Dagur - 13.03.1979, Blaðsíða 5

Dagur - 13.03.1979, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Verður krónunni fleygt? Haukur Ingibergsson, skólastjóri Samvinnuskólans flutti nýlega er- indi í útvarp og ræddi meðal ann- ars um íslenska gjaldmiðilinn, krónuna. Hann minnti á, að þegar íslendingar hefðu sótt frelsi sitt og sjálfstæði í hendur Dönum, hefði sérhvert spor á þeirri erfiðu braut verið talið heillaspor. Og það þótti nokkurs vert að íslendingar fengju sína eigin mynt,íslensku krónuna, enda þótti hún hluti sjálfstæðisins og hefur svo lengi verið. Skóla- stjórinn sagði ennfremur: „íslenska krónan hefur ekki farið neina sigurför um heiminn, og virðist stefnt að því að leggja hana niður á vissum sviðum efna- hagslífsins og taka upp nýja mynt í hennar stað. Það á sem sagt að fara að nota tvær tegundir af gjaldmiðli. Gamla krónan er ætluð sem annars flokks mynt, en hin nýja skal notuð til allra alvöru við- skipta. Og nýja myntin á svo sannarlega að standa fyrir sínu. Og hvað heitir hún svo? Jú, hún heitir einfaldlega, erlend mynt. Nú skal miða við erlenda mynt. Fyrsta merkið um þessa breyt- ingu peningamála var, er yfirvöld tilkynntu, að nú væri öllum heimilt að stofna gjaldeyrisreikninga. Stjórnvöldum þótti svo fráleitt, að nokkur maður vildi breyta útlend- um peningum yfir í íslenskar krónur og leyfðu að stofna banka- reikninga með erlendri mynt. En þetta var aðeins byrjunin, því eins og oft vill verða, vilja fleiri fá að- gang að gæðum þessa heims en þeir, sem til eru kallaðir í fyrstu. Ekki leið á löngu áður en sú hugmynd kom fram á Alþingi, að rétt væri að koma á þeirri skipan, að þegar íslenskir menn ieggðu íslenskar krónur í íslenska banka, yrði þeim breytt í erlenda munt við innlögnina. Er litlum vafa undir- orpið, að ef sú skipan kæmist á, yrði meginhlutinn af því fé, sem geymt væri í böndkum, von bráðar reiknaður í erlendri mynt. En ekki er allt búið enn, því nú fyrir jólin kom á Alþingi fram frumvarp þess efnis, að Seðlabankanum væri heimilt að veita útflytjendum lán vegna framleiðslu og birgða og færi endurgreiðsla höfuðstóls og vaxta af þessum lánum eftir á- kveðinni þróun erlendrar myntar. Frumvarp þetta var samþykkt og þannig er það orðið að lögum, að miða ákveðna þætti efnahagslífs- ins við erlenda mynt. Það er engin furða þótt fólk spyrji hvað sé hér á seyði. Á að taka upp tvo gjald- miðla eða eingöngu erlenda mynt?“ Orð skólastjórans mættu verða mörgum umhugsunarefni. Sigurbjörn P. Árnason frá Hallbjarnarstöðum F. 30. júlí 1902. D. 13. október 1978. ÁSTVINAKVEÐJA Á grænni strönd þar sem hafaldan kliðar við kletta um kyrrlátu dægrin, meðan sólin vakir í hafi, stóð vagga þíns lífs. Þar vöknuðu vonir og draumar í veröld sem barnssálin reit sína gullnu stafi. Og svo komu árin með atorku ungrar gleði og athafnaþrá sem var heit í fögnuði sínum. Öll fágun í starfi var stolt þinna högu handa, sá hamingjudraumur sem rættist í verkum þínurh. Nú andvarpar haustið kuli á kvistina og blöðin og hverfleikinn stígur til jarðar og þung eru sporin. En lífið er