Dagur - 15.04.1980, Page 1

Dagur - 15.04.1980, Page 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXIII. árgangur Akureyri, þriðjudagur 15. apríl 1980 27. tölublað „Fáránlegt að gjalda fyrir mokafla suðvestanlands“ segir Tryggvi Finnsson, á Húsavík, um stöðvun þorskveiðanna Mikil togstreita er nú komin upp vegna þeirrar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra, að stöðva þorskveiðar í net á há- degi 30. apríl á svæðinu frá Eystra-Homi, vestur og norð- ur um að Bjargtöngum. Hins vegar ákvað ráðuneytið að fresta ákvörðun um stöðvun þorsknetaveiða á Vestfjörð- um, fyrir Norðurlandi og Austurlandi, þar sem bátaafli hafi verið minni á þessu svæði en í fyrra. Á að bíða með ákvörðun þar til séð verður hvernig aflabrögð þróast í aprflmánuði. Stórorðar yfirlýsingar hafa verið gefnar vegna þessa máls. Kristján Ragnarsson hjá LlÚ hefur sagt, að þetta sé ekki fisk- veiðitakmörkun í sjálfu sér, held- ur sé verið að efna til landshluta- stríðs. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands Islands, hef- ur sagt að með þessu sé gengið þvert á vilja hagsmunasamtak- anna. Hins vegar er vitað, að fjölmargir sjómenn og útvegs- menn á landsbyggðinni telja, að um stórlega mismunun verði að ræða, nema þorsknetaveiði við Vestur-, Norður- og Austurland verði leyfð eitthvað fram í maí. — Vertíðin hjá bátunum hefur verið léleg núna og var léleg í fyrra og því finnst okkur ansi hart ef skerða á veiðarnar á grundvelli aflaaukningar, sagði Pétur Már Jónsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði — Fyrstu þrjá mánuði ársins varð afli þeirra átta báta, sem stundað hafa netaveiðar, tæplega 770 lestir. Þetta er svipaður afli á hvern bát og í fyrra, en þá voru fleiri bátar og aflinn fyrstu þrjá mánuðina varð 1146 lestir, sagði Pétur Már. — Nokkrir bátar fóru suður fyrir land, vegna þess hve vertíðin virtist ætla að verða léleg. Mér finnst hins vegar alls engin ástæða til þess, að þeir sem voru fyrir sunnan fái að halda áfram veiðum eftir 30. apríl, frekar en aðrir þeir sem gert hafa góða vertíð, sagði Pétur Már. Hann sagði að um 100 manns á Ólafs- firði hefðu afkomu sína af báta- veiðunum. Tryggvi Finnsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur, sagði að Húsavíkur- bátamir væru nú með heldur slakari afla en í fyrra, en þá hafi vertíðin verið lélegri en menn hafi áður þekkt til. — Mér finnst algjörlega glórulaust að setja allt landið undir sama hatt í þessum efnum og fáránlegt að við skulurn ef til vill þurfa að gjalda fyrir mokafla Suðvestanlands. Vertíðin hér fyr- ir norðan er oft á tíðum best í maímánuði. Hins vegar er oftast farið að draga úr vertíðaraflanum fyrir sunnan í maí. Þetta getur því komið þannig út, að Sunnlend- ingar fái sína mokvertíð, en við enga,-nema okkur verði leyft að veiða eitthvað fram í maí, sagði Tryggvi Finnsson. Flugfélag Norðurlands: Listhúsið: Málverka- uppboð og list- sýningar Óli G. Jóhannsson, Reyni- lundi 5 og Jón G. Sólnes, Bjarkarstíg 4 Akureyri hafa opnað fyrirtæki í Verzlunar- miðstöðinni (Kaupangi) á Akureyri undir nafninu LISTHÚSIÐ s/f, Akureyri. Fyrirtækið mun hafa á boð- stólum allskonar listaverk, listmuni, safnmuni, bækur og fleira. Ennfremur mun fyrir- tækið sjá um listaverkasýn- ingar og leigja húsnæðið undir slíkar sýningar. Ráðgert er að halda á vegum fyrirtækisins opinber uppboð á listaverkum, listmunum, bók- um og ýmsum safnmunum. Uppboðshaldari verður Jón G. Sólnes. Fyrsta málverkauppboðið verður fyrrihluta maímánaðar. Þeir sem kynnu að óska eftir að fela þeim félögum sölu á mál- verkum á uppboði þessu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Óla