Dagur - 07.02.1980, Blaðsíða 5

Dagur - 07.02.1980, Blaðsíða 5
Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiöslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaöur: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl og afgr : JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Lánleysi Geirs Hallgrímsson- ar Allt frá því Geir Hallgrímsson gekk út úr þinghúsinu með Vilmundi Gylfasyni til að hindra að frum- varpið um framleiðsluráð næði fram að ganga, og frægt er að endemum, virðist svo sem hann hafi alltaf tekið þann kostinn, sem vitlausastur er, þegar hann hefur þurft að velja milli leiða. Næsta ranga skrefið sem Geir tók, var að standa að þingrofinu. Hann valdi þá neikvæðustu leið- ina fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sjálfan sig, sem hann gat fundið, með því að styðja stjórn Alþýðu- flokksins. Hann þurfti ekki einu sinni að tala við Alþýðuflokkinn og hefði sjálfur hæglega getað myndað minnihlutastjórn. Þjóð- inni gat hann sagt, að vinstri flokkarnir gætu ekki unnið saman, enda bæri brotthlaup Alþýðu- flokksins þess gleggst vitni, og Sjálfstæðisflokkurinn væri nú einn flokka traustsins verður. Næstu mistök Geirs voru að standa að leiftursókninni með aft- urhaldsklíkunni í Reykjavík, sem varð með öðru til að skapa aukið missætti í flokknum. Síðan afneit- aði hann Eggerti Haukdal, neitaði að taka hann í sátt og hélt honum utan þingflokksins. Mistakakórónu sína fullgerði Geir Hallgrímsson síðan, þegar hann lét ekki afgreiða tillögu Gunnars Thoroddsens um sam- starf Sjálfstæðisflokksins við Framsóknarflokkinn og Alþýðu- bandalagið, og var tillögunni þar með í rauninni hafnað. í þessari tillögu Gunnars var þess þó í engu getið, hvaða sjálfstæðismaður ætti að hafa forystu í slíkum við- ræðum um samstarf. Ef tillagan hefði verið samþykkt, hefði frum- kvæðið verið tekið úr höndum Gunnars. f stað þess var samþykkt traustsyfirlýsing handa Geir, þrátt fyrir hrakfallasögu hans. Þegar til þessa er litið, er ekkert undarlegt þó óánægja sé með forystu Geirs í Sjálfstæðisflokkn- um, enda heyrist það hvaðanæva af landinu frá kjósendum Sjálf- stæðisflokksins, að þeir styðja Gunnar Thoroddsen í þessari við- leitni hans til að mynda þingræð- islega meirihlutastjórn. Almennt eru menn þeirrar skoðunar, að þetta hafi verið eina raunhæfa lausnin, úr því sem komið var. Ekki veit ég hvað það var sem olli því að mig hefur alltaf langað til að kynnast Kanada. Ef til vill var það nafnið, stutt og lipurt, auðlœrt i skólanum af því að annarhver stafur i þvi var „a", ef til vi/l voru það sagnirnar um kannanir Bjarna Herjólfssonar, Leifs Eiríkssonar og Þorfinns Karlsefnis, eða frá- sagnirnar af vesturförum sem flúðu þangað um 1800 árum síðar, eða var það hinn mikli og merki- legi skerfur Stefáns G. Stefáns- sonar og Káins til islenskra bók- mennta? Liklega varþað allt þetta, en þó ekki síst hinn dularfulli undraheimur sem ég kynntist ung- ur hjá vesturheimska skáldinu Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni. Sögur hans, hvort sem eru langar eða stuttar, eru svo trúverðugar og hugnœmar, að mann langar ósjálfrátl til að kynnast þessu öðru föðurlandi hans, svo maður geti áttað sig á staðháttum, tekið þátt i œvintýrunum, jafnvel lent i svip- uðum œvintýrum. Það jók líka á Kanadalöngun mína að ég hafði verið allmörg ár