Dagur - 06.12.1979, Blaðsíða 1
TRULOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
. SIGTRYGGUR & PÉTUR
1 AKUREYRI
DAGUR
LXII. árg.
Akureyri, fimmtudagur 6. desember 1979
84. tölublað
Bæjarstjórn Húsavíkur:
Harðbakur
Afli togara Ú.A
Kaldbakur landaði 22.
nóv. 240. tonnum.
skiptaverðmæti 30,3
millj. Togarinn var að
landa í gær. Svalbakur
landaði 3. desember 158
tonnum, skiptaverðmæti
22.1 millj.
landaði 26. nóvember
162 tonnum, skiptaverð-
mæti 20,8 millj. Slétt-
bakur landaði 28.
nóvember 147 tonnum,
skiptaverðmæti 17,9
millj. Sólbakur landaði
29. nóvember 66 tonn-
um, skiptaverðmæti 12
milljónir.
Þétfing
byggðar
I síðasta tölublaði Dags
er greint frá því að
skipulagsnefnd hefði
samþykkt að gerð verði
úttekt á ónotuðum lóð-
um og svæðum í hverf-
um sem þegar hafa verið
skipulögð. Síðar í frétt-
inni segir að hér sé um
að ræða samskonar
þéttingu byggðar eins og
í Reykjavík. Til að fyrir-
byggja misskilning er
rétt að eftirfarandi komi
fram: Þarna er ekki um
að ræða þéttingu byggð-
ar í venjulegri merkingu
þess orðs vegna þess að
ekki er ætlunin á þessu
stigi að taka undir svæði
sem í aðalskipulagi eru
ætluð til annarra hluta
s.s. eins og útivistar.
Bændaklúbbs-
fundur
Bændaklúbbsfundur
verður í Hótel KEA
mánudaginn 10. desem-
ber og hefst hann kl. 21.
Frummælandi verður
Árni Jónasson frá Stétt-
arsambandi bænda og
ræðir hann um fyrirhug-
aðan framleiðslukvóta í
landbúnaðarframleiðslu
og álagningu hans.
„Svona er lífinu
lifaö“
Viktor A. Guðlaugsson
hefur gefið út ljóðabók
er ber nafnið „Svo er líf-
inu lifað.“ Bókin, sem er
sú fyrsta er Viktor gefur
út, hefur að geyma rúm-
lega 40 ljóð, aðallega frá
síðustu 4 til 5 árum.
Gerð ytri hafnarmann-
virkja fái algjöran forgang
Skip og bátar skemmast í höfninni ef eitthvað er að veðri
FYRIR skömmu var haldinn
fundur í bæjarstjórn Húsavíkur
þar sem m.a. var rætt um sjó-
gang í höfninni og gerð ályktun,
en í henni er beint þeim ein-
dregnu tilmælum til „Hafnar-
málastofnunar ríkisins, að nú
þegar verði tekin til endurskoð-
unar sú framkvæmdaröð, sem
fyrirhuguð er í 4ra ára áætlun
um hafnarframkvæmdir 1979-
1982 með það í huga að gerð ytri
hafnarmannvirkja fái algjöran
forgang í framkvæmdaröð hafn-
arframkvæmda Húsavíkurhafn-
ar og skorar bæjarstjórn á
Hafnarmáiastofnun og viðkom-
andi stjórnvöld að tryggja fjár-
magn til þeirra framkvæmda
þegar á næsta ári.“
Bjarni Aðalgeirsson, bæjarstjóri
á Húsavik, sagði í samtali við Dag
að hann hefði þegar rætt við full-
trúa frá Hafnarmálastofnun og
Sjórinn var spegilsléttur er Jósteinn Finnbogason á Skarfinum ÞH var að landa fiski
sl. vor. Mynd: Viðar.
munu þeir skila áliti um breytta
framkvæmdaröð innan tíðar.
Á sínum tíma var gert líkan af
höfninni og gerðar straummæling-
ar í henni. Síðan hafa verið gerðar
framkvæmdir í höfninni.
T.d. er þvergarðurinn ekki eins
langur og líkanið gerði ráð fyrir, í
öðru lagi var gert ráð fyrir lengingu
á Norðurgarði, sem ekki hefur ver-
ið gerð ennþá, og í þriðja lagi var
ekki gert ráð fyrir smábátahöfn
innan aðalhafnar. Þetta allt saman
hefur valdið því að það myndast
endurkast inn í höfninni á milli
garða og hefur sjógangur verið ó-
venjumikill í haust,“ sagði Bjarni
Aðalgeirsson.
Bjarni sagði að uppi væru hug-
myndir um gerð grjótgarðs utan við
Norðurgarðinn og um leið að
fresta fyrirhuguðum mannvirkjum
innan hafnarinnar. Gert er ráð fyrir
að mæla öldugang og strauma inn-
an hafnarinnar í vetur, en það
verður vart fyrr en eftir eitt ár að
straumar og öldur utan hafnar
verða mældir.
