Dagur - 02.10.1979, Síða 5
Olgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Tryggvabraut 12. Akureyri
Ritstjórnarsimar: 24166 og 23207
Simi auglýsinga og afgreiðslu: 24167
Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON
Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON
Augl og afgr : JÖHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Bjornssonar hf
Mannréttindi
og kosningaréttur
Nú eru liðin 20 ár frá því að síðasta
kjördæmabreyting öðlaðist gildi.
Á þessu tímabili hafa átt sér stað
miklir fólksflutningar milli lands-
hluta — íbúum við Faxaflóa fjölg-
ar stöðugt á kostnað annarra
byggða. í kjölfar búsetubreyting-
arinnar eru teknar upp aðrar lífs-
venjur, en landsmenn hafa áður
tamið sér og því leiðir að viðhorfin
breytast.
Borgarlífið hefur haft þau áhrif á
suma íbúa Reykjavíkur og ná-
grennis að þeir hafa fjarlægst
landið — ræturnar hafa slitnað frá
landinu í þess orðs fyllstu merk-
ingu. Það er engu líkara, en hluti
þjóðarinnar hafi misst áttaskyn,
gerir sér ekki lengur grein fyrir
einföldum hlutum. Því er t.a.m.
haldið blákalt fram af sumum að
atvinnuvegirnir séu baggi á þjóð-
inni. Fjarstæður af þessu tagi
heyrast næstum daglega. Spurn-
ingin er því þessi: Eru þetta tíma-
bundnir fylgifiskar ört vaxandi
byggðar sem hún sigrast á?
Margt bendir til að harðnandi
átök séu á næsta leiti milli höfuð-
borgarsvæðisins annars vegar og
landsbyggðarinnar hins vegar.
Miklar kröfur eru uppi um að
fjölga kjörnum þingmönnum á
þéttbýlissvæðunum syðra. Þessar
kröfur eru frambornar undir kjör-
orðinu: Full mannréttindi. Og hver
vill ekki auka mannréttindi þjóð-
arinnar — jafna kjörin og lífsað-
stöðuna — a.m.k. í orði kveðnu.
Vonandi hefur þjóðin ekki gleymt
því, sem henni ver lofað fyrir síð-
ustu kosningar og áttað sig enn á
hvernig efndirnar hafa orðið.
Vissulega er jöfnun kosningar-
réttar mannréttindi og ekkert
óeðlilegt við það að uppi séu óskir
og jafnvel kröfur um úrbætur í því
efni. Á sama hátt hlýtur það að
vera eðlilegt að íbúar lands-
byggðarinnar geri kröfur til þess
að þeirra mannréttindi séu aukin,
lífsaðstaðan sé jöfnuð og bætt. Þó
vægi atkvæðis hvers og eins sér
minna á höfuðborgarsvæðinu en í
öðrum kjördælmum segir það lítið
um hvar mannréttindi séu minnst
á landinu. Ef öll atriði sem máli
skipta séu tekin til greina og þau
metin og vegin af réttsýni er hætt
við að niðurstaðan yrði sú að öll
byggðarlögin í landinu hefðu
fremur ástæðu til að krefjast auk-
inna mannréttinda, en íbúar höf-
uðborgarsvæðisins.
Samanburður á allri lífsaðstöðu
sýnir þetta glöggt, enda sækir
fólkið til Reykjavíkur, og það eitt
segir sína sögu. Því getur það
verið álitamál hvort aukin kosn-
ingaréttur fyrir höfuðborgarsvæð-
ið geti ekki leitt það af sér að að-
stöðumunur vaxi enn frá því sem
hann er. Yrði það í þágu aukinna
mannréttinda í landinu?
Unnið við pökkun f loftþéttar umbúðir. Áður unnu átta manns við pökkun, nú þrfr.
Svona Ifta kaffibaunirnar út, áður en vinnslan hefst. Þær koma beint frá Brasilfu.