eilíft. Það faðmar fræ sinnar moldar og fagnandi rís það á ný þegar hlýnar á vorin. Þú hverfur í sólskin og geislarnir vísa þér veginn. Þeir verma þá fegurð sem minningar áranna geyma. Við kveðjum þig hljóð. Guð blessi, bróðir og vinur. Það er bjart yfir landtöku þinni á ströndinni heima. Valdimar Hólm Hallstað. Byrjaði allt í einu að mála og hélt sýningu — segir Iðunn Ágústsdóttir, húsmóðir og listakona Húsmóðir ein á Akureyri, Iðunn Ágústsdóttir, dóttir Ágústar Ásgrímssonar og Elísabetar Geirmundsdóttur listakonu, sem látin er fyrir alimörgum árum, opnaði myndasýningu í Galleri Háhóli 16. febrúar og lauk henni 25. sama mánaðar. Það er skemmst af sýningu þessari að segja, að henni var framúr- skarandi vel tekið og fast að 50 myndir af 69, sem þarna voru sýndar, seldust. Þegar tillit er tekið til þess, að þessi listakona hefur ekki í neinn myndlistarskóla komið og hefur ekki einu sinni haft málun né teikningu fyrir tómstundastarf fyrr en fyrir tæpum tveim árum, er árangurinn ótrúlega góður. Dagur ræddi við Iðunni Ágústs- dóttur að sýningu lokinni og fer það samtal hér á eftir. Hvenœr kom þessi árútta yfir Það eru tæp tvö ár síðan ég byrjaði að mála og teikna, en áð- ur hafði ég örlítið fengist við skúlptúr. Ég var ekkert gefinn fyrir að teikna og var alveg viss um að ég hefði ekki hæfilega í þá átt. Iðunn Ágústadóttir Hvernig myndir voru á sýningu þinni? Það voru þurr-plastelmyndir og pennateikningar. Ég er lítil- lega byrjuð að kynna mér með- ferð olíulita, en hef hug á að gera það, og það er mér ákaflega mikil uppörfun hve margar myndanna seldust. Eru pels- eða bílakaup á dag- skrá? Pelsar freista mín ekki, en mér leikur hugur á að eignast bíl, sem hægt er að komast meira á en al- faraleiðir. í þetta sinn verður maður þó að láta sér nægja minna, en hver veit hver þróunin verður í því efni. Urðu ekki brevtingar á heimil- ishögum þinum þegar þú fórst allt i eintt að sökkva þér niður i mvnda- gerð? Jú, þær urðu miklar og það er e.t.v. erfitt fyrir eiginmanninn og börnin mín að ég fór að skipta mérsvona á milli húsmóðurstarf- anna og þessa nýja verkefnis. Og það getur einnig verið erfitt fyrir mig þegar hvort tveggja togar í mig og ég þarf að velja. Sem betur fer eru vinkonur mínar ætíð fúsar að gæta barna fyrir mig, því stundum verð ég að fara út í náttúruna og Ieita mér fyrir- mynda, og þá vil ég vera ein. Móðir þín var listakona svo þti hefur alist upp við svipaða verka- skiptingu? Já, móðir mín hafði stórt heimili og hafði þvi nóg á sinni könnu við börn og bú. En hverja stund, sem aflögu var, notaði hún til listsköpunar. Höggmyndir, tréskurður, málun og Ijóðgerð voru henni hjartfólgin viðfangs- efni í stopulum tómstundum. Við þetta ólst ég upp og fannst þá, að ekkert væri sjálfsagðara. Þú leitar þér fyrirmvnda? Stundum leitar maður, en stundum veit ég um einhverja staði, sem betur þarf að sjá og skoða. og þá er ekið af stað þegar tök eru á. Þegar á staðinn er komið, reyni ég að átta mig á viðfangefninu og hvað ég sé í því, sem áhugavert er að fram komi á mynd. Geri