Dagur - 10.04.1979, Page 4

Dagur - 10.04.1979, Page 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Áskorun til sjávarútvegsráðherra Fundur 23ja forsvarsmanna skut- togara og fiskvinnslustöðva á Vestfjörðum og Norðurlandi hald- inn á Akureyri 4. apríl 1979, sam- þykkir eftirfarandi: „Fundurinn mótmælir ákvæð- um reglugerðar sjávarútvegs- ráðuneytisins frá 26. marz 1979 um þorskveiðitakmarkanir. Um það eru skiptar skoðanir meðal landsmanna hvort þörf er á svo rótækum friðunaraðgerðum og hvort þær séu framkvæman- legar miðað við þjóðarhag. Þar sem sjávarútvegsráðherra þótti nauðsyn bera til að grípa til slíkra aðgerða, átelur fundurinn að þær skyldu ekki kunngerðar þegar í ársbyrjun og lítur svo á, að í framtíðinni skuli gildistími veiði- takmarkana vera frá 1. maí til 30. apríl ár hvert. Þá átelur fundurinn sérstaklega þá mismunun, sem fram kemur í reglugerðinni á milli veiðarfæra, skipagerða og landshiuta. Sú ákvörðun að veita 35 loðnu- skipum leyfi til þorsknetaveiða auk hóflausrar sóknar bátaflotans á hrygningarsvæðunum, stangast gjörsamlega á við tilgang friðun- araðgerðanna og álit fiskifræð- inga um of iítinn hrygningarstofn. Megin friðunaraðgerðir reglu- gerðarinnar felast í að stöðva þorskveiðar togaraflotans í 79 daga 1. maí til 30. sept. í sumar, sem óhjákvæmilega þýðir stór- kostlegan niðurskurð á afla þeirra, og niður fyrir það mark sem útgerð þeirra getur byggst á. Með þessu er því stefnt í atvinnuleysi f fiskvinnu á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Fundurinn skorar á sjávarút- vegsráðherra að endurskoða áð- urnefnda reglugerð með það fyrir augum að gera öllum hagsmuna- aðilum og landshlutum sem jafn- ast undir höfði. Fundurinn telur að hér sé um að ræða svo brýnt hagsmunamál landshlutanna með tilliti til at- vinnusjónarmiða, að ríkisstjórn og Alþingi beri að taka ákvörðun um að hve miklu leyti og hvenær aðgerðum sem þessum skuli beitt.“ Undir áskorun þessa skrifa 23 forystumenn togaraútgerðar og fiskvinnslu frá ísafirði til Raufar- hafnar. Er þess að vænta, að mál þetta allt verði tekið til endurskoðunar og réttiátari iausn finnist á nauð- synlegum fiskveiðitakmörkunum. Minning Hreinn Þormar verksmiðjustjóri Oft hefur maður fengið mikil áföll þegar himnafaðirinn hefur tekið til sín frændur og vini, en aldrei hefur mér verið eins brugðið og er ég frétti um lát Hreins Þormars, vinar míns og samstarfsmanns um langt árabil. Það kom svo algjörlega á óvart og án nokkurar aðvörunar. Hreinn Þormar var sonur Geirs Þormars, myndskera og kennara á Akureyri, en hann var frá Geita- gerði á Fljótdalshéraði og konu hans Hanne fædd Hansen frá Þórshöfn í Færeyjum. Hreinn fæddist á Akureyri 6. febrúar 1933 og bjó þar alla sína ævi. Föður sinn missti hann 1951 þegar hann var í 4. bekk MA. Hætti hann þá námi í MA og réðst til Ullarverksmiðjunnar Gefjun til þess að læra litunarfræði. Nokkr- um mánuðum seinna fluttist ég frá Reykjavík til Akureyrar til þess að taka upp sömu störf og Hreinn og hefja nám í ullarfræðum. Hann tók á móti mér við komuna til Akureyrar — brosmildur og hlýr — og við snérum strax bökun sam- an, gengum í nokkurs konar fóst- bræðralag, sem