Dagur - 21.08.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 21.08.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR •)E. SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI Iroui ida'te'35 jídpP'I FILMU húsið AKUREYFR LXIII. árgangur. Sauðárkrókur Akureyri, fimmtudagur 21. ágúst 1980 BBBBBBBBBBBBBIIBiBflKflrtBfMIIIttrtMBBBBB^^ BHBBBBHBHBBBm 57. tölublað BflflBBBflBBBBBBBBBflflBBBBi Sameiginleg slátumrgangs- og fiskimjölsverksmiðja Nú er í athugun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki að nýta sláturúrgang, sem hingað til hefur verið hent. Þar eins og víða annars staðar er sláturúr- gangur mikið vandamál, þar sem landrými þarí'til að grafa hann í jörðu og honum fylgi mengun í jarðvegi, auk þess sem vargfugl getur komist í hann og borið á milli. Undanfarin ár hefur verið slátrað 60-65 þúsund sjár á Sauðárkróki að meðaltali og gefur auga leið, að úrgangur hefur verið feikilega mikill. Nú stendur til að endurnýja vélakost fiskimjölsverksmiðju Fiskiðju Sauðárkróks h.f.. sem Kaupfélag Skagfirðinga er einn aðaleigandi að og er verið að kanna hvort hægt sé að fá tæki, sem einnig er hægt að vinna í sláturúrgang en það verður þá í fyrsta sinn sem slíkt verður gert. a.m.k. hérlendis. Nýverið fór Helgi Rafn Trausta- son. kaupfélagsstjóri. til Danmerk- ur og Svíþjóðar til að kynna sér nýjungar á þessu sviði. Við ýmsa tæknilega erfiðleika er að etja, en sérfræðingar í framleiðslu slíkra tækja telja þó að þá megi yfirstíga. Að sögn Þorkels Guðbrandsson- ar. fulltrúa kaupfélagsstjóra, hefur sláturúrgangur verið mikið vanda- nrál á Sauðárkróki. Mikið leggst til af úrgangi, því auk sauðfjár- slátrunar er talsvert slátrað af nautgripum og hrossunr. Þetta er þó fyrst og fremst tímabundið vandamál þegar haustslátrun fer fram og því ekki grundvöllur fyrir því að setja á stofn sérstaka kjöt- mjölsverskmiðju, eins og gert hefur verið í Borgarnesi. Þorkell sagði að það yrði að ráð- ast næsta vetur, hvort úr þessu gæti orðið. því ekki væri lengur hægt að fresta framkvæmdum við nýbygg- ingu og tækjakaup Fiskiðjunnar. en reisa á nýtt hús fyrir móttöku og vinnslu í suður í átt að höfninni, sem verður til mikilla hagsbóta við löndun. Þorkell sagði að miklar vonir væru bundnar við að úr þessu gæti orðið. Mikil aska á afréttum Skaga- fjarðar Nú er ljóst aö mikið öskufall hefur orðið í innsveitum Skagafjarðar og á afréttum á Skagafirði. Hefur það m.a. valdið því, að fé hefur runnið stanslaust niður í byggð síð- an á sunnudag og þegar er búið að rétta það fé sem hef- ur skilað sér. Að sögn Egils Bjarnasonar. ráðunauts á Sauðárkróki, hefur aska fallið í talsverðum mæli á Hofsafrétt, Silfrastaðaafrétt og hluta af Eyvindastaðaheiði og alveg niður í byggð inn af Skagafirði, þ.e. niður fyrir Goðdali í Vesturdal og að Keldulandi i Austurdal. Egill sagði að öskulagið væri ekki mælanlegt á jörðu, en vel sporrækt. Hins vegar hefði mælst 5 millimetra öskulag á bíl í hlaði Bjarnastaðahlíðar í Vesturdal. Öskufallið er mun meira en í Heklugosinu 1970. Þá varaskan ekki efnagreind, en vorið eftir varð vart mikils lambadauða i norðanverðum Skagafirði. Flúrmagn í ösku núna hefur reynst talvert yfir hættumörk- um. Óvenju mikil framleiðsla Æskulýðsfulltrúi kirkjunnar á Norðurlandi Æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar hefur í þjónustu sinni þrjá æsku- lýðsfulltrúa og er gert ráð fyrir að einn þeirra skuli hafa búsetu á Norðurlandi. Oddur Albertsson var ráðinn í þá stöðu í fyrra, en nú hefur orðið sú breyting á, að þau Stína Gísladóttir, æskulýðs- Hreinsitæki í Kísiliðjuna Mývatnssveit 20. ágúsl Framleiðsla er nú að hefjast í Kísiliðjunni eftir 3ja vikna stöðvun. Vegna birgðasöfnunar á undanförnum mánuðum var framleiðslan stöðvuð. Birgða- söfmmin stafar annars vegar af nokkurri sölutregðu, en hins- vegar af því að afköst verk- smiðjunnar hafa verið óvenju- góð það sem af er árinu — nánar tiltekið 12% meiri en áætlað hafði verið. Söluáætlun fyrir ár- ið gerir ráð fyrir sölu á 22 þús- und tonnum og vonast er til að sú áætlun geti staðist. Hreinsitæki á útblástur