Dagur - 09.09.1980, Blaðsíða 4

Dagur - 09.09.1980, Blaðsíða 4
©AGUR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Simi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr : JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Málamiðlun í landbúnaðarmálum Af ályktunum Stéttarsambands bænda má ráða, að bændur eru manna fúsastir til að viðurkenna þau vandamál sem nú er við að etja í búvöruframleiðslu- og mark- aðsmálum landbúnaðarins. Þeir eru reiðubúnir að taka á sig þær byrðar, sem eðlilegt og sanngjarnt má telja og jafnvel umfram það, þegar þess er gætt að þetta er ekki einungis vandamál bændanna einna, heldur allra landsmanna. Það er ekki mikill eðlismunur á því, þegar annars vegar fæst ekki nógu hátt verð fyrir útfluttar land- búnaðarvörur og útflutningsbætur eru greiddar og þegar hins vegar fást ekki nægilega margar krónur fyrir útfluttar sjávarafurðir og gengið er fellt. Munurinn liggur ef til vill fyrst og fremst í því, að markaðsvandamál sjávarútvegs- ins hafa ávallt verið leyst jöfnum höndum, eins og gengisfellingar undanfarinna ára bera vitni um, en markaðs- og söluvandamál land- búnaðarins hafa hlaðið utan á sig. Að þessu leyti er ólíku saman að jafna. Þessi uppsafnaði vandi í sölu- og markaðsmálum landbún- aðarins er hins vegar ekki bænd- um að kenna, því þeir hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir þessum vanda og bent á nauðsyn þess að hann yrði leystur. Meðal þess sem gripið hefur verið til í baráttunni gegn offram- leiðslu landbúnaðarafurða eru bú- markskerfi og 200% skattur á kjarnfóður. Mörgum bændum fannst sem verið væri að bera í bakkafullan lækinn, að leggja fóð- urbætisskattinn ofan á búmarks- kerfið. Aðrir eru hins vegar þeirrar skoðunar, að fóðurbætisskattur sé heppilegasta lausnin til að stemma stigu við offramleiðslunni. Á aðalfundi Stéttarsambandsins var fundin eins konar meðallausn, sem gengur út á það, að bændur greiða ekki 200% skattinn nema farið sé fram úr tilteknum skammti kjarnfóðurs fyrir hverja afurðaein- ingu og miðist afurðamagn við framleiðslukvóta hvers bús. Séu kjarnfóðurkaupin innan þessa marks greiðist ekki nema 33,3% skattur á kjarnfóður. Áður hefur verið bent á það í Degi, að heppilegast væri að taka upp skömmtun á fóðurbæti miðað við afurðaeiningu og skattleggja síðan umframmagnið. Stjórnvöld geta vart gengið fram hjá þessum vilja Stéttarsambandsins. Gert er ráð fyrir nokkuð mildari aðgerð- um, en eftir sem áður þurfa bænd- ur að taka á sig stærstan hluta þessa vanda. Hins vegar ræður verðbólgan miklu um markaðs- vandamál landbúnaðarins og sjávarútvegsins og hún er þjóðfé- lagslegt vandamál sem allir verða að sameinast um að leysa. Halldór Sigurðsson: Fjölskylduhátíð í Hörgárdal Kynslóðabil, hvað er það? Já svona hefðu menn getað spurt, þeir er staddir voru á íþrótta- svæðinu að Melum Hörgárdal sunnudaginn 24. ágúst sl. en þar fór fram fjölskylduskemmtun með fjölbreyttu sniði. Undanfarin ár hefur Umf. Skriðuhrepps staðið fyrir skemmtun fyrir alla fjölskylduna, annað hvort við sundlaug Þela- merkurskóla eða á íþróttasvæði félagsins. Að þessu sinni var skemmtunin á íþottasvæðinu. Það var hátíðleg stemmning á íþróttavellinum er fjölskyldurnar tóku að streyma að, íslenski fán- inn blakti við hún og fjölbreytt músik hljómaði yfir hátíðarsvæð- inu. Formaður ungmennafélags- ins, Anton Þórisson bauð menn velkomna og setti síðan sam- komuna með nokkrum orðum. Hátíðin hófst síðan með helgi- stund er sr. Þórhallur Höskulds- son sóknarprestur að Möðruvöll- um flutti. Var þetta ákaflega há- tíðleg stund er ungir sem gamlir sátu þétt saman inni í fallegu rjóðri við hlið íþróttavallarins og hlustuðu á orð prestsins. Eftir helgistundina hófust hinir ýmsu leikir. Fyrstkepptu 