Dagur - 14.12.1978, Side 1

Dagur - 14.12.1978, Side 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXI. árg. Akureyri, fimmtudagur 14. desember 1978 79. tölublað KodaU ttmut VBfW ia'ié'w papp'1 Jólatónleikar Passíukórsins Passíukórinn á AJcureyri og Hljömsveit Tónlistar- skólans á Akureyri halda sameiginlega tónleika í Víkurröst á Dalvík föstud. 15. des. kl. 21.00 og í Akureyrarkirkju sunnudaginn 17. des. kl. 20.30. Jólatré f rá Vöglum Skógrækt ríkisins á Vöglum selur um þessar mundir jólatré í Þing- eyjarsýslum báðum og hverjum sem hafa vill eftir pöntunum. Norð- ur-Þingeyingar fá sín jólatré úr Ásbyrgi. í Suður-Þingeyjarsýslu fást trén á Húsavík og í útibúum þess í sveitum og eru það þingeysk tré, I mest rauðgreni, en einn- ig stafafura og jafnvel fjallaþin, sem nálarnar detta ekki af. Auk þessa selur stöðin grenigreinar sem Landgræðslusjóður flytur inn, sagði ísleifur Sumarliðason, skógar- vörður. Hann sagði enn- fremur: Við seljum á mánudag ogþriðjudagá Dalvík og Ólafsfirði. Við verðum á föstudag og laugardag á Húsavík og í dag fimmtudag, í Mý- vatnssveit. Dagur sex- tán síður Eins og mörg undanfar- in jól er mikið um aug- lýsingar í blaðinu og því brugðum við á það ráð að gefa út tvö átta síðna blöð í dag, en þrátt fyrir það bíður enn mikið efni birtingar. Ef að líkum lætur mun næsta tölu- blað verða stærra en venja er til og síðara blaðið í næstu viku verður 32 síður. Dagur vill hvetja væntanlega auglýsendur til þess að hafa sem allra fyrst samband við afgreiðsl- una því það auðveldar starfsmönnum Dags að skipuleggja jólablaðið. Hitaveitan komin í yfir eitt þúsund hús í gjaldeyri á ári „Hitaveita mun nú komin í eitt þúsund hús á Akureyri,“ sagði Gunnar Sverrisson hitaveitustjóri á þriðjudaginn, „og stöðugt er verið að tengja. Veðurfar hefur verið hagstætt til hitaveitufram- kvæmda síðustu vikurnar og miðar þeim því vel.“ Þeir húseigendur, sem nú njóta unar og miðað við tólf mánaða hitaveitunnar í bænum, spara sér tímabil. samanlagt um 75 milljónir króna, Samhliða sparar þetta 250 mill- miðað við að kaupa olíu til húshit- jón króna í gjaldeyri, miðað við sama tíma og er óhætt að segja, að þetta er í rétta átt. Þá sagði hitaveitustjórinn, að borun á Laugalandi gengi fremur erfiðlega. í síðustu borholunni sitja nú tvær krónur. Hin efri á 1100 metra dýpi og hin niður á botni. Verið er að reyna að ná efri krón- unni núna, með „fiskara" og vonast er til að það beri árangur. Síðan verður reynt við hina. Þessi borhola virtist álitleg því hún var mjög opin og tók við miklu af skolvatni, en reynd var ekki á það komin, hve mikið af heitu vatni hún gæti gefið með dælingu. HAUSTVERTIÐ BRAST Á ÁRSKÓGSSTRÖHD Að sögn fréttarita Dags í Mý- vatnssveit hefur rjúpnaveiði verið lítið stunduð þar um slóðir í vetur, vegna snjóleysis. Rjúpan er enn mjög dreifð og hcldur sig mikið til fjalla. Sömu sögu má segja um rjúpnaveiði í Eyjafirði og í Þingeyj- arsýslum. Vegna lítils framboðs hefur verðið á hverjum fugli hækkað verulega frá siðasta ári og bjóða sumir aðilar allt að 2000 krónur fyrir hverja rjúpu. í fyrradag var dregið í Happdrætti Háskóla