Dagur - 26.06.1979, Blaðsíða 7
f kvöld og næstu kvöld sýnir
Borgarbíó kvikmyndina Villi-
gæsirnar, sem sýnd hefur
verið í Reykjavík að undan-
förnu við miklar vinsældir.
Með helstu hlutverk fara:
Richard Burton, Roger Moore,
Richard Harris og Hardy
Kruger. Kvikmyndin fjallar
um hóp manna, sem fær það
verkefnl að frelsa Limbani
forseta í einu af ríkjum mið-
Afríku, en honum hefur verið
steypt af stóli og er í haldi í
Uganda.
— Á lögreglan
(Framhald af bls. 5).
afleiðingin sú, að einstaklingur-
inn tekur á ný að sér framkvæmd
laga og réttar eftir eigin höfði.
Sagan kennir okkur hvert áfram-
haldið muni verða.
Þá er komið að síðari hluta
spurningarinnar hér á undan.
Hvemig stendur á vaxandi of-
beldishneigð manna?
Eflaust eru ástæðurnar marg-
víslegar og engin ein skýring al-
gild. Hér í Bretlandi vex þeirri
skoðun fiskur um hrygg, að sí-
endurteknar sýningar kvikmynda
og síðar sjónvarps á ofbeldis-
verkum, í mörgum tilfellum án
þess að afleiðingar þeirra séu
jafnframt sýndar á raunhæfann
hátt, eigi sér hér nokkra sök. I
beinu framhaldi af skoðana-
könnun framkvæmdri hér nýver-
ið, hefur breska ríkissjónvarpið
ákveðið að herða eftirlit með
sýningum á ofbeldisverkum (og
djörfum kynferðissenum) og við-
urkennt með því á óbeinan hátt,
hugsanlega séu tengsl milli
raunverulegra afbrota og leikinna
eftirlíkinga þeirra.
Það skyldi þó ekki vera, að
unglingurinn, sem ég minntist á
hér á undan, hafi, þegar hann
braust skjótandi út úr brennandi
húsi, verið að leika eftir hetjuverk
uppáhaldskúrekans síns? Upp-
áhaldskúrekinn kemst óskotinn
frá slíkri hetjudáð og það vissi
unglingurinn, þótt hann gerði sér
ekki grein fyrir mismuninum á
púðurskoti og alvörukúlu. Hér
verður jafnframt að hafa í huga,
hversu menntun og þekking
stendur á lágu stigi meðal úti-
gangslýðs stórborga Bretlands.
Flókin vandamál á borð við
orsakir afbrota verða aldrei skýrð
að fullu með einfaldri skýringu.
Ofbeldisverk hafa fylgt mann-
skepnunni frá upphafi vega.
Meðölin til að framfylgja ofbeld-
isverkunum hafa hins vegar tekið
breytingum í tímanna rás í sam-
ræmi við tækniþróun aldanna.
Skopmyndir nútímans af stein-
aldarmönnum sýna karlmanninn
draga konuna á hárinu í helli
sinn. Þessar myndir sýna karl-
manninn alla jafna vopnaðann
kylfu, eins og til að undirstrika
enn frekar að hann sé sterkari
aðilinn.
Kannske sýna þessar skop-
myndir okkur ofbeldisverk
mannkynsins í hnotskurn?
Án þess að ég hafi áhuga fyrir
að felia áfellisdóm fyrir fjölmiðl-
um á borð við sjónvarp kemst ég
ekki frá því að minna á gamalt
íslenskt (og eflaust alþjóðlegt)
spakmæli sem segir:
„Af því læra börnin, sem fyrir
þeim er haft“
Haukur Harðarson
frá Svartárkoti.
Vinnuvélar
Til leigu í stærri og smærri verk. Ýtur T. D. 15 C og
T. D. 8 B. Beltagröfur: Mustang 120, Mustang 108
og Bröyt X2.
RAFN HELGASON, sími um Grund.
Golfkennsla
Þorvaldur Ásgeirsson golfkennari mun kenna golf
á Jaðarsvelli dagana 29. júní til 3. júlí n.k. Verð
kennslustundar er kr. 2.200 og geta tveir verið
saman í tíma.
