Dagur - 27.03.1980, Side 1

Dagur - 27.03.1980, Side 1
Besta kjara- bótin að út- rýma verð- bólgunni Framhaldsaðalfundur Verka- lýðsfélagsins Einingar haldinn 22. mars harmar þá þróun rnála, sem orðið hefur í verðiags- og kjaramálum og stefnir nú öryggi fjölda launafólks í mikla hættu. Á aðalfundi 1979 fagnaði Eining myndun vinstri stjómar, sem hafði sett sér félagsleg markmið sem leiðarljós, og batt miklar vonir við þá stjóm. Þrátt fyrir að sú stjórn kom í framkvæmd mörgum málum til hagsbóta fyrir launafólk, þá hafa samt vonir stórra hluta launþega brugðist gjörsamlega, vegna að- gerðarleysis hennar við verðbólg- una. Verðbólgan sem er versti vágest- ur þess fólks sem minnst má sín, hefur geisað með meiri þunga en nokkru sinni fyrr og ekkert bendir til þess að nokkuð sé gert til að stemma stigu við áframhaldandi framgangi hennar. Ríkisstjómin hefur nú boðað 4—5% kjaraskerðingu í fjárlaga- frumvarpi sínu til viðbótar því sem þegar hefur átt sér stað frá gerð síðustu samninga 1977. Samningar verkalýðsfélaga inn- an A.S.Í. hafa verið lausir frá síð- ustu áramótum, en launafólk hefur beðið með aðgerðir í trausti þess, að þær þjóðfélagsaðgerðir yrðu gerðar sem gerðu kjarabaráttuna auðveldari. Verkalýðsfélagið Eining getur tekið undir þær raddir, að ekki sé nú tími, né aðstæður til almennra grunnkaupshækkana til handa öll- um, en bendir jafnframt réttilega á að hlutur stórra hópa launafólks hefur dregist svo langt aftur út öðmm sambærilegum starfshóp- um, og hlutur þess svo illa kominn, að ekki verður nú lengur við unað, án þess að til komi fullkomin leið- rétting þessu fólki til handa. Því skorar fundurinn á ríkis- stjóm og vinnuveitendur að mæta nú til samningviðræðna með já- kvæðara hugarfari en til þessa, svo útiloka megi það misrétti sem á sér stað í launamálum þessa fólks. Verði hins vegar ekki orðið við þessum óskum fljótlega verður (Framhald á bls. 3). Gunnar og Agnar við komuna til Akureyrar fyrir 42 árum. Skyldum við eiga eftir að eignast svona vél og hafa til sýnis á Akureyri? Vísir að flugminjasafni á Akureyri: Vilja kaupa fertugan Vaco — Af sömu gerð og fyrsta flugvél Flugfélags Akureyrar „Mér er sagt að þetta sé eina vélin í veröldinni. Hún er nú fá- anleg af hreinni tilviljun. Lífið er eintóm tilviljun. Eftir að Flugsögufélagið komst á iagg- irnar, og Ijóst var að þar var mikið af hörkuduglegum mönn- um, þá fór ég að kanna, gegnum vini mina úti, hvort væri nokkurs staðar von um að svona gripur fyndist. Það var talið afar ósennilegt, en allt í einu, í febrúar, komst ég á sporið,“ sagði Agnar Kofoed Hansen flugmálastjóri í samtali við DAG, um hugsanleg kaup á Vaco flugvél í Bandaríkjunum, Slysavarnafélagið: Góðir vinningar Slysavarnafélag fslands fer nú af stað með hið árlega enn happdrætti sitt, sem efnt er til í þeim tilgangi að bæta hag fé- lagsins, efia og treysta starfsemi deildanna um land allt og end- umýja og bæta búnað björgun- arsveitanna, sem gegna iífs- nauðsynlegum störfum á landi og sjó með varðstöðu allan sól- arhringinn árið um kring. Vinningar verða að þessu sinni tuttugu talsins, gagnlegir og skemmtilegir, samtals að verðmæti kr. 10.124.000. Fyrsti vinningur er bíll — Mazda 929 Station Wagon 1980 — annar tvævetra hestur, og síðan 18 hestar af öðru tagi nefnilega reiðhjól og eru þau með 10 gírum og full- komnum