hélst alla tíð og líf okkar hefur verið meira og minna samtvinnað síðan. Eftir að Hreinn hafði unnið við öll störf á Gefjuni sigldi hann til Englands haustið 1953 og byrjaði nám í tækniskólanum í Hudders- field í litarfræðum. Þar dvaldi hann í 3 ár og lauk prófi úr skólanum með hárri 1 einkunn. Fyrsti og eini Islendingurinn sem lokið hefur tækniprófi í litun. Þegar ég kom í heimsókn til þessa skóla nokkrum árum seinna, spurði skólastjórinn strax um Hrein og sagði mér að hann hefði unnið skólaverðlaunin, sem veitt voru ár- ið sem hann brautskráðist. Er ég kom heim spurði ég að sjálfsögðu Hrein um verðlaunin og af hverju hann hefði ekki sagt mér frá þeim. Jú — það var rétt, en málið ekki svo merkilegt að ástæða væri að hampa því. Þetta lýsir betur en margt ann- að hvern mann Hreinn hafði að geyma. Þegar Hreinn kom að loknu námi voru mörg verk að leysa. Lit- unardeild verksmiðjunnar ófull- komin og allar nýungar, sem voru að gerast út í hinum stóra heimi á því sviði lítt kunnar heima fyrir. Nú varð breyting á, enda var það til- gangurinn með náminu. Nýir straumar fóru um garð, sem lyftu framleiðslunni á hærra stig. Afköst og framleiðni — Nýting og vöru- vöndun — voru kjörorð sem öllum var kennt að meta og hafa í huga. Þetta voru ár mikilla átaka og oft þurfti að beita bæði lagni og ákv- eðni til þess að breytingar næðu fram að ganga. Aldrei bognaði Hreinn þótt erfiðleikar væru margir, heldur þokaði hann sínum verkefnum stöðugt á hærra stig. Það var á þessum árum, strax eflir nám að Hreinn kynntist ungri og glæsilegi stúlku Huldu Ottósdóttur, sem var við nám í hjúkrun við sjúkrahúsið á Akureyri. Það var upphafið að hjónabandi — hjónabandi sem var frá upphafi til enda einlægt og ástúðlegt og í alla staði mjög til fyrirmyndar. Hulda er Reykvíkingur, fædd og uppalin í Kleppsholtinu dóttir Ottós Guðbrandssonar og konu hans Sigurbjargar Oddsdóttur. Hún var sem sagt í heimsókn á Akureyri þegar örlagaþræðir þeirra Hreins tvinnuðust saman og hún átti eftir að setjast að á Akureyri. Þau byggði sér strax fallega íbúð í tvíbýlishúsi við Löngumýri. Þar áttu þau heima í um 10 ár og þar fæddust börnin þeirra þrjú. Elstur er Ottó, sem er á seinni hluta í námi við fiskvinnsluskólann, Hanna var við nám í Califomíu þegar kallið kom og Hreinn yngri í heimahúsi. öll eru þau mannvænleg börn. Fyrir 10 árum fluttist fjölskyldan í einbýlishús á efri brekku, eins og við köllum það. Þar bjuggu þau sér hlýlegt og elskulegt heimili. Það var röð og regla á hlutunum enda hjónin samhent í því eins og öðru. Þar áttum við hjónin margar skemmtilegar stundir. Hreinn var hrókur alls fagnaðar í vinahóp og naut þess að veita öðrum og láta þeim líða vel. Hreinn tók við stjórn Gefjunar fyrri hluta árs 1975 og var verk- smiðjustjóri til dánardags. Hann gegndi því starfi með dugnaði og samviskusemi. Það var aldrei spurt um tíma þegar fyrirtækið var ann- arsvegar. Nótt lögð við dag til þess að leysa fyrirliggjandi verkefni. Hann var óragur við að segja sitt álit við hvern sem var, var heil- steyptur og traustur, en alltaf glað- legur og hlýlegur í fasi. Hann vildi hvers manns raun leysa. Fyrir okkur í Iðnaðardeildinni er