Dagur - 26.06.1979, Blaðsíða 5

Dagur - 26.06.1979, Blaðsíða 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstotur Tryggvabraut 12. Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábmERLINGUR DAViÐSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Árás og nauðvörn Farmannaverkfallið, varð þjóðinni mikil áminning og af því beið þjóðfélagið, fyrirtæki og einstak- lingar verulegan skaða. Aðilar vinnumarkaðarins, sem hér áttu hlut að máli, voru þess ekki megnugir að leysa deiluna með friðsamlegum hætti. Farmenn efndu til þessarar deilu með kaupkröfum, sem þeir síðan fylgdu eftir með verkfalli. Eftir tveggja mánaða þóf voru deiluaðilar ekki nær samninga- takmarkinu en í upphafi. Virtist þrákelkni deiluaðila eiga sér lítil takmörk eða engin og þegar svo er komið á vinnumarkaðnum, er um að ræða árás á þjóðfélagið og einnig á þá einstaklinga sem við lakari kjör búa. Þjóðin hafði enga samúð með flugmönnum eða flugumferðarstjórum í þeirra vinnudeilum, ekki heldur með mjólkurfræðingum, sem nú fá umtalsverðar kauphækkanir í vasann. Þjóðin hefur einnig frem- ur litla samúð með farmönnum eins og ástatt er í þjóðfélaginu. Þeir vinna að vísu vel til launa sinna, ekki síður en margir aðrir starfshópar eða stéttir fólks til sjós og lands og það er auðvelt að segja sem svo, að ekki sé þeim ofurlítil launahækkun of góð. En þegar litið er til þjóðarbúsins í heild, stöðu atvinnuveganna, verðlagsmálanna í þessu landi og viðskiptakjaranna og hins vegar þau markmið, sem stjórnvöld keppa að í baráttunni við verð- bólguna, eru hvers konar kaup- hækkanir sæmilega vel launaðra stétta, bein árás á lífskjör annarra og því varð að spyrna við fótum. Þjóðin hefur orðið fyrir tveimur þungum áföllum á þessu ári. Harðindin voru þau mestu í ára- tugi, hafa orðið bændum og sjó- mönnum þung í skauti og við- skiptakjörin einnig og vegur hækkun olíuverðs þyngst á þeim vettvangi. Til marks um olíuverð er talið, miðað við verðlag maí-júní, að þjóðin verði að greiða fyrir hana hátt í 70 milljarða króna í stað 24-25 milljarða. Þennan skatt er óhjákvæmilegt að greiða að óbreyttu, þótt tiltækum ráðum verði beitt til að létta þessa byrði. En þessi eini liður sker úr um það, að kauphækkanir hér á landi eru hrein fásinna, að því einu undan- skildu, að auka mætti kaupmátt hinna lægst launuðu, ef fjármagn til þess væri tekið af þeim sem betur mega. Nauðvörn þjóðfélagsins við hinum ábyrgu kaupkröfum, sem komið hefði af stað skriðu kaup- hækkana hjá öðrum starfsstétt- um, voru bráðabirgðalögin, sem hjuggu á hnútinn og allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar stóðu að og for- maður stærsta stjórnmálaflokks- ins, studdi. ALDARAFMÆLI ÞINGEYRA- KIRKJU I HÚNAÞINGI Haukur Harðarson skrifar frá London Á lögreglan að bera skotvopn? Undanfama mánuði hafa miklar umræður átt sér stað hér í landi um það, hvort Lundúnalögreglan skuli bera skotvopn og hafa heimild til að beita þeim í viður- eign við afbrotalýð borgarinnar. Þar sem eitt vinsælasta vopn af- brotamannanna er hlaupstytt haglabyssa, sem er sérstaklega áhrifamikið vopn, verður brýnt að svara