Dagur - 09.09.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 09.09.1980, Blaðsíða 1
 my \\m\ ndavé\ai paW« AKUREYRI TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR i SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI LXIII. árgangur. Akureyri, þriðjudagur 9. september 1980 iHBHHtHBHaHiHI 62. tölublað Skemmdirnar á Stapasíðu 11: Byggingameistararnir foru ekki að fyrirmælum Bygginganefnd kom saman sl. föstudag til að ræða m.a. bygg- ingu raðhússins við Stapasíðu Veiði á úthafsrækju er að ljúka. Bátarnir eru búnir að vera að í allt sumar og hefur vertíðin gengið vel. Heimabátar sem hafa verið á rækju eru Neisti, Rósa, Glaður og Sif. Einnig hefur keflvískur bátur, Ársæll, verið á rækjunni. Ársæll er loðnuskip og nú er verið að búa hann út á loðnu. Ailir þessir bátar hafa landað hjá Meleyri. Heima- bátarnir fara nú í skveringu áður en veiðar hefjast á innfjarðar- rækjunni. 11, en eins og Dagur greindi frá í síðustu viku var það hús byggt á freðinni jörð. Hafði það þær af- Kaupfélag V.-Húnvetninga er að byggja sláturhús, sejn verður tekið í notkun í haust. Framkvæmdir hafa gengið mjög vel. í nýja húsinu á að vera hægt að slátra 2000 fjár á dag. Mikið er byggt hér á Hvamms- tanga, enda hefur verið skortur á húsnæði í kauptúninu. I byggingu eru 25 einbýlishús og fjölbreytni í atvinnulífi vex stöðugt. T.d. var opnað bakarí í vor, en það er í eigu bakarameistarans og kaupfélags- ins. Við erum ánægð að hafa fengið bakaríðið, enda munur að fá brauðin glóðvolg á borðið. P.M. leiðingar að húsið seig, veggir sprungu og er búið að brjóta upp gólf og hluta af innveggjum. Tvær íbúðir voru að verða fok- heldar og búið að gera grunn fyrir þrjár til viðbótar. Nefndin taldi þær hugmyndir sem fram hafa verið settar af Tækniteiknistofunni um endur- bætur á húsinu ófullnægjandi. All- ar frekari framkvæmdir í íbúðun- um tveimur eru óheimilar þar til framangreindar tillögur hafa hlotið samþykki nefndarinnar. Viðgerð- irnar á að vinna í nánu samráði við byggingafulltrúa og hljóta sam- þykki hans. í bókun segir að Ijóst sé að byggingameistarar hússins, múr- arameistari og húsasmíðameistari, hafi í mjög alvarlegum atriðum vikið frá fyrirmælum og uppdrátt- um um frágang í grunni með þeim afleiðingum að byggingin er stór- gölluð. Nefndin samþykkti að veita húsasmíðameistaranum og múr- arameistaranum áminningu, sam- kvæmt ákvæðum í 9. kafla bygg- ingarreglugerðar og vakti athygli þeirra á, að við ítrekuð brot eða vanrækslu getur komið til rétl- indasviptinga. Verslunarnám fyrir fullorðna Veiði á úthafs- rækju að Ijúka Hvammstanga 5. seplpmber Það er fremur óhrjálegt um að litast innan dyra. Veggir sprungnir og gólf brotin. Mynd áþ. Heill bekkur fluttur í Barnaskóla Akureyrar Nú í vetur tekur formlega til starfa verslunar- og viðskipta- braut á vegum Námsflokka Ak- ureyrar, ætluð fullorðnu fólki eldri en 20 ára. Þarna opnast leið fyrir fullorðið fólk að Ijúka prófi í almennum verslunar- fræðum á tveimur til þremur vetrum, sem er sambærilegt verslunarprófi frá Verslunar- skóla Islands og Gagnfræða- skóla Akureyrar. Áður hefur fullorðið fólk ekki átt kost á þessu námi á Akureyri. Að sögn Bárðar Halldórssonar, skólastjóra Námsflokkanna, verður kenntsíðdegis frá kl. 18-21.30, fjóra daga í viku. Fólk á því að geta stundað fullt starf með þessu námi. Kennslugreinar verða danska, enska, stærðfræði, verslunarfræði, þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði. tölvufræði og verslunarréttur. Nemendur greiða sjálfir kennslu- kostnað, sem gæti orðið um 100 þúsund krónur fram til áramóta, þ.e. fyrri önn. Innritun fer frarn dagana 10.