ytrivík
og er það hús orðið fokhelt. Auk
þess er svo unnið að endurbótum
og viðhaldi húsa dvalarheimilanna.
Þá þakkaði Jón Kristinsson
forstj. fyrir góðar gjafir. Lions-
klúbburinn Huginn og Kvenfélag-
ið Framtíðin, hafa gefið heimilun-
um lyftubaðker, sitt á hvorn stað,
hin mestu þarfaþing og einnig tvö
fljótvirk og vönduð sótthreinsun-
artæki, og voru gjafir þessar sýndar
fréttamönnunum.
Á tólfta tímanum á mánudags-
kvöld var slökkvilið kallað að
Krossanesverksmiðju. Þar hafði
sprenging orðið í þurrkara og
eldur kviknað. Tveirstarfsmenn
hlutu brunasár og sá þriðji
reykeitrun og voru þeir fluttir í
sjúkrahús. Slökkviliðið yfirvann
eldinn og ekki urðu teljandi
skemmdir af honum, en
vinnsluafköst verksmiðjunnar
minnka þar til viðgerð hefur
farið fram á þurrkaranum.
Hafin bygging leikskóla á Ólafsfirði
Fyrr í mánuðinum tóku þau
hjónin Mundína Þorláksdóttir
og Finnur Björnsson fyrstu
skóflustunguna að leikskóla á
Ólafsfirði. f fyrsta áfanga
verður byggt 300 fermetra hús,
er rúmar 40 börn á tveimur
deildum eða 80 börn í leikskóla
yfir daginn. Síðar er mögulegt
að byggja t.d. dagheimilisálmu
við leikskólann. Heildarkostn-
aður á verðlagi í dag, er um 65
milljónir króna.
Ólafsfjarðarbær hefur undan-
farið rekið leikskóla í ófullnægj-
andi og lélegu leiguhúsnæði. Þar
er rými fyrir 20 börn.
Svavar P. Magnússon sér um
byggingu grunnsins, en gert er ráð
fyrir að húsið verði boðið út
næsta vor. Ef nægjanlegar fjár-
veitingar fást til verksins verður
leikskólinn væntanlega tilbúinn
til notkunar árið 1980. Þess má
geta að ríkissjóður leggur fram
helming byggingarkostnaðar.