Húsavíkurtogarinn hefur skemmst
í höfninni og ef eitthvað er að veðri
verða menn að vaka yfir bátum
sínum dag og nótt.
— segir tæknifræðingur Sigluf jarðar
Yfirvofandi vatnsskortur hjá Hitaveitu Siglufjarðar?
ENGIN ÁSTÆÐA TIL
SVARTSÝNI
„VIÐ virkjum eina holu sem gefur um 23 sekúndulitra og það er
magnið sem við seljum í dag. Til þess að unt sé að tengja allan bæfnn
vantar 4-6 sekúndulítra. Notendur í dag eru um 540. Nú er verið að
virkja aðra holu sem bilaði skömmu eftir að hún var tekin í notkun í
sumar. Þegar búið verður að koma dælunni fyrir í þeirri holu gerum
við okkur vonir um að hægt verði að tengja þá sem þegar hafa sótt
um að fá heitt vatn,“ sagði Haukur Helgason bæjartæknifræðingur
á Siglufirði í samtali við Dag.
Því hefur verið haldið fram af fjarðar skorti vatn nú þegar, en
ýmsum aðilum að Hitaveitu Siglu- Haukur sagði það skoðun sína að
Banaslys í Vaðlaheiði
UNGUR MAÐUR varð úti
um helgina á SvalbarðsstrÖnd
og fannst lík hans laust eftir
hádegi á sunnudag. Hann hét
Jón Þór Egilsson, 22ja ára til
heimilis að Syðri-Varðgjá, og
var elsti sonur hjónanna þar,
Þórdísar Þórólfsdóttur og
Egils Jónssonar bónda.
til væri nægjanlegt vatn fyrir nú-
verandi byggð — hitt væri svo aftur
annað mál að vinna þyrfti að frek-
ari vatnsöflun fyrir framtíðina. í
upphaflegum spám var gert ráð
fyrir að umræddar tvær holur væru
notaðar og að sú hola sem nú er í
notkun gæfi 25 lítra á sekúndu en
holan sem bilaði, 10 lítra. Holurnar
virðast ekki gefa eins mikið og
vonast var eftir, en þrátt fyrir það
ætti vatnið að nægja bænum.
„Ástandið er ekki eins alvarlegt
og sumir vilja vera láta,“ sagði
Haukur. „Það er ekki komin
reynsla á holuna sem bilaði, en hún
verður vonandi tekin í notkun fyrir
áramót. Til þess að afla enn frekara
vatns í framtíðinni hefur t.d. Orku-
(Framhald á bls. 6).
Dalvík:
Lá meðvitundar-
lítill í vinnusaln-
um í heila nótt
UNGUR maður var hætt
kominn í frystihúsi Dalvíkur
er hann fékk aðsvif á sunnu-
dagskvöldið og lá meðvit-
undarlítill í vinnusal frysti-
hússins aðfaranótt mánu-
dagsins.
Nánari tildrög eru þau að
ungi maðurinn var að vinna
einn á lyftara í frystihúsinu á
sunnudagskvöldið og mun hafa
orðið veikur þegar hann hafði
lokið vinnu og búinn að ganga
frá. Ungi maðurinn fékk að-
svif og lá á gólfinu þar til næsta
morgunn er starfsfólk kom til
vinnu og fann hann. Hann var
orðinn æði kaldur og var fluttur
á sjúkrahús á Akureyri, en mun
ekki hafa orðið meint af þessari
næturgistingu.
Aðventutónleikar Passíukórsins
HINIR ÁRLEGU aðventutón-
leikar PASSÍUKÓRSINS á
Akureyri verða haldnir að
Stórutjarnarskóla þann 14. des-
ember n.k. kl. 21.00 og í Akur-
eyrarkirkju þann 16. desember
n.k. kl. 20.30. Aðalverkefnið á
efnisskránni að þessu sinni
verður: A Cremony of Carols
opus 28 eftir Benjamín Britten.
Höfundur samdi verkið er hann
dvaldist í Bandaríkjunum á árun-
um 1939 til 1942, og notaði hann
ensk- og latnesk miðaldarkvæði og
gömul skosk ljóð, jafnt eftir kunna
sem ókunna höfunda.
Passiukórinn á æfingu.
Benjamín Britten samdi verkið
fyrir þríraddaðan drengjakór og
hörpu. Seinna útsetti Júlíus Harri-
son það fyrir blandaðan kór með
leyfi höfundar, og er það sú út-
setningsem kórinn notar.
Hörpuleikari verður: Monica
Abendrot, sem starfar með Sin-
fóníuhljómsveit Islands.
Einsöngvarar verða: Lilja Hall-
grímsdóttir og Guðrún Kristjáns-
dóttir.
Einnig flytur kórinn ýmis jólalög
og sálma með aðstoð fiðlu, þver-
flautu, trompetta, diska, blokk-
flautusveit og hörpu.
Stjórnandi kórsins er Roar
Kvam.