ég þá skissu, oft fleiri en eina. En þegar ég síðar vinn úr þeim, byrja ég á því að gera bæn mína og biðja um styrk til að vinna mín beri sem bestan ávöxt. En þess er einnig að geta, að stundum sé ég ekki neitt og er eins og tóm, þótt ég leiti að mótífum, og get þá ekki lifað mig inn í um- hverfið. En eftir ljósmyndum get ég ekki unnið, því ég fæ enga til- finningu fyrir þeim, eins og ég verð fyrir í náttúrunni þegar heppnin er með. Sumar mvnda þinna nálgast hið dulrœna eða trúarlega Hvernig verða þær til? Það kemur fyrir, að mér finnst ég þurfi að búa til mynd, en geri mér ekki nánari grein fyrir því. Byrja ég þá á því að velja mér einhverja krít, oft bláa eða gula, og svo þróast þetta stig af stigi. Ertu þá ttndir einhverjum áhrif- um frá öðrum, dánum eða lifandi? Maður er aldrei einn, hvort sem menn gera sér grein fyrir því eða ekki, trúa því eða trúa ekki. Ég get ekkert fuliyrt um. hvort einhverjir hjálpa mér, en margt er ótrúlegra. GÍGJAN RÆÐST í PLÖTU (JTGÁFU „í vetur höfum við æft upp lög af eldri söngskrám og höfum hugsað okkur að halda tónleika í Borgarbíói 24. og 25. mars. Hugmyndin er að þeir séu nokkurskonar sýninshorn af því sem við höfum verið að gera undanfarin ár,“ sagði Gunnfríður Hreiðarsdóttir, for- niaður Söngfélagsins Gígjunnar á Akureyri í samtali við Dag. „Við höfum annars ýmislegt á prjónunum svo sem plötuútgáfu, en það er fjárfrekt fyrirtæki og vart framkvæmanlegt nema með stuðningi bæjarbúa. Jakob Tryggvason mun stjórna kórnuni á þessari plötu, en hann hefur verið stoð og stytta kórsins frá upphafi og Jakobi á kórinn velgengni sína að þakka.“ Ekkert kynslóða- bil í Gígjunni Félagar í Söngfélaginu Gígj- unni eru nú um 30 talsins og sagði Gunnfríður að ekkert kynslóða- bil ríkti innan félagsins og alltaf fjölgaði yngri konunum og þá sérstaklega í efri röddunum. Anna Kjartansdóttir hefur að- stoðað kórinn með undirleik á æfingum í vetur, en á tónleikun- um í Borgarbíói mun Thomas Jacmann leika með kórnum. Einsöngvari verður Gunnfríður Hreiðarsdóttir. En Akureyringar sitja ekki einir að söng Gígjunnar því kórinn mun einnig halda tón- leika utan bæjarins. — Hvernig er fjárhagurinn? „Hann er vægast sagt ákaflega bágur, Við höfum aðeins starfað í 12 ár og höfum engin hliðarfélög, eins og karlakórarnir, til að afla fjár. Þeir hafa „eiginkvennafé- lög“ ef svo má að orði komast, en bændur okkar hafa ekki enn stofnað félag sem gæti styrkt Gígjuna. Með þessum orðum er ég ekki að gera lítið úr okkar ágætu eiginmönnum — síður en svo. Hvað húsnæði varðar, þá höfum við ekki eigið æfingarhús- næði og höfum öll árin æft á tveimur stöðum og oftast í kap- ellu kirkjunnar, en minna í Tón- listarskólanum. Ég viidi nota tækifærið og þakka viðkomandi aðilum fyrir veittan stuðning á liðnum árum.