11 og 12 ára krakkar í 400 m. hlaupi, var þar hart barist um fyrstu sætin enda þarna á ferð börn í fullri þjálfun eftir æfingar sumarsins. Hófst nú keppni í starfshlaupi þar sem hlaupa átti með hjólbörur meðsandií nokkurn spöl, hlaupa grindahlaup, hjóla á reiðhjóli, svippa og gera ýmis fleiri atriði. Tókst mönnum misjafnlega vel upp svo sem vænta mátti var t.d. verulega gaman að sjá ráðunaut og myndarlega húsmóður þjóta svippandi yfir þveran völlinn. Hófst nú keppni í pokahlaupi og voru í fyrsta riðli hópur af mynd- arlegu kvenfólki, bæði háar og grannar, stuttar og þéttar og allt þar á milli. Gekk hlaupið frá- bærlega vel hjá þeim flestum, en sumar áttu þó nokkuð erfitt með að halda jafnvæginu og vildi efri hluti líkamans stundum leita óeðlilega mikið niður á við. Höfðum við nokkrir félagar verulega gaman af að horfa á þessar föngulegu meyjar burðast við að komast áfram í poka sín- um, en glottið hvarf fljótt af vör- um okkar er við uppgötvuðum að við vorum sjálfir í næsta riðli. Við röðuðum okkur nú við rásmarkið með spenntar taugar og stengda poka og er skotið reið af geyst- umst við af stað á stökki. Var keppnin mjög hörð og mátti varla á milli sjá er fyrstu menn komu í mark eftir vel útfært hlaup, en við hoppuðum með mikilli tækni og léttleika. Ekki áttu þó allir í riðl- inum jafn létt með að komast í mark og var greinilegt að sá er síðastur kom í mark var sýnilega nokkuð þungur í pokanum. Er pokahlaupið var afstaðið hófst keppni í svokölluðu þrífótahlaupi og er mér sagt að það hafi tekist ljómandi vel, allir er þátt tóku í hlaupinu hafi kom- ist í mark þó svo að misstórir væru bundnir saman en undirrit- aður var svo þreyttur eftir poka- hlaupið að hann lá upp í loft og gat þar af leiðandi ekki fylgst með. Var nú knattspyrnuleikur næst á dagskrá. I öðru liðinu áttu að vera feður en börn þeirra í hinu. Var þó nokkuð mikill ald- ursmunur á þeim yngsta og þeim elsta en ekki virtist það skipta máli er út í leikinn var komið. Sáust mjög góð tilþrif hjá mörg- um knattspyrnukappanum og barnaliðið sýndi marga frábæra takta sem lofar góðu í framtíð- inni. En þó þeir ungu væru góðir þá duldist það engum að augu áhorfenda beindust ekki síður að þeim eldri er ekki höfðu komið í knattspyrnu í mörg ár og sýndu nú gamla og góða takta. Voru menn sérlega hrifnir af mark- verðinum er hann kastaði sér eldsnöggur milli stanganna og hirti næstum alla bolta er þangað komu. Fyrir framan sig hafði hann líka afbragðs varnarmenn bæði bakverðina sem voru sér- lega léttir á sér og áttu það til að bjarga á línu er aðgangsharðir unglingar sóttu að markinu, eins voru miðverðirnir tveir sterkir, þó annar þeirra væri bæði í jakka og með bindi sem gjarnan flaksaðist í allar áttir. Þá stöðvuðust margar sóknarlotur drengjanna á honum, var hann sem klettur í vörninni. Sóknarlína gömlu mannanna var einnig frísk og létt leikandi og sá- ust þar gjarnan hjólhestaspyrnur og fleira glæsilegt í þeim dúr. Dómari leiksins átti líka sinn þátt í því að gera leikinn eftirminni- legan en hann átti það til að reka tærnar í boltann við vissar að- stæður og höfðu menn grun um að hann væri að reyna að hjálpa barnaliðinu en ekki held ég að þeim hafi verið mikil hjálp í þeirri aðstoð. Síðasta atriðið á vellinum var siðan boðhlaup en þátt tóku i því allir sem enn höfðu krafta til að hlaupa. Var verulega gaman að sjá yngstu krakkana hlaupa. ein- beitt og ákveðin í því að láta sinn hlut ekki eftir liggja. Þau allra (Framhald á bls. 6). Gamli reykháfurinn í fyrra var aldrei um frí- dag að tala. En í sumar þegar heyönn var að mestu lokið, tóku dóltir okkar og tengdasonur að sér heimilið og ýttu okkur af stað í 6 daga frí. Það var dásamlegt. Við fórum hægt þvíonargt var að sjá