Dagur - 12.12.1978, Blaðsíða 6

Dagur - 12.12.1978, Blaðsíða 6
NÝ SENDING AF Valgeir Sigurðsson: UM MARGT AÐ SPJALLA I þessari fjölbreyttu og skemmtilegu bók, birtast 15 viðtalsþættir Valgeirs Sigurðssonar blaðamanns við merka, núlifandi fslendinga, sem allir hafa eitthvað sérstakt, fræðandi og skemmtilegt í pokahorninu. Viðmæl- endur Valgeirs eru: Einar Kristjáns- son, Hannes Pétursson, Indriði G. Þorstensson, Kristján frá Djúpalæk, Rósberg G. Snædal, Broddi Jó- hannesson, Eysteinn Jónsson, Guð- rún Ásmundsdóttir, Jakob Bene- diktsson, Sigurður Kr. Árnason, Anna Sigurðardóttir, Auður Eiríks- dóttir, Auður Jónasdóttir, Stefán Jó- hannsson, Þorkell Bjarnason. í bók- inni birtast myndir af öllum viðmæl- endum Valgeirs, og í bókarlok er mannanafnaskrá. Verð kr. 6.480. Sidney Sheldon: ANDLIT I SPEGLINUM I fyrra var það „Fram yfir miðnætti" og nú kemur „Andlit í speglinum". Þessi nýja ástarsaga eftir Sidney Sheldon er þrungin hrollvekjandi spennu sem heldur lesandanum hugföngnum allt til óvæntra sögu- loka. Metsöluhöfundurinn Sidney Sheldon kann þá list að gera sögur sínar svo spennandi að lesandinn stendur þvf sem næst á öndinni þegar hámarkinu er náð . . . Hersteinn Pálsson þýddi. Verð kr. 6.600. Þjóðsagnasafn Odds Björnssonar ÞJÓÐTRÚ OG ÞJÓÐSAGNIR Sígild og góð bók í nýrri og aukinni útgáfu. Bók, sem ætti að vera til á hverju íslenzku heimili, ungum sem öldnum til ánægju. Verð kr. 9.600. Erlingur Davíðsson: NÓI BÁTASMIÐUR Endurminningar Kristjáns Nóa Krist- jánssonar, sem í daglegu tali gengur undir nafninu Nói bátasmiður. Hann er mjög sérstæður persónuleiki sem gaman er að kynnast. Hér segir Nói bátasmiður frá ýmsum atvikum lið- innar ævi, hefir sérstök orðatiltæki á hraðbergi og kallar ekki allt ömmu sína. Verð kr. 6.840. SKOÐAÐ í SKRÍNU EIRIKS Á HESTEYRI Jón Kr. Isfeld bjó til prentunar. Eiríkur (sfeld á Hesteyri í Mjóafirði fæddist 8. júlí 1873. Á yngri árum sínum skráði hann mikið af þjóðsög- um og ævintýrum, sem birtast ( þessari bók. Bókin skiptist í eftirfarandi kafla: Dularfull fyrirbrigði — Övættir — Reimleikar, svipir o. fl. — Ævintýri — Sögur ýmiss efnis — Draumar — Slitur úr Dagbók. Þetta er kjörin bók fyrir þá sem unna þjóðlegum, islenskum fróðleik. Verð kr. 6.480. Ragnar Þorsteinsson: SKIPSTJÓRINN OKKAR ER KONA Hér kemur hressileg íslenzk sjó- mannasaga, 10. bókin eftir hinn ágæta rithöfund Ragnar Þorsteins- son, sem kunnur er fyrir sínar raun- sönnu lýsingar á sjómennsku hér við land. Hér segir frá svaðilförum og mannraunum og björgun úr sjávar- háska. En jafnframt er þetta hugljúf ástarsaga. Verð kr. 4.200. Ingibjörg Sigurðardóttir: ÓSKASONURINN Sumir rithöfundar njóta margvíslegr- ar viðurkenningar og verðlauna fyrir ritstörf sín. Aðrir njóta hylli almenn- ings. Ingibjörg Sigurðardóttir á sér stóran hóp lesenda, sem fagnar hverri nýrri skáldsögu frá hennar hendi. Verð kr. 4.200. Þorbjörg frá Brekkum: STÚLKAN HANDAN VIÐ HAFIÐ Óttar hefur örðið fyrir mikilli ástar- sorg og ætlar sér svo sannarlega ekki að láta ánetjast á ný. En þegar Sandra kemur óvænt eins og nýr sólargeisli inn í líf hans, þá blossar ástin upp. Þau reyna að bæla niður ofsalegar og heitar tilfinningar sínar og verða að berjast við