“ Hefur raddseft á annað hundrað lög Gígjan mun fara suður til Reykjavikur í maí og ætlunin er að taka upp plötuna hjá Hljóðrita í Hafnarfirði og eins og áður sagði mun Jakob Tryggvason stjórna kórnum við það tækifæri. „Við eigum Jakobi mikið að þakka eins og reyndar allir bæj- arbúar. þvi hann hefur helgað tónlistarlífi bæjarins alla sína krafta — enda virtur af tónlistar- fólki víða um land. Það sáum við best á kórafmæli L.B.K. síðast liðið vor í Reykjavík. Það má líka geta þess að Jakob hefur raddsett fyrir kvennakór flest þeirra laga sem kórinn hefur sungið frá upp- hafi, en okkur telst til að það séu nokkuð á annað hundrað lög.“ Tökum glaðar á móti sfyrktarfé- lögum „Við höfum í hyggju að safna áskriftum að plötunni meðal vel- unnara kórsins þegar þar að kemur og ýmsar aðrar leiðir koma til greina í sambandi við fjáröflun. T.d. dettur okkur í hug að fara af stað með einhverskonar fjölskylduskemmtun með haust- inu og trúlega verður hún að veruleika, því meðlimir kórsins eiga ýmislegt í pokahorninu. Marga góða styrktarfélaga eigum við og tökum glaðar á móti fleiri. Nú, það eina sem ég hef við þetta spjall að bæta er það að ég vona að tónleikarnir í Borgarbíói verði vel sóttir og fólk getur átt von á að heyra mörg lög, sem hafa joótt takast vel á fyrri tónleikum. Og ekki get ég sleppt tækifærinu til að auglýsa miðasöluna — hún verður við innganginn og forsala í Bókabúðinni Huld.“ Svning þin fékk mjög góða dóma? Ég vona að góðar undirtektir verði ekki til þess að ég láti mér nægja, að standa þar sem ég er nú, heldur að gera betur og auka „breidd mína“, ef svo má segja. Það er svo ótal margt, sem að myndum mínum má finna, væru þær „saumfarnar“ og það geri ég mér ljóst, hve óendanlega margt ég þarf að læra og að þroskast. Hefur þút yndi af að mála? Annars væri ég ekki að þessu. Þetta veitir mér að vissu leyti hamingju, þótt það valdi einnig vanda fyrir húsmóður. Þessi tvö siðust ár hafa verið mér erfiðari en flest önnur ár, en þó er mér ekkert fjær en að leggja árar í bát, þótt það væri e.t.v. auðveldara. Hvernig stóð á því, að þú fórst ekki i myndlistarskóla? Mig skorti fé-til þess, en einnig hefur það eflaust komið til, að ég hafði ekki bein í nefi til að brjót- ast þangað, Litlu síðar eignaðist ég mann, heimili og börn og lagði aliar vanga veltur um myndlist- arnám á hilluna, enda hafði ég þá staðfasta trú, að ég gæti ekki teiknað. Og víst má mér ganga betur, en eitthvað hefur líklega ~verið að brjótast í mér, sem upp- eldi mitt hefur eflaust átt þátt í, þar tii ég kastaði mér út í þetta fyrir tæpum tveim árum. Stund- um finnst mér ég á einhvern hátt notuð til að koma vissum boð- skap á framfæri, en það er of flókið mál til að ræða það nánar, segir Iðunn Ágústsdóttir að iok- um. Og um leið og blaðið þakkar viðtalið, óskar það listakonunni góðs gengis. — E.D. Ljósm.: Norðurmynd. Skoraði 16 mörk KA menn voru sannarlega á skotskónum í Reykjavík um helgina en þá léku þeir tvo leiki í hinni hörðu baráttu í annarri deild í handboltan- um. Þeir unnu báða þessa leiki, Leikni með 33 mörkum gegn 20 og síðan Þrótt með 29 gegn 25. Með þessum sigrum komust þeir endan- lega úr fallhættu, og með smá heppni ættu þeir að geta orð- ið í einu af efstu sætum deildarinnar. Leikurinn við Þrótt á laugar- daginn var algjör einstefna, eins og búast mátti við. Leiknir