þessarri spumingu. Skömmu fyrir jólin var inn- brotsþjófur, vopnaður slíkri byssu, skotinn til bana af lög- regluþjóni, sem hann ógnaði með byssunni. Þessi atburður olli miklu fjaðrafoki og ekkja mannsins og bróðir svöruðu spumingum fréttamanna sjón- varps á þá leið, að á áhorfanda hlutu að renna tvær grímur um það, hvort upphafsaðili þessa at- burðar var þjófurinn eða lög- regluþjónninn, sem stóð hann að verki. Lögregluþjónninn var sýknað- ur af manndrápi fyrir rétti í sl. mánuði. Hliðstæður atburður átti sér stað fyrir skömmu, þegar lögregl- an skaut til bana 18 ára ungling, sem efnt hafði til uppþots á öld- urhúsi, tekið einn gestanna sem gísl og kveikt að lokum í bygg- ingunni. Þessi unglingur var einnig vopnaður afsagaðri byssu, sem hann skaut úr á lögreglu- þjónana, sem höfðu umkringt bygginguna, þegar hann reyndi að brjótast út úr byggingunni, með því að skjóta sér leið gegnum umsáturshópinn, var hann skot- inn til bana, en hafði áður sært einn lögregluþjóninn. Atburðir af þessu tagi hljóta áhjákvæmilega að vekja þá spumingu, hvemig nútíma þjóð- félagi beri að bregðast við nútíma afbrotamönnum. Það verður að teljast fullkomið ábyrgðarleysi af lögregluyfirvöldum, að senda vopnlausa lögregluþjóna gegn afbrotamönnum vopnuðum byssum. Jafnframt hljótum við að hafa samúð með þeim, sem leið- ast út á afbrotabrautina og leggja allt kapp á að grafast fyrir um orsakir þess. Enn hvert skal leita orsakanna og hvemig skal bregðast við vopnuðum afbrotamönnum? Hvað líður síðari hluta spurn- ingarinnar er hér komið að spumingunni um hverjir skuli stjórna í nútímaþjóðfélagi. Á sá, sem brýtur lög síns samfélags að bera ábyrgð á því með lífi sínu ef hann ógnar lífi annarra, sem falið hefur verið að framfylgja lögum, eða á hann að komast upp með lögbrot sitt á þeim forsendum að hann hafi með hjálp ólöglegra vopna verið sterkari aðilinn? Eftir að hafa velt þessarri spurningu fyrir mér verð ég að viðurkenna, að ég sé ekki að hægt sé að gefast upp við löggæslu án þess að þjóðskipulagið riði til falls og við taki lög frumskógarins. Af þeim sökum hlýtur lögreglan að þurfa að beita hliðstæðum; með- ölum í störfum sínum og afbrota- menn beita við lögbrot. Afleið- ingin verður óhjákvæmilega sú, að af og til eiga sér stað hörmu- legir atburðir á borð við þá, sem ég minntist á í byrjun þessarrar greinar. Þessum orðum til stuðn- ings minni ég á réttarfar þjóð- veldisaldar á Islandi, þar sem Al- þingi dæmdi menn seka, en framkvæmdavald skorti til að framfylgja þeim dómi. Eðlilegt áframhald varð svo það, að vinir og venslamenn tóku að sér að framfylgja dómum og afleiðingin varð keðjuverkandi manndráp þar sem stöðugt þurfti að hefna nýrra og nýrra harma. Tilkoma framkvæmdavaldsins í kjölfar löggjafar- og dómsvalds- ins var þróun fram á við og sé .