ÞRIÐJI HLUTI mannkyns
drekkur það að staðaldri, og það
er sama hvort þú ferð fram í eld-
hús til að fá þér sopa, eða til Ara-
bíu, alltaf er kaffið jafn hressandi.
Vinsælasta sagan um uppruna
kaffisins, er af geitahirðinum,
Kaldi, sem tók eftir skringilegu
háttalagi geita sinna eftir að þær
höfðu étið berin af sígrænu
runnunum, sem uxu villtir í
Kaffa-héraðinu. Kaldi smakkaði
sjálfur á berjunum, og yfir sig
hrifinn af sælukenndum áhrifun-
um, þaut hann af stað til að segja
umheiminum frá uppgötvun
sinni...
Prestastéttin taldi að kaffið
væri vímugjafi og því syndsam-
legt að neyta þess. Voru lagðar
við þungar refsingar, en þrátt
fyrir öll boð og bönn, breiddist
kaffið ört út. Til Evrópu kom það
á 16. og 17. öld og var notað við
trúarathafnir, varð pólitíkst
þrætuepli, stundum var það kall-
að lyf, og til skiptis bannað sem
vímugjafi, eða leyft sem hress-
ingardrykkur.
Eins og öllum má vera Ijóst er
kaffið vanabindandi, og því var
blaðamaður viðþolslaus, er hann
uppgötvaði einn morguninn að
ekkert kaffi var til á ritstjórninni.
Það var því ekki um annað að
ræða en að ganga niður í Kaffi-
brennslu Akureyrar og ná í kaffi,
... og það hressir Bragakaffið;
Kaffiilminn leggur um allt
verksmiðjuhúsið og næsta ná-
grenni, og lagði blaðamaður leið
sína upp á skrifstofu til Þrastar
Sigurðssonar, framkvæmda-
stjóra. „Hann býður ef til vill upp
á kaffisopa." En blaðamaðurinn
er fróðleiksfús, og gat afneitað sér
um kaffið um stund, meðan
Þröstur fræðir hann um helstu
atriði varðandi kaffið.
„Við seldum 909 tonn af kaffi
síðasta ár, og var það um 57% af
allri kaffineyslu fslendinga, og
erum því stærstu framleiðandi
kaffis hér á landi. Reyndar eru
alls fimm aðilar sem fást við
kaffibrennslu, en eins og öllum er
kunnugt um þá erum við stærstir.
Þess má svo geta að árið 1971
vorum við aðeins með 24% af
heildar-kaffisölunni, en upp úr
1976 hófst ævintýrið, þá byrjar
aukningin og hún er nokkuð jöfn,
og nálgast nú 60% markið eins og
ég sagði áðan.
Það kom margt til að þessum
tíma, sem varð okkur til hjálpar.
Fyrst er að nefna það, að þá
byrjuðum við með loftþéttar um-
búðir utan um kaffið, sem hafði
gífurlega mikið að segja, til að
halda kaffinu fersku og góðu
mun lengur en áður. Eins það, að
við héldum okkur við góðar
kaffitegundir, þrátt fyrir óhemju-
hækkanir á hráefninu, og við
stöndum fastir á því að kaffið hjá
okkur sé það besta á markaðnum.
Við kaupum allt okkar kaffi í
.
Svart eins og djöfullinn,
heitt sem helvíti
og sætt eins og ástin
... það er kaffið!
fft ** **<n*rf ^
Heimsókn í
Kaffibrennslu Akureyrar
Þröstur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kaffibrennslu Akurevrar.
„Drekka íslendingar mikið
kaffi?"
„Við höldum því nú oft fram,
en það er byggt á einhverjum
misskilningi. Hér á landi voru
seld 9.08 kíló af kaffi á hvern íbúa
á s.l. ári, sem er mun minna en á
hinum Norðurlöndunum. Heild-
arneysla á kaffi hér á landi hefur
verið um 1500-1700 tonn undan-
farin ár, þetta hleypur svolítið til
eftir verðlaginu að vísu.“
Þegar hér er komið sögu er
kaffiþorsti blaðamanns orðinn
svo mikill, að hann lokkaði Þröst
niður í kaffistofu starfsfólksins,
þar sem þörfinni er svalað. Og
gott var það — alveg nýmalað.