-13. september í síma 21792. „Það er ætlunin að 27 sjö ára göinul börn komi hingað úr Glerárskóla. Einnig koma það- an átta börn, sem áttu að fara í annan bekk. Svipaður f jöldi var í Barnaskóla Akureyrar í fyrra sem hefur flutt í Glerárþorp á þessu ári. Ég geri ráð fyrir að þau verði flest áfram hér,“ sagði Gísli Bjarnason, skólastjóri í Barnaskóla Akureyrar. Sjö ára börnin eiga að setjast í fyrsta bekk. Þau verða flutt á milli i skólabíl og fara í leikfimikennslu í Glerárskóla, svo ekki þarf að flytja þau á milli nema tvisvar á dag. „Það hefur a.ni.k. ekki gerst áður í minni stjórnartið að heilir bekkir hafi verið fluttir á rniili skóla. En þetta gerist vart aftur þvi nú er verið að stækka Glerárskóla sagði Gísli. Alls verða um 490 börn í Barna- skóla Akureyrar í vetur. Gísli kvað nemendafjölda vera mikinn í sum- urn bekkjum, en þó væri ástandið vel viðráðanlegt. Þeirri spurningu er hér með komið á framfæri við yfirvöld bæj- arins hvort það sé ekki ódýrari lausn að kaupa nokkrar færanlegar kennslustofur. Vegna þeirrar stefnu sem rekin er i húsnæðismál- um flykkisi unga fólkið i nýju hverfin — skólabyggingar eru venjulega nokkuð á eftir og þá loks er búið að byggja skólann er varla þörf fyrir svo stórt húsnæði, en ef væru notaðar færanlegar kennslu- stofur væri hægt að flytja þær þangað sem þörl'in er meiri. n « Eyðilagði tvo bíla Er lögreglan á Akureyri var á eftirlitsferð um Glerárhverfi aðfaranótt sunnudags rétt fyr- ir klukkan fjögur, sá hún bíl á ferð og þótti ástæða til að kanna ástand ökumannsins. Sá sem ók sinnti í engu stöðv- unarmerkjum og náðist ekki fyrren uppi í Lundahverfi, eftir að hafa nær eyðilagt bílinn sem hann ók og annan kyrr- stæðan í Skógarlundi. í ljós kom að þarna var á ferð 15 ára unglingur, að sjálfsögðu ökuleyfislaus vegna aldurs, en auk þess er hann grunaður um ölvun við akstur. Þegar hann sinnti ekki margítrekuðum stöðvunarmerkjum, voru tveir aðrir lögreglubílar fengnir til að hjálpa við að króa hann af. Sinnti hann engum umferðarmerkjum, ók á ólöglegum hraða og á ljós- lausum bílnum. Einn lögreglubíl- anna skemmdist lítillega Þessir ungu herramenn biðu fyrir utan dyrnar á Glerársknia. Þeir sögðust hlakka (il að byrja aftur i skólanum, en allir nema einn fara í 3ja bekk. Mvnd áþ. Heilsugæslustöð Fyrir skömmu var boðin út 700 m2 heilsugæslustöð á Hvamms- tanga. Byggingin er á einni hæð og gert er ráð fyrir að hún verði fokheld og frágengin að utan 1982. Heilsugæslustöðinni hefur verið valinn staður norður af sjúkrahúsinu, en við hlið þess er nú verið að byggja átta íbúðarhús fyrir aldraða. Helmingur þess er , það bil að komast í notkun. Veittu heimild til vinnustöðvunar Almennur félagsfundur Verka- lýðsfélagsins Einingar haldinn 7. september 1980 samþykkir að veita trúnaðarmannaráði félags- ins heimild til að boða vinnu- stöðvun til að ýta á eftir gerð nýrra kjarasamninga, enda verði haft fullt samráð við aðalsamn- inganefnd Alþýðusambands ís- lands um það, hvenær vinnu- stöðvun verði látin koma til framkvæmda og til hvaða vinnu- stöðvana verði boðað. Söng- og lækn- ingasamkomur Gospel-söngvarinn Willy Hans- sen heldur söng- og lækninga- samkomur (Gospel-kvöld) víða vegar um landið í þessum mán- uði. Með honum í för verða und- irleikarar og aðstoðarmenn. Næstkomandi helgi halda þeir samkomur á Akureyri, laugar- daginn í Samkomuhúsinu og sunnudaginn í Sjálfstæðishúsinu. Á samkomunum munu Willy Hanssen og félagar hans m.a. syngja lög eftir Willy sjálfan og kynna plötu sem verður tekin upp í London í nóvember n.k. Þeir munu einnig biðja fyrir sjúkum. Héraðsfundur Þann 14. september verður hér- aðsfundur Húnavatnsprófasts- dæmis á Hvammstanga. Hefst hann með guðsþjónustu i Hvammstangakirkju klukkan 14. Sr. Andrés Ólafsson á Hólmavík predikar, en fyrir altari þjóna sr. Árni Sigurðsson, Blönduósi, sr. Ingvi Þórir Árnason, Prestbakka, sr. Hjálmar Jónsson, Bólstað og sr. Pálmi Matthíasson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.