mikill stjómarsviptir að Hreini. Hann var stór persónuleiki og hans skarð verður vandfyllt. Við höfum líka misst góðan vin sem var öllum kær. En lang mestur er þó missirinn fyrir fjölskylduna sem var svo samhent og fjölskylduböndin sterk. í blíðu og stríðu stóðu þau hjónin saman og studdu hvort annað af alhug og einlægni. Vissulega verð- ur þá missirinn meiri, en minningin er falleg og hann kom miklu í verk þótt dvölin hér á jörðu yrði allt of stutt. Við hjónin vottum Huldu og bömunum innilega samúð og biðj- um góðan guð að leggja smyrsl á sár þeirra. Hjörtur Eirfksson. ❖ Með Hreini Þormar er fallinn í valinn stórkostlegur félagi og traustur vinur. Fátækleg orð megna lítt að draga upp mynd af þeim trega og missi sem allir hans sam- starfsmenn urðu fyrir við fráfall hans. Hreinn var einn af þessum fá- gætu mönnum sem var það áskap- að að hefja þá sem umhverfis voru upp úr gráum hversdagsleikanum og lyfta á æðra stig framkomu og hugsunar. Skýrleiki og léttleiki ásamt framúrskarandi rósemi og æðruleysi einkenndi hugarfar hans. Samsetning þeirra iðnfyrirtækja sem Iðnaðardeild Sambandsins rekur á Akureyri er sérstæð. Inn- byrðist viðskipti eru miklu meiri en almennt gerist. Þetta krefst þess að stjómunaruppbyggingin sé í sam- ræmi við það fyrirkomulag. Mjög náið innbyrðis samband verk- smiðjustjóra er grundvöllur eðli- legrar afkomu, og þáttur . þeirra hlýtur því eðlilega að vera í sam- ræmi við það. Hreinn heitinn lagði alla tíð á þetta mikla áherslu og þó að vandi fylgi vegsemd hverri lagði hann mikið á sig til að menn gerðu sér þetta ljóst. Hann lagði sig af al- efli fram um að þessi nauðsunlega samstaða væri virk og órofin. Við sem fylltum hóp náinna samstarfsmanna Hreins um lengri eða skemmri tíma, sitjum eftir al- gerlega dolfallnir og máttvana. Það að Hreinn skyldi hverfa okkur að- eins 46 ára gamall í fullu fjöri og með fulla starfsorku er sárara en orð fá lýst. Hvert stefnir? Hvað verður um sameiginlegar óskir og vonir? Hvert skal leita samráðs og styrks? Starf verksmiðjustjóra Ullar- verksmiðjunnar Gefjun er mikið og krefjandi og þannig samsett að menn verða að gefa sig því á vald að öllu leiti. Þetta gerði Hreinn og var vakinn og sofinn yfir málefnum verksmiðjunnar á allan mögulegan hátt. Því miður auðnaðist honum ekki að vera í því starfi nógu lengi til að sjá fyrir endann á mörgu af því sem hann hratt í framkvæmd. Engum okkar dylst þó að hefði honum enst aldur til hefði hann stýrt Gefjun í höfn og náð þeim árangri sem að- stæður leyfðu bestan á hverjum tíma. Og mörg eru þau málin sem um ókomna framtíð munu bera þess merki hver hratt úr vör. Sé hugurinn látinn reika til baka er margs að minnast. Tvennt er þó áberandi. Samskipti Hreins við viðskiptavini sína voru til mikillar fyrirmyndar. Á þessum vettvangi nýttist Hreini hæfileiki manhlegra samskipta sem hann bjó yfir í svo ríkum mæli. Það er samdóma álit okkar sem gleggst til þekktum að á þessum vettvangi voru honum fáir fremri. Annar angi mannlegra samskipta kom ljóslega fram er við vorum saman á ferðalögum. Betri ferðafélagi hlýtur að vera vand- fundinn. Hvort sem um var að ræða alvarleg málefni sem ganga þurfti frá