Dagur - 18.10.1978, Blaðsíða 7

Dagur - 18.10.1978, Blaðsíða 7
CRÐ DAGSINS SÍMI - 2 18 40 Mikið er langlundargeð borgaranna Við fengum Akureyrarblað Morg- unblaðsins og kunnum vel að meta viðleitnina. Þegar ég fletti því gat ég hvergi rekist á stærstu fram- kvæmdina, hitaveituna og ekki heldur stærsta fyrirtækið, KEA. En í sambandi við hitaveituna vil ég leggja orð í belg. Götur eru rifnar upp og þær látnar standa þannig í margar vikur, ef ekki mánuði. Efni liggur eins og hráviði um allar götur. Eldra fólk hefur ekki komist út úr húsdyrum sínum í fieiri vikur vegna skurða, og mal- arhauga og götur eru ófærar bílum tímunum saman. Það eru boruð göt á hús, þar sem rottum er gerð greið leið kjallara. Þá veit ég um dæmi í húsagarði, þar sem skurður var grafinn fyrir þrem vikum og fólk þurfti að klöngrast yfir tvisvar, til að komast að og frá húsinu. Stórvirku vinnuvélarnar, sem notaðar eru hjá hitaveitunni, gætu sannarlega gengið betur frá ýmsu, sem þær rótast í. Og manni verður hugsað til þess, hvað gerist, ef elds- voða ber að höndum þar sem búið er að taka samgöngukerfið. göt- urnar, úr sambandi eða hvað skeð getur ef sjúkrabíls er skjót þörf í hús, sem ekki er hægt að komast að, tæplega gangandi, hvað þá meira. Hingað og þangað eru sett upp skilti: Lokað. Hvernig er hægt að vinna svo viðvaningslega að loka eða hálfloka heilum bæjarhverjum í lengri tíma? Mig undrar lang- lundargeð borgaranna að láta þessi vinnubrögð óátalin að mestu. Sum bæjarhverfi minna á leik- völl, þar sem börn hafa gleymt leikföngunum sínum. Að endingu vil ég lýsa vanþókn- un minni á reglugerð hitaveitunn- ar, sem mér barst í hendur. Það er eins og mennirnir, sem hana sömdu, hafi lært af hinum gömlu, dönsku embættismönnum, á með- an þeir sögðu Islendingum fyrir verkum. K. G. S. Kýtt miðbæjar- skipulag (Framhald af bls. 5). fyrrgreindra húsa. Þessa lausn telja þeir koma til greina en mið- ur heppilega með hliðsjón af framtíðarhlutverki Skátagilsins sem útivistarsvæðis bæjarbúa. Hugmynd kom fram um lagningu sérstakrar vöruaðkomugötu þvert yfir baklóðir vestan Brekkugötu frá Oddeyrargötu til suðurs. Þessa lausn telja þeir síst koma til greina, þar sem umræddar bak- lóðir, einmitt á svæðinu frá Odd- eyrargötu að Skátagili, eru mjög gróðursælar og bjóða upp á framtíðar útivistarmöguleika, i beinum tengslum við miðbæjar- kjarnann. Að öllu þessu athuguðu telja arkitektarnir að Oddagatan ein, með smávægilegum lagfæringum og breikkun, nægi til þess að leysa þetta hlutverk. Niðurlag í næsta blaði. varist slysin Notið endurskinsmerki í skammdeginu Bílasalinn sf. Tryggvabraut 12 auglýsir eftirtaldar bifreiðir Range Rover '72 og ’73, Blazer K-5 '12 til '74, Bronco ’66 og '72 til ’74, Scout II ’72 og ’74, Land- Rover '65 til ’74 bensín og dísel Frambyggður Rússa og Gaz ’57 til ’76 bensín og dísel, Wagoneer ’70 til '74, Willys ’47 til ’65 og '71 til ’73. Einnig fólksbifreiðar í öllum eða flestum tegundum og árgerðum. Komið og látið skrá bílinn strax, við munum reyna að selja fljótt og vel. Látið hann standa á planinu hjá okkur, þá fer hann fljótar Bílasalinn sf. sími24119 Sumarhús - Veiðihús - Sæluhús frá Mógili sf. henta íslenskum aðstæðum. Höfðum til ráóstöfunar mjög fallegar lóðir fyrir ein- staklinga og félög Hafið samband og festió ykkur hús yfir vorið Trésmiðjan Mógil sf. Svalbarðsströnd sími 96-21570 Óskum að ráða mann til útkeyrslustarfa strax. Uppl. gefur verkstjóri, ekki í síma Sana hf. Matsvein vantar á M/S Drang Fióabáturinn Drangur h.f. sími (96)24088 Óskum að ráða starfsfólk í eftir talin störf 1. Skrifstofumann (konu) vanann bókhaldi. 2. Næturvörð til gæslu á athafnasvæói fyrir- tækisins. 3. Verkamenn í röra- og strengjasteypu. 4. Bílstjóra. MÖL OG SANDUR HF., sími 21255 Rafinnkaup hf. Viljum ráða verslunarmann til að veita fyrirtækinu forstöðu nú þegar. Um hálfsdags starf getur verið að ræða. Uppl. um starfið veitir Ingvi R. Jóhannsson í síma 24223 SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA • lónaóardeild - Akureyri Skóverksmiðjan IÐUNN Viljum ráða, helst ungan mann, til að sjá um fram- leiðslu á trébotnaskóm. Möguleiki á stuttu námi erlendis. Uppl. veita starfsmannastjóri og verksmiöjustjóri skóverksmiðjunnar í síma 21900 Glerárgata 28 Pósthólf 606 • Sími (96)21900 Togararnir sigla Sauðárkróki f 6. október. Tveir togarar okkar eru á veið- um og sá þriðji, Skafti, sem verið hefur í slipp, fer á veiðar í þessari viku. Drangey siglir með aflann ogselur í Englandisíðar i þessari viku, Hegranesið litlu síðar og Skafti siglir einnig með afla úr næstu veiðiferð sinni. Baggafæribönd Óskum eftir samvinnu við áhugasama bændur um uppsetningu baggaflutningakerfis í hlöðu eða hlöðum. Baggaflutningakerfið byggir á baggaböndum frá Duks í Danmörku og sérstök fyrirgreiðsla er veitt með afslætti og tækniaðstoð. Þeir sem hafa áhuga á að sinna þessu og vilja setja upp fullkomið baggaflutningakerfi eru beðnir að senda okkur upplýsingar um bústærð og fyrirkomulag fyrir 1.desember’78 Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykjavík Sími 38900 DAGUR.7 AtlGLÝSlNGASTOFA SAMBANDSINS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.