Dagur - 04.03.1980, Side 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LXIII. árgangur Akureyri, þriðjudagur 4. mars 1980 I5Í1 tölublað
Útflufningsiðnaðurinn:
Þarf 15 til 20%
gengisfellingu ?
GÍFURLEGIR erfiðleikar eru
nú í útflutningsiðnaðinum og
viðbúið að smærri fyrirtæki
stöðvist þá og þegar, ef ekki
verður bætt úr. Fjögur ráðu-
neyti eru nú með þetta mál til
umfjöllunar og það verður tek-
ið sérstaklega fyrir á ríkisstjóm
arfundi á fimmtudag, að sögn
Hjartar Eiríkssonar, framkv.stj.
Iðnaðardeildar Sambandsins.
Hjörtur sagði í viðtali við Dag,
að málið væri í rauninni mjög
einfalt og til að lýsa vandanum
væri nóg að benda á, að á síðasta
ári hafi rekstrarkostnaður útflutn-
ingsiðnaðarins hækkað um 55-60
prósent, á meðan verð á útflutn-
ingsvörunum hækkaði ekki nema
um 24-25 prósent. Ástandið væri
nú þannig í ullariðnaðinum t.d.,
að fyrstu tvo mánuði ársins hafi
verið 5% tap þrátt fyrir það, að
nýlega væri búið að gera verð-
samninga fyrir allt þetta ár. Búast
mætti við 10-12% tapi í mars.
Markaðirnir væru góðir og verðið
væri út af fyrir sig gott, enda
hefði það hækkað um 13 prósent
að jafnaði frá því í fyrra. Hjörtur
sagði, að þetta dygði hins vegar
ekki til, þar sem verðbólgan væri
svo gífurleg og stjórnvöld hefðu
ekki viðurkennt þá gengisfell-
ingu, sem þegar væri orðin í
raun, sem væri 15-20%.
Hjörtur sagði, að fjöldi fyrir-
tækja í ullariðnaði, og reyndar
öðrum greinum útflutningsiðnað-
arins, væru nú á barmi gjaldþrots.
Hann sagði að allt það starf, sem
færi í að bjarga hlutunum frá
degi til dags, ylli í raun miklum
samdrætti í iðnaðinum, þar sent
ekki væri hægt að gera neinar
raunhæfar framtíðaráætlanir. —
Hjörtur sagði að lokum, að lík-
lega hefði ástandið aldrei verið
eins diikkt og einmitt núna og nú
virtist, sem verðbólgan væri end-
anlega að gera út af við atvinnu-
reksturinn í landinu.
Veiðiferðin
frumsýnd f
Borgarbíói
KVIKMYNDIN „Veiðiferðin"
verður frumsýnd i Borgarbíói 8.
mars, en á sama tíma verður
hún jafnframt sýnd í Austur-
bæjarbíói í Reykjavík. Myndin
var tekin á Þingvöllum sl. sutn-
ar og er fyrir alla fjölskylduna.
Andrés Indriðason skrifaði hand
rit og leikstýrði myndinni, en
Gísli Gestsson annaðist kvik-
myndatöku.
1 kvöld sýnir Borgarbíó dans-
og söngvamyndina „Galdrakarl-
inn frá Oz“. Meðal leikenda er
söngkonan víðfræga, Diana
Ross, sem öðlaðist heimsfrægð á
sínum tíma með söngflokknum
„The Supremes".
Iðunn formaður
Myndhópsins
LAUGARDAGINN 9. febrúar
sl. var aðalfundur Myndhópsins
á Akureyri haldinn. Á dagskrá
voru venjuleg aðalfundarstörf.
Kosið var í stjórn og nefndir.
í stjórn voru kosin: Formaður
Iðunn Ágústsdóttir, ritari Hörð-
ur Jörundsson, gjaldkeri Úlla
Árdal, meðstjórnendur Guð-
mundur Ármann og Sigurður
Randversson.
Á fundinum var ákveðið, að
félagið stuðlaði að sýningu á
verkum Sigurðar Arnar Brynj-
ólfssonar, hér á Akureyri. Til
umræðu kom, að Myndhópur-
inn efndi til vorsýninga, auk
haustsýninganna, en þær hefur
hópurinn haldið tvö sl. haust.
Fundir með
þingmönnum
UM næstu helgi verða þing-
menn Framsóknarflokksins
með almenna fundi í Tjarnar-
borg, Ólafsfirði, föstudagskvöld
kl. 21, í Víkurröst, Dalvík, laug-
ardag kl. 14.30 og á Hótel Varð-
borg, Akureyri, sunnudaginn
kl. 15.00.
Gætu framleitt
50 einbýlishús
Ný tæki við
mjölþurrkun
Engin mengun og 50% orkusparnaður
EINS OG skýrt var frá í Degi
fyrir rúmum mánuði, fóru Pét-
ur Antonsson, forstjóri Krossa-
nesverksmiðjunnar, og Gunnar
Ólafsson, forstjóri Fiskiðjunnar
í Keflavík, til Bandaríkjanna,
ásamt Pétri Valdimarssyni,
tæknifræðingi, til þess að kynna
sér nýja gerð af tækjum til
þurrkunar á mjöli, en sá síðast-
nefndi er umboðsmaður fyrir
þessi tæki í Norður-Evrópu.
Pétur Antonsson sagði í viðtali
við DAG, að nú væri beðið eftir
teikningum og verðtilboði, sem
Pétur skoðar vélar á sýningu
vestur í Bandaríkjunum.
kæmi líklega um miðjan mars.
Búast má við að ákvörðun um
mengunartæki verði tekin á- þessu
ári.
Að sögn Péturs Valdimarssonar,
er hér um að ræða nýja tækni við
þurrkun á mjöli og öðrum efn-
um, auk þess, sem engin mengun
á að vera samfara þessari nýju að-
ferð og mjölið verður mun betra,
þar sem meira verður af eggja-
hvítuefnum í því. í stað venju-
legs þurrkara, er þrýstilofti dælt
af miklu afli í skeifulaga rör, og
myndast þá hátíðnihljóðsveiflur,
en þær aðskilja vatn frá þurrefn-
inu. Vegna þess hve þessi aðferð
er skjótvirk og hráefnið hitnar
ekki nema í 65 gráður, brennur
það aldrei. Eggjahvítuefni og
önnur efni, sem þola illa hita s.s.
vítamín, verða því nær óskert og
5% meiri en við gufuþurrkun, að
því er talið er. Miðað við að verk
smiðjurnar séu í gangi allan sól-
arhringinn, er orkusparnaður allt
að 50%, og munar um minna
Mengun samfara þessari þurrk-
un er engin, því það eina sem
fer út um reykháf er hrein vatns-
gufa, sem einnig er hægt að losna
við með kælingu. Miðað við af-
köst Krossanesverksmiðjunnar
þyrfti þrjár einingar, sem tækju
minna pláss en núverandi þurrk-
tæki og væru að líkindum talsvert
ódýrari en mengunartæki. Ef þessi
tæki yrðu sett upp í verksmiðjum
hér á landi, væri unnt að smíða
stærstu hlutina í þau hér heima.
Eins og áður sagði, eru meng-
unarmál Krossanesverksmiðjunn-
ar nú í athugun og til greina get-
ur komið, að fjárfesta í þessum
tækjum, en allt er þó óvíst um
það ennþá. Pétur Valdimarsson
mun kynna þessa nýju tækni for-
ráðamönnum Rannsóknastofnun-
ar fiskiðnaðarins og Fistifélagsins
INNAN SKAMMS verður stofn
að samvinnufyrirtæki með
hlutafélagssniði á Húsavík. Til-
gangur félagsins er að fram-
leiði hús úr steyptum eining-
um. í athugun er kaup á véla-
samstæðu, sem gæti framleitt
allt að 50 einbýlishúsum á ári
hverju, en samstæðan verður
ekki eingöngu í slíkri fram-
leiðslu heldur líka til að fram-
leiða stöðluð útihús fyrir bænd-
ur. Auk þess mun fyrirtækið
framleiða ýmiskonar hluti úr
steinsteypu s.s. hellur og fleira.
Það eru þeir Helgi Vigfússon,
Örn Jóhannsson og Sveinbjöm
Magnússon sem hafa haft allan
veg og vanda að undirbúningi
málsins.
Orn Jóhannsson, múrarameist-
ari, sagði í viðtali við DAG að
þeir félagar teldu mikinn markað
vera fyrir einingahús úr stein-
steypu og ýmislegt annað úr
steini. „Með þeirri tækni sem nú
er að koma á markaðinn í sam-
bandi við steinsteypu eru mögu-
leikarnir óendanlegir. Þar sem
trjáviður er að ganga til þurrðar
hafa farið fram rannsóknir á notk
unarmöguleikum steinsteypu og
gefa þær góðar vonir," sagði Örn.
„Við ætlum að taka til starfa
strax í vor og framleiða hús og
reisa í sumar," sagði Örn. „Hve
margir geta fengið atvinnu er
ekki ljóst, en til að byrja með
yrðu það 5-10 manns. Annars er
það hugmyndin að eigendur fyrir
tækisins séu starfsmenn þess um
leið. Þetta verður samvinnufélag
i hlutafélagsformi, en Jrað hefur
sýnt sig á Húsavík að þannig eru
þau fyrirtæki sem hafa skilað
bestum árangri."
„Markaður er fyrir hendi. Það
er alveg klárt. Menn verða alltaf
að byggja yfir sig,“ sagði Örn að
lokum.
12% útsvar
NÚ ER talið nær fullvíst,
að ríkisstjórnin muni leggja
fram frumvarp um það, að
sveitarfélögunum verði
heimilað að leggja á útsvar
allt að 12%, í stað 11% há-
marks sem verið hefur.
Sveitarfélög hafa kvartað
mjög yfir rýrnandi tekju-
stofnum vegna verðbólg-
unnar og er 12. prósentu-
stigið hugsað sem eins kon-
ar verðbótaþáttur. Talið er
fullvíst að Akureyrarbær
muni nýta sér þessa heim-
ild, enda munu bæjarfull-
trúar allra flokka hafa lýst
því yfir við fyrstu umræðu
fjárhagsáætlunar að mikil
þörf væri fyrir hækkun
tekjustofna.