Dagur - 20.03.1979, Blaðsíða 8
DAGUR
VATNSHOSUR - PAKKNINGAEFNI
Kz—%■— % —1 —1 %—1 /z
1%— 2—2 >/4 — 2/z— 3
KORKUR OG SKINN
flctinu. en með hlutverk Ástu fcr Svanhildur Jóhannes-
dóttir. Ljósmyndatofa Páls.
Á föstudaginn verður leikritið Sjálfstætt fólk frumsýnt í
Samkomuhúsinu. Það er hún Ásta Sóllilja sem hvílir í
Æðarfuglinn jafn
dýrmætur og álið
1 kg. af dún selt á sama verði og 1 tonn af áli
ísrek inn með Grímsey
Grímsey 19. mars. Sjómenn
tóku upp net sín í gær vegna
reks. Á laugardaginn var yndis-
legt veður, en úr flugvél mátti
sjá ísröndina í norðri, en þá var
cnginn ís á sundinu. En nú er
ísinn að reka inn með eynni að
austan, svo þetta er ekki álitlegt.
Undanfarið hefur verið framúr-
skarandi góður afli. Annar neta-
báturinn okkar er búinn að afla 180
tonn á þessum tíma og það eru að-
eins fjórir á þeim báti og þrír á
öðrum. Fiskurinn er ákaflega
vænn.
Eldur laus í
Ólafsfirði 19. mars. Síðustu
sunnudagsnótt varð eldur laus í
félagsheimilinu Tjarnarborg.
Árshátíð starfsfólks frystihúss-
ins var haldin um kvöldið og
lauk kl. 2 e.m. En um klukkan
þrjú eða rúmlega það, var
starfsfólkið að ganga frá í hús-
inu og sá kona ein, sem þar var
að störfum, eldbjarma undir
leiktjöldum, sem dregin höfðu
verið fyrir.
Húsvörðurinn, Sigurður Jó-
hannsson náði nærtækri bruna-
slöngu og réðst til atlögu við eldinn
I landi hefur verið unnið dag og
nótt og taka húsmæðurnar góðan
þátt í þeim störfum, enda fáum á að
skipa, þar sem unga fólkið er svo
margt í skólum á þessum árstíma.
Öll hús eru að fyllast af fiski hjá
okkur, en þó sendum við ofurlítið
af þessa árs framleiðslu fyrir
skömmu og kom það sér vel.
Tvö úthöld eru að hefja grá-
sleppuveiðarnar. Nú erum við farin
að hengja upp í skreið og nú eru
hausarnir einnig hengdir upp og
eru útflutningsvara. S.S.
Tjarnarborg
og brunalið var þegar kallað út.
Eldurinn var yfirunninn, en hann
komst þó í einangrun uppi í þaki og
tók nokkurn tíma að komast fyrir
hann. Miklar skemmdir urðu af
vatni og reyk, en einnig nokkrar
brunaskemmdir. Óttast ég m.a. að
gólf hússins sé ónýtt því það
þrútnaði mikið af vatninu.
Hér út um gluggann horfi ég á
fyrsta ísjakann sigla hér inn. Allir
sjómenn tóku upp net sín á laugar-
daginn vegna íss. Afli hafði verið
góður um eins mánaðar skeið. Nú
veltur mikið á því, hvernig þróunin
verður í sambandi við ísinn. Á.Þ.
Tvö undanfarin ár hefur dúnframleiðsla landsmanna verið um
2000 kg. af hreinsuðum dún á ári og fer dúninn að mestu á
erlendan markað. Á heimsmarkaðsverði gefur 1 kg. af dún sama
„nettó“ gjaldeyri og tonn af áli.
Árið 1977 komu til meðferðar hreinsunarstöð S.Í.S. um 2200 kg.
hjá verslunaraðilum og dún- af æðardún. Sé gert ráð fyrirsama
Misreiknaði
aðsóknina
— segir Svanur
Ágústsson, forstjóri
Sjálfstæðishússins
Svanur Ágústsson, forstöðu-
maður Sjálfstæðishússins á
Akureyri hafði samband við
blaðið í gær vegna frásagna
þess um ferðakynningar Út-
sýnar hinn 11. mars sl.
Forstöðumaðurinn óskaði að
koma eftirfarandi á framfæri:
„Mér var tjáð, hvað um væri að
vera á ferðakynningunni þetta
kvöld og reyndi að skipuleggja
móttökur samkvæmt því og áætl-
aðri aðsókn, samkvæmt fyrri
ferðakynningum. Áætlað var, að
gestir yrðu 230-260 manns, sam-
kvæmt upplýsingum fulltrúa Út-
sýnar hér í bæ. En vinsældir Ing-
ólfs og Útsýnar eru meiri en svo
að þetta stæðist, því að í stað
230-260 manns komu 5-600
manns.