og skoða. Við fórum um blóm- legar og vel byggðar sveitir og við fórum um aðrar ekkert síður fallega grónar, þar sem byggð var því nær eydd. Á einum stað stóð reykháfur mikill uppi en hús voru önnur fallin. Mér fannst hann vera að hrópa eitthvað og þeg- ar ég gáði betur að, sýnd- ist mér hann vera að springa af frásagnarþörf. Ég fór að hlusta og mér fannst ræða hans vera eitthvað á þessa leið: Ég er einn, ég er einn ég er allsber og argur ég er engum til gagns, ég er fallandi hró. Sú var tíð. hún er liðin, mig lofaði margur ég var lífæð þess húss, þar sem fólkið mitt bjó. Nú er tækniöld runnin og taðeldar dauðir og trúlega elskast við rafarmagns yl. Fallegu bæirnir fallnir og auðir og fólkið að streitast við kynslóðabil. Margt sé ég í skuggsjá er hími ég hljóður húsfreyju unga með roða á kinn. Eldinn sem snarkar og aldraða móður æðaber hönd strýkur tóskapinn sinn. Axlirnar signar og bakið svo bogið brjóstin svo slök sem að tólf hafa sogið. Hina þá ungu með útþanið mitti því ár er nú síðan hún vininn sinn hitti. Ég sá fyrstur af öllum á höfuð og hendur einhvers hraustasta manns sem að skónum hér sleit. Ég var vitni þann dag er hans sonur var sendur suður skörðin, að menntast í fjarlægri sveit. Ég sá húsfreyju unga sem hóstaði blóði ég sá horaðan líkama hvíldina fá. Ég sá baráttu og trú sem ég lýsi ei í ljóði. Ég sá lífið og gleðina sigrinum ná. Oft heyrði ég gengið um göngin þar forðum ég get þvi ei lýst í svo fátækum orðum hve allt var þá notað með einstakri snilli ofið og spunnið og prjónað á milli. Ég hlustaði á grát og ég hlustaði á sönginn og hlustaði á barnsfætur þjóta inn göngin. Varlega orðaðar váfréttir heyrði vissi að úr hjarta þess syrgjandi dreyrði. Þarna sem fjölin er, þarna! var kista þarna stóð borðið, til hægri á lista ausa og ýmislegt hékk. Rokkarnir þeirra við rúmgafla stóðu, rúður í kveldskini fallega glóðu. Klukka á gaflinum gekk. Þetta er liðið og öldin er önnur eldhúsið rústir og baðstofan sprek. Nú bjástrar hér enginn við bala og könnur byttan sú arna er sprungin og lek. Nú fá allir sín laun eftir ærgildiskvóta og æxlun er fjarstýrð af þingmanna her. Hér er auðn. hér er þögn, hér er einskis að njóta. ég er aumur og hrjáður og sprunginn og ber. Gnúpufelli 23. ágúst 1980. Ingibjörg Bjamadóltir. FEGURSTU GARÐARNIR Á AKUREYRI Áslaug Einarsdútlir og Haraldur Helgason, Goðabyggð 2. Eilja Karlesdóttir og Aðalgeir Finnsson, Langholti 24. Ingibjiirg Hallvarðsdóttir og Halldór Þorstcinsson, Hólsgerði 3. Fegrunarfélag Akureyrar hefur að undanförnu gengist fyrir skoðun á görðum bæjarbúa og umhverfi fyrirtækja. í samráði við dómnefnd félagsins var ákveðið að veita eftirtöldum að- iluin viðurkenningu fyrir feg- urstu garða Akureyrar árið 1980. Áslaug Einarsdóttir og Haraldur Helgason Goðabyggð 2, Ásta Jónsdóttir og Ólafur Sigmundsson, Háalundi 11, Ingibjörg Hallvarðs- dóttir og Halldór Þorsteinsson, Hólsgerði 3, Hrefna Sigursteins- dóttir og Steinberg Pálsson, Kringlumýri 21, Éilja Karlesdóttir og Aðalgeir Finnsson, Langholti 24. Eitt fyrirtæki, Mjólkursamlag KEA við Súluveg, hlaut viður- kenningu fyrir snyrtilegt umhverfi. en eins og flestum er kunnugt var gertstórátak í umhverfismálum þar nú í vor. Formaður fegrunarfélags Akur- eyrar er Sigurður Bjarklind, én aðrir í stjórn eru Brynjar Skarp- héðinsson, Gestur Ólafsson, Jó- hannes Sigvaldason og Haukur Árnason. Dómnefnd skipuðu: Ebba Ólafsdóttir, Helga Pálsdóttir og Guðlaug Þorsteinsdóttir. Hrcfna Sigurstcinsdóttir og Steinberg Pálsson, Kringliimýri 21. Góður árangur: Þórsarar komnir í fyrstu deild Þórsarar gulltryggðu annað sætið í annarri deildinni og jafnframt fyrstu deildar sæti þegar þeir sigruðu Hauka frá Hafnarfirði á föstudags- kvöldið. Réttara sagt voru það