Dagur - 14.12.1978, Síða 8
DAGUR
Akureyri, fimmtudagur 14. desember 1978
RAFGEYMÁR
í BÍUNN, BÁTINN, VINNUVÉUNA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
AKUREYRINGAR
FÁ PENINGANA
Hrísey 12. desember. Nú skeður ekki margt frásagnarvert í
Hrísey. En Snæfellið kemur vonandi úr sinni fyrstu veiðiferð eftir
viðgerð á morgun eða þar næsta dag og það verður nú held ég mesta
jólaglaðningin okkar að fá farm af fiski. Um aflamagnið veit veit ég
ekki því skipstjórar eru flestir svo lýgnir á meðan þeir eru á sjónum,
að það er ekkert að marka hvað þeir segja um afla sinn fyrr en að
landi er komið.
Rífufimm
bryggjur
- Til þess að bygg ja eina
Á Siglufirði er nær lokið smíði
nýrrar togarabryggju. Eftir er að
steypa þekju á hana. Bryggjan
nær 60 metra í sjó fram og
breidd hennar er 20 metrar. Áð-
ur en nokkuð var hægt að að-
hafast varð að rífa nokkrar
gamlar bryggjur og fleiri munu
fylgja eftir. Gömlu bryggjurnar
voru orðnar stórhættulegar og
af þeim var lítil bæjarprýði.
Sama máli gegnir um húsnæði
söltunarstöðvanna
Til þess að hægt væri að byrja á
togarabryggjunni reyndist nauð-
synlegt að rífa fimm gamlar
bryggjur, en margar eru eftir. Bæj-
arsjóður mun eiga flestar bryggj-
urnar og söltunarstöðvarnar, og af
hálfu bæjaryfirvalda hefur verið
lögð á það áhersla að rífa mann-
virki þar sem lóðum hefur verið
úthlutað til iðnaðarhúsnæðis.
Margar bryggjurnar eru orðnar
stórhættulegar og ljótar, enda hefur
þeim ekki verið viðhaldið á liðnum
árum. Lengi vel gekk illa að ná
kaupsamningum við eigendur þar
til fyrir rúmu misseri að hjólin fóru
að snúast á nýjan leik. Stefna bæj-
arstjómar er nú að losa Siglufjörð
við sem mest af þessum mann-
virkjum, en það er kostnaðarsamt
og hefur m.a. verið rætt um það í
bæjarstjórn að fá lán frá opinber-
um aðilum til verksins.
Einn bátur frá Dalvík lagði hér
upp um daginn svo það hefur verið
unnið í frystihúsinu síðustu virku
dagana. Nær allar trillur eru
komnar á þurrt land og bíða þess
að dag lengi á ný.
Margt verður um að vera hjá
okkur um jólin og geta menn glatt
sig við marga hluti. En um þessar
mundir fer fólk héðan úr eynni
mikið til Akureyrar til að gera
jólainnkaup sín. Peningamir okkar
fara að mestu þangað og finnst mér
það óþarfi, því hér í versluninni fást
svo að segja allir skapaðir hlutir. En
hitt er rétt, að húsmæður, sem
gaman hafa af því að versla og
virða fyrir sér vörur, geta ekki
gengið á milli búðanna héma til að
sjá og skoða. Nei, Akureyringar ná
nær öllum peningunum okkar. Nú
er gott að ferðast og kannski eru
ferðalögin, fyrst yfir sundið og síð-
an á bíl í bæinn, út af fyrir sig góð
tilbreyting og jafnvel skemmtun.
Nú er flutt í þrjú Einingarhúsin,
sem hér hafa risið og var flutt í það
síðasta nú um helgina. S.F.
AUGLYSIÐIDEGI
Nýr bátur til Dalvíkur
Á laugardaginn bættist nýr
30 tonna bátur við flota
Dalvíkinga. Báturinn heitir
Hildur Stefánsdóttir Þ.H og
var keyptur frá Raufarhöfn.
Hildur Stefánsdóttir var
smíðuð á Seyðisfirði árið
1975. Eigandi er Jón
Tryggvason. Báturinn fer á
netaveiðar innan tíðar og
mun landa á Dalvík. K.Ó.
• Vonbrigði
íhaldsins
„Það leynir sér ekki á skrifum
Morgunblaðslns sem sfðan
hata veriö endurtekln í Vísi
og Dagblaðinu að ritstjórar
allra þessara blaða eru í sár-
um sökum þeirra vonbrigða
að ríkisstjórnin skyldi ekki
klofna vegna ágreinlngs um
efnahagsaðgerðirnar. Aug-
Ijóst er að ritstjórar blaðanna
hafa gert sér vonir um að Al-
þýðuflokkurinn notaði þetta
tækifæri til að rjúfa stjórnar-
samvinnuna eða réttara sagt
þeir ráðamenn í flokknum,
sem Sjálfstæðisflokksmenn
hefa treyst á“
(§ Alþýðuflokk-
urinn fær
kaldar
kveðjur
„Vegna þessara vonbrigða er
Alþýðuflokkurinn nú ófrægð-
ur eftlr megni í þessum blöð-
um og honum brigzlað um
lítilmennsku og svlk við
kjósendur sfna. Jafnvel Vil-
mundur Gylfason er sagður
orðin bláeygður eins og
Benedikt Gröndal! Hingað til
hefur Alþýðuflokkurinn stað-
ið af sér þennan áróður að
ra
Ifi auuuLij
undanskfldum einum þing-
manni. En þessi áróður á eftir
að harðna því að búið er að
rfgbinda Vfsi og Dagblaðið
við Mbl.-línuna að þessu
leyti. Alþýðuflokkurinn geng-
ur hér undir próf sem eftir-
tektarvert verður að fylgjast
með.“ — Þ. Þ.