frá gufu- þurrkurum verksmiðjunnar eru nú komin til landsins og vinna er hafin við undirstöður fyrir tækin. Nú er verið að semja við verktaka um uppsetningu sjálfra hreinsi- tækjanna. Tækin verða væntanlega tekin i notkun í síðari hluta októbermánaðar. Hreinsitækin eru keypt frá Svíþjóð. Kaupverðið er 1,1 milljón sænskra króna, en heildarkostnaður við þessa fram- kvæmd er áætlaður 260 milljónir króna. Dæling botnleðju úr Mývatni hófst 7. maí og hefur gengið sam- kvæmt áætlun. Nú eru 85 manns á launaskrá hjá Kísilverksmiðjunni, 181ÍS1SI1 fulltrúi, skiptast á stöðum og flyst Stína til Akureyrar í haust og tekur við störfum 1. september n.k. Nýr hitaveitu- stjóri ráðinn á Akureyri Vilhelm Steindórsson, rafmagns- verkfræðingur frá Akureyri, hef- ur verið ráðinn hitaveitustjóri Hitaveitu Akureyrar. komin til landsins en starfsmenn eru að jafnaði nokkru færri á vetrunt. J.I. Krafla: Ný hola í notkun Mývalnssveit 20. ágúst. Hola 13 við Kröflu, sem boruð var í sumar, hefur nú blásið í 3 vikur og eftir mælingum virðist hún ætla að gefa 3 til 3,5 niega- vött. Verið er að byrja á jarð- vinnu vegna lagningu gufu- leiðslu að holunni. Að öllu for- fallalausu ættu holan að komast í gagnið í lok september. Jarðborinn Jötunn er nú að bora holu nr. 14 í Kröflu og í morgun var hann korninn í 1774 metra dýpi. Stefnt er að því að holan verði um Ný tæki í Krossa nes næsta sumar? Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um kaup nýrra og fullkominna mjölþurrkunar- tækja í Krossanesverksmiðjuna, sem jafnframt eyða svo til allri mengun, en kaup slíkra tækja hafa verið í athugun frá því í vetur. Þessi tæki eru mikil nýj- ung og með þeim er hráefnið þurrkað með hljóðbylgjum. Að sögn Péturs Antonssonar, forstjóra Krossanesverksmiðjunn- ar. er nú verið að setja upp til- raunaverksmiðju í Bandaríkjunum. til að kanna hvort þessi tæki henta í loðnuverksmiðju. Fer verksmiðjan væntanlega í gang í september. Engar ákvarðanir varðandi kaup verða teknar fyrr en niðurstöður liggja fyrir. Pétur sagði að rnenn væru hins vegar mjög bjartsýnir á að þessi tæki hentuðu mjög vel og ef allt gengur að óskum má jafnvel búast við að svona tæki verði sett upp í Krossanesi næsta sumar. 2000 metra djúp. Borun hefur gengið vel — að vísu var hún nokkuð tafsöm i byrjun. en í síðari hlutanum hefur allt gengið að ósk- um. Reiknað er með að borun hol- unnar Ijúki í þessari viku og að frágangi verði lokið fyrir mánaða- mót. Það er ekki gert ráð fyrir að þessi hola verði tengd við gufukerfi Kröfluvirkjunar í haust. en að sögn Gunnars Inga Gunnarssonar, stað- artæknifræðings í Kröflu. má tekja líklegt að holan verði tengd í haust. ef hún reynist aflmikil. Það er hugsanlegt að 3ja holan verði boruð i Kröflu í sumar, en beðið er eftir ákvörðun ríkisstjórn- arinnar þar um. Framleiðsla Kröfluvirkjunnar er nú 4 til 5 megavött. Framkvæmdir eru nú í gangi við vatnsveitu fvrir Kröfluvirkjun. Vatn er tekið í Sandabotnum og er lengd vatns- letðslunnar um 7 km. Heildar- kostnaður við verkið er áætlaður um 70 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að vatnsveitan verði tilbúin í lok september. Herstöðvaand- stæðingar á Ak- ureyri Hinn 21. ágúst n.k. eru 12 ár liðin frá innrás Sovétríkjanna í Tékk- óslóvakíu. 1 tilefni þess efna samtök herstöðvaandstæðinga á Akureyri til fundar, í húsi Verka- lýðsfélagsins Einingar, Þingvalla- stræti 14, n.k. fimmtudag, 21. ágúst-nefnd og sr. Kári Valsson, sóknarprestur í Hrisey flytur ávarp um Tékkóslóvakíu. Þá verður upplestur og fleiri skemmtiatriði. kaffiveitingar og umræður. 25% afsláttur á Heimilið ’80 Sýningin Heimilið ’80 á vegum Kaupstefnunnar í Reykjavík hefst á morgun. Auk vörusýning- ar 90-100 sýnenda verður starf- rækt Tívolí í tengslum við svn- inguna. Veittur verður 25í af- sláttur á flugleiðum innanlands af fargjaldi þeirra sem hyggjast heimsækja sýninguna utan af landi. Söluskrifstofur og um- boðsmenn Flugleiða unt land allt munu selja aðgönguntiða að svn- ingunni urn leið og farseðlar eru keyptir. ' - ;

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.