Dagur - 06.12.1979, Blaðsíða 8

Dagur - 06.12.1979, Blaðsíða 8
DAGLJR Akureyri, fimmtudagur 6. desember 1979 Sokka Sokkadóttir heitir þessi myndarlega kýr. Eigandi hennar er (eða var) Sveinberg Laxdal I Túnsbergi, Svalbarðsströnd. Haustmjólkin er tæpum milljón lítrum minni í SEPTEMBER og október í haust var innvegin mjólk í mjólkursamlögunum 20.7 milljónir lítra, en í fyrra var tekið á móti tæpum 21.7 milljónum ltr. Fyrstu 10 mánuði Húsavík Innréttað barnadag- heimili NÚ ER verið að vinna við inn- réttingar barnadagheimilis á Húsavík. Væntanlega verður veitt nægu fé til þess á næsta ári svo hægt verði að ljúka við bygginguna. Barnadagheimilið á Húsavík er nú í gömlu húsnæði er bærinn á, en leikskólinn í leiguhúsnæði. Sam- kvæmt upplýsingum Dags eru 24 börn á barnadagheimilinu og 66 börn í leikskólanum. Nýja húsið á að geta fullnægt þeirri eftirspurn sem er í dag. Sundlaug í Glerár- hverffi? BÆJARRÁÐ hefur falið húsa- meistara og íþróttafulltrúa bæj- arins að athuga hvort heppilegt og hagkvæmt sé að byggja fyr- irhugaða sundlaug í Glerár- hverfi á lóð Sjálfsbjargar, vegna framkomna tilmæla. þessa árs var innvegin mjólk 101.4 milljónir ltr, en það var 2.8% minna en á sama tímabili árið 1978. Óverulegur samdráttur varð í sölu nýmjólkur eða 0.5%, en sam- tals voru seldir 37.7 milljónir ltr. Mjög mikil aukning varð í sölu á rjóma eða 11.7% meiri sala en í fyrra, meðal sala á mánuði af rjóma hefur verið í ár rúmlega 104 þús- und lítrar. Verulegur samdráttur var í sölu á undanrennu, heildar- sala fyrstu 10 mánuði ársins var 2.4 millj. ltr. en það var tæpum 500 þúsund lítrum minna en í fyrra. Framleiðsla á smjöri fyrstu 10 mánuði ársins var 1.295 tonn, það var 21% minni framleiðsla en í fyrra. Smjörbirgðir 1. nóvembers.l. voru 1.330 tonn. Sala á smjöri var 1.313 tonn, en það er sama magn og í fyrra. Veruleg aukning varð í sölu á 45% ostum eða 24,5% en aftur á móti samdráttur í sölu á mögrum ostum um 9.5%. Birgðir af ostum 1. nóvember voru 948 tonn, en það var tæpum 500 tonnum minni birgðir en 1. nóvember í fyrra. Mjög mikil söluaukning var á flest öllum sérvörum mjólkuriðn- aðarins. Sérstaklega hefur sala á jógurt verið mikil á árinu, meðal sala á mánuði fyrstu 10 mánuði þessa árs var rúmlega 100 þúsund lítrar, sem er hvorki meira né minna en 182% aukning frá fyrra ári. Fyrstu 10 mánuðina voru seldir 919 þúsund lítrar af kókómjólk, en það var um 47% aukning frá sömu mánuðum 1978. Aukningin í sölu á bláberjaskyri varð 22%, en af jarðaberjaskyri rétt um 2%. Veruleg söluaukning varð einnig á sýrðum rjóma eða 34%. Nýi svaladrykkur- inn „Eplajógi" hefur verið á mark- aðnum í þrjá mánuði á þessu tíma- bili seldust 77 þúsund lítrar. '— D 1 >■— JjU_ Framsóknarflokkurinn vann mikinn sigur í alþingis- kosningunum, - stærri sigur en flestir áttu von á. Kjós- endur landsins kunnu að meta það við Framsóknar- flokkinn að hann boðaði skynsamiega stefnu og hafði sýnt það í stjórnarsamstarf- inu að hægt var að treysta honum. Því miður var ekki hægt að segja það sama um Alþýðuflokk og Alþýðu- bandalag — eða öllu heldur ökumennina í aftursætinu eins og Ólafur Ragnar, Vil- mundur og félagar hafa gjarnan verið nefndir. Nú er það von manna og trú að þessir flokkar sjái að