Dagur - 17.04.1980, Blaðsíða 7
Beðið eftir
Godot
eftir Samúel Beckett.
Leikstjóri:
Oddur Björnsson.
Leikmynd:
Magnús Tómasson.
Lýsing:
Ingvar Björnsson.
Frumsýning föstudaginn
18. apríl kl. 20.30.
önnursýning sunnudag-
inn 20. apríl kl. 20.30.
Miðasalan opin á
miðvikudag, fimmtudag
og laugardag frá kl.
16—19 og sýningardaga
frákl. 16—20,30.
Sími24073.
AUGLÝS® í DEGI
Gengið á reka
Sýningar í Freyvangi
föstudag, laugardag og
sunnudag kl. 20.00.
Miðasala í Bókabúð Jón-
asar og við innganginn.
Síðustu sýningar í Frey-
vangi.
Árroðinn og
Leikfélagið.
Nýkomið
Úrval af sumarkjólum.
Ullarjakkar.
Terylenekápur.
Púðafyllingar, margar
stærðir.
Krepsokkar.
Markaðurinn
Hvað
viltu?
AKUREYRARBÆR
Félagsmálaráðgjafi
óskast til starfa frá 1. maí n.k. eða síðar.
Starfsmaður með B.A.-próf í sálfræði eða félags-
fræði frá Háskóla íslands kemur einnig til greina.
Upplýsingar um starfið eru veittar á Félagsmála-
stofnun Akureyrar, Geislagötu 5, sími (96) 25880 kl.
10-12.00. Skriflegum umsóknum skal og beint
þangað hið fyrsta.
Félagsmálastjóri
Lausar kennarastöður.
Allmargar kennarastöður eru lausar til umsóknar
við grunnskóla Akureyrar.
Meðal kennslugreina eru íslenska, erlend tungu-
mál, stærðfræði, raungreinar, tónmenntog íþróttir.
Umsóknarfrestur er til 22. apríl n.k.
Ennfremur eru lausar til umsóknar tvær sérkenn-
arastöður við sérkennsludeild Lundarskóla og
staða hjúkrunarfræðikennara við framhaldsdeildir
Gagnfræðaskóla Akureyrar.
Umsóknarfrestur er til 29. apríl n.k.
Skólanefnd Akureyrar
Útvegsmannafélag
Norðurlands
boðar til fundar að Hótel K.E.A. n.k. sunnudag kl
14.00.
Fundarefni:
Þorskveiðitakmarkanir, fiskverðsákvörðun.
Stjórnin.
Kjarasamningar standa fyrir dyr-
um. Kröfur, hótanir og ncitanir
láta ekki á sér standa. Frekja, til-
litsleysi og heimska vaða uppi. —
Við sáum og heyrðum í „Víðsjá“
og „Kastljósi“ í fyrrakvöld tón og
myndir frá viðhorfum aðila. — En
jafnframt kynnumst við öðrum
viðhorfum: hófleysi í innflutningi,
sólarlandaferðum, veizlum og
gjöfum við fermingar o.fl. tæki-
færi.
Greinilega hafa sumir of marg-
ar krónur milli handa. Og allir
hafa a.m.k. „nóg að bíta og
brenna", þótt enn sé misrétti til
staðar. — En „ríkiskassinn" er
með tómahljóði, og „kakan“, sem
lifað skal af, reynist of lítil. Og
verkefnin eru óþrjótandi og eiga
sum heimtingu á sínu. —
— • -
— Fulltrúar kröfuhópa heimla
„samningana í gildi", í orði
kveðnu (óraunhæfa, ómögulega
samninga), og „kaupmátt launa
óskertan"! — En með hverju
móti ætlum við að sigrast á verð-
bólgu-óvættinum, ef hvergi á að
neita sér um nokkuð, — í engu að
slá af kröfunum? Hvað viltu? —
Lítum til ísfirðinga og lærum:
Þar heimtar mánaðar-milljóner-
inn meira í sinn hlut En fátæka,
einstæðingskonan í næsta húsi
missir við atvinnuna, björgina í
munn barna sinna! Og mörg
hundruð atvinnulausra eru á
staðnum eftir nokkra daga. Lítum
og til Þingeyringa — þar eru við-
brögðin önnur — og sjáum svo
hvorum Bolvíkingar fylgja.
Hverjum fylgjum við?
Alþýðubandalag og BSRB sem
nú virðast — í heild, vera farin að
skynja, frekar en áður, í hvern
voða stefnir í verðlagsmálum
þjóðarinnar, eru þó enn með for-
ingja á takteini, sem láta and-
stæðinga (í stjórnmálum) espa sig
til þess, að láta í það skína, að á
hak við sé enn fullur vilji til að
beita hörðu í kröfum um
„köku“-bita og fleiri krónur í
umslagið! — Ríkisstjórn okkar
vill víst berjast og sigra verðbólg-
una, en togast milli ólíkra póla:
Halda í skefjum hækkunum, afla
tekna til brýnna þarfa í ríkis-
rekstri og til framkvæmda — og
að þjóna kjósendum sinum. —
Vitanlega er um það deilt og tog-
ast á, til hvers tekjum ríkissjóðs sé
varið. Okkur, hér í „almenningn-
um,“ virðist vafasöm nauðsyn, að
auka stuðning við dagblöðin, —
svo að eitt lítið dæmi sé nefnt.
Þau eru okkur nú þegar á margan
hátt of stór — og leiðinleg! En
„flokkurinn" vill, og þingmaður-
inn er of oft hans þjónn. Ætli þeir
hafi staðið nokkuð einhuga um
þessa ákvörðun?
Við spyrjum: Gefur þjóðar-
hagur (,,kakan“) nokkra mögu-
leika til almennrar kauphækkun-
ar í ár, frá því, sem var 1979? Ef
ekki, hvert skal þá verða úrræðið?
Verkföll, atvinnuleysi, nýjar lán-
tökur, láta þrýstihópana ráða
ferðinni?
Ýmsa hefi ég spurt undanfarna
mánuði: „Vilt þú láta hækka
(með verðbótum og beint) kaupið
í landinu þetta ár? Svarið er oftast
neikvætt, og það bæði hjá þeim
kaupháu og hinum. Sýnilegt er
talið, að á öðru velti meira. Þarf
ekki vísitalan endilega að vitja
læknis? Einn viðmælenda minna
sagði: „Ríkisstjórnin átti strax I
upphafi að afsala sér öllum
kauphækkunum og verðbótum í
bráð! Þá hefði henni orðið hægari
eftirleikurinn: Kröfurnar til allra
hinna, að fórna einhverju." Það
var víst í þá áttina stefnt hjá ráð-
herrum „bið“-stjórnar kratanna, í
upphafi a.m.k.! —
- • -
— Að nafninu eru ráðherrar
bara tíu! En þeir eru að fá sér
„hjálparkokk“, hver af öðrum.
Mun „báknið“ ekki orðið nógu
stórt? En „allt í lagi“. Ráðherra
borgar líklega þjóninum bara úr
eigin vasa! Og nóg er að gera.
„Brekknakoti" 13. apríl ’80
Jónas Jónsson.
LANDj*
^ROVER
eigendur
Höfum á lager varahluti í Land rover.
Sendum hvert á land sem er.
m VELAVAL
Varmahlíð, sími 95-6118.
DAGUR-7