Dagur - 13.03.1979, Page 7
Sjómenn athugið!
Vantar vanan duglegan og ábyggilegan mann á
netaveiðar sem fyrst á 22 tonna bát, sem rær frá
Eyjafirði. Upplýsingar í síma 24913.
Strætisvagnar Akureyrar
óska að ráða bifreiðastjóra sem fyrst. Uppl. gefur
Gísli Jónsson í síma 23650.
ískappleikar..
(Framhald af bls. 8).
150m skeið nýliða:
1. Öm Grant, Þór 5v. jarpur
skagf. 16,4 sek. Eig. Valdimar
Kjartansson.
2. Jón Ó Sigfússon, Blesa 9v
rauðbl. skagf. 18,5 sek. Eigandi Alda
Skarphéðinsdóttir.
3. Ragnar Ingólfsson, Lipurtá 6v.
jörp, eyf. 18,7 sek. Eig: Sigurður
Snæbjömsson.
200m skeið:
1. Auðbjörn Kristinsson, Neisti
7v. grár eyf. 22,5 sek. Eigandi: sami.
2. Einar Gíslason, Ljúfa lOv.
(móðir Neista) 22,6 sek. Eig: Sigur-
björg Andrésdóttir.
3. Reynir Hjartarson, Slemma 9v.
hvít S-Þing. 23,2 sek. Eig: Frímann
Frímannsson.
Hlaupið var á móti vindáttinni frá
norðri til suðurs. ísbrautin var vel
skafin, breið og aðstæður hinar
bestu á svellinu.
Bestu tímar í 150m og 200m
skeiðinu eru ískeppnismet þar sem
ekki hefur verið keppt í þessum
greinum svo vitað sé, hér á landi eða
erlendis.
Veittir voru verðlaunapeningar,
gull, silfur og brons. Auk þess ís-
keppnisstytta fyrir 200m sem er far-
andgripur. Íþróttancfnd Léttis sá um
framkvæmd mótsins.
Hlutavelta í
bílskúrnum
Þessar þrjár ungu stúlkur efndu
fyrir skömmu til hlutaveltu í bíl-
skúrnum hans pabba einnar þeirr-
ar. Miðarnir seldust vel og ágóð-
ann, sem var 36.000 krónur vildu
þær láta nota til að flýta fyrir
byggingu dvalarheimilis aldraðra
á Húsavík. Þær fóru þess vegna
með féð til formanns stjórnar
byggingarinnar, Egils Olgeirsson-
ar, bæjarfulltrúa, ánægðar yfir því
að hafa látið gott af sér leiða.
Samt eru þær alvarlegar á svip á
myndinni eins og ber, þeim sem
vita, að ekki er ráð nema í tíma sé
tekið. Húsavíkurstúlkurnar. f.v.:
Ásgerður Arnardóttir, Kristín
Rúnarsdóttir, Helga Eyrún
Sveinsdóttir.
Langar þig til sólarlanda?
Sólarlandafferð í
óskrifendogetraun
Draumurinn getur orðið
að veruleika
ef þú erí áskrifandi að Degi ,
eða verður það fyrir 1. maí.
Þá verður dregið úr nöfnum áskrifenda blaðsins,
en verðlaunin eru sólarlandaferð með Sunnu að
verðmœíi samt. JQQ þúsuncf krÓUUr
Reglur áskrifendagetraunarinnar eru ofur einfaldarS
Sá (eða sú) heppni á að koma á afgreiðslu Dags og
svara spurningunni „Hvert er heimilisfang Dags?“.\
Vinningshafinn getur valið um ferðir til'
fimm sólarstaða.
Sunna býður upp á eftirfarandi sólarstaði:
Mallorca, Costa Del Soí, Costa Brava,
Kanarieyjar og Grikkland.
Þetta ertœkifæri sem enginn má missa af.
DAGUR
Tryggvabraut 12
Símar 24167-24166 og 23207
Til sölu
Á Laugum í Reykjadal,
er til sölu, efri hæð í tvíbýlishúsi. Ibúðin er 120
ferm., tvær samliggjandi stofur, tvö stór herbergi,
stórt eldhús, búr, þvottahús, geymsla og góð
snyrting. Sér inngangur, hitaveita og stór eignar-
lóð. Góð eign, t.d. til sumardvalar.
Ólafsfjörður
4 herb. efri hæð 70 ferm. í tvíbýlishúsi, tvær sam-
liggjandi stofur og tvö herb. gott eidhús. Hagstætt
verð ef samið er fljótlega.
Ólafsfjörður.
4- 5 herb. íbúð, tvær hæðir 120 ferm. og kjallari.
Ibúðin hefur verið mikið lagfærð. Hagstætt verð og
skilmálar.
Einholt.
5 herb. íbúð í tveggja hæða raðhúsi, 138 ferm. og
bílskúr. Stórt þvottahús og gott geymslupláss.
Mjög góð íbúð.
Stórholt.
5 herb. íbúð, 130 ferm. á efri hæð í tvíbýlishúsi, sér
inngangur. Rúmgóð íbúð á góðum stað.
Brekkugata.
6-7 herb. einbýlishús á tveimur hæðum ca. 110
ferm. og ris. Rúmgóður geymsluskúr, stór og góð
lóð.
Akurgerði.
5 herb. raðhúsíbúð á tveimur hæðum. Á efri hæð
er stór stofa, herb. og eldhús, neðri hæð 3 herb,
þvottahús og geymsla.
O
Skarðshlíð.
4 herb. íbúð, 120 ferm. á 2. hæð í fjölbýlishúsi,
ásamt nýbyggðum bílskúr. Stór og góð geymsla í
kjallara.
Einholt.
5 herb. endaíbúð í raðhúsi, 138 ferm. og bílskúr.
íbúðin er á tveimur hæðum, 3 herb. á efri hæð og
snyrting, á neðri hæð, stofa herb., eldhús og rúm-
gott þvottahú^ með bakdyrainngangi.
Ránargata.
5 herb. efri hæð í tvíbýlishúsi 140 ferm., rúmgóð
hæð með sérinngangi, rúmgóð herbergi. Stór og
góður geymsluskúr fylgir. íbúðin er í góðu lagi.
Skarðshlíð.
4 herb. íbúð um 100 ferm. á 2. hæð í fjölbýlishúsi,
vesturenda. Góð íbúð á góðum stað.
Við Hafnarstræti
eru 3 íbúðir 3,4 og 5 herb. og tvö herb., sem nota
mætti fyrir skrifstofu.
Eyrarlandsvegur
5- 6 herb. neðri hæð í þríbýlishúsi. Stór og góð lóð.
Kjarakaup fyrir lagtækan mann.
Hafnarstræti
3 herb. íbúð á annarri hæð hagstætt verð, með
góðri útborgun
Hef kaupanda
að vönduðu einbýlishúsi má vera í byggingu. Góð
útborgun.
EIGNAMIÐSTÖÐIN
SKIPAGÖTU 1 . SÍMAR 24606, 24745
Ólafur B. Árnason lögfr.
Ólafur Þ. Ármannsson sölustj.
DAGUR.7