Dagur - 02.10.1979, Blaðsíða 6

Dagur - 02.10.1979, Blaðsíða 6
Lögmannshlíðarkirkja. Messað verður n.k. sunnudag kl. 2 e.h. Bílferð verður úr Gler- árhverfi kl. 1.30. Fólk úr Glerárhverfi og úr Hlíðinni fjölmennið í litlu kirkjuna okkar. B.S. Akureyrarkirkja. Messað kl. 2 n.k. sunnudag. Sálmar: 221, 9, 288, 308, 460. Eftir fund hefur Kvenfélag Akureyrar- kirkju kaffiveitingar á boð- stólum í kapellunni. Allir velkomnir. P.S. Kvenfélag Akureyrarkirkju sér um kaffiveitingar fyrir kirkjugesti eftir messu kl. 3 sunnudaginn 7. október í kirkjukapellunni. I.O.O.F. - 216110581/2 Atkv. □ HULD 59791037 IV/V Fjhst. Junior Chamber, Akureyri. Fé- lagsfundur verður 8. október kl. 17.15 á Hótel K.E.A. Stjórnin. K.F.U.M. og K. Sunnudaginn 7. október kl. 11 sunnudaga- skóli. Öll börn velkomin. Kl. 16 fundur í Kristniboðsfé- lagi Kvenna. Allar konur velkomnar. Kl. 20,30 sam- koma, Björgvin Jórgenson talar. Fíladelfía, Lundargötu 12. Sunnudagaskóli hvern sunnudag kl. 10.30 f.h. Öll börn velkomin. Almenn samkoma hvern sunnudag kl. 20.30. Almennur biblíu- lestur á fimmtudögum kl. 20.30. Verið velkomin. Fíla- delfía. Hjálpræðirherinn. N.k. sunnu- dag kl. 13,30 sunnudaga- skóli og kl. 17 fjölskyldu- samkoma með þátttöku yngri liðsmanna vígslu. (Ath. breyttan tíma). Krakkar - krakkar, n.k. mánudag 8. okt. byrjum við barnavikuna. Barnasam- komur hvern dag kl. 17,30. Verið velkomin. Finnbogi S. Jónasson F. 16. mai ■1923-D. 6. ágúst 1979 Minning Ég þakka alla ástúð mér til handa afi minn góöi, þér ég gleymi eigi. Virzt mér viö hlið í stríði lífs að standa, styrk mig unz finnumst við á efsta degi. Ég veit, til Guðs þótt sál þín horfiö hafi hugur þinn vakir með mér úti og inni. Hvíl þú í friði elskulegi afi, umvafinn þökk frá sonardóttur þinni. Í.S.J. * „Þar sem góðir menn fara eru Guðs- vegir". Því missir lífið hér á jörð ljúfan tón úr hörpu sinni, þegar slikir hníga að foldu, ekki hvað síst hafi þeir staðið í miðju mikilvægu starfi og gróðurinn fengið dafnað, þarsem þeiráttu leið. Það skyggði að á skammri stundu við andlát Finnboga S. Jónassonar, sem bar að þann 6. ágúst síðast liðinn öllum að óvörum. Hann var fjölhæfur sæmdarmaður, sem gekk veg sinn með þeim hætti að vakti hlýju og virðingu. Finnbogi var Húnvetningur, fæddur aðGeirastöðum í Þingi.sonurhjónanna Jónasar Stefánssonar bónda þar og Að- albjargar Signýjar Valdimarsdóttur. Hún lést, þegar Finnbogi og bróðir hans Jakob (nú læknir í Reykjavík) voru á bernskuskeiði. Fluttist Jónas þá með sonu sína til Eyjafjarðar, þar sem hann dvaldist æ síðan, lengst af á Akureyri. Nokkru eftir að þangað kom kvæntist Jónas Jónasínu Þorsteinsdóttur frá Engimýri í öxnadal, mætri konu, sem reyndist stjúpsonum sínum vel í hví- vetna og átti sinn ríka þátt í, að þeir voru settir til mennta. Finnbogi varð stúdent frá M.A. 1944 og cand. fil frá Háskóla íslands 1945. Árið 1952 fór hann til Skotlands til að kynna sér og nema tækni vélabókhalds. Starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga gjörðist Finnbogi þann 6. apríl 1945 og vann þar óslitið utan nefndrar náms- farar, til 30. maí 1978, að hann gjörðist forstöðumaður Kristneshælis. Aðalbókari K.E.A. varð Finnbogi árið 1952 og jafnframt þeim störfum var hann skipaður skrifstofustjóri félagsins á miðju ári 1971. Naut hann óskoraðs trausts og ríkra vinsælda i þessum ábyrgðarmiklu og umsvifasömu störf- um, svo og hvervetna, þar sem hann lagði