því ekki beitt af fullri einurð vérður (Framhald á bls. 7). prestakalls og þjónaði kirkjunni lengur en nokkur annar prestur eða í 45 ár. Kona hans, frú Ólína Benediktsdóttir, gegndi organ- istastörfum við kirkjuna um nokkurt skeið. Frú Hulda Á. Stefánsdóttir, fyrrv. skólastýra Kvennaskólans á Blönduósi, bjó ásamt manni sínum, Jóni S. Pálmasyni, á Þing- eyrum um árabil. Var hún org- anisti kirkjunnar um kirkjunnar um langt skeið, auk þess sem hún hefir lagt kirkjunni lið, á ýmsan hátt á liðnum áratugum. Voru henni ásamt framangreindum þökkuð ágæt störf í þágu kirkj- unnar. Sr. Guðmundur Þorsteinsson frá Steinnesi, sóknarprestur í Ár- bæjarprestakalli í Reykjavík, flutti erindi um kirkju og klaustur á Þingeyrum, en Jón biskup Ög- mundarson á Hólum, stofnaði þar fyrsta íslenska klaustrið, er stóð frá árinu 1133 til 1551. Var það af reglu Benedikts frá Nursia. Stóð bókleg iðja þar lengi með miklum blóma. Varð þar til sá arfur íslenskrar menningar, sagnaritunar, sem um aldir hefir varpað skærustum ljóma yfir land og þjóð. Kveðjur og árnaðaróskir fluttu sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, prófast- ur, frú Hulda Á. Stefánsdóttir, og sr. Sigurður Pálsson, vígslu- biskup. Auk þess bárust kveðjur og árnaðaróskir frá skagfirskum prestum og fyrrv. prófasti sr. Þorsteini B. Gíslasyni og konu hans en þau sáu sér eigi fært að sækja hátíðina. M.a. er sóttu þessi hátíðahöld var sonarsonur Ás- geirs Einarssonar, Magnús Jóns- son, bókbindari í Reykjavík, en hann og Ásgeir bróðir hans, er látinn er, höfðu áður fært Þing- eyrakirkju að gjöf forna Biblíu, fagurlega innbundna af Magnúsi. Ólafur Magnússon, hreppstjóri á Sveinsstöðum þakkaði gjafir er kirkjunni höfðu borist í tilefni af- mælis hennar. Sr. Þorsteinn B. Gíslason og kona hans frú Ólína Benediktsdóttir færðu henni róð- urkross á altari, að gjöf. Kristinn Magnússon, fyrrv. verslunarstjóri Gagnger viðgerð hefir nú farið fram á Þingeyrakirkju í Húna- þingi. Kirkjan, sem er aldargömul, reist á árunum 1864-1877, er ein af elstu steinbyggingum landsins. Hún er hlaðin úr íslensku grjóti, er ekið var á ís yfir Hópið, er skaflajámaðir uxar drógu, vestan úr svo kölluðum Ásbjarnarnes- björgum. Aðalhvatamaðurinn að kirkju- byggingunni var Ásgeir Einars- son, bóndi og alþingismaður á Þingeyrum. Kirkjunni var valinn staður á hæð norðvestur við Þingeyrabæinn, þannig að hún sést úr 7 hreppum sýslunnar. Yfirsmiður við kirkjusmíðina var Sverrir Runólfsson, stein- höggvari úr Reykjavík, og telja má nokkuð öruggt, að hann hafi gert uppdrætti að kirkjunni. Inn- réttingar í kirkjuns mun hafa smíðað Þorgrímur Austmann, kunnur kirkjusmiður úr Breiðdal eystra, sem hafði numið erlendis. Við tréverk vann m.a. Friðrik Pétursson, trésmiður en hann málaði kirkjuna að innan. Hann var faðir sr. Friðriks Friðriksson- ar, æskulýðsleiðtogans mikla. Kostnaður við kirkjusmíðina var um 16 þús. kr. Þar af greiddi Ásgeir Einarsson úr eigin vasa 10 þús. kr. í kirkjusjóði voru 6 þús. kr. Til hliðsjónar má benda á, að í fyrstu fjárlögum fslendinga, sem Alþingi samþykkti og tóku yfir árin 1876 og 1877 voru útgjöld áætluð 450 þús. kr. Kirkjan, sem er í rómönskum 'stíl, er með þriggja feta þykkum veggjum, 5 bogagluggum á hvorri hlið og hundrað rúðum í hverjum glugga. Hvelfingin er með 1000 gylltum stjörnum. Margt dýrmætra gripa prýða kirkjuna, svo sem altarisbrík úr alabastri. Er hún talin komin