Dagur - 18.04.1979, Page 4

Dagur - 18.04.1979, Page 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ftitstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími augiýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaöamaöur: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr : JOHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Við sumarkomu Þegar litið er um öxl við þau árs- tíðaskipti, sem nú fara í hönd, og sumri er fagnað, verður margt of- arlega í huga. Óvenjulega mikið fannfergi sunnanlands hefur vald- ið erfiðleikum, frosthörkur á miðj- um vetri hafa verið meiri en oftast áður frostið gengið dýpra í snjó- létta jörð á Norðurlandi, en á und- anförnum áratugum. Hafís truflaði bæði samgöngur og þó einkum sjósókn fyrir Norðurlandi, en varð hvergi samfrosinn og því breyti- legur frá degi til dags. Hafís og djúpfrosin jörð létta undir hrak- spár um grasleysi í sumar. En fiskimiðin hafa verið gjöful á vetrarvertíð. Hér við Norðurland hefur þorskgengd aukist ár frá ári og stórfiskur aukist í aflanum. Mátti heita, að um mokafla væri að ræða síðustu vikurnar áður en hafísinn torveldaði bátum neta- veiði. Allar sjávarvörur seljast fyrir hagstætt verð á erlendum mörk- uðum, atvinna hefur verið mikil og jöfn, svo að segja um land allt á liðnum vetri, peningaveltan er því mikil og Iffskjör almennings hafa sjaldan verið betri. Verulega er hamlað gegn verðbólgu, en þó skorti samkomulag innan stjórn- arflokkanna um raunhæfari að- gerðir. Skuggi óðaverðbólgu ógnar því enn sem fyrr öllu efnahagslífi þjóðarinnar. Allir sjá þetta og við- urkenna, enda hver maður vitni að þeim endaskiptum á viðteknu við- skiptasiðgæði, sem átt hafa sér stað hér á landi á síðustu árum og meiri eignatilfærslu í þjóðfélaginu af hennar völdum, en dæmi eru um áður í sögunní. Um þetta eru flestir fúsir að bera vitni, enda auðveldast, en herkvaðning til að ráðast gegn þessum óvini, hefur ekki mikill árangur borið og sjálf- boðaliðar eru ekki í sjónmáli. Á stjórnmálasviðinu hefur ríkt stöðug spenna, allt frá síðustu al- þingiskosningum til þessa dags. Óreyndir alþingismenn, sumir með innihaldslitla fortíð, hafa „stolið senunni“ til skiptis á sjálfu Alþingi, sett fram dagsetta úr- slitakosti um eitt og annað, svo samstarf ríkisstjórnarinnar hefur hvað eftir annað verið í hættu. Óvenjulegir forystuhætileikar eins manns og jafnframt kjölfesta á sömu hendi, hafa til þessa reynst þjóðinni giftudrjúgir í óvenjuleg- um sviptivindum íslenskra stjórn- mála. Þrátt fyrir allt tal um efna- hagsvanda og annan vanda, býr þjóðin við nokkurn hagvöxt og vaknar þá sú spurning, hvort það sé ekki öðru fremur stjórnmála- vandi, jafnvel stjórnmálakreppa, sem við búum við og þurfum að ráða bót á. Gleðilegt sumar. Eigum nokkrar íbúðir óseldar í einnar hæðar raðhúsí við Arnasíðu 27. Geta verið með eða án bílskúrs. Upplýsingar í símum 23382 eða 21481. Trésmíðaverkstæði Jóns Gíslasonar hf. Framsóknarfélag Húsavíkur boðar til almenns stjórnmálafundar í félagsheimili Húsavíkur sunnudaginn 22. apríl kl. 16. Steingrímur Hermannsson ráðherra og formaður Framsóknarflokksins mætir á fundinn ásamt þing- mönnum flokksins í kjördæminu. Fjölmennið Stjórnin Folaldakjöt Saltað H. F. Eimskipafélag íslands AÐALFUNDUR Aðalfundur H.f. Eimskipafélags fslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík miðvikudaginn 23. maí 1979 kl. 13.30. Dagskrá: I. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins samkvæmt 15. grein samþykktanna. 3. önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hlut- höfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins, Reykjavík, 16-21. maí. Reykjavík, 31. mars 1979 Stjórnin Viljum ráða nú þegar ötulan mann til starfa við skipaafgreiðslu vora á Oddeyrartanga. Upplýsingar gefur Jón Samúelsson forstöðumaí skipaafgreiðslunnar. Kaupfélag Eyfirðinga. Stúlkur óskast til afgreiðslustarfa (vaktavinna) í biðskýli S.V.A. Sími24425. Viljum ráða aðstoðarmanneskju á tannlæknastofuna Glerárgötu 20. Upplýsingar á staðnum. Hörður Þórleifsson tannlæknir, Ingvi Jón Einarsson tannlæknir. Óskað eftir framtíðarstarfi Þrítugur fjöldskyldumaður óskar eftir framtíðar- starfi, þokkalega launuðu. Hef annað stig sjó- mannaskólans í Reykjavík. Heiti reglusemi og stundvísi. Þeir sem hug hafa á að ráða sér starfskraft leggi tilboð inn á afgreiðslu DAGS merkt „framtíð 1979“ fyrir 1. maí n.k. Akureyri nærsveitir Píanóstillingar. Tekið á móti pöntunum í síi 24163. Ottó Ryel. Hótel Húsavík auglýsir Fiðlarinn á þakinu er sýndur á Húsavík um þess mundir. Við gefum hópum sérstakan afslátt á fæ og gistingu í tengslum við sýningarnar Verið velkomin Gleðilegt sum EFNAVERKSMIÐJAN SJOFN - AKUREYRI - SIMAR (96) 21400 & 21165 UR POLYURETAN. Allar stærðir og gerðir Sérstaklega vönduð framleiðsla. Sníðum eftir máli. Getum einnig afgreitt rúmdýnur með veri. Svampdynurnar laga sig fullkomlega eftir líkamsbyggingu ABYRGÐ TEKIN A ALLRI FRAMLEIÐSLU — LEITIÐ UPPLYSINGA UM VERÐ OG GÆÐI 4.DAGUR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.