austan Atlants- hafsála, i Noregi, þekkli Norður- löndin allvel svo og skandinaviska menningu. Til Vesturheims hafði ég aldrei komið, kunni enskuna illa og var því kjörið að sameina þetla þrennt með stuttri Kanada- dvöl, að lœra enskuna fullkom- lega, kynnast norðuramerískri menningu og sjá landið hans Jóh- anns Magnúsar. A uðvitað fórég út undir allt öðru yfirskini. Annars langar mig til að nota þetta tœki- fœri til að þakka Árna Bjarnasyni, bókaútgefanda á Akureyri, fyrir framtag hans til eflingar á sam- bandi okkar við Vesturislendinga. Ég ætlaði alltaf að þakka honum persónulega fyrir þetta áður en ég fór, en það fórst fyrir, og ég held reyndar að hann eigi það skilið að fá þakklœtið opinberlega. A uðvitað langaði mig he/st til að vera nœrri Kletlafjöllunum, nœrri íslendingabyggðunum i Manitoba og nœrri mörkum hins byggilega heims til að kynnast lifnaðarhátt- um lndiána eða Askimóa. Niður- staðan varð sú að þegar ég loks fór til Kanada til ársdvalar i byrjun nóvember s.l. varð engri af þessum sundurleitu óskum mínum full- nœgl. Ég lenti í höfuðborg Kan- ada, Ottawa (sem skiljanlega er fjarri mörkum hins byggilega) og er sunnarlega í Austur-Kanada (Klettafjöllin eru í Vestur-Kanada og íslendingabyggðirnar í Mið- Kanada). Auðvitað er ekkert beint flugfrá- Reykjavik til Otlawa, meira að segja ekkert flug til Kanada. A llar braut. Þegar við fórum frá sama flugvelli stillti flugvélin sér í bið- röð, hún númer 12, og um leið og ein vél var laus við jörðu fór sú nœsta af stað. Ég hafði alltaf hugsað mérþað hátíðlega stund þegar ég stigi fœti mínum á ameriska grund. Ég œtlaði að stíga fast og ákveðið til flugvélar frá íslandi fljúga tilstóra bróður, Bandaríkjanna. Eftir þriggja sólarhringa seinkun og rúmlega 5 tíma flug með DC-10 þotu Flugleiða lenlum við á John F. Kennedyflugvelli í New York. Ég hef oft heyrt talað um flug- vélaumferðina þar og heyrt nefnd- ar ótrúlegar tölur um fjölda flug- véla, sem þar lenda eða hefja sig til flugs á hverri mínútu. t aðfluginu sáum .við flugvélar koma úr öllum áttum og lentu þœr í röð hver á fœtur annarri, margar á sömu jarðar með hœgri fœti og helst að biðja konu mína að taka mynd af þessum merkilega viðburði, helst tvœr myndir ef önnur skyldi mis- heppnast, t.d. effótinn eða höfuðið vantaði (myndataka er konum ekki lagin svo sem alkunna er). Ég gœti endurtekið fótsporið alveg eins og þjóðhöfðingjar endurtaka kossa og handarbönd fyrir blaða- Ijósmyndara. En hvað gerðist? Þegar flugvélin var lent, hlupum við ekki út i guðsgrœna náttúruna og norðangarran, líkt og á Akur- eyrarflugvelli, nei, i hinni tœkni- vceddu Ameriku kemur gangur flugstöðvarinnar svífandi að flug- véladýrunum og maður stígur beint úr flugvélinni inn í þennan gang. Ég tróðst með mitt hafurtask innan um hina farþegana óg hafði enga tilfinningu fyrir þvi hvenær ég snerti Ameríku fyrst. Þetta var sannarlega ekki merkilegt augna- blik, ekkert i likingu við það þegar Hillary steig á toppinn á Everest- fjalli eða þegar Amundsen steig á pólinn. Fyrsta verulega vandamál mitt í Ameríku var í vegabréfaskoðun- inni. Hér er eftirnafnið fjölskyldu- nafn, allir í einni fjölskyldu lieita Carter eða Sinatra. Hvernig stendur þá á því að konan min heitir Jóhannesdóttir, sonur minn Bjarnason, dóttir min Bjarnadóttir og sjálfur heiti ég Guðleifsson? Er