Þeir eru margir sem ekki geta
án kaffisins verið. Napóleon á til
dæmis að hafa sagt; „Það vekur
mig ekkert nema mikið og sterkt
kaffi. Það veitir mér hlýju, and-
ríki og einhvern sérstakan kraft
sem ég ekki finn ella.“
Og víst er það, að þarna á
kaffistofunni veittist okkur nægur
kraftur til að gera gengið um
verksmiðjuna og skoðað hvernig
hráar kaffibaunir verða að fín-
möluðu Braga-kaffi í logagyllt-
um, loftþéttum umbúðum.
Fyrst af öllu eru kaffibaunirnar
brenndar í stórum nýtískulegum
ofni, þaðan fara þær í mölun og
síðan beint í pökkun. Manns-
höndin kemur hvergi við sögu,
fyrr en kaffipökkunum er raðað
ofan í kassa. Kaffið er sogað eftir
leiðslum, svo hvergi kemst þar að
ryk eða önnur óhreinindi.
Það er nokkuð sama hvar þig
rekur að landi, alls staðar skilja
menn þig þegar þú biður um
kaffi, jafnvel þó þú notir bara ís-
lenskuna. Á Norðurlöndunum
heitir það kaffe, nema í Finn-
landi, þar er það kahve. Þjóðverj-
ar bera þér kaffee og Hollending-
ar koffie. í Frakklandi, Portúgal
og Spáni kaupirðu þér café, en á
Italíu færðu þér standandi einn
bolla af caffé. Það er ódýrara
þannig.
Kaffið mun örugglega halda
vinsældum sínum í framtíðinni,
þó að það sé sagt vera seindrep-
andi eitur. Skáldið og heimspek-
ingurinn Voltaire sagði, þegar
honum var bent á að hann drykki
50 bolla á dag, og væri það hæg-
drepandi: „Það hlýtur að vera
satt, því ég ér búinn að drekka
það í 65 ár, og er enn ekki dauð-
ur.“ —G.M.
gegnum NAF í Kaupmannahöfn,
sem eru samtök norrænna sam-
vinnufélaga. Þeir hafa náð mjög
hagstæðum innkaupum, sem við
njótum svo góðs af. Þeir eru með
sína menn í Brasilíu við þetta.“
„Nú eruð þið með tvær teg-
undir af kaffi.“
„Já, við erum með Santos
kaffið líka. Þetta gengur nú
brösulega, en við erum að berjast
við, að verða þarna með betra
kaffi, en það vill nú verða svo að í
þessari dýrtíð kaupir fólk ódýrari
tegundina. Munurinn á Santos
kaffinu og hinu er sá, að sjálfar
kaffibaunirnar eru af annarri
tegund og betri, og þar að auki
betur hreinsaðar."
„Hvað er margt starfsfólk í
Kaffibrennslu Akureyrar?“
„Við erum alls níu hér. Sex í
þessum stóra og fullkonma ofni eru kaffibaunirnar brenndar.
verksmiðjunni og þrennt hér á
skrifstofunni. Þetta er nokkur
fækkun frá því sem áður var,
þegar gömlu umbúðirnar voru
notaðar. Þá voru átta starfsmenn,
sem unnu við pökkun, en nú eru
þeir aðeins þrír. Svo vil ég endi-
lega bæta því við, að það er ekki
síst góðu starfsfólki að þakka, hve
gott kaffið frá okkur er. Það kann
sitt fag,
„Hvernig á að hella upp á
kaffið, þannig að drykkurinn
verði sem bestur?"
„Bestu efnin í kaffinu renna úr
því fyrst, og því fæst besta kaffið
með því móti, að hella litlu vatni
upp á, en bæta síðan heitu vatni
útí. Því lengur sem hellt er upp á
korginn, þeim mun meira dregur
vatnið með sér af vondum bragð-
efnum.“
Slappur leikur
HANDBOLTINN fór af
stað á föstudagskvöldið en þá
mættust á Haustmóti Þór og
KA í meistaraflokki karla.