frá Nottingham á Englandi á 15. öld, og einu minjarnar er varðveist hafa frá hinu forna klaustri. Prédikunarstóll í barrokstíl, líklega hollenskur að uppruna með ártalinu 1696. Áttstrendur skímarfontur með himni yfir og þykkri silfurskál. Á honum er ár- talið 1697 og áletrun með nafni Lárusar Gottrups, lögmanns að norðan og vestan og Katrínar konu hans, en hann sat á Þing- eyrum á árunum 1685-1721. Margt annarra dýrmætra gripa prýða kirkjuna fr^fyrri öldum, svo og síðari tímum. Kirkjan var vígð þann 9. sept- ember árið 1877, 15. S.d. e. Trin og framkvæmdi sr. Eirkur Briem, prófastur Húnvetninga vígsluna. Þingeyrakirkja er því liðlega aldargömul, en eigi þótti fært að minnast afmælis hennar fyrr en nú, sakir viðgerðarinnar, er staðið hefir allt til þessa. Sjálf kirkjubyggingin er næsta lítið breytt frá upphaflegri gerð. En nokkrar endurbætur hafa far- ið fram á kirkjunni á undanförn- um 100 árum. Upphaflega var á kirkjunni helluþak og var svo fram undir árið 1960, en þá fauk hluti af hellunum af þakinu í ofsaveðri. Var þak kirkjunnar þá koparlagt. Árið 1966 var steingirðing sett umhverfis kirkjuna og kirkju- garðinn. Drýgsta þáttinn í þeirri framkvæmd átti Ölafur Jónsson frá Brekku í Þingi, en hann lagði fram mikið fé til framkvæmdar- innar. Ólafur fluttist ungur til Vesturheims og býr nú í hárri elli í borginni San Fransiskó i Banda- ríkjunum. Nú hefir kirkjan verið máluð öll að innan, og loft einangrað. Einnig hefir rafmagnshitun verið sett upp í kirkjunni. Auk þess hefir upphaflegum ljósahjálmum verið komið fyrir á sinn fyrri stað og Ijósaskildir hreinsaðir og fægðir. Var Guðrún Jónsdóttir, arki- tekt ráðin til þess, að hafa umsjón með verkinu. Naut hún m.a. að- stoðar þjóðminjavarðar Þórs Magnússonar. Hlaut kirkjan nokkurn styrk úr Þjóðhátíðar- sjóði og Húsfriðunarsjóði til verksins. Að viðgerðinni unnu m.a. Sig- urður Snorrason, málarameistari frá Stóru-Gröf í Skagafirði, Hall- grímur Hansson, trésmiður úr Reykjavík og Gestur Guð- mundsson, rafvirkjameistari á Blönduósi. Auk þess annaðist trésmiðjan Stígandi á Blönduósi smíði á tréverki að hluta. Hátíðarguðsþjónusta fór fram í tilefni aldarafmælis kirkjunnar þann 10. júní s.l., er hófst með skrúðgöngu presta og sóknar- nefndar til kirkjunnar. Biskup fs- lands, herra Sigurbjörn Einars- öllum kirkjugestum til kaffisam- sætis. Sóknarpresturinn, sr. Árni Sig- urðsson, flutti ávarp og minntist m.a. Ásgeirs Einarssonar, bónda og alþm. á Þingeyrum, er var frumkvöðull og aðalhvatamaður að kirkjubyggingunni, svo og Þingeyrakirkja. Mynd: Unnar. son, prédikaði en sóknarprestur- inn sr. Ámi Sigurðsson, þjónaði fyrir altari, ásamt sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni, prófasti á Skaga- strönd og sr. Hjálmari Jónssyni á Bólstað. Kirkjukór Þingeyra- kirkju söng undir stjórn Sigrúnar Grímsdóttur, organista. Að guðsþjónustunni lokinni, flutti Guðrún Jónsdóttir, arkitekt erindi um Þingeyrakirkju. Gat hún að nokkru byggingarsögu kirkjunnar og þeirrar lagfæring- ar, er fram hefir farið undanfarið. Síðan fór fram hátíðarsam- koma í Flóðvangi, þar sem sókn- arnefnd