hér „kommúnufjölskylda“ á ferð, eða er hér maður á ferð með frá- skilda konu, sem hefur átt tvö börn, sitt með hvorum manni, áður en hún kynntist núverandi lífs- förunaut, sem hún býr með i óvigðri sambúð? Þetta verður fyrsta þolraunin fyrir mina bjög- uðu ensku. Þegar þetta er útskýrt ög í Ijós kemur að hvorki Jóhann- esdóttir, Bjarnason, Bjarnadóttir né Guðleifsson eru á skrá hjá Int- erpol eða CIA er okkur sleppt inn í land frelsisins, Bandarikin. Þar dvöldum við þá aðeins einn klukkutíma, héldum síðan flug- leiðis til Kanada, fyrst til Mon- treol, siðan til Ottawa, samtals um klukkutima flug. Enda þótt við flygjum i 5 tima frá íslandi til Ameriku, þá var klukkan það sama við komu til New York eins og h ún var við brottförfrá Keflavík, vegnaþess að við flugum sólarsinnis. Þetta varð því lengsti dagur leiðarinnar. Freistandi hefði verið að halda áfram og hafa alltaf sama klukkulimann, maður hefði lík- lega hœtt að eldast. Enn skemmti- legra hefði verið að fara hraðar, býsna mikið Itraðar, því eins og allir vita sem skilja afstœðiskenn- inguna hans Einsteins heitins, þá œtti maður að yngjast. Gaman vœri að koma aftur heim svona níu ára og fara i snú-snú, fimmaura- hark eða bimbirimbirimbamm. Minning Margrét Gunnarsdóttir Fædd 17. des. 1893 — Dáin 19. janúar 1980 Margrét Gunnarsdóttir er látin. Ég kynntist henni fyrst, þegar ég kom hingað til Akureyrar árið 1959 og gekk í Zontaklúbbinn, þar sem Margrét var ein af duglegustu og ágætustu Zontakonum. Við urðum fljótt vinkonur og síðan hefur aldrei neinn skuggi fallið á þá vin- áttu okkar. Margrét var traustur og góður vinur, sem ég aldrei gleymi. Hún var glæsileg og höfðingleg kona, gáfuð og skemmtileg, hjálp- söm og gestrisin. Ég heimsótti þau oft hjónin, Bjarna Halldórsson og Margréti og Gísla son þeirra á hinu fagra og ágæta heimili þeirra á Bjarmastíg 15. Það varyndislegt að koma til þeirra allra. Oft áttum við góðar og glaðar stundir saman, við fagurlega dúkað borð eða fyrir framan sjónvarpið hans Gísla. Ef eitthvað amaði að mér, fór ég oft í Bjarmastíg 15 og ævinlega fór ég þaðan glaðari en ég kom. — Margrét var ágæt húsmóðir og móðir og allt lék í höndunum á henni. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Og hún gat búið til blóm, sem litu út alveg eins og þau væru lifandi. Margrét skreytti kist- ur þriggja látinna ástvina minna og fyrir það er ég þakklát. Ég ætla ekki hér að rekja æfiferil Margrétar Gunnarsdóttur, aðeins þakka fyrir allt hið góða og glaða, sem hún gaf mér, á meðan við átt- um leið saman. Ég kom seinast til Margrétar þar sem hún lá veik á Kristneshæli. Hún var þá glöð og hress. Þá voru í heimsókn hjá henni tengdadóttir hennar og sonardóttir með nýjasta sprotann á ættar- meiðnum, litla stúlku. Margréti þótti vænt um að fá að sjá litlu stúlkuna, enda lét Margrét sér ákaflega annt um alla ættmenn sína og vildi allt fyrir þá gera. — Þegar ég sat þarna hjá Margréti datt mér ekki í hug að þetta væri í síðasta sinn, sem við værum saman. Nú er Margrét horfin, en minning- in lifir um ágæta konu, sem öllum vildi gott gera og notaði krafta sína til að hjálpa og styrkja ástvini sína. Ég bið guð að gefa Margréti sinn kærleika, sína gleði og sinn frið. Öllum ástvinum Margrétar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Hólmfríður Jónsdóttir. * Látin er gömul og