fjarri heimaslóðum eða þegar slegið var á léttari strengi. Við munum ævinlega minnast glaðværðar hans og þess að ætíð var hann hrókur alls fagnaðar þeg- ar hist var í þeim tilgangi að slaka á og láta daglegt arg og þras fyrir borð um stund. En nú er hann horfinn af sjónar- sviðinu og það ómælisdjúp sem skilur á milli er utan marka ver- aldlegra skilgreininga. Vonandi er að við sem eftir stöndum höfum megnað að tileinka okkur eitthvað af því sem hann hafði fram að færa, hverjum þeim sem hann umgekkst. Að okkur hafi tekist á mislöngum tíma náinna samskipta að meðtaka Elsku Kristinn minn. Ég ætla að senda þér nokkur orð til að láta þig vita, að við söknum þín öll mjög mikið nú þegar. Meira en orð fá lýst. Þegar á allt er litið, varstu hinn mesti fjörkálfur. Tókst upp á ýmsum skrýtnum tiltektum. AJdrei af illsku og ekki til að valda öðrum gremju, heldur aðeins til að vekja á þér athygli. Þú varst orðinn gríðarmikill karlmaður, stór og sterkur. Vissir varla hvað þú áttir að gera af öllum þessum hraðvax- andi útlimum. Því var vel til fallið að ólmast með þeim. Þú náðir líka alltaf takmarkinu, þér til óbland- innar ánægju. Og nú ertu hér ekki lengur. Ör- ugglega hefur sála þín nú þegar flutt sig á einhvern annan stað. Ég neita að trúa öðru, þú hlýtur enn að vera einhvers staðar til. Þú sjálfur ert reyndar jafn lifandi fyrir mér og þú varst síðasta skóla- daginn þinn. Það er svo erfitt að trúa því, að við skulum aldrei geta séð þig og umgengist aftur. Dauð- Um helgina var opnuð í kjallara Möðruvalla myndlistasýning á vegum skólafélagsins Hugins í samvinnu við Samtök herstöðvaandstæðinga. Þar sýna átta akureyrskir listamenn verk sín. Einnig eru á sýningunni myndir sem sýndar voru á Kjarvalstöðum á menningardögum herstöðvaandstæð- inga í mars. þó ekki væri nema lítið brot af öllu því jákvæða í fari Hreins Þormar — þá væri vel. Við sendum Huldu og bömun- um okkar einlægustu samúðar- kveðjur með vonum um að æðri máttarvölum megi takast að sefa þeirra sorg og trega og græða opin sár. inn er svo miskunnarlaus og óum- deilanlegur. Af einhverjum óskilj- anlegum ástæðum valdi sláttu- maðurinn miklu þig en ekki mig. Þvílíkt voðaval, og að það skyldi þurfa að vera þú. Vertu ekki ótta- sleginn, mundu að þú lifir áfram í hjörtum okkar uns yfir lýkur. Myndirnar túlka andstöðu við dvöl ameríska hersins á íslandi og þátttök- unni í NATO, eða sýna andstöðu gegn hvers konar stríðsbrölti. Sýningin er opin til 16. apríl, virka daga kl. 20 til 22 og helga daga kl. 16 til 22. Huginn — S. H.A. (Fréttatilkynning). Sigurður Arnórsson, Ragnar Ólason, Ríkharð Þórólfsson. Vilhjálmur K. tjja Guðjónsson, HríSCV Fæddur 15. 5. 1965 — 9 Dáinn 22. mars 1979. Þegar við glötum þeim, sem við elskum, falla hitrustu tárin er við minnumst stunda, Þegar okkur fannst, að við hefðum getað elskað meira. Þinn kennari, Gunnar Bergmann. Myndlist á Möðruvöllum Leikhúsbréf að sunnan Reykjavík, 31. mars. 1979 Kæri Erlingur. Það var töluverð eftirvænting í salnum, frumsýningarkvöldið síðasta hér í borginni, leikritið Stundarfriður eftir Guðmund Steinsson var komið á fjalirnar. Ástæðulaust að reyna að lýsa stundunum á bak við tjöldin, þar