hönd að starfi. En auk þess, sem hér hefur verið talið, sem mörgum þætti að fyllt hefði í ærið dagsverk, annaðist Finnbogi bókhald og fjárvörslu fyrir ýms aðila, Var hann einhver færasti bókhaldsmaður og starfsamur með af- brigðum. Utan skyldustarfa vann hann mikið að félagsmálum, var m.a. um árabil fé- lagi í Lúðrasveit Akureyrar og Tónlist- arfélaginu og lengi átti hann sæti í sóknamefnd Akureyrarkirkju. Var um árabil formaður hennar og jafnframt gjaldkeri, eða til dauðadags. Hvar sem Finnbogi Jónasson lagði að huga sinn og hendur fór að birta og hlýja og eitt- 6.DAGUR hvað gott gréri, enda auðnaðist honum að njóta frábærra vinsælda. Á vegferð sinni fékk hann litið marga glaða geisla og á honum sannaðist að „gleðin er eins og Ijósið — ef þú kveikir það fyrir aðra, skin það á sjálfan þig.“ Hér hefur verið getið giftu Finnboga hið ytra, þ.e. i störfum og opinberum skiptum við samtíð sína. En eigi var hann siður hamingjumaður i einkalífi sínu. Um það bil, að faðir hans giftist öðru sinni kynntist hann Helgu Svan- laugsdóttur, sem síðar varð lífsföru- nautur hans. Helga var næstyngst af fimmtán börnum þeirra sæmdar- og dugnaðarhjóna, Rósu Þorsteinsdóttur og Svanlaugs Jónassonar, sem lengi bjuggu að Varmavatnshólum í Öxna- dal. En Rósa var systir Jónasínu stjúp- móður Finnboga. Þau Helga og Finn- bogi gengu í hjónaband þann 4. nóvember 1948. Tók Helga þá við heimilinu að Gránufélagsgötu 19, sem var mannmargt. Þar voru m.a. Jónas faðir Finnboga og Jónasína stjúpmóðir hans. Þau ásamt ýmsum fleiri vanda- og venslamönnum, áttu samastað á heimili þeirra Helgu og Finnboga, uns yfir og nutu hlýju á æfikvöldi. Helga Svan- laugsdóttir er dugmikil atgjörviskona, svo sem hún á ætt til. Ung að árum lagði hún stund á hjúkrunarfræði og hefur löngum jafnhliða húsmóðurstörfum sínum unnið við hjúkrun, meira og minna. Heimili þeirra Helgu og Finnboga var vel búið og bar glöggt vitni um smekkvísi og menningarbrag. Ung tók- ust þau i hendur i einlægri trúfesti. Það handtak var alltaf jafn hlýtt og traust. Samband þeirra var ofið af hinum dýr- ustu þáttum. Þeim Helgu og Finnboga varð þriggja bama auðið, þau eru: Jónas flugmaður, kvæntur Eyrúnu Eyþórsdóttur hjúkrunarfræðingi, Aðal- björg Jónasína og Svanlaug Rósa, sem báðar stunda hjúkrunarnám. öll bera systkinin uppeldi og erfðum hið besta vitni. í fjölskyldunni rikti samheldni og hamingja. Nú er skarð fyrir skildi og rúmið auða vekur djúpan trega. En huggun er það harmi gegn — þeim, sem næstir standa, að festi minninganna fylla fagrar perlur. Sú auðlegð fellur aldrei að gildi. Sem fyrr segir var Finn- bogi Jónasson skipaður forstöðumaður Kristneshælis og fór til starfs og búsetu þangað þann l. júní 1978, eftir að hafa starfað hjá Kaupfélagi Eyfirðinga yfir 30 ár. Það, að hann breytti um starf stafaði einvörðungu af því, að hann vildi draga aðeins saman seglin, hverfa um stund í hlé frá glaumi og gný bæj- arlifsins og eignast friðarstundir í faðmi fagurrarsveitar. En þaðferaðlíkum, að þessum trúa, glaða og félagslynda manni, hafi orðið það nokkur viðbrigði að hverfa frá því starfi, sem hann hafði stundað svo lengi, að það var orðið honum samgróið og hverfa þá jafnframt frá samstarfsfólki og góðum félögum, sem áttu verulegt fúm í hjarta hans. En innan tíðar fann hann sig í sínu nýja starfi og hópi samstarfsfólks í Kristnesi, og ávann sér sem fyrr öruggt traust og ríkar vinsældir. Kunni hann og þau hjónin bæði, vel að meta hið fagra umhverfi staðarins og horfðu glöð til góðra daga. En — „sem næturís -— sem veðra- brigði á vori svo valt er lífið hér, I hverju spori.