teflir fram mjög lélegu liði og þeir hafa ekki ennþá hlotið stig, en mikil óeining hefur ríkt í her- búðum þeirra. í hálfleik var staðan 16 gegn 10 fyrir KA, og þeir juku það forskot í síðari hálfleik og sigruðu með 33 mörkum gegn 20. Flest mörk KA í þessum leik gerðu Jón Árni og Þorleifur 7 hver og Guðbjörn gerði 6 og aðrir færri. Á sunnudaginn lék KA við Þrótt og þar var búist við hörkuleik. KA menn brugðust ekki vonum stuðningsmanna sinna og náðu strax forustu í leiknuiri- Oftast var tveggja marka munur í fyrri hálfleik KA í vil, en Þróttur náði nokkr- um sinnum að jafna. I hálfleik var staðan I6 gegn 14 fyrir KA. I síðari hálfleik náðu KA menn strax fjögurra marka forskoti, og héldu því þar til 7 min voru eftir af leiknum en þá kom lé- legur kafli og Þróttur komst i eins marks mun 24-23. Þá tók Þorleifur fyrirliði KA völdin í sínar hendur og gerði fjögur síðustu mörkin, og tryggði sigur KA 29-25. Flest mörk KA í þessum leik gerðu Þorleifur eða I6 talsins (9 úr víti), og það er algjört eins- dæmi í leik sem þessum þegar tvö áþekk lið leika saman að einn og sami maður geri 16 mörk. MAÐUR MÓTSINS Uni helgina var haldið svo- kallað Þorramót á ísafirði, en það er punktamót í alpa- greinum fullorðinna. Allir bestu skíðamenn landsins voru þar mættir til keppni. Það stóð hins vegar enginn skíðamanninum unga frá Húsavík Birni Olgeirssyni á sporði, en liann sigraði bæði í stórsvigi og svigi. Þá vann hann einnig alpatvíkeppnina. Björn er nú orðinn einn besti skíðamaður landsins þótt ungur sé að árum en hann keppir nú i fyrsta sinn í full- orðinna flokki. UM5J0N; OLAFUR ASGEIRSSON Mark skorar körfu. Mynd: Á.H. Loksins sigur — en of seint Það fór þó aldrei svo að stuðn- ingsmenn Þórs í úrvalsdeildinni í körfubolta fengju ekki sigur í seinni umferð mótsins. Öllum á óvart sigruðu Þórsarar ÍR-inga í íþróttaskcmmunni á laugardag- inn. Leikurinn var jafn allan tíman en Þórsarar voru þó yfirleitt fyrri til að skora og leiddu mest allan fyrri hálflcikinn. ÍR-ingum tókst hins vegar að skjótast yfir á lokamínútum fyrri hálfleiks og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 43-41 fyrir ÍR. Fljótlega í síðari hálfleik komust Þórsarar yfir og héldu forustu, en unt miðjan hálfleikinn var jafnt 77-77. En á ný komst Þór yfir og hélt forustunni út leikinn og sigraði með 88 stigum gegn 83. Sigur þessi var sanngjarn en ÍR-ingar hafa sennilega búist við léttum leik. svo fer venjulega fyrir þeim sem van- meta andstæðinga sína. Mark var að venju stigahæstur Þórsara með 26 stig. Næstir komu Eiríkur og Jón Indriða með 16 hvor, Birgir gerði 14. Eiríkur 12 og aðrir færri. Paul Stuart var stigahæstur ÍR- inga með 21 stig. Kristinn Jör. og Kolbeinn gerðu 14 hvor, Stefán 16 og Jón Jör. og Signtar 8 hvor. Þórsarar hafa nú unnið þrjá leiki i úrvalsdeildinni og hafa hlotið 6 stig. Þeir eiga ennþá eftir að leika tvo leiki — báða ntjög erfiða þannig að sennilega hljóta þeir ekki stig á móti þeim toppliðum og falla þess vegna niður í fyrstu deild. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.