Dagur - 04.03.1980, Qupperneq 8
DAGTJR
Akureyri, þriðjudagur 4. mars 1980
Bílasalan, Stórholti 1:
Ekki leyfi á
þessum stað
Þrjár af fimm bílasölum i bænum
hafa starfsleyfi
EINS OG fram kom í síðasta blaði hefur byggingafulltrúa
og skipulagsstjóra verið falið að stöðva starfsemi Bílasölunn-
ar í Stórholti 1 og um leið á notkun svæðisins austan Hörg-
árbrautar og sunnan Undirhlíðar. Bílasalan hefur aðsetur
í fyrrgreindu húsnæði og notar lóð bæjarins fyrir bíla í
Floti eigulegra farartækja á græna svæðinu og leikvellinum.
Mynd: áþ.
sölu.
Eigandi bílasölunnar kom að
máli við DAG og upplýsti að
hann myndi vera eini bílasalinn
á Akureyri sem hefði fulla heim-
ild til að stunda bílasölu samkv.
lögum frá sl. vori. Máli sxnu til
sönnunnar sýndi hann bréf frá
bæjarfógeta jtar scm eigandanum
er veitt leyfi til að reka sölu með
notaða lausafjármuni að Stór-
holti 1.
Blaðið fékk jtær upplýsingar
hjá byggingafulltrúa að bæjar-
fógeti gæti ekki gefið leyfi til
breyttrar notkunar bygginga.
„Hann (bílasalinn) hefur ekkert
leyfi til að reka bílasölu á þessum
stað samkvæmt byggingareglu-
gerð," sagði Jón Geir Agústsson.
„Það er ekki heimilt að breyta
um notkun húsnæðis nema með
leyfi og samþykki bygginganefnda
viðkomandi sveitarfélags.“
Samkvæmt ^upplýsingum frá
bæjarfógetaembættinu hafa þrjár
Fjórðungssamband Norðlendinga:
Stei nu I larverksm ið ja
rísi á Sauðárkróki
Harmar vinnubrögð Iðnaðarráðuneytisins
Fjórðungssamband Norðlend-
inga hefur nú lýst yfir fullum
stuðningi við þær hugmyndir,
að steinullarverksmiðja rísi á
Sauðárkróki. Það krefst þess að
frumkvæði Skagfirðinga verði
metið að fullu og harmar þau
vinnubrögð Iðnaðarráðuneytis-
ins, að dreifa mikilvægum gögn-
um og upplýsingum á við-
kvæmu stigi málsins, til hvers
þess aðila, sem sýni því áhuga.
Ályktun j>essa efnis var sam-
jtykkt á sameiginlégum fundi
fjórðungsráðs og iðnþróunar-
nefndar, sem haldinn var á Sauð-
árkróki 27. febrúar sl. Ályktun
Fjórðungssambandsins hljóðar
svo:
„Fjórðungssamband Norðlend-
inga styður frumkvæði og fram-
tak Skagfirðinga við þróun ný-
iðnaðar, sem nú hefur leitt til
þess að álitlegt jrykir að stofnsetja
steinullarverksmiðju á Sauðár-
króki.
Fjórðungssambandið h e f u r
fylgst með og stutt þetta mál frá
upphafi cg jafnframt hvatt önnur
byggðalög til iðnjrróunar. Fjórð-
ungssambandið krefst jiess, að
frumkvæði Skagfirðinga verði
metið að fullu í þessu máli og
telur ekki fýsilegt fyrir aðila að
leggja í mikla vinnu og kostnað
við athugun og undirbúning ný-
iðnaðar, ef þeir eiga á hættu að
verkefnið verði tekið úr þeirra
höndum, þegar sýnt hefur verið
fram á hagkvæmni þess.
Fjórðungssambandið harmar
þau vinnubrögð iðnaðarráðuneyt-
isins, að dreifa mikilvægum gögn-
um og upplýsingum á viðkvæmu
stigi málsins, til hvers þess aðila,
sem sýnir því áhuga.
42 myndir seldust fyrsta daginn
Úlfur Ragnarsson opnaði málverkasýningu í Gallerý Háhól á
laugardaginn. Um 500 manns voru við opnunina og má því
segja, að byrlegar sé nú farið að blása fyrir Gallerýið, eftir
mikla deyfð í aðsókn og sölu undanfarið. Opnunardaginn seld-
ust 42 myndir, en á sýningunni eru 70 verk. Á meðfylgjandi
mynd er Úlfur við nýjustu mynd sína, „Suðvestan rok“, sem
máluð var undir stýri á Lödu-bifreið 25. febrúar s.l., en þann
dag gekk mikið óveður yfir landið, sem síðar kom í ljós að
olli mannskaða. Sýningin er opin kl. 20—22 virka daga og 15—
22 næstkomandi Iaugardag og sunnudag, og eru það síðustu
sýningardagamir. Mynd: h.s.
Fjórðungssambandið leggur
þunga áherslu á, að iðnfyrirtækj-
um sem reka má á rekstrarlega og
þjóðhagslega hagkvæman hátt á
landsbyggðinni, verði valinn þar
staður.
Fjórðungssambandið hvetur
sveitarfélög, fyrirtæki og einstakl-
inga á Norðurlandi til að styðja
þetta mál með hlutafé, verði þess
óskað. Jafnframt beinir Fjórðungs
sambandið því til jringmanna
Norðurlandskjördæmanna, að
þeir styðji þetta mál.