• Úlfaþytur
út af bók
Ýmis konar bækur eru út
gefnar á síðustu tímum.
Valda sumar hneikslun. Fé-
lagí Jesús þýdd úr sænsku er
ein þeirra, og hefur orðið
umræðuefni á Alþingi og f
blöðum. Sigurbjörn Einars-
son biskup, Henrik biskup
Frehen, ennfremur forstöðu-
menn aðventista hér á landi
og Ffladelffusafnaðar hafa
sent frá sér harðorð mótmæli
og vara þeir við bókinni. T elja
þeir hana afskræmingu á
þeim heimildum, sem til eru
um ævi Jesú og blygðunar-
lausa storkun við helgustu til-
finningar kristinna manna.
Mál og menning gefur bók
þessa út með styrk úr opin-
berum sjóði. Bókaútgefendur
virðast hinir ánægðustu með
þá eftirtekt, sem bókin hefur
vakið, og verður hún þeim
drjúg tekjulind.
Til athugunar í eldhúsi
Væntanlegir aug-
lýsendur í jóla-
blað Dags. — Hafið
sem fyrst samband
við afgreiðsluna. /
Snertu ekki á raftækjum með blautum höndum.
Eldhúsið er hættulegur staður
enda eru þar oft mörg rafmagns-
tæki.
Verði bilun í rafmagnstæki
með málmumgerð og tækið er af
einhverjum ástæðum ójarðtengt
er mikil hætta á ferðum. Þú getur
snert tækið án þess að finna
nokkuð éðlilegt, en um leið og þú
snertir annað tæki, vatnskrana
eða stálvask verður slysið. Snertu
því ekki tvö rafmagnstæki sam-
tímis eða rafmagnstæki og vatns-
krana.
I eldhúsi eiga öll tæki að vera
jarðtengd, nema þau sem eru með
tvöfalda einangrun. (hafa plast-
umgjörð).
Jarðtengd tæki eru með þriggja
víra tengingu. Jarðtengivírinn
vemdar þig gegn raflosti ef bilun
verður í tæki. Ef skipt er um inn-
stungu á þriggja víra snúru verður
að gæta þess að vírarnir séu rétt
tengdir, því ef þeir víxlast er voð-
inn vís. Láttu því rafvirkja gera
þetta, það borgar sig.
Agnar Arnason.
Slippstöðin cr eitt fárra fyrirtækja sinnar tegundar sem rekið er hallalaust.
NÆG VERKEFNI
Siippstöðin á Akureyri er að smíða
um 500 tonna skuttagara fyrir
Magnús Gamalfelsson, útgerðar-
mann f Ólafsfirði og er smíðin á
lokastigi.
Hafin er smfði skips fyrir Hilm-
isútgerðina á Fáskrúðsfirði og er
það nótaskip, sem á að geta flutt um
1250 tonn af loðnu Þá hefur verið
gerður samningur við öm Eriings-
son, útgerðarmann í Keflavík um
smfði á sams konar nótaskipi og af
sömu stærð.
Þá er verið að semja um sölu á
skipi því, sem á sínum tíma var
dregið til landsins, „fokhelt", eins
og kallað var og verður hafin smíði
við það við fyrstu hentugleika. En
skip þetta ber um 850 tonn.
Slippstöðin hefur miðlað verk-
efnum til annarra skipasmíða-
stöðva, af hagkvæmnisákvæðum
og vegna mikilla anna á stöðinni.
Má af þessu sjá, að næg verkefni
eru framundan, einnig í því að
endurbyggja og bæta aðstöðu
skipasmíðanna á lóð Slippstöðvar-
innar, en það verða einskonar hjá-
verk, eða verkefni, sem unnin
verða þegar tími vinnst til.
Þingeyjar-
sýsla,
vagga
glímunnar
Sveitarglíma íslands var
haldin á Laugum 25. nóvem-
ber og fór fram í nýja
íþróttahúsinu. Þar mættu
f jórar sveitir til leiks og voru
það, A- og B-sveit Héraðs-
sambands Þingeyinga, sveit
frá Víkverjum og KR.
Úrslit urðu þau, að A-sveit
HSÞ sigraði. Næst varð B-sveit
HSÞ. í þriðja sæti urðu Vík-
verjar og í fjórða sæti varð KR.
A-sveit HSÞ skipuðu Ingi
Ingvason, Skútustöðum, Eyþór
Pétursson, Baldursheimi og
Kristján Ingvason, Skútustöð-
um, allir úr Mývatnssveit.
Glímustjóri var Arngrímur
Geirsson. Héraðssamband
Þingeyinga sáu um sveitarglím-
una, en formaður þess er Þor-
móður Ásvaldsson á Ökrum.