Sel- fyssingar sem hjálpuðu þeim við það á laugardaginn þegar þeir tóku stig af Þrótti. Þrátt fyrir það að tvær umferðir eru eftir hafa Akureyrarfélögin tek- ið afgerandi forustu í deildinni. KA hefur tryggt sér sigur í deildinni, því fari svo að þeir tapi báðum sínum leikjum, sem eru eftir og Þór vinni sína, verða þau jöfn að stigum, en sam- kvæmt Iögum KSÍ telst það lið sigurvegari í annarri deild sem hefur betra markahlutfall. Mjög svo ólíklegt verður að telja að Þórsurum takist að ná því markahlutfalli sem KA hefur. Það er því mjög mikil gleði fyrir alla knattspyrnuunnendur á Akureyri og nágrenni að bæði liðin skuli flytjast i fyrstu deild og er ekki að efa að knattspyrn- an í bænum mun færast á mun hærra plan. Þá er það einnig mikið fjár- hagslegt atriði fyrir bæði liðin að þau leiki í sömu deild. Þrátt fyrir sigur Þórs á Hauk- um á föstudaginn, voru þeir mjög heppnir að fá bæði stigin í leiknum. Strax á fyrstu mín. leiksins fengu Haukar gullin marktæki- færi sem þeir annað hvort klúðruðu, eða Eiríkur mark- maður Þórs varði snilldarlega. Þegar blásið var til leikhlés var staðan jöfn. ekkert mark hafði verið skorað. Á fimmtu mín. síðari hálfleiks kom fyrir leið- inlegt atvik í leiknum þegarNói Bjömsson danglaði t einn Haukaleikmanninn og var hon- um réttilega vísað af leikvelli. Eftir það spiluðu Þórsarar ein- um færri, en þá fyrst fóru þeir líka að berjast. Á 10. mín. var skotið að marki Hauka af löngu færi, boltinn fór í fósturjörðina og boppaði upp í þverslána og út. Þá var skallað að marki en í stöng, og síðan björguðu Hauk- ar í horn. Á 25. mín. var Hafþór einn að berjast við þrjá Haukaleikmenn rétt innan við vítarteig Hauka. Þá var hann felldur og dómar- inn dæmdi vítaspyrnu eftir að hafa ráðfært sig við línuvörð- inn. Árni Stefánsson fyrirliði Þórs fékk það erfiða hlutverk að taka vítaspyrnuna, en honum brást ekki bogalistin og skoraði af öryggi. Með þessu marki var sigur Þórs i höfn því fleiri urðu ekki mörkin, enda marktækifærin fá. Markmenn beggja liðanna voru góðir, svo og þeir Þórarinn og Árni í vörn Þórsara. KA sigraði Austra TVÖ - NÚLL KA fór til Eskifjarðar á laugardaginn og léku við Austra, sem eru nú þegar fallinn í þriöjudeild. Leikið var á malarvelli. en slíkir vellir hafa ekki verið KA sterka hlið. Enda fór svo að í fyrri hálfleik tókst þeim ekki að skora, þrátt fyrir mikla pressu. í síðari hálfleiknum tókst hins vegar markakóngnuni Óskari Ingimundarsyni tvisvar að koma boltanum í netið, og það urðu úrslit leiksins: tvö niörk gegn engu. Eftir gangi leiksins hefði sig- urinn getað orðið ennþá stærri. Staðan í annarri deild KA og Þór í efstu sætunum 1. KA ....... 2. Þór ...... 3. Þróttur . .. 4. ÍBÍ....... 5. Haukar .. . 6. Selfoss ... . 7. Fylkir . . . . 8. Ármann . . 9. Völsungur 10. Austri . . . . 16 12 16 10 16 16 16 17 16 16 16 17 55-11 27 stig. 30- 13 23 stig. 22-22 18 stig. 31- 33 16 stig. 27-33 15 stig. 24-36 15 stig. 26-22 14 slig. 24-31 19-28 16-46 13 stig. 13 slig. 8 stig. Eins og sjá má er Austri fallinn en baráttan uni næst neðsta sætið er á milli Völsungs, Ármannsog Fylkis. Völsungar eiga eftir erfiða leiki, við ÍBÍ og KA. Ármann á eftir KA og Austra, og Fylkir Þór og Þrótt. Ámi Njálsson. Árni Njálsson hefur verið þjálfari Þórs í sumar. Hann hcfur náð mjög góðum árangri með Þórsliðið, og komið því í fyrstu deild. Mynd þessi var tekin af Árna á einni vetraræf- ingu félagsins. Mynd Ó.Á. Ámi Stefánsson var fvrirliði Þórs á þessu kcppnistímahili. Hann er m.a. vítaskytta fé- lagsins, og fékk það erfiða hlutverk að taka vítaspyrnuna í leik Þ<»rs og Hauka, en það mark tryggði Þórsurum fyrstu deildar sæti á næsta ári. Mvnd Ó.Á. Ámi Stefánsson. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.