Þá fór allt úr böndunum og
skal það fúslega viðurkennt.
Meðal annars fór svo í þetta sinn,
sem oftar þegar fólk hefur tryggt
sér borð, að því finnst ekki ástæða
til að koma fyrr en á síðustu
stundu. Mín mistök voru fyrst og
fremst þau, að misreikna aðsókn-
ina svo herfilega og að taka borð
frá. Hef ég mér ekki annað til
afsökunar en ókunnugleika hér á
staðnum.
Ingólfur Guðbrandsson varð
fyrir barðinu á þessum mistökum
og fjölmargt fólk á Akureyri þó
enn meira. Bið ég innilega vel-
virðingar á þessum mistökum.
Ein slík af þessu tagi mun nægja
mér til þess að þetta endurtaki sig
ekki.
Ég skil mjög vel óánægju þess
fólks, sem varð fyrir sárum von-
brigðum á Útsýnarkvöldinu hjá
okkur í Sjálfstæðishúsinu. I von
um að þau sár grói eins og önnur
sár, óska ég góðrar samvinnu við
íbúa þessa staðar og annarra, sem
ég á að veita þjónustu I starfi
mínu hér á Akureyri.
Á þessa leið fórust forstöðu-
manni Sjálfstæðishússins orð og
metur blaðið drengileg viðbrögð
hans og einlægni.
magni s.l. ár gerir það um 200
milljónir í þjóðarrekstur. miðað
við verðlag á dún um síðustu
áramót, eða 740 þúsund krónur á
skráða bújörð í landinu, en þær
voru þá 270.
Vargfugl og minkur herja nú
mjög á æðarstofninn og gildandi
lög um fuglaveiðar og fuglafriðun
setja stólinn fyrir dyrnar um að
hægt sé að beita árangursríkum
aðferðum í baráttunni við þessi
dýr. Nauðsynlegt er að veiðistjóra
verði ætlað að annast eyðingu
vargfugla eins og refa og minnka,
en nú liggur frumvarp til laga um
fuglaveiðar og fuglafriðun fyrir
Alþingi og er vonast eftir að það
auðveldi nokkuð baráttuna við
fugl og mink.
Félagsheimilið Tjamarborg Olafsfirði.
Stofnuð Akureyrardeild
Neytendasamtakanna
SI. laugardag var stofnuð á Hótel Varðborg Akureyrardeild Neyt-
endasamtakanna. Fundurinn var vel sóttur og urðu umræður fjör-
ugar. Framsögn höfðu Jóhannes Gunnarsson frá Borgarnesi og
Rafn Jónsson, ritari Neytendasamtakanna. Svavar Gestsson við-
skiptaráðherra flutti stutt ávarp og svaraði fyrirspurnum. Ennfrem-
ur var á fundinum Örn Bjarnason, starfsmaður Neytendasamtak-
anna, sem veitti upplýsingar um starfsemi þcirra.
í stjórn Akureyrardeildarinnar voru kosin Jóhanna Þorsteins-
dóttir, Jónína Pálsdóttir, Kristín Thorberg, Páll Svavarsson, Stefán
Vilhjálmsson, Stefanía Arnórsdóttir, Steindór Gunnarsson, Val-
gerður Magnúsdóttir og Steinar Þorsteinsson, sem kosinn var for-
maður.
Markmið Neytendasamtakanna
er skv. lögum þeirra, að gæta hags-
muna neytenda í þjóðfélaginu. Til-
gangi sínum hyggjast samtökin ná
m.a. með því:
a) að vaka yfir því, að sjónarmið
neytenda almennt séu virt, þegar
ákvarðanir eru teknar eða reglur
settar, er varða hagsmuni þeirra.
b) að reka útgáfu- og fræðslu-
starfsemi til aukningar á verð- og
vöruþekkingu neytenda og til
skilningsauka á verð og vöruþekk-
ingu neytenda og til skilningsauka
á málum, er varða hagsmuni
þeirra.
c) að veita félagsmönnum sínum
leiðbeiningar og fyrirgreiðslu ef
þeir verða fyrir tjóni vegna kaupa á
vörum og þjónustu.
d) að gangast fyrir stofnun deilda
eða félaga sem víðast á landinu.
Samtökin hafa skrifstofu og
starfsmann í Reykjavík. Deildir ut-
an Reykjavíkur hafa þegar verið
stofnaðar á Akranesi og í Borgar-
nesi.
Stjórnin mun vinna að undir-
(Framhald á bls. 6).
Fundurinn á Varðborg var fjölsóttur.
Mynd: K. H.