Islands. Akureyringar höfðu heppnina með sér, en rúmar 15 milljónir króna komu í þeirra hlut. Ingvi Rafn Jóhannsson, rafvirkjameistari, fékk 5.000.000.00 milljónir, Brynjar Skarphéðinsson, verslunarstjóri, hlaut 5.150.000.00 og Sigrfður Valdimarsdóttir, af- greiðslustúlka. fékk sömu upphæð. Tvö hin sfðast- nefndu áttu raðir miða og fengu því aukavinninga. Brynjar á, ásamt nokkrum öðrum, yfir 40 miða í Happdrætti Háskólans. Myndina tók G.V.A. er Jón Guðmundsson, umboðsmaður Happdrættisins, (t.v.), tilkynnti vinningshöfunum um atburðinn. Rauðinúpur mun ekki landa á Raufarhöfn fyrr en i janúar. Mvndina tók á.þ. á Raufarhöfn fyrr í vetur þegar luðnubræðslan var í fullum gangi. Atvinnuleysi á Raufarhöfn Nú ausa bændur skarni á hóla Þau geta keypt sér til jólanna! — og togarinn siglir Árskógsströnd 12. des- ember. í hinni ágætu tíð er hægt að vinna við steypu og hvað sem er úti, og nú nota bændur tímann til að aka skarni á hóla, eins og Njáll forðum, og er það ekki svo lítið verk á sæmilega stórum búum. Haustvertíð hefur verið með eindæmum léleg og eru allir hættir nú og væntanlega komnir í jólaskap. Allstór bátur bættist við þá sem fyrir voru á Litla-Árskógssandi i sumar. Unnið var við hafnargerð þar og veitti ekki af þar sem bátum fjölgar og von er á stærri Hríseyj- arferju en nú er. Afkoma manna við útgerðina þar, er góð og í sveit- inni er afkoma fólks sæmilega góð. Sýsluvegur var í haust lagður af fyrri vegi vestan Sólvalla og beint til hafnarinnar við Flatasker. Mun hann verða greiðfær þar til allt fer þá í kaf í snjó. Á vegum kvenfélags sveitarinnar eru ýmis námskeið haldin, svo sem saumanámskeið og taumálningu Atvinna á Raufarhöfn hefur verið óvenjulega lítil að und- anförnu. Á atvinnuleysisskrá s.i. þriðjudag voru 47 manns og hafa ekki verið jafn margir til langs tíma. Loðnubræðslan á Raufarhöfn hefur sagt öllum, nema fastráðnum starfsmönn- um, upp störfum og Rauði- núpur, skuttogari Raufarhafn- arbúa, er i siglinu. Nokkrir smábátar landa afla sínum hjá frystihúsinu, en gæftir hafa verið stopular upp á síðkastið og aflinn því lítill. Rauðinúpur mun ekki landa neinum afla á Raufarhöfn fyrr en í janúar og er því fyrirsjáanlegt atvinnuleysi hjá starfsfólki frysti- hússins. Ástæðan fyrir því, að togarinn var látinn sigla mun vera sú, að Jökull h/f hafði hug á að bæta lausafjársstöðu sína og draga úr áhrifum fiskveiðibanns- ins. Eflaust verður þröngt í búi hjá þeim, í jólamánuðinum, sem treystu á vinnu í hraðfrystihúsinu og það hlýtur að teljast neyðar- úrræði að láta togarann sigla þegar atvinna er ekki meiri í landi en raun ber vitni. 10 dagar til jóla og eru þau vel sótt. Þá stunda konur enskunám með aðstoð skólastjór- ans. Vikulegar æfingar eru hjá kirkjukómum og stjómar þeim Guðmundur Þorsteinsson. Og enn má nefna, að hér í sveit var nám- skeið í tilbúningi plastblóma. Auk þess eru svo skemmtanir, dans o.fl. Má því segja, að eitthvað sé fyrir alla, nema þá helst bænduma, sem geta þá stytt sér stundir við um- ræður um ráðstafanir til að draga úr framleiðslu búvara. Sn.K. Rjúpan sjaldséð

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.