sem aðstandendur sýningar bíða eftir viðbrögðum gesta, sem sitja í myrkum salnum, nánast andlits- lausir og stundum eins og tilfinn- ingalausir. I þetta sinn var „gott hús“ eins og stundum er sagt, frumsýningargestir óvenju lif- andi, dálítið skelfdir fannst mér á stundum. Það var verið að sýna þá veröld sem við lifum 1, og var þó enginn drepinn, ekkert sprengt, heldur var tjald dregið frá mér og þér, og við vorum í önnum að lifa ef það er orðið sem mig vanta. Ef textinn sjálfur, hið talaða orð Guðmundar Steinssonar væri tekinn úr samhengi við athöfn, leikhljóð, músíkeffekta, ljós og sviðsmynd, þætti mörgum hann vera þunnur þrettándi, og ekki færi vel um hann í þykkri bók. En er í raun meira talað saman dag- lega en þama er gert? Er fólkið 1 núinu, orðsins fólk, sem hefur tíma til að tala af einhverri skyn- semi um hlutina? Ég held varla. Það var önnur veröld hinum megin við aldamót ein eða tvenn eða fleiri, þegar sulturinn bjó á bæjunum og engu hent sem af- gangs var, menn átu stundum skóna sína og dmkku brennivín og grétu yfir hetjusögum píslara. Hver fer í skóbúð í dag að kaupa í matinn? Skáld þeirra daga sátu með sultardropa á nefinu og skrifuðu á kálfsskinn og voru þá löngu búnir með innvolsið. Og þeir höfðu bara hver annan að horfa á, menn gamla tímans, en þeir höfðu nóg að tala um og vís- ur og kvæði lágu í loftinu, og fjölskyldan sat 1 baðstofunni og var Ufandi. Allt er breytingum háð og minna um stundarfrið en áður. Við höfum gert okkur þennan lífstakt. Erum háð hon- um, annars verðum við einmana, eins og Guðrún 1 leiknum. Er þá til nokkurs að vera að skrifa ádeiluleikrit á þennan máta okk- ar að lifa? Enginn leikhúsgesta fór heim og kastaði sjónvarpinu út um glugga á eftir símanum. Það er víst hlutverk rithöfundar m.a. að segja okkur af sjálfum okkur. Við hlustum, hristum höf- uð yfir þessum ósköpum að við skulum virkilega vera svona, svo förum við heim að halda því áf- ram. Ég hef löngum talið að fjöl- skyldan sé í hættu, hjónabandið að trosna, það endar með því, að enginn má vera að því að mæta við jarðarför, nema sína eigin. Tilraunir ungafólksins í dag til að brjóta af sér „heimilishlekkina“ Jónas Jónasson. og setjast að í kristjaníum er kannski eðlileg afleiðing þeirra friðleysu sem nútíminn galdrar manni. Leikrit Guðmundar Steinsson- ar er ljómandi leikhúsverk. Text- inn sannfærandi sá sem hann er, og allt það sem gerir leikhús, blandast hér listavel og vettvang- ur leiksins er frábærlega við hæfi, tómleikinn og kuldinn er jafnvel fallegur. Nú veit ég ekki hvort þú skilur hvað ég meina, en leik- myndin öll er þannig að hún minnti mig snöggvast á siglinu mína eitt sinn um Eiríksfjörð á Grænlandi, þar sem borgarísjak- ar lónuðu 1 ógn og við sigldum milli þeirra, fegurð þeirra kulda- leg og ógnvekjandi. Bara borð- stofuborð hússins, aldrei til fulls setið, andaði frá sér eftirvæntinu; „ætli þau setjist nú við mig — öll?