Dagur - 12.12.1978, Blaðsíða 7

Dagur - 12.12.1978, Blaðsíða 7
Hugheilar þakkir til allra vina minna fyrir heim- sóknir, heillaskeyti oggjafir í tilefni sjötugsafmœlis míns29. nóvember síðastliðinn. Söngfólk Bakka og Bœgisárkirkna og sóknarnefnd Bakkasóknar þakka ég góðar gjafir. Ennfremur þakka ég Karlakór Akureyrar, sem heimsótti mig með söng og fœrði mér heiðursgjöf. Guð blessi ykkur öll. JÓHANNES JÓHANNESSON Innilegar þakkir fyrir heimsóknir gjafir og ótal hamingjuóskir á áttræðisafmælinu. Lifið heil og glöð. JÓN FRIÐRIKSSON, HÖMRUM. Pappakassi horfinn Af afgreiðslu blaðsins hvarf pappakassi með fjór- um „blanket" mottum. Þar sem verðmæti þeirra er mikið og kemur engum að gagni nema Degi vænt- um við þess að þeim veröi skilaó hingað, eða til lögreglunnar sem fyrst. Blaðið Dagur, Tryggvabraut 12, sími 24167. Gjöf til bygg- ingar endur- hæfingarstöðv- ar Sjálfsbjargar Þann 22. ágúst sl. afhenti Iþrótta- félagfatlaðra á Akureyri kr. 1 millj. til byggingar Endurhæfinarstöðvar Sjálfsbjargar, félags fatlaðra. Gjöf- in var afhent að Hótel KEA að viðstöddum stjórnum félaganna. Lionsklúbburinn Hængur hafði fyrr á árinu gefið íþróttafélagi fatl- aðra umrædda upphæð í því skyni að efla aðstöðu félagsins til íþrótta iðkana. Þar sem hafin er bygging yfir sem flesta þætti í starfi fatlaðra hér um slóðir, og þá einnig íþróttir og þjálfun, þá er þessi höfðinglega gjöf einkarkærkomin og þökkuð af alhug. Sameiginlegt markmið er, að sem fyrst skapist æskileg aðstaða fyrir hina ýmsu þætti í starfi fatl- aðra hér í bænum. Júlíana Tryggvadóttir afhenti gjöfina og formaður Sjálfsbjargar, Heiðrún Steingrímsdóttir, þakkaði fyrir hönd félagsins. (Fréttatilkynning). Frumvarp um nýskipan (Framhald af bls. 1). Sagði Steingrímur að brýnt væri að þessi atriði yrðu lögfest fyrir nk. áramót, og vonaðist hann til þess að það tækist. Því fé sem kemur til með að inn- heimtast samkvæmt framan- greindum heimildum skal að öllu leyti ráðstafað til framleiðenda bú- vöru. Sagði Steingrímur að áætlað væri að 30% fóðurbætisskattur gæti gefið af sér um tvo milljarða og framleiðslugjald gæti gefið af sér um 1.5 milljarð, þannig að í heild gætu þessir skattar gefið af sér um 3,5 milljarð króna. í greinargerð með frumvarpinu segir að svo virðist sem réttast sé að beita framleiðsluhömlum fyrst og fremst gegn framleiðslu umfram það sem hæfir fjölskyldurekstri. I annan stað, þar sem rætt er um skattlagningu kjarnfóðurs, segir í greinargerðinni að margvísleg rök hnígi að því, að heimila skattlagn- ingu á innflutt kjarnfóður. Athug- anir sýni ótvíræða fylgni milli af- urðamagns og kjarnfóðurverðs. Hin auknu kjarnfóðurkaup erlend- is frá, sem oft á tíðum eru niður- greidd erlendis hafa óumdeilan- lega áhrif til framleiðsluaukningar og til aukinna vandamála við sölu og fjárútvegun í uppbætur á um- framframleiðslu. Einnig hefur hið lága kjarnfóðurverð raskað stöðu innlendrar fóðurframleiðslu. Félagsstarf aldraðra: Af óviðráðanlegum ástæöum fellur fyrirhuguð skemmtun í Sjálfstæðishúsinu niður hinn 17. des. n. k. niður. Síðari hluta vetrar verða skemmtanir í Sjálfstæðis- húsinu á eftirtöldum dögum. 14. janúar. 18. febrúar. 25. mars. 29. apríl. 20. maí. Vinsamlegast geymið auglýsinguna. Félagsmálastofnun Akureyrar MEÐ JÓLASTEIKINNI: Rauðkál, nýtt og niðursoðið Hvítkál, nýtt Aspargus Sveppir Remulade sósa Mayonaise Hollensk sósa Tómat sósa Gulrætur, nýjar og niðursoðnar Rauðrófur, nýjar og niðursoðnar Agurkur í glösum Pickles, margar tegundir Asíur í glösum Blandað grænmeti, m. teg. Grænar baunir, m. tegundir Sníttubaunir Tómatar í dósum Paprika í glösum DILKAKJÖT: Heil lær Úrbeinuð iær Úrbeinaður hryggur Heill hryggur Kótelettur Lærsneiðar Súpukjöt Hamborgarhryggur Hamborgarlær Saltkjöt, úrvals gott Svið, óverkuð og verkuð Nýru — Hjörtu London Lamb HANGIKJÖT: Lær Lær, beinskorin Frampartar Frampartar, beinskornir Magáll ALIKÁLFAKJÖT: Kraftsteik Gullash Buff, barið og óbarið Fíle — hakkað Nautatunga T.bone FUGLAR: Alihænur Kjúklingar Kjúklingalæri Gæsir Kalkún Kjúklingabrjóst Rjúpur SVfNAKJÖT: Kótelettur Hamborgarhryggur Lærsteik Lærsteik, beinlaus Bógsteik Kambur, beinlaus, nýr Kambur, beinlaus, léttreyktur Bæonskinka — Bacon Við viljum sérstaklega benda á okkar Ijúffenga, léttreykta lambakjöt, LONDON LAMB og HAMBORGARHRYGG, beinl. og með beini ÚR DJÚPFRYSTI: Emmes ís: jarðarberja, súkkulaði, vanillu, nougat fstertur með alls konar sósum Ennfremur frosið grænmeti, margar tegundir ALLS KONAR SMÁRÉTTIR: Beinlausir fuglar Lambasnitcel og fl. DAGUR.7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.