Dagur - 09.10.1980, Síða 6

Dagur - 09.10.1980, Síða 6
Hvar verður steinullar- verksmiðjan rekin? Þorsteinn Garðarsson og Þór Hagalín and- mæla bæjarstjóranum á Sauðárkróki í blaðinu Degi 11. september 1980 birtist viðtal við Þorstein Þorsteinsson, bæjarstjóra á Sauð- árkróki undir fyrirsögninni „H\ar mun steinullarverksmiðja rísa?“. Ekki verður hjá því komist að gera athugasemdir við nokkrar vafasamar fullyrðingar sem settar eru frá í ljósi þess, að iðnaðar- ráðherra hefur sýnt ÞÞ þann trúnað að skipa hann til starfa í nefnd þeirri, sem ætlað er að skila áliti um rekstrarforsendur slíkrar verksmiðju og hagkvæma stað- setningu hennar. Hvar er Þorláks- höfn? Ekkert er við það að sakast að ÞÞ leggi áherslu á þau atriði, sem að hans mati mæla með staðsetn- ingu verksmiðjunnar á Sauðár- króki, enda viðtalið vafalaust birt í þeim tilgangi. Þá er full langt seilst, að þvælast með Þorláks- höfn um landakortið, eftir því sem hentar rökum hverju sinni. í inngangsorðum viðtalsins er þessari spurningu varpað fram. „ Verður henni valinn staður í Þorlákshöfn, í mesta þéttbýlis- kjarna landsins, eða verður Sauð- árkrókur fyrir valinu, þar sem ný- iðnaður getur skipt sköpum i at- vinnumálum.. . ?“. Setningin lýsir áhyggjum blaðamanns Dags af því, að nýiðnaður staðsettur í Þorlákshöfn muni ekki „skipta sköpum i atvinnumálum" þar. Sennilega eru þessar áhyggjur uppgerðin ein, en séu þær raun- verulegar er honum óhætt að láta huggast, því að mati okkar Sunn- lendinga mun verksmiðjan, stað- sett í Þorlákshöfn, ekki einungis skipta sköpum í atvinnumálum hennar, heldur Suðurlands alls, og höfum við um 7 ára skeið búið þannig um hnútana. Síðasti hnúturinn, sem í því skyni hefur verið bundinn, er stofnfundur Iðnþróunarsjóðs Suðurlands í dag með þátttöku sveitarfélaga, sem hafa innan marka sinna 89,2% íbúa á Suðurlandi og er meðal annars ætlað að hafa sveitarsjóðstekjur verksmiðjunn- ar að föstum tekjustofni. Annar hnúturinn, eldri en Jarðefnaiðn- aður h.f., sem mun verða fyrir hönd Sunnlendinga, eignaraðild að verksmiðjunni í Þorlákshöfn. í Jarðefnaiðnaði h.f. eru öll sveitarfélög á Suðurlandi og hundruð einstaklinga hluthafar. Að mati okkar Sunnlendinga höfum við búið þannig um hnút- ana, að verksmiðjan skiptir sköp- um í atvinnulífi okkar, vegna tengsla hennar við uppbyggingu annars nýiðnaðar um Suðurland allt. Fallvaltar fullyrðingar Þær fullyrðingar ÞÞ, sem eink- um stinga í augu, gefa fulla ástæðu til þess, að hann greini frá því, hvort hann talar sem ráð- herraskipaður nefndarmaður eða bæjarstjóri á Sauðárkróki, sem vill láta ríkið byggja þar steinull- arverksmiðju án tillits til hag- kvæmnissjónarmiða, því hvernig fást þessar fullyrðingar staðist: 1. „Það er t.d. öruggt að það er hœgt að flytja steinull á ódýrari hátt frá Sauðárkróki til Reykja- víkur með skipi heldur en með bíl frá Þorlákshöfn." Það liggur i augum uppi, að eina forsenda ÞÞ fyrir því öryggi, sem hann nefnir í fullyrðingu sinni, er blind barna- trú á frambúðarábyrgðarleysi forráðamanna Skipaútgerðar rík- isins. Þeim er raunar útlátalaust að láta niðurgreiddan flutnings- kostnað í veðri vaka meðan verk- smiðjan er á ákvörðunarstigi, gæti jafnvel þjónað þeim hags- munum, sem þeir hafa skilgreint sér, en varlega skyldi treysta því að sömu viðhorf muni ráða, þegar verksmiðjan verður komin í rekstur, flutningaþörfin orðin staðreynd og rekstrarhalli ríkis- skipanna verður talinn vandamál sem þarf að leysa. Sunnlendingar munu enn um sinn 'byggja sínar áætlanir á raunverulegum flutn- ingskostnaði, en ef allt um þrýtur í þeim efnum og ljóst verður að Skipaútgerð ríkisins telur það eitt sitt megin verkefni að afbaka rekstargrundvöll steinullarverk- smiðju hljóta Sunnlendingar að gera tilkall til þjónustu hennar. Verður þá að reyna á, hvort sú tilfinning ÞÞ standist í reynd, að flutningskostnaður sé í öfugu hlutfalli við fjarlægðir, og Skipa- útgerð ríkisins geti flutt steinull ódýrara sjóleiðina frá Sauðár- króki til Reykjavíkur en sjóleið- ina frá Þorlákshöfn til Reykja- víkur. 