“ Skyndilega var hér sköpum skipt. I heimi tímans varir ljúf minning um mætan dreng. En á hærra sviði, þar sem „víðsýnið skín“, verður vorhugan- um vegurinn greiður — til þess „meira að starfa guðs um geim." Skugga ber yfir frá skapadómi og harmurinn býr í hörpuómi. Drjúpa nú rósir i daggarskrúða. Vefja að barmi sinn vininn prúða. Þú vökumaður á vorið trúðir, við geislabros þess að gróðri hlúðir. Stóðst þú á verði með stilltu geði og gjörðum þinum æ góðvild réði. Þú harmaðir sárt þá hjörtum blæddi. Mundin þin hlýja margt sárið græddi. Sjónum þú beindir til sólaráttar og hönd þig leiddi ’ins hæsta máttar. Siglt er nú fleyi til sólarianda og vaka og starf i vorsins anda þér verður falin og veginn hillir f morgunbirtu, sem merkið gyllir. Jórunn Ólafsdóltir frá Sörlastöðum. JÓN FRIÐLAUGSSON, Grenivöllum 22, Akureyri, sem andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 29. september, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 6. október kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna, Valgerður Magnúsdóttir, Magnús Jónsson, Sigríður Loftsdóttir. Öllum þeim, sem á einn eða annað hátt, sýndu mér ógleymanlegan vináttuvott og hlýhug á 90 ára af- mœli minu 22. sept. s.l., þakka ég innilega og bið blessunar um ókomin œviár. ÞORÐMÓÐUR SVEINSSON. AKUREYRARBÆR Paff sníðanámskeið verður haldið á vegum Námsflokka Akureyrar Inn- ritun og upplýsingar í síma 22505 fyrir hád. fram á föstudag. Námsflokkar Akureyrar Fulltrúakjör Auglýst er eftir framboðslistum vegna kjörs fulltrúa félagsins á 12. þing Landssambands ísl. verslun- armanna og 16. þing Alþýðusambands Noður- lands. Framboðslisti til þings Landssambands verslunarmanna skal skipaður 9 mönnum og jafn- mörgum til vara. Þá skulu fylgja hverjum lista með- mæli 100 fullgildra félagsmanna. Framboðslistum skal skilað á skrifstofu félagsins aö Brekkugötu 4, eigi síðar en kl. 12 á hádegi mið- vikudaginn 10. október n.k. Allsherjar atkvæðagreiösla verður auglýst síöar komi fram fleiri en einn listi vegna fulltrúakjörs til hvors þings. Stjórn félags verslunar og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni. Fulltrúakjör Kjör fulltrúa Sjómannafélags Eyjafjarðar á 16. þing Alþýðusambands Norðurlands fer fram að við- hafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Framboðslistum með nöfnum 3 aðalfulltrúa og 3 til vara skal skila til skrifstofu félagsins, Skipagötu 12, Akureyri, eigi síðar er kl. 17 föstudaginn 26. október þ.m. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 26 fullgildra félaga. Akureyri 1. október 1979 Stjórn Sjómannafélags Eyjafjarðar Jörð til sölu Erum með í einkasölu jörðina Króksstaði í önguls- staðahreppi Eyjafirði. Á jörðinni er nýtt íbúðarhús með tveimur íbúöum, hlaða, hesthús og fjárhús. Jörðin sem er ca. 7 km. frá Akureyri er liðlega 20 ha innan girðingar og vel fallin til kartöfluræktar. Sala á vélum og áhöfn kemur einnig til greina. Þriggja herbergja úrvals raðhúsaíbúð við Einilund. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. FuUlfta >r||ár>|j4vr_ WaBtmigMÍr vUaUra ha|f_ Tramst H*nuita.~ optékl.s.j -|DD riiNi 2x878 I IwISTdGHASAlAH HJ. Strandgötu 1, Akureyri símar 21820 og 24647.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.