margskonar erfiðleika áður en hin hreina og sanna ást sigrar að lokum. Verð kr. 4.200. BYGGINGAVÖRUDELD Veggfóðri og veggdúk EINNIG CONTRY HOUSE VEGGSTRIGI Akureyrarkirkja messað n. k. sunnudag kl. 5 (Ath. breytt- an messutíma) Sálmar nr. 69, 67, 70, 460, 74. P. S. Ljósavatns og Lundarbrekku- sóknir Aðventukvöld n.k. sunnudagskvöld kl. 21 í Stórutjamarskóla. Fjölbreitt dagskrá. Sóknarprestur. I.O.G.T. stúkan Ísafold-Fjall- konan no. 1 jólafundurinn verður haldinn fimmtudag- inn 14. þ.m. kl. 8.30 í félags- heimili templara Varðborg. Fundarefni. Vígsla nýliða. Kosning embættismanna jóladagskrá. Mætum öll stundvíslega og munið eftir jólapakkanum. Æ.t. Hálsprestakall Aðventukvöld verður n.k. sunnudagskvöld 17. desember kl. 21 í Stóru- tjamarskóla. Hljóðfæraleik- ur, söngur, helgileikur og séra Birgir Snæbjömsson flytur hugvekju. Sóknar- prestur Sunnudagaskóli Akureyrar- kirkju verður n. k. sunnudag kl. 11 f. h. Sýndar verða kvikmyndir. Öll börn vel- komin. Sóknarprestur. Hjálpræðisherinn. N.k. sunnu- dag kl. 17 samkoma, „Við syngjum jólin í garð“. Fjöl- breytt dagskrá og mikill söngur. Allir velkomnir. ARHADIICILU — Brúðhjón. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjónin ungfrú Valgerður Stefáns- dóttir afgreiðslustúlka og Jón Matthías Magnússon vinnuvélastjóri Smárahlíð 22a. □ Rún 597812177-jólaf. I.O.O.F. Rb 2 = 12812138 Vi = Atkv. □ Huld 597812137 VI 2 I.O.O.F. 2 - 16012158 Vi\ Lionsklúbburinn Hængur jóla- fundur á hótel K.E.A. föstu- daginn 15. desember kl. 19.15 Stjómin Kiwanisklúbburinn Kaldbakur jólafundur fimmtudaginn 14. desember að Hótel K.E.A. kl. 19.15 Takið kon- umar með. Stjómin. I.O.G.T.Bingó föstudaginn 15. desember n.k. kl. 21 í Hótel Varðborg. Góðir vinningar. M.a. kjötskrokkur, hangi- kjöt, sykur, smjörlíki, laufa- brauð, egg, ávextir, saltfisk- ur o.m.fl. Verið velkomin. Nefndin. GJAFIR 06AHE1T Gjafir til Akureyrarkirkju: frá E. B. L. kr. 5.500 og frá Gerald Hasier Aðalsteins- ,syni kr. 3.000. Bestu þakkir. Birgir Snæbjörnsson. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður og bróður RAGNARS VALTÝS ÁRMANNSSONAR María Guðmundsdóttir, Maríanna Ragnarsdóttir Maríanna Valtýsdóttir, Magnús Sumarliðason Sigurbjörg Ármannsdóttir, Þórarinn Hrólfsson og aðrir vandamenn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og jarðarför bróður okkar JÓNASAR MARINÓS HÁLFDÁNARSONAR Ólafía Hálfdánardóttir Guðrún Hálfdánardóttir Margrét Hálfdánardóttir Rannveig Hálfdánardóttir Sveingerður Benediktsdóttir og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir fyrir vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður og afa. STEFÁNS HALLDÓRSSONAR vélstjóra Akureyri Sérstakar þakkir til Oddfellow bræðra og starfsmanna Akureyr- arbæjar, vélaverkstæðisins Atla og fyrrverandi samstarfsmanna á Hjalteyri. Kristín Eggertsdóttir börn og barnabörn. Maðurinn minn, MAGNÚSJÓNSSON fyrrv. bóndi Hrafnsstaðakoti, Dalvík lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 9. desember 1978 Jarðarförin fer fram frá Dalvíkurkirkju iaugardaginn 16. des. 1978 kl. 14.00 Laufey Þorleifsdóttir BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR • AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.