2. „f sambandi við útflutning, þá á það ekki að skipta neinu máli, miðað við þá stærð af verk- smiðju sem hér er um að ræða, hvort flutt er út frá Sauðárkróki eða Þorlákshöfn.“ Varðandi út- flutning koma tveir þættir inn í flutningamyndina, fjarlægð og tíðni skipaferða. ÞÞ er því sjálfum sér samkvæmur, en varla öðrum, þegar hann segir staðsetninguna ekki skipta máli. Tilfinning ÞÞ virðist nú verða næmari og nýjum þætti er bætt í hana. Auk þess að flutningskostnaður er í öfugu hlutfalli við fjarlægðir, skal hann einnig vera í öfugu hlutfalli við tíðni skipaferða. 1 tilfinningu ÞÞ örlar á þriðja þættinum, stærð verksmiðjunnar, magninu sem flytja þarf. Áhrif þess þáttar virð- ast skulu vera staðbundinn, ef fullyrðingin er krufin til mergjar, kannski í öfugu hlutfalli við flutningskostnaðinn sums staðar en í réttu hlutfalli annars staðar. 3. „Það er talið að í Þorlákshöfn verði margfeldisáhrifin ákaflega litil, því þegar samgöngur verða betri á Suðurlandi, eins og þœr verða sjálfsagt innan fárra ára, þá verða þessi margfeldisáhrif í Reykjavík." Þetta er í fyrsta sinn, sem sú kenning hefur borið fyrir augu okkar Sunnlendinga, að bættar samgöngur innan héraðs stuðli að því, að margfeldisáhrif nýrra atvinnutækifæra flæmist burtu úr héraðinu. Fjórða röksemd ÞÞ er stærðar- samanburður á Þorlákshöfn og Sauðárkróki. Segir hann þar Þor- lákshöfn lítinn stað, og þess vegna ekki við hæfi að staðsetja stein- ullarverksmiðju þar, en áður í viðtalinu hefur verið mikið lagt upp úr því að Þorlákshöfn sé „/ mesta þéttbýliskjarna landsins“ og þess vegna sé ekki hægt að stað- setja hana þar. Vandamálið íslenskt en ekki sauðkrækst Þá eru upptaldar „helstu rök- semdir fyrir því, að verksmiðjan skuli staðsett á Suðurlandi en ekki í Þorlákshöfn, “ og næst spyr blaðamaður „En ef þið fáið svo ekki verksmiðjuna?" Það fer ekki hjá því að svar ÞÞ fylli starfs- bræður hans samkennd. 20% íbúa í Skagafirði eru á aldrinum 10-19 ára, 700 manns væntanlegir á vinnumarkað á næstu 10 árum. Þetta ástand er víðar en í Skaga- firði. Hér á Suðurlandi eru sam- bærilegar tölur 20,5% og 3.100 manns. Auk þess verður okkur á að hafa áhyggjur af mörgum þeim atvinnutækifærum, sem atvinnu- líf Sunnlendinga hefur byggst á undanfarin ár: a) Landbúnaður stefnir í mannaflafækkun, en hann er hvergi stærri þáttur í atvinnu- lífi en hér á Suðurlandi. b) Flestir þéttbýlisstaðir hafa bein atvinnutengsl við land- búnaðinn, og horfur þeirra byggjast á afkomu hans. c) Virkjunarframkvæmdir hafa verið vafasamur hornsteinn í atvinnulífi okkar. Hvar „ah6f», b.r. v*rt4 _ r°»r hréJtH, •m hún liJ Uður, 4"u^^%arer ingar h . ^tuna því s u 'kki r'£ sZ ía "*a 'utll ShUnnl'->d. Iá,kshúfu 2'£v'rksn'«iuei Lað '"'“llaraTfy^n, auT^' " ‘ Októbcr "W ,,Un IjÚki :w:um Skamtirð, au. J U"1 4.Sin ’■ HVer- s,»»se,n. 'Z *,r%''ZYekS'”n*rnar Æ/ s°-‘££Z,?Jan rku,, £***«&" <** .*«,;— Hgég ruk, en ^ q Sk ; ía*að h'l* inU,ninBimilum ^kursfju uá S Íað Þannig “ and' bá ™ er búin„ • m'klu bei„ Sju34r- <d. ZT^^r crun 'Vn'utuT?. Cr >>Z\T ^öTnldur'n^í7ur^ ’ njáJ h . 0ast nána stcin £ *«»< D.1„Ur"/nar i SauL r ,ein«on í rynr bo, -sHis&z ■I ncfnri .. «S^n hrlr . . a Rætt Við þnr * mT%Íby99<Hna t*. *n,htrrrþ ',XrA*t'Z **“■ 'r úi ,,7Um*«rxf ^roiðju fe? P-e. aí ta »u 8rcina !n'fnd Ski,a% fan Mra írir scn> tithj? ^ “'rcH smm — r- Si,5an f>*(f tuunur b þess ggæMsS i ekkj ^ “TuZannS- þ'rJtlj kr‘nsJT 20%. Vxm 10-19 900 Jcom V"Um að á V 'e yfir 'Bnnna .a stöðu lVf' iðnaA» a’ ,at1(lbúnað alVlni»u- **ntTrhaðþ°*'r «*. upJlT'- þunnig mMnU'*kif*ri brban“i 7« r a^fo",‘ð‘r fyijðurr ' iðnaði' tnn‘e að eiiii] />y®ð og fóií rÖskun ve <Frarnh* '«nfc.6) Staðreyndin sem við okkur blasir, ersú, að fram til 1983 þurfi að skapa á Suðurlandi 1460 at- vinnutækifæri tengd nýjum iðn- aði. Þegar við skoðum atvinnuþró- unina 1972-77 sjáum við, að mannárum í iðnaði hefur fækkað um 81 á Suðurlandi en fjölgað um 919 á Norðurlandi vestra. Þegar