Þingeyrasóknar, bauð þeirra, er komið hafa mest við sögu hennar á s.l. 100 árum. Svo sem Jóns S. Pálmasonar, er var kirkjuhaldari og annaðist kirkj- una um 60 ára skeið og dvaldi jafnlengi á Þingeyrum. Hann lést árið 1976. Bændaöldungurinn Sigurður Erlendsson, á Stóru-Giljá var meðhjálpari kirkjunnar í 53 ár, og nær jafnlengi í sóknarnefnd, en hann er nú á 93. aldursári og var þrátt fyrir háan aldur viðstaddur afmælishátíðina. Sr. Þorsteinn B. Gíslason, fyrrv. prófastur í Steinnesi, vígðist ungur til Þingeyraklausturs- á Kleifum og kona hans frú Ingi- leif Sæmundsdóttir, færðu kirkj- unni að gjöf ljósprentun af Guð- brandsbiblíu, en á hana er ritað: Gjöf til Þingeyrakirkju, til minningar um hjónin frá Ægis- síðu á Vatnsnesi, Sigurlaugu Guðmundsdóttur f. 30. sept. 1853, d. 30. apríl 1927 og Magnús Kristinsson f. 22. sept. 1853, d. 3. okt. 1925 og syni þeirra Guð- mund, Ásgeir, Björn. Magnús og Sigþór. 9. september 1978 Ingileif Sæmundsdóttir og Kristinn Magnússon, Kleifum. Þess má geta, að hjónin Magn- ús Kristinsson og Sigurlaug Guð- mundsdóttir voru bæði fædd í Þingeyrasókn. Magnús á Hóla- baki en Sigurlaug á Refsteins- stöðum og alin þar upp og í Enn- iskoti í sömu sveit. Þau dvöldu bæði um skeið á Geirastöðum og á Þingeyrum. Þau voru bæði fermd í Ólsenskirkju, en gift í kirkju Ásgeirs á Þingeyrum. Á árunum 1864 - 1865 vann Magn- ús, ásamt fleiri sóknarmönnum við grjótflutning til Þingeyra- kirkju. Þá afhentu systkinin Ingibjörg Lovísa Guðmundsdóttir, Stóra- gerði 26, Reykjavík og Jón Sig- urður Guðmundsson, en hann er búsettur í Bandaríkjunum, minn- ingarsjóð um móður þeirra Jór- unni Loftsdóttur, er dvaldi um skeið á Þingeyrum, en hún var fædd 25. október 1897 að Miðhóli íJSIéttuhlíð í Skagafirði, dáin 26. maí 1975 í Reykjavík. En hún hefði orðið 80 ára á afmælisári kirkjunnar. Þau systkinin eru bæði fædd á Þingeyrum og skírð í Þingeyrakirkju. „Sjóðurinn er stofnaður í þeim tilgangi, að að- stoða við viðhald kirkjunnar á Þingeyrum í Austur-Húnavatns- sýslu, svo og umhverfi kirkjunn- ar, svo framarlega, sem það er í eigu kirkjunnar," eins og segir í stofnskrá sjóðsins. Stofnfé sjóðs- ins er kr. 400 þúsund. Kvenfélag Sveinsstaðahrepps gaf 6 kirkjustóla í kór, til notkun- ar m.a. við fermingarathafnir. Sigurður Erlendsson á Stóru- Giljá færði kr. 500 þús. til við- halds kirkjunni. Guðrún Jónsdóttir arkitekt, sem alin er upp á Þingeyrum, gaf kirkjunni alla vinnu sína við kirkjuna. Kvenfélagskonur í Sveins- staðahreppi, er sáu um veitingar gáfu andvirði þeirra. Margar aðrar gjafir bárust kirkjunni í munum, peningum svo og áheitum. Öllum þeim er hér áttu hlut að máli voru fluttar þakkir. Á þessum hundrað árum hafa sex prestar þjónað Þingeyrakirkju en þeir eru: sr. Eiríkur Briem, sr. Hjörleifur Einarsson, sr. Þorvald- ur Ásgeirsson, sr. Bjarni Pálsson, sr. Þorsteinn B. Gíslason og nú- verandi sóknarprestur sr. Árni Sigurðsson. í sóknamefnd Þingeyrasóknar eru: Ólafur Magnússon, bóndi og hreppstjóri á Sveinsstöðum, for- maður, frú Guðrún Vilmundar- dóttir í Steinnesi og Erlendur Ey- steinsson, bóndi á Stóru-Giljá, gjaldkeri, en