góð vinkona mín, frú Margrét Gunnarsdóttir, Bjarmastíg 15 hér í bæ. Lést hún í Fjórðungssjúkrahúsinu 19. þ.m. Hafði átt við vanheilsu að striða síðustu mánuðina. Aldurinn var líka orðinn hár, komin á 87. árið. Fædd 17. des. 1893. Margrét var ekkja Bjarna Halldórssonar, skrif- stofustjóra Rafveitu Akureyrar. Áttu þau fjögur börn. Elst er Val- gerður (Valgý) sem gift er enskum merkismanni, Ernest Gould. Búa þau nú í Canberra í Ástralíu. Þar rekur hann eigið fyrirtæki. Fóru þau til Ástralíu, er hann réðist sem æðsti maður menntamála í ástr- alska hernum. Eiga þau þrjú börn, tvo syni og dóttur, nú uppkomið fólk. Sigurbjörn er næstelstur, er hann skrifstofustjóri hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri. Kona hans er Axelína Stefánsdóttir. Eiga þau fjögur börn. Axelína reyndist Margréti sem bezta dóttir. Lóa Að- albjörg er gift Geir Jóelssyni, kaupmanni í Hafnarfirði. Eiga þau þrjú börn. Yngstur er Gísli. Bjó hann með móður sinni alla tíð í gamla fallega heimilinu á Bjarma- stíg 15. Bróðurscnur Margrétar hefir í ágætri grein í Morgunblaðinu, 26. þ.m. gert grein fyrir uppruna og fyrri árum Margrétar, svo óþarft er að endurtaka það hér. f gamla daga í Reykjavik þekkti ég Margréti lít- ilsháttar, áður en hún giftist og flutti með manni sínum vestur á Arngerðareyri, þar sem hann tók við verzlunarstjórastarfi. En er ég fluttist aftur til Akureyrar 1937, voru þau komin hingað. Urðu þá kynni okkar meiri og nánari. Margrét var mikil myndarkona bæði í sjón og raun, handlagin og listfeng. Var hún t.d. meistari í að búa til gerfiblóm og ýmiskonar skreytingar ( með lifandi blómum ef þau voru fáanleg), þ.á.m. í kirkjunni, t.d. við jarðarfarir, og kistur skreytti hún fagurlega. Sömuleiðis við ýmis önnur tæki- færi. Sem blómaskreyti var henni boðið að gerast félagi í Zonta- klúbbi Akureyrar, sem hún þáði. Var hún stallari klúbbsins í mörg ár, með sóma. Þegar klúbburinn eignaðist „gamla Davíðshúsið," (þar sem séra Jón Sveinsson, k’imu erbezt Fyrsta bókatilboð mánaðarins fylgir með janúar-hefti Heima er bezt. Bókaklúbbur Heima er bezt: Þrjár bækur fyrir 5000 krónur TlMARITIÐ Heima er bezt á Akureyri hefur hleypt af stokk- unum bókaklúbbi, þar sem þátt- takendum er gefinn kostur á að kaupa bækur fyrir ótrúlega lágt verð, þrjár bækur er boðnar saman fyrir aðeins fimm þúsund krónur. Allir áskrifendur Heima er bezt eru meðlimir í bókaklúbbnum og gefst þeim kostur á þvi mánaðar- lega að kaupa bækur á sérstöku til- boðsverði. f janúarhefti tímaritsins er bókatilboð fyrir febrúar kynnt, en það er verkið, „Einu sinni var“ eftir Sæmund Dúason í þremur bindum. Þetta eru endurminningar íslensks alþýðumanns, sem sjálfur lifði hina gömlu tíma á meðan bjargræðisvegir fólksins í landinu og dagleg störf höfðu ekki tekið nema óverulegum breytingum frá því sem við höfum elstar sagnir um. Erlendis hafa bókaklúbbar mjög rutt sér til rúms, enda er þetta þægilegur máti til að eignast gott bókasafn. Meðlimirnir kynna sér bækurnar í sérstökum kynningar- blöðum sem gefin eru út af klúbbnum og geta skoðað málið í Nonni, hafði átt heima sem dreng- ur) og þar komið upp Nonnasafni, vann Margrét ásamt frú Gunnhildi Ryel það ágæta starf, að mynda gamla heimilið í norðurhluta húss- ins og á loftinu. f suðurstofunni (og síðar í skálanum) er bóka- og myndasafnið, eins og kunnugt