“ Höfundur leiksviðs og búninga ágætra er Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir. Ung listakona sem er alveg 1 takt við tímann. Lýsing Ásmundar Karlssonar aldeilis góð og hlutur tæknideildar leik- hússins öllum til sóma og gleði. Tóneffektar Gunnars Reynis Sveinssonar gerðu mikið fyrir leikritið. Stefán Baldursson er leikstjóri og hlutur hans stór. Hann hefur hér í höndum leikrit núsins, höfundur yrkir í hávaða, yrkir í símann, sjónvarpið, hlaup, rás og tillitsleysi. Guðmundur Steinsson yrkir líka vel í ein- manaleikann. Leikhópurinn allur gerir vel. Unga fólkið skilur hlutverk sin og gerir þau eftirminnileg. Guðrún Gísladóttir, dóttirin Guðrún, fulltrúi hins nakta einmanaleika, leikur af ljómandi nærfæmi og góðum skilningi. Lilja Þorvalds- dóttir leikur systur hennar af þrótti og lífi og er enginn viðvan- ingsbragur á leik þeirra. Sigurður Sigurjónsson leikur soninn, al- gjöran svepp í íþróttum og er sambandslaus við afganginn af fjölskyldunni. Vinir systranna leika Sigurður Skúlason og Randver Þorláksson, báðir vanir leikarar orðnir, trúir fulltrúar síns tíma, gerfin góð og klæðnaður. Randvers kanski með ólíkindum hérlendis, en hann er ægilegur punkari þessi strákur sem hann leikur. Helgi Skúlason og Krist- björg Kjeld leika foreldra unga fólksins. Þau túlka hlutverkin af alúð og krafti, Helgi bráðgóður í öllum sínum gerfiönnum, og Kristbjörg glæsileg þarna í tóm- leikanum. Þau eiga allt þessi hjón, nema gleðina. Fulltrúar kynslóðarinnar sem er á förum, eru Þorsteinn Ö. Stephensen og Guðbjörg Þor- bjamardóttir. Afinn og Amman eru teiknuð af frábærri list í allri hógværð. Leikhúsgestir tóku sjálfsmynd- inni af miklum en þreyttum fögnuði. Sumum finqpt kannski nóg um, en eitt er víst í mínum huga; Við vorum í sannarlegu leikhúsi, að horfa á ekta leikhús- verk. Flýttu þér nú suður Erlingur minn að sjá þig sjálfan, áður en það er komið sumar og allt i sto! Es. Ég þarf yfir pollinn stóra, ef þú heyrir ekki frá mér á næstunni er ég að leita að stundarfriðnum. Svo skrifa ég þér í maíbyrjun. Með kveðju. Jónas Jónasson. Vallarleigan er Þrándur ■ Götu Rætt við Stefán Gunnlaugsson {þróttir af ýmsu tagi taka nú æ meiri tíma hjá almenningi og er gott eitt um það að segja. Læknar og þeir sem gleggst þekkja hvemig menn og konur skuli haida heilbrigðum skrokk fram á elliár mæla ein- dregið með útivist og léttum íþróttum, en því miður em þeir of fáir sem hugsa um þau mái í tíma. Forráðamenn íþróttafé- laga leggja mikið kapp á að virkja sem flesta unglinga og hefur þeim orðið verulega ágengt á undanförnum ámm, en sömu aðilar hafa einnig kvartað yfir skilningsieysi hjá opinberam aðilum. T.d. hafa iþróttaféiögin á Akureyri farið fram á að bæjaryfirvöld sleppi þeim við að greiða vailarieigu, en enn sem komið er hefur þeim ekki orðið ýkja mikið ágengt. íþróttafélögin hafa bent á að það sé mikilvægt að fá unglingana til að stunda iþróttir, því það muni m.a. stuðla að bættu heilbrigði meðal landsmanna. Til þess að ræða þessi mál og fleiri fékk Dagur Stefán Gunn- laugsson til liðs við sig en hann hefur m.a. veitt knattspyrnudeild K.A. forstöðu og verið formaður félagsins. Auk þess er hann í vallamefnd ásamt ýmsum mæt- um mönnum og Stefán hefur, fyrir hönd KA, tekið að sér mót- töku hollenska liðsins Feyenoord sem kemur til Akureyrar í sumar Vandamálið er út- vegun f jármagns -— Rekstur knattspyrnufélags er mun viðameiri en