hann er jafnframt meðhjálpari. Hátíðarhöldin fóru fram í ágætu veðri og sóttu þau auk safnaðarfólks, fólk víða að úr Húnaþingi, svo og lengra að. Þór að komast á toppinn Þór: 1 — Selfoss: O Á föstudagskvöldið léku á Þórsvelli Þór og Selfoss í annarri deild í knattspyrnu. Selfyssingar byrjuðu mótið vel og var því búist við að þeir yrðu Þórsurunum skeinu- hættir. Það fór þó ekki, því Þór vann verðskuldaðan sig- ur í þessum leik, gerði eitt mark gegn engu, og hefði sá sigur getað verið stærri. Selfyssingar kusu að leika undan golunni í fyrri hálfleik, og áttu nokkuð meira í leiknum fyrstu mínúturnar. Þórsarar náðu smám saman tökum á leiknum og áttu nokkur góð skyndiupphlaup. Einu sinni björguðu Selfyssingar á línu eftir skot frá Jóni Lárussyni. í fyrri hálfleik tókst hvorugu liðinu að skora en meiri hluti leiksins fór fram á miðju vall- arins og sóknarlotur Þórsara voru þó mun hættulegri. Þórsarar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og sóttu mun meir án þess þó að koma boltanum í netið. Tvívegis bjargaði markvörð- ur Selfyssinga naumlega og þegar um það bil 10 mín. voru eftir af leiknum skoraði Guð- mundur Skarphéðinsson eftir góða fyrirgjöf frá Jóni Lárus- syni. Guðmundur er nú orðinn markhæstur Þórsara í deildinni og einnig einn markhæsti leik- maður annarrar deildar það sem af er mótinu. Þórsarar unnu þarna verðskuldaðan sig- ur, eftir slæma byrjun í mótinu, og eru nú komnir í toppbaráttu deildarinnar og halda sér þar vonandi áfram. Góður dómari leiksins var Þóroddur Hjaltalín. Jónsmessumót í lyftingum Á laugardaginn var haldið Jónsmessumót lyftingamanna í íþróttahúsinu í Glerárhverfi. Þrátt fyrir það að góður árangur næðist á mótinu var ekkert nýtt met sett, og verður það að teljast nýlunda á lyftingamóti, en engir hafa verið eins iðnir við að bæta metin en einmitt lyftingamenn. Til stóð að lyftingamenn úr Reykjavík mættu á mótið, en úr því varð þó ekki. Úrslit urðu þau að í 52 kg. flokki sigraði Þórhallur Hjartarson. Hann snaraði 55 kg og jafnhattaði 65, eða samtals 120 kg. f 67,5 kg flokki sigraði Kári Elísson með 105 kg í snörun og 120 kg í jafnhöttun sem gera samtals 225 kg. Haraldur Ólafsson sigraði í 75 kg flokki með 110 í snörun og 142,5 í jafnhöttun eða samtals 252,5 kg. Kristján Falsson sigraði síðan í 90 kg flokki með 120 kg í snörun og 152,5 í jafnhöttun eða samtais 272.5 kg. NAUMT TAP HJÁ K.A. Á sunnudaginn léku i Kefla- vík heimamenn og KA í fyrstu deild í fótbolta. Leikið var á grasvellinum í Keflavík í góðu veðri að viðstöddum um 1000 áhorfendum. Lengi vel leit út fyrir að iiðin myndu skipta með sér stigum í leiknum, en það fór þó ekki því Keflvíkingar sigr- uðu á mjög svo vafasömu marki, gerðu tvö mörk gegn einu. Það var Gunnar Blöndal sem gerði fyrsta mark leiksins þegar um það bil 15 mín. voru af Boðhlaup F.R.I. Á fimmtudagskvöldið komu íþróttamenn á Ráðhústorg með boðhlaupskeflið fræga sem er á leiðinni í kringum landið. Á Vaðlaheiði tóku Akureyr- ingar við keflinu og var það Knútur Ottersted formaður ÍBA sem hljóp fyrsta spölinn. Síðan gekk keflið mann af manni þar til