Margir voru spenntir fyrir
þennan leik að sjá hvernig
þessi lið kæmu undan sumr-
inu, en vitað var að t.d. KA
hafði æft í mest allt sumar.
Þegar liðin gengu í salinn var
Þórsliðið greinilega sterkara
á pappírnum eins og sagt er,
en það er skipað mjög leik-
reyndum mönnum. Kannski
er það líka galli hjá liðinu að
ekki skuli vera meira um
yngingar í liðinu, en hjá KA
eru að koma upp ungir menn
sem eiga framtíðina fyrir sér.
Athygli vakti að Ragnar Þor-
valdsson sem verið hefur aðal-
markmaður Þórs um árabil, var
ekki valinn í þennan leik, en
nokkrir menn munu nú æfa þá
stöðu hjá félaginu. I þessum leik
spilaði Arnar Guðlaugsson ekki
með Þór, en sá um innáskipt-
KA : 28
Þór: 21
ingar, en hjá KA vantaði t.d.
Jóhann Einarsson en hann hef-
ur átt við meiðsl að stríða. Ekk-
ert bólaði á Pálma Pálmasyni í
Þórsliðinu og er ekki vitað hvort
hann verður með í vetur.
Fyrsta mark leiksins gerði
Guðbjörn fyrir KA, en gamla
kempan Sigtryggur jafnaði fyrir
Þór með hörkuskoti. Mest allan
fyrri hálfleikinn var nokkuð
jafnræði með liðunum, en þó
hafði KA alltaf l til 2 marka
forskot. Seint í fyrri hálfleik
náði KA góðum leikkafla og
gerði fjögur mörk í röð og var
þá staðan orðin 12 gegn 7 KA i
vil. Þórsarar réttu þá aðeins úr
kútnum og í hálfleik var staðan
13 gegn ll, og hafði þá m.a.
Benedikt Guðmundsson gert
þrjú mörk. Hann hefur verið við
nám erlendis undanfarin ár, en
afturkoma hans í liðið frískar
mikið upp á sóknina.
Fyrsta mark síðari hálfleiks
gerði Sigurður fyrir Þór og
minnkaði muninn í eitt mark.
Þegar 10 mín. voru af hálf-
leiknum var aftur eins marks
munur 17-16 fyrir KA
Þá kom aftur góður leikkafli
hjá KA og á næstu 10 mín gerðu
KA menn 8 mörk en Þór aðeins
eitt.
Með þessu voru úrslit leiksins
ráðin og þegar flautað var til
leiksloka var staðan 28 gegn 21
KAívil.
Flest mörk Þórs í leiknum
gerði Benedikt eða 6 þar af tvö
úr víti, Sigurður gerði 5 Gunnar
og Sigtryggur 3 hvor Hrafnkell
2, og Ragnar og Jón eitt hver.
Hjá KA skoraði Þorleifur 10
þar af 3 úr víti, Jón Árni 5 Alli 4,
Gunni Gísli 3, tvö úr víti, Guð-
björn og Magnús 2 hver og
Hermann og Guðmundur Lár
eitt hver.
Gauti markmaður hjá KA
varði mjög vel eða 23 skot í
ieiknum og þar af 3 vítarskot.
Einnig var Þorleifur góður og
yngstu mennirnir Guðbjörn og
Magnús komust vel frá leikn-
um. Hjá Þór vörðu markverð-
irnir sæmilega, en bestur útspil-
ara var Baddi. Þá skoraði Siggi
mikið af mörkum, en ætti ekki
að geta gert slík mörk hjá sterk-
um vörnum. I heild var leikur-
inn frekar slappur og verða
þessi lið að leika betur ef þau
ætla að veita bestu liðum ann-
arrar deildar einhverja keppni.