menn gera sér yfirleitt grein fyrir, en þar sem mitt starf hefur einkum verið fyrir knattspymudeild K.A. vildi ég fyrst og fremst gera grein fyrir því. Vandamálið er einkum það að fjármagna starfsemina og þess má geta að það kostaði 8-9 milljónir að reka deildina á síð- asta ári. Endar hafa náðst saman undanfarin ár en það verður sí- fellt erfiðara í þeirri óðaverð- bólgu sem hér ríkir. Styrkur bæj- arfélagsins er lítill, ég held að hann hafi verið 1,5 milljónirs.l. ár til félagsins í heild svo lítið verður eftir þegar búið er að skipta hon- um milli deilda. — Auðvitað höfum við úti allar klær til að útvega knattspyrnu- deildinni fjármagn, t.d. erum við með sælgætissöluna á vellinum annaðhvort ár og seljum allskon- ar KA vörur. Þá fáum við beina og óbeina styrki frá ýmsum fé- lögum í bænum og vildi ég í því sambandi nefna Höld, Cesar, Heklu, Gefjun og Kaffibrennsl- una. Margir aðrir hafa lagt hönd á plóginn, en þessir eru stærstir. Jákvæðir fyrir kosnmgar — Heildarinnkoma vegna leikja KA varð 3,7 milljónir á síðasta ári, en deildin fékk af því um 1,3 og Akureyrarbær, i formi vallarleigu, fékk svipaða upphæð. Okkur finnst það í hæsta máta óeðlilegt að þegar við berjumst í bökkum þá þurfti deildin að greiða svo mikið í vallarleigu — á meðan staðir eins og Húsavik, Vestmannaeyjar og Keflavík eru án skattlagningar af þessu tagi. Stefán Gunnlaugsson. Vallarleigan kemur í veg fyrir að við getum gert eins mikið og æskilegt er t.d. fyrir unglingana í bænum, en þeir skipta hundruð- um sem æfa knattspyrnu með íþróttafélögunum. — Þetta þarf að fara fyrir bæj- arstjóm, en bæjarfulltrúar hafa ekki sýnt málinu nægjanlegan skilning. Hins vegar gerum við okkur fyllilega grein fyrir því að rekstur íþróttavalla er dýr — hitt er svo aftur annað mál að allt það starf sem lagt er fram í sjálfboða- vinnu má meta að verðleikum. — Málið hefur verið reifað við bæjarfulltrúana, en það er helst fyrir kosningar sem menn hafa tæpt á því að það væri ekki ósanngjamt að sleppa félögunum við greiðslu á þessu gjaldi. Freyenoord til bæjarins! Þ að er ekki á hverjum degi sem heimsþekkt knattspyrnulið leggja leið sína norður á hjara veraldar, enda eftir litlu að slægjast. En Frónbúar eru hugkvæmir og þegar Pétur Pétursson hóf að leika með hollenska liðinu Frey- enoord vað það ákvæði í sam- ningnum að liðið kæmi til íslands og léki 4 leiki. Freyenoord kemur til Akureyrar þann 27. júlí og leikur einn leik á Akureyri. — Við höfum gert ráð fyrir að það kosti okkur 1,6 milljónir að fá liðið norður og verði veðurguð- imir okkur hliðhollir ættum við að komast klakklaust út úr þessu fyrirtæki. Við ætlum að sækja um niðurfellingu á vallarleigu á öll- um leikjum sumarsins en til vara af þessum eina leik. Ef skellur á slagveður ætti niðurfelling gjaldsins að gera okkur kleift að komast hjá tapi. Stofnfundur styrktarmanna- klúbbs á sumar- daginn fyrsta Og aftur eru það fjármálin, sem valda forráðamönnum íþróttafé- laganna mörgum andvökunótt- um. Stefán sagði, að fyrirhugað væri að stofna styrktarmanna- klúbb knattspyrnudeildar KA og þar á að reyna að virkja menn sem t.d. hafa áður verið í félag- inu, én einhverra hluta vegna