er. Það verk var unnið af öðrum. En gamla heimilið er enn eins og þær gengu frá því. Fyrir þessi vel unnu störf eru Margréti hér með færðar þakkir frá Zontaklúbbi Akureyrar. í haust vildi þannig til, að ég var nokkra daga í Fjórðungssjúkra- húsinu á sama tíma og vinkona mín Margrét. Var hún þá svo hress, að hún var talsvert á stjái síðari hluta dagsins og vorum við þá mikið saman, mér til mikillar gleði. Við vorum látnar fara þaðan sama dag, 15. október, ég heim til mín, en Margrét fór fram í Kristneshæli. Fékk hún þar lítið sérherbergi og leið þar mjög vel. En í desember fékk hún hjartaáfall og var í skyndi flutt á Fjórðungssjúkrahúsið. Þann 17. desember, á afmæli hennar, var hún þar enn. Sá ég hana þá í síðasta sinn. Aftur fór hún fram i hæli og virtist líða vel. En svo kom annað hjartaáfall. Það var hennar síðasta. Guð blessi þig gamla góða vin- kona, á nýjum leiðum. Ég votta fjölskyldunni einlæga samúð mína. Akureyri, 28. janúar 1980 Ragnheiður O. Björnsson. rólegheitum heima hjá sér. Nokkur ár eru síðan slík starfsemi hófst í Reykjavík, en þar fylgir sá böggull skammrifi að meðlimir klúbbsins eru skuldbundnir til að kaupa fjór- ar bækur á ári. Aftur á móti fylgja því engar skuldbindingar, að vera meðlimur í bókaklúbbi Heima er bezt, aðrar en þær að vera áskrif- andi að tímaritinu. Allar bækur sem boðnar eru í bókaklúbbi Heima er bezt eru ófá- anlegar í bókaverslunum. Við spurðum Guðbrand Magnússon blaðamann hjá Heima er bezt hvert framhaldið yrði með þessa starfsemi. Hann sagði að næsta bókatilboð klúbbsins væri „Nói bátasmiður" eftir Erling Davíðsson og „Bankahneykslið“ eftir Arthur Hailey, en mynd sú sem sýnd var í sjónvarpinu undir nafninu Seðlaspil er gerð eftir þessari bók. Verða þær seldar sam- an fyrir 5000 krónur. Þar á eftir verða tvær bækur boðnar saman sömuleiðis á 5000 krónur. Þær eru „Um margt að spjalla“ eftir Valgeir Sigurðsson og „Maðurinn frá Moskvu“ eftir Greville Wynne. í þeirri fyrri eru 15 viðtalsþættir við merka núlifandi fslendinga en í hinni síðari einstaklega sérstæð og spennandi njósnasaga. — Eins og allir sjá, sagði Guð- brandur, þá er verið hlægilega lágt, t.d. er verðið á hverju bindi bók- anna í febrúar rúmar 1600 krónur. Til samanburðar má geta þess að venjuleg bók kostaði ný fyrir jólin tæpar tíu þúsund krónur. Afengisvarnar- nefndir álykta Á AÐALFUNDI Félags áfengis- varnanefnda við Eyjafjörð, sem haldinn var á Akureyri 20. janúar síðastliðinn, voru samþykktar eftirfarandi tillögur: 1. Fundurinn varar alvarlega við hugmyndum, sem fram hafa komið, um að heimila ferða- mönnum, sem til landsins koma, innflutning tiltekins magns af áfengu öli. Vekur fundurinn athygli á að nefndar hugmyndir ganga þvert á yfirlýsta stefnu stjórn- valda í áfengismálum. 2. Fundurinn flytur Erlingi Davíðssyni, ritstjóra, bestu þakkir fyrir stuðnings hans við bindindismálið í blaðinu „Degi“ á undanförnum áratugum. 