G. Jóhanns- son í síma 23567 fyrir 3. maí. SÖNG- SVEIT HLtDAR- BÆJAR HELDUR 3 TÓNLEIKA Á skíðum með Andrési Önd og félögum Sjá íþróttasíðu 34 ferðir á viku Sumaráætlanir Flugfélags Norðurlands, Flugfélags Aust- urlands og innanlandsflugs Arnarflugs hefjast á sama tíma og sumaráætlun Flugleiða, þ.e. 1. maí n.k. Ferðatíðni og áfangastaðir félaganna eru sem hér segir: Flugfélag Norðurlands fer 34 ferðir á viku frá Akureyri til 10 áfangastaða, þ.e. til Egilstaða, arflugs frá Reykjavíkurflugvelli eru 22 á viku til níu áfangastaða. Þeir eru Bíldudalur, Blönduós, Flateyri, Gjögur, Hólmavík, Rif, Siglufjörð- ur, Stykkishólmur og Suðureyri. Ferðatíðni félaganna þriggja á hvern stað er frá tveimur flugum á viku í allt að fimm og sex. Skv. ofansögðu og að meðtöldu innanlandsflugi Flugleiða er reglu- bundið áætlunarflug til 31 staðar á landinu. Grímseyjar, Húsavíkur, ísafjarðar, Kópaskers, Mývatns, Raufarhafn- ar, Siglufjarðar, Vopnafjarðar og Þórshafnar. Frá Egilstöðum flýgur Flugfélag Austurlands 18 flug á viku til níu áfangastaða. Þeir eru Akureyri, Bakkafjörður, Borgarfjörður, Breiðdalsvík, Fagurhólsmýri, Hornafjörður, Norðfjörður, Reykjavík og Vopnafjörður. Brottfarir í innanlandsflugi Arn- Næstkomandi fimmtudag hcldur Söngsveit Hlíðarbæjar konscrt í Hlíðarbæ og hefst hann klukkan 21. Þetta er fyrsti konsertinn af þremur sem söngsveitin heldur næstu daga. Annar konsertinn verður í fé- lagsheimilinu Höfðaborg, Hofsósi, laugardaginn 19. apríl og síðasti konsertinn verður á sumardaginn fyrsta í Hlíðarbæ. Konsertarnir hefjast allir á sama tíma. Óliver Kentish, kennari við Tónlistarskólann á Akureyri, er stjórnandi söngsveitarinnar, en hann tók við stjórninni af Sigurði Dements s.l. haust. Undirleikari er Kári Gestsson, sem tók við af Tómasi Jackmann. Sigurður og Tómas höfðu verið með söngsveit- inni frá upphafi. Þetta er fimmta starfsár söngsveitarinnar. Góð af koma Á aðalfundi Sparisjóðs Ólafsfjarð- ar, sem haldinn var fyrir skömmu, kom fram að á síðasta ári var mikil aukning á inneignum viðskiptavina sjóðsins og var afkoma sjóðsins mjög góð. Tekjuafgangur var nær 34 milljónir króna. Landbúnaðarráð- herra kemur á bændaklúbbs- fund Bændaklúbbsfundur verður í Hlíðarbæ mánudaginn 21. apríl og hefst fundurinn klukkan 21. Frummælandi á fundinum verð- ur Pálmi Jónsson, landbúnaðar- ráðherra. Tónlist og Gjörn- ingur í Stóru- tjarnarskóla Næstkomandi föstudag kl. 21 verður tónlist og Gjörningur í Stórutjarnarskóla. Tónlist á efn- isskrá er eftir: Saint-Sáens, Elgar, Schubert og Beethoven ásamt ísl. þjóðlögum. Flytjendur eru: Jonathan Bager þverflauta, blokkflauta, píanó. Hrefna Hjaltadóttir lágfiðla, blokkflauta. Oliver Kentish celló. Eftir hlé verður fluttur Gjörn- ingur eftir Örn nefnist hann: 9999“ )>•••• Frá Gallery Háhól Næsta sýning i Gallery Hóhól verður sýning Gísla Sigurðssonar ritstjóra Lesbókar Morgunblaðs- ins 26. apríl. Frá Listhúsinu Laugardaginn 19. apríl verður opnuð sýning á verkum Steinþórs Marinós Gunnarssonar og dóttur hans Sigrúnar Steinþórsdóttur Eggen. Sýningin verður í List- húsinu s.f. sem er í Kaupangi (Verslunarmiðstöðinni). Steinþór Marinó er bróðir þeirra Benedikts og Veturliða Gunnarss. sem eru þekktir list- málarar og nú í seinni tíð hefur Steinþór haslað sér völl meðal efnilegustu málara. Hann hélt sýningu í Reykjavík nýverið í 1 sýningarsal F.Í.M. (Félag ísl- 1 enskra myndlistarm.) ásamt dótt- | ur sinni og fengu þau góða dóma Sýningin opnar sem fyrr segir 19. apríl kl. 16.00 og stendur til 27. apríl. Opin virka daga kl. | 20.00 til 22.00 og um helgar frá | 16.00 til 22.00.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.