hætt. — Við reiknum með að þessir menn leggi aðallega fram vinnu og fé, en sú er ekki ætlunin að íþyngja þeim með miklum fundahöldum. Til að byrja með verður klúbburinn eingöngu miðaður við knattspyrnudeild KA, en ef vel tekst til getur farið svo að fleiri deildir félagsins taki upp svipaða starfsemi. — Iþróttafélög bæjarins hafa misst alltof marga úr sínum röð- um og þetta verður tilraun til að endurheimta þá. Ég geri mér góðar vonir um að okkur takist að láta drauminn verða að veruleika, því þegar hafa um 20 látið skrá sig og það skemmtilega er að sumir hafa ekki verið félagar í KA áður, Þess má og geta að menn geta látið skrá sig hjá mér, en stofn- fund klúbbsins höldum við á sumardaginn fyrsta. Sæmundar- ,,þáttur“ Óskarssonar — Sæmundur Óskarsson, for- maður KA klúbbsins i Reykjavík, sendi okkur KA-mönnum fremur kaldar kveðjur um daginn. Hann sá ekkert nema dökku hliðarnar á starfinu, en þau vinnubrögð sem hann viðhafði eru ákaflega óæskileg að okkar mati. Ég vil ekki vera með nein stóryrði, enda eru þau sjaldnast til gagns. Það má um utanför strákanna segja að hún var ákveðin með löngum fyrirvara og var ekki á vegum stjómarinnar. Um þessa utanför var rætt við formann knatt- spyrnudeildar Þróttar og gaf hann okkur vilyrði fyrir því að leiknum yrði flýtt um 3 daga, en án þess að ræða við þjálfarann. — Á þessum tíma gerði enginn sér grein fyrir því að Þróttur yrði í fallbaráttu, sem síðar kom á dag- inn, og eins og Sæmundur veit. verður að skipuleggja ferð sem þessa með löngum fyrirvara. Strakarnir gátu aðeins farið þessa ferð, en sú næsta var áætluð hálf- um mánuði síðar. Þá voru skólar byrjaðir og mikið erfiðara fyrir þá að fara. Þeir höfðu staðið sig mjög, vel allt sumarið og byrjuðu að æfa í mars. Það voru leikir allar helgar að tveimur undanteknum og æf- ingar voru flesta virka daga. Þeir áttu því skilið að fá frí og það hlýtur Sæmundur að skilja. Hvað varðar heimsókn eins af stjórnarmeðlimum deildarinnar til Sæmundar, þá er það að segja að viðkomandi kom ekki þar sem hann var svo mannlegur að steingleyma að þeir höfðu mælt sér mót. Sæmundur hefur ver- iðbeðinn afsökunar á þessum leiðu mistökum og sá sem ætlað hafði að hitta hann hefur einnig haft samband við Sæmund. Geta má þess að þessi maður hefur unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir KA og á síst skilið aðkast. Blað KÁ er í undirbúningi og svo mikið er víst að við erum komnir með eina góða grein í blaðið, sem er lítið sýnishorn af því hvemig menn eigi ekki að vinna fyrir KA, en það er grein Sæmundar. Hann vitnar m.a. í Tómas Steingrímsson og Helga Schiöth en ég er viss um að hvor- ugur þessara manna hefði nokk- urntíma skrifað grein af þessu tagi um KA. — Við í knattspymudeildinni vonumst til þess að Sæmundur hætti núniðurrifsstarfi og taki upp aðrar aðferðir. Til dæmis gæti KA-klúbburinn aðstoðað suma við að fá húsnæði fyrir leikmenn 1. deildar í Reykjavik vegna funda fyrir leiki svo og akstur innan borgarinnar. KA- klúbburinn hefur þegar stutt okkur vel og dyggitega og ég held að við ættum að snúa okkur að öðru en rífast á ritvellinum. — á.þ. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.