3. Fundurinn beinir því til áfengisvarnaráðs að það beiti sér fyrir að bannaður verði innflutningur á bruggtækjum og bruggefnum. Punkta mótá Húsa- vík Skömmu fyrir jól bauð stjórn kanttspyrnudeildar KA öll- afhenti ungum knattspyrnumönnum viðurkenningar. A um yngri keppendum til fundar f Lundarskóla. Þar voru þessari mynd sést hann afhenda Sigrúnu Sævarsdóttur kjörnir bestu knattspyrnumenn viðkomandi flokka og viðurkenningu sem besti knattspyrnumaður sýndar voru kvikmyndir o.fl. Elmar Geirsson fyrirliði kvennaflokks. meistaraflokks KA og knattspyrnumaður Akureyrar 1979, Hörkuleikir í handbolta Ólafsfirðingar sigurvissir PUNKTAMÓT í norræn- um greinum skíðaíþróttar- innar var haldið á Siglufirði um helgina. Ólafsfirðingar voru í sérflokki á þessu móti, en þeir sigruðu bæði í göngu og stökki. Haukur Sigurðsson sigraði örugg- lega í 15 km gömgu full- orðinna á 48.00 mín. Annar varð Ingólfur Jónsson Reykjavík og þriðji Þröstur Jóhannsson ísafirði. Gottlieb Konráðsson Ólafsfirði sigraði í göngu 17- 19 ára, og Finnur V. Gunn- arsson Ólafsfirði í flokki 15-16 ára. í flokki 13-14 ára sigraði Axel Ásgeirsson Ólafsfirði. Enginn stóð Birni Þór Ólafs- syni á sporði í stökki í fullorð- insflokki, en í stökki í yngri flokknum sigraði Haukur Hilmarsson, sem er að sjálf- sögðu frá Ólafsfirði. Stórsvig karla. 1. Sigurður Jónsson í. 112.15 2. Einar V. Kristjánsson 1. 114.90 3. Björn Olgeirsson H. 115.07 4. Haukur Jóhannsson A. 115.58 5. Bjarni Sigurðsson H. 116.02 6. Valdemar Birgisson 1. 116.48 7. Björn Víkingsson A. 116.72 8. Tómas Leifsson A. 118.66 Stórsvig kvenna. 1. Steinunn Sæmundsd. R. 96.21 2. Ásdís Alferðsdóttir R. 97.10 3. Nanna Leifsdóttir A. 98.34 4. Ása H. Sæmundsd. R. 100.06 5. 'Halldóra Björnsd. R. 100.98 6. Hrefna Magnúsdóttir A. 101.99 7. Ásta Ásmundsdóttir A. 112.72 ÞAÐ er mikið í húfi fyrir Akureyrarfélögin Þór og KA í handbolta um helg- ina. Bæði liðin keppa á útivelli og leika bæði tvo Ieiki. KA verður í barátt- unni um efstu sætin, en KA menn leika leika við Þrótt og Ármann, en öll þessi lið eru svipuð að styrkleika þannig að búast má við spennandi keppni. Sennilega verður þarna einnig um að ræða úrslit deildarinnar, því ef KA vinnur þessa leiki, eru þeir komnir yfir erfiðasta hjallann í deildinni. í heimaleikjum sínum unnu þeir Þrótt með einu marki og gerðu jafntefli við Ármann. Þeir Friðjón Jónsson og Ármann Sverrisson sem fyrr í vetur kepptu með liði HK, og hafa nú gengið til liðs við sitt gamla félag, keppa með KA í þessum leik og koma þeir til með að auka breidd liðsins til muna. Þórsarar keppa við Vest- manneyjarliðin Þór og Tý, en þar verður um botnbar- áttu að ræða. Þórsarar verða helst að vinna báða þessa leiki ef þeir ætla að forða sér úr fallhættunni. Það eru „Eyja-Þór“ og Þór Akureyri sem vermá botn deildarinnar, þannig að leikir þessara aðila verða erfiðir og ekkert gefið eftir. Það er erfitt að leika í Vest- manneyjum, því þar mæta 500 til 600 manns á hvern leik og hvetja heimamenn KA - Þróttur - Ármann óspart. Vonandi tekst Akur- eyrarliðunum að ná fullu húsi stiga í þessum leikjum, og fylgja þeim óskir íþróttasíðunnar. Þór - Týr - Þór FYRSTA punktamót vetrar- ins í alpagreinum fór fram á Húsavík um helgina. Fjöldi keppenda var mættur til leiks, veður var gott báða dagana. Úrslit urðu þessi. Svig karla. 1. Sigurður Jónsson 1. 91.64 2. Björn Olgeirsson H. 93.20 3. Haukur Jóhannsson A. 95.76 4. Tómas Leifsson A. 96.08 5. Valdimar Birgisson í. 97.83 6. Ólafur Harðarson A. 97.84 Svig kvenna. 1. Steinunn Sæmundsd. R. 78.70 2. Nanna Leifsdóttir A. 81.48 3. Ásdis Alfreðsdóttir R. 81.64 4. Halldóra Björnsd. R. 83.11 5. Ása H. Sæmundsdóttir R. 84.39 6. Hrefna Magnúsdóttir A. 91.14 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.