Væntanlegir þátttakendur láti skrá sig í Sportvöru-
og hljóðfæraversluninni, Ráðhústorgi 5, Akureyri í
síma 23510. Byrjendur eru sérstaklega hvattir til aó
sækja kennsluna.
Stjórn G.A.
AKUREYRARBÆR
Útboð
Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum í lagningu
12. áfanga dreifikerfis (iðnaðar- og nýbyggingar-
hverfi vestan Hörgárbrautar).
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu
Akureyrar, Hafnarstræti 88b, frá og meö föstudeg-
inum 29. júlí 1979 gegn 50.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð föstudaginn 6. júlí í fundarsal
bæjarráðs, Geislagötu 9, kl. 11 f.h.
Hitaveita Akureyrar
AKUREYRARBÆR
Félagsstarf aldraðra
Farið verður í dagsferð um Austur-Húnavatnssýslu
fimmtudaginn 5. júlí n.k.
Brottför frá Ferðaskrifstofunni kl. 9.00 og komió
verður til Akureyrar um kl. 17.00.
Veitingar verða á Blönduósi en auk þess eru þátt-
takendur beðnir að hafa með sér nesti.
Þátttökugjald er kr. 3.000,-
Þátttaka tilkynnist í síma 25880, Félagsmálastofn-
un, kl. 9-12 fyrir miðvikudaginn 4. júlí.
Félagsmálastofnun Akureyrar
Starfsmenn óskast
á smurstöð Þórshamars. Upplýsingar gefur Stefán
Sigurbjörnsson í síma 22700.
Þórshamar hf.
Blaðburðarbarn
óskast á eyrina.
Upplýsingar á afgreiðslunni sími 24167
Dagur
Sölumaður óskast
Sölumaður óskast. Hentar vel sem aukastarf. Með
umsóknir, sem leggist inn á afgreiðslu DAGS
merktar ,,Sölumaður“, verður farið sem trúnaðar-
mál. Umsóknarfrestur er til 3. júlí n.k.
Óskum að ráða
verkstjóra
við steypustöð okkar strax. Framtíðarstarf fyrir
áreiðanlegan mann.
Möl og sandur hf.
sími21255
Frá Dalvíkurskóla
Framhaldsnám að loknum grunnskóla. Skólaáriö
1979-1980 verða starfræktar þessar deildir ef næg
þátttaka fæst:
Viðskiptabraut 1. námsár.
Uppeldisbraut og heilsugæslubraut 1. námsár.
Annar áfangi iðnnáms (gert ráó fyrir að kennsla
hefjist eftir áramót).
Umsóknarfrestur um áðurnefndar brautir farm-
lengist til 30. júní.
Skólastjóri
LJÓSMÆÐUR
Norðurlands- og Austurlandsdeild Ljósmæðrafélags islands halda sameiginlegan fund
að Þingvallastræti 14, Akureyri, laugardaginn 30. júní kl. 14.00. A fundinn mæta Steinunn
Finnbogadóttir formaður Ljósmæðrafélags íslands og Baldur Kristjánsson frá B.S.R.B.
Nefndln.
KAUPENDUR, AUGLYSENDUR!
Vegna sumarleyfa starfsfólks kemur út eitt blaö í viku. — Auglýsendur, skilafrestur
auglýsinga fyrir þriðjudagsblað er kl. 19 á mánudögum.
Bændur
Kaupfélög
Eigum fyrirliggjandi eftirtaldar stærðir af
CONTINENTAL hjólbörðum á dráttarvélar
og heyvinnuvélar.
300x4
400x4
350x6
400x8
400x8
400x15
600x16
650x16
2 pr. 750x16 6 pr.
2 pr. 1.00x15 8 pr.
2 pr. 1.150x15 8 pr.
2 pr. 600x9 12 pr.
4 pr. 700x12 12 pr.
6 pr. 11x28 6 pr.
6 pr. 12x28 6 pr.
6 pr. 13x28 6 pr.
122997 og 21400 m
i^VElADEILD
Hlffið bæði
Ijósum og
iakki.
Hlífðargrindur á allflestar tegundir bifreiða
Sigurður Sigfússon
Einholti 16 g, sími 24845.
DAGUR.7