komið var til Ak- ureyrar, en i gegn um miðbæinn hlupu bæjarstjórnarmenn við mikinn fögnuð áhorfenda. Þar lék einnig lúðrasveitin og skátar stóðu með íslenska fánann. Freyr Ófeigsson, forseti bæjar- stjómar, hljóp með keflið um- hverfis Ráðhústorg og skilaði þvf til Birgis Marinóssonar sem sást hverfa með það norður Brekkugötu. Við Lónsbrú tóku sfðan félagar úr UMSE við keflinu og hlupu með það áleiðis til Ólafsfjarðar. Keflið kom siðan til Reykja- vfkur í morgun, þriðjudag. leiknum. Hann lék laglega í gegnum vörn Keflvíkinga og skoraði af öryggi fram hjá Þor- steini Ólafssyni landsliðsmark- manni sem nú fékk á sig sitt fyrsta mark á þessu keppnis- tímabili í fyrstu deild. Keflvíkingar sóttu nú heldur meira eftir þetta án þess þó að skapa sér umtalsverð mark- tækifæri. Seint í fyrri hálfleik var dæmd hornspyrna á KA, og boltinn barst vel fyrir markið og til Einars Ásbjörnssonar sem skoraði og jafnaði fyrir heima- menn við mikinn fögnuð. Kefl- víkingar byrjuðu síðari hálf- leikinn af miklum krafti og sóttu stíft að marki KA. Smám saman fór þó að færast jafnvægi í leikinn og sóknir KA fóru að verða snarpar. Hvorugu liðinu tókst þó að skora jafnvel þótt bæði hafi átt dauðafæri í leikn- um. Þegar 10 mín. voru eftir af leiknum kom fyrir umdeilt at- vik þegar einn framlínumanna Keflvíkinga lagar boltann fyrir sig inni í vítateig KA með hendinni. Allir sáu hvað gerðist bæði áhorfendur og leikmenn og KA vömin hætti og taldi víst að dæmt yrði á brotið en svo var þó ekki og Keflvíkingurinn skoraði án þess að Hreiðar Jónsson dómari sæi neitt athugavert við þetta. Hreiðar Jónsson dómari var því ekki vinsælastur manna í herbúðum KA manna eftir leikinn en jafntefli hefðu verið sanngjörn úrslit eftir gangi leiksins. Úrvalslið eldri Völsunga tapaði Arnór og Helgi léku með Völsungur á Húsavík lék á þriðjudagskvöldið 19. júní gegn úrvalsliði eldri Völs- unga, sem var styrkt af þeim Arnóri Guðjónssen Lokeren og Helga Helgasyni, Víkingi, sem báðir eru gamlir Völs- ungar. Leikurinn átti að vera 17. júní en var frestað. Það var strax á fyrstu mín. leiksins, sem Arnór skoraði fyrsta markið fyrir Úrvalsliðið eftir að Gunnar Straumland hafði hálfvarið skot frá Her- manni Jónassyni en hélt ekki boltanum, svo að Arnór þakk- aði fyrir sig og sendi knöttinn í netið. Eftir markið sóttu Völs- ungar án afláts án þess þó að skora, heldur var það Helgi Helgason sem bætti öðru marki við fyrir Úrvalsliðið og var staðan í hálfleik 2 gegn engu. Fyrstu 15 mín. síðari hálfleiks voru Úrvalsmenn öllu meira með knöttinn, án þess þó að skapa sér umtalsverð tækifæri. Á 20. mín. kom svo fyrsta mark Völsunga. Einar Friðjónsson tók hornspyrnu og Friðrik Jón- asson skallaði í netið. Þetta mark lífgaði upp á leikmenn Völsungs sem sóttu nú stíft upp að marki Úrvalsins og það var Einar Friðþjófsson sem breytti stöðunni úr 1-2 í 3-2 fyrir Völs- unga, með tveimur góðum mörkum utan af velli. Það voru svo Sigmundur Hreiðarsson og Bjöm Olgeirsson sem innsigl- uðu sigur Völsunga með tveim- ur mörkum undir lok leiksins. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.