öryggisbúnaði. Happdrættismiðarnir flytja að þessu sinni hnitmiðaða fræðslu um blástursaðferðina í máli og mynd- um. Ættu því allir, sem kaupa miðana, að kynna sér þessa björg- unaraðferð, því að vart getur betri lýsingu á henni í stuttu máli en þar er að hafa. Þess má geta að endingu, að gefnir eru út 40.000 miðar og kostar hver kr. 1500. Dregið verður 17. júní. en vél þessi er af sömu tegund og Flugfélag Akureyrar notaði fyrir rúmum 40 árum. Samkvæmt upplýsingum DAGS mun flugvélin kosta um 10 milljónir króna. Þegar er hafin fjársöfnun og mun vera búið að safna a.m.k. helmingi kaupverðsins. Bæði er safnað hér fyrir norðan og fyrir sunn- an. „Víst yrði ég ánægður ef tækist að kaupa vélina. Það má geyma hana í Reykjavík, en ég var að vona að það yrði hægt að geyma hana á Akureyri e.t.v. í gamla flugskýlinu. Það yrði þá norðlenskt „flugmúseum." Ég hugsaði fyrst og fremst um Ak- ureyri, því þar stóð vagga þessa flugtímabils, sem nú hefur haldið áfram.“, sagði Agnar. Annan maí n.k. eru liðin 42 ár síðan Agnar Kofoed Hansen og Gunnar Jónsson (forstjóri Stálhúsgagna) flugu Vaco vél- inni frá Reykjavtk og norður til Akureyrar. Flugferðin tók rúmar tvær klukkustundir. Flugvélin tók 4 farþega og í henni var hvorki sendistöð né siglingatæki. I samtali við DAG í apríl 1978 sagði Agnar Kofoed Han- sen m.a.: „Ef Akureyringar, undir forystu Vilhjálms Þórs, hefðu ekki stofnað Flugfélag Akureyrar eru litlar líkur á að við hefðum getað hafið flug fyrr en eftir heimsstyrjöldina. Þá gátum við hins vegar hafist handa strax og byggt á reynslu íslenskra flugmanna.“ (Framhald á bls. 3). Miðbæjarskipulagið: Athugasemdir Eins og kunnugt er af fréttum DAGS er útrunninn sá tími sem bæjarbúar höfðu til að gera at- hugasemdir við tillögu að deili- skipulagi miðbæjar Akureyrar. Alls bárust athugasemdir um 25 atriði. Auk þess hafa borist at- hugasemdir við tillögu skipu- lagsnefndar að nýju deiliskipu- lagi frá skipulagsstjórn ríkisins, dagsettar í júlí á síðasta ári. Hér á eftir er skrá yfir þá aðila sem hafa gert athuga- semdir 1. Frá eigendum Skipagötu 13. 2. Frá íbúum við Oddeyrargötu. 3. Frá K.E.A. (í mörgum liðum). 4. Frá verkalýðsfélögunum v/hornsins Strandgata/Geisla- gata. 5. Frá eiganda Strandgötu 11. 6. Frá eiganda Bjarmastíg 10 og Hafnarstræti 107B. 7. Undirskriftarlisti með áskorun um að „varðveita hafnarað- stöðn fyrir skip og smábáta við Torfunef“. 8. Frá Guðmundi Sigurðssyni — hugmyndaskissa af bátahöfn. 9. Frá Oddfellowstúku nr. 2, Sjöfn (Brekkugata 14). 10. Frá íbúum við Laxagötu (16 manns). 11. Frá Kaupfélagi verkamanna. 12. Frá Ólafi H. Oddssyni (Höfn — Hraðbraut — Heilsugæslu- stöð). 13. Frá Kristínu Sigfúsdóttur (4 liðir). 14. Frá verslunum í Hafnarstræti 96. 15. Frá Rafni Hjaltalín (varðar höfnina o.fl.). 16. Frá Önnu Kristjánsdóttur (varðar höfn). 17. Frá húseigendum við Hóla- braut. 18. Undirskriftalisti 1862 nöfn, vilja varðveislu Torfunefs- bryggja. 19. Frá eigendum húsa austan Ráðhústorgs og Skipagötu. 20. Frá Brynjólfi Sveinssyni h/f. 21. Frá Jóhanni Ingimarssyni, Ráðhústorgi 7. 22. Frá Náttúruverndarnefnd, vill tjörn í stað uppfyllingar neðan Samkomuhúss (bókun 14. 02. 80). 23. Frá L.Í.Ú. varðandi höfn. 24. Frá eigendum Kaupvangs- strætis 4. 25. Frá Ásgeiri Höskuldssyni (varðar hraðbraut).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.