sér — kveði niður óánægju- og auglýsingaraddirnar og vinni af samviskusemi með Fram- sóknarflokknum í nýrri vinstri stjórn. # Meirl vandi er að. . . . Máltækið segir: „Meiri vandi er að gæta fengis fjár en afia þess." Framsóknarflokkur- inn hefur fengið stuðning ótal manna og kvenna um allt land sem ekki hafa áður kos- ið Framsóknarflokkinn. Þetta nýja fylgi mun ugglaust hrynja af flokknum ef hann gætir sín ekki. Kjósendurnír voru að sýna áhuga sinn á nýrri vinstri stjórn — ekki samvinnu við íhaldið sbr. „Allt er betra en íhaldið." Ósigur flokksins og viðbrögð manna Þegar Ijóst var að Halldór Blöndal kæmist ekki á þing sem kjördæmakjörinn þing- maður varð hann að vonum óánægður. Það er list að sýnast glaður og reifur á dökkri stund, en yfir slfkri tækni hefur háttvirtur lands- kjörinn þingmaður Halldór Blöndal ekki að ráða. Hann lét reiðina hlaupa með sig í gönur í sjónvarpinu og varð minni maður af. * .. - -' ■#Æsmmæ8& Nýja elliheimilið er tengt við sjúkrahúsið. Mynd: KR. Ibúðir aldraðra á Blönduósi og Skagaströnd: Tilbúnar um áramót „Hjónaíbúðir elliheimilisins á Blönduósi verða tilbúnar fyrir jól, en ég á ekki von á að í þær verði flytt fyrr en eftir áramót. Þetta eru tíu 2ja herbergja íbúðir — hver með eldhúskrók og baði. Á Skagaströnd er verið að Ijúka við byggingu 4ra íbúða fyrir aldraða. Það eru komnir biðlistar bæði á Skagaströnd og á Blönduósi,“ sagði Jón Isberg sýslumaður á Blönduósi í sam- tali við Dag. Samkvæmt teikningum á að Frumsýna Gísl á laugardaginn LAUGARDAGINN 8. des. n.k. frumsýnir Leikfélag Dalvíkur írska leikritið „Gísl“, eftir Brend- an Behan, í þýðingu Jónasar Árnasonar, í Samkomuhúsi Dai- víkur. Milli tuttugu og þrjátíu manns hafa unnið við sýninguna, þar af 14 í hlutverkum. I aðalhlutverk- um eru Ómar Arnbjörnsson, Svanhildur Árnadóttir, Lárus Gunnlaugsson og Lovísa Sigur- geirsd. Undirleik annast Ingólfur Jónsson á harmonikku. Kristján Hjartarson gerði leikmynd. Um lýsingu og leikhljóð sjá Helgi Már Halldórsson og Lárus Gunn- laugsson. Leikstjóri er Sólveig Halldórsdóttir frá Akureyri. Næstu sýningar verða mánu- dag, þriðjudag, föstudag og laug- ardag og verða ekki fleiri sýning- ar fyrir jól. Fyrirhugað er að sýna milli jóla og nýjárs. Leikendur ásamt leikstjóra. reisa tvær álmur út frá aðalbygg- ingu elliheimilisins. Búið erað reisa aðra álmuna og eru hjónaíbúðirnar í henni. Hver íbúð er tvö herbergi, eldhús og bað og öllum íbúðunum fylgir geymsla í kjallara. í honum er einnig vinnustofur og sam- komusalur. Þeir sem ekki vilja eða geta matreitt sjálfir ntunu fá að borða til að byrja með í matstofu sjúkrahússins, en Jón sagði að í framtíðinni væri ætlunin að fram- reiða matinn í kjallara hússins. Formaður bygginganefndar er Sig- ursteinn Guðmundsson. Jón sagði að upphaf þess að haf- ist var handa við byggingu íbúða fyrir aldraða á Skagaströnd hefði verið það að fyrir nokkrum árum gaf aldraður maður, Lárus Guð- mundsson, eina milljón til bygg- inga íbúðanna. Þetta var á þeim tíma þegar milljón var milljón „og þó hún dyggði skammt í verð- bólgubálinu erum við að ljúka við byggingu 4ra íbúða fyrir aldraða á Skagaströnd um þessar mundir," sagði Jón ísberg að lokum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.