Úr leik KA og Þórs. Mynd: ketill H.
og fótboltinn kveður
ÞEGAR ÞETTA er skrifað
eru úrslit í öllum knatt-
spyrnumótum kunn og
Eyfirskir knattspyrnuáhuga-
menn ekkert yfir sig hrifnir af
frammistöðu sinna manna.
Ef við byrjum á fyrstu deild,
þá hélt KA sæti sínu þar á s.l.
keppnistímabili þá með að-
eins 11 stig. í ár urðu þeir í
næst neðsta sæti með 12 stig
og féllu því niður í aðra deild.
Næsta lið ofan við KA var
með 16 stig, þannig að þeir
voru nokkuð langt frá því að
tolla í deildinni.
KA byrjaði vel í vor og eftir
fyrstu leikina hefðu fæstir trúað
því að þeir yrðu í fallhættu.
Liðið var mun betra en í fyrra,
og kom það best í ljós í leikjun-
um við Þór því nú í sumar vann
KA þá örugglega. í lið KA
bættust þeir Einar Þórhallsson
og Njáll Eiðsson og féllu þeir
vel inn í liðsheildina og voru
fastamenn í liðinu allt sumarið.
Þegar toppklúbbar á Reykja-
víkursvæðinu hafa fallið í aðra
deild á undanförnum árum
hafa dagblöðin oft skrifað um
að fall þeirra hafi verið mikil
óheppni t.d. þegar KR féll með
10 stig, í hitteðfyrra var mikið
skrifað um þá óheppni, en eng-
inn hefur skrifað um að KA hafi
verið óheppið að falla með 12
stig. Það gerðist því í fyrsta sinn
í ár að KA féll úr fyrstu deild í
aðra, en það hafði aldrei komið
fyrir áður, og nú geta Valsmenn
einir státað að því að hafa aldrei
fallið úr fyrstu deild.
Lið Þórs átti ekki góða daga
þetta keppnistímabil. Æfingar-
leikir liðsins í vor gengu illa, og
töpuðust þeir nánast allir. Það
var því erfitt fyrir þá að byrja
deildina með mörg töp á bak-
inu, og kjarni liðsins var þá si-
fellt að breytast. Þeir fengu
nokkra nýja leikmenn til liðs við
sig, en þar hafa þeir sennilega
gert vitleysu. Þeir leikmenn nýir
sem komu voru ekki betri en
þeir sem fyrir voru þannig að
þeir tóku stöður í liðinu af
mönnum sem höfðu leikið þar
undanfarin ár og lauk þessu oft
með óánægju og rótgrónir leik-
menn hættu.
í lok keppnistímabilsins voru
Þórsarar komnir 1 alvarlega
fallhættu í deildinni, en björg-
uðu sér vel með sigri í síðasta
leiknum. Sá leikmaður hjá Þór
sem tvímælalaust kom best úr
leikjunum var Árni Stefánsson,
en hann stjórnaði oftast liðinu
bæði í sókn og vörn, og var yf-
irleitt bestur. Þrátt fyrir að illa
hafi gengið í ár þurfa Þórsarar
ekki að örvænta því þeir eiga
mjög góðan annan flokk og
leikmennirnir keppast um sæti í
aðaliiðinu.
Fæstir spáðu Magna frá
Grenivík velgengni á þessu
sumri, en þeir unnu eins og
menn muna þriðju deild í fyrra.
Þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæð-
ur náði liðið þokkalegum ár-
angri. Ekki var þó komist hjá
falli niður í þriðju deild og er ég
ekki grunlaus um að aðstand-
endur liðsins hafi verið fegnir,
því kostnaður við að leika í
annarri deild er gífurlegur, og
innkoma á leikina lítil.
Þriðju deild sigruðu Völs-
ungar og leika því aftur í ann-
arri deild en þar eiga þeir tví-
mælalaust heima.
Lið Tindastóls á Sauðárkróki
var komið með tærnar í aðra
deild, en vantaði herslumuninn.
Það hefði svo sannarlega verið
gott að fá fjórða liðið á Norð-
urlandi í deildina
4.DAGUR
DAGUR.5