Fjórðungssambandið metur
stuðning sunnlenskra sveitarfé-
laga við rannsóknir íslenskra jarð-
efna og hagnýtingu Hekluvikurs
til iðnaðarframleiðslu."
Allir eru
þeir eins
Grenivík 29. febrúar
LEIKFÉLAGIÐ er búið að sýna
leikritið „Allir eru þeir eins“,
8 sinnum við góðar undirtektir
og aðsókn. Búið er að sýna 3
sinnum hér hcima og leikar-
arnir fóru til Blönduóss, Hofs-
óss og Stóru-Tjarna.
Búið er að ákveða að sýna ann-
að kvöld í Ljósvetningabúð. Síð-
ar verður farið á fleiri staði, en
ekki hefur verið ákveðið hvert
verður haldið. Að lokum verður
ein sýning hér á Grenivík.
í jiessu risjótta tíðarfari er sjó-
sókn ákaflega erfið og bátarnir
komast ekki á sjó nema öðru
hvoru. Þeir kornu að í gærkveldi
með 3ja nátta fisk og litlu bát-
arnir komast varla út.
Um helgina verður Kvenfélagið
Hlín með námskeið í púðasaumi.
Kvenfélagasamband S.-Þing. er að
fara af stað með spurningakeppni
og ágóðinn rennur til elliheimil-
isins á Húsavík. Fyrsta keppnin
verður í Skjólbrekku annað
kvöld. Þá leiða saman hesta sina
konur úr Hlín og kvenfélagi í
Mývatnssveit. P. A.
bílasölur á Akureyri starfsleyfi —
þ.e. bílasalan í Stórholti 1, Bíla-
sala Norðurlands og Bílasalinn.
Tvær aðrar bílasölur, sem eru í
bxnurn, hafa enn ekki fengið
starfsleyfi. Það má benda á að í
einhverjum tilvikum munu aðrar
bílasölur en í Stórholti 1 nota
land bæjarins undir bíla i sölu
cg væri jrví e.t.v. ástæða til fyrir
bæjaryfirvöld að láta bílasölurnar
njóta jafnræðis í Jressu sambandi.
Mýsnar átu 59
súkkulaðimola
EFTIRFARANDI atburður
gerðist að vísu fyrir jól, en
hefur hvergi komið á prent
svo vitað sé. Aðfararnótt 18.
desember s.l. var mikill músa-
gangur á skrifstofu forstöðu-
konu barnadagheimilisins á
Húsavík og átu mýsnar stóran
hluta af jólasælgæti bamanna,
nánar tiltekið 59 súkkulaði-
bita.
Forstöðukonan var eins og
gefur að skiljan lítt hrifin al
missi sælgætisins og enn minna
hrifin af þessum ferfættu gest-
um er ruddust þarna inn í
óþökk allra.
Brá hún við skjótt og hringdi
í heilbrigðisfulltrúa sem hafði
samband við Arnvið meindýra-
eyði, sem brá við skjótt og eitr-
aði fyrir músunum seinnipart
18. desember og aftur á gamlárs-
dag. Árangurinn er ekki kom-
inn í ljós.
Heilbrigðisfulltrúinn hefur, á
fundi í heilbrigðisnefnd, bent á
að barnadagheimilið væri léleg
bygging og nánast óhæf sem
geymslustaður barna og svo er
það gisið að það er ekki hægt
að gera músahelt nema með
ærnum tilkostnaði.
Sem betur fer er nýtt barna-
dgheimili og leikskóli í bygg-
ingu á Húsavík og samkvæmt
upplýsingum sem DAGUR afl-
aði sér þaðan verða 2/3 hlutar
hússins tilbúnir til notkunar í
sumar. Með tilkomu nýja húss-
ins verður gamla húsið yfirgefið.
Eflaust munu mýsnar fá það til
búsetu og vonandi lætur Arn-
viður þær í íriði eftir það.
• Skipulagsmál
í brennidepli
Um næstu helgi verður
haldinn borgarfundur um
skipulagsmél é Akureyri.
Þar verður eflaust gerð
grein fyrir í hverju hið
nýja deiliskipulag miðbæj
arins er fólgið og eftir
þann fund endurskoða
bæjarfulltrúarnir e. t. v.
fyrri ákvarðanir og láta
Torfunefsbryggjuna að
mestu i friði. Það getur
nefnilega ekki verið nauð-
synlegt að leggja „hrað-
braut“ í gegn um miðbæ
Akureyrar og sníða svo til
alveg af bænum þau
mannvirki sem hafa sett
hvað mestan svip á hann
til þessa.
• Dýr viðgerð
Ef „friðarsinnar“ fengju
ráðið yrði að gera miklar
endurbætur á bryggjun-
um því kantar eru illa
farnir — t.d. hrundi fylla
úr kantinum austan korn-
vöruskemmunnar fyrir
nokkru. Það er Ijóst að
viðgerðin verður kostnað-
arsöm, en það er líka dýrt
að fleygja þessum brygqj
um, því víst er að það lið-
ur ár og öld áður en ný
hafnarmannvirki verða
reist.
• Af hverju
er deilt?
Þær raddir hafa heyrst að
deilt sé um Torfunefs-
bryggjuna af því að ein-
hverjir vilji láta þögn rikja
um aðrar breytingar sem
gera á samkvæmt skipu-
laginu. Ef menn skoða
skipulagstillögurnar, loka
augunum og hugsa fram
í framtíðina er Akureyri
óþekkjanlegur bær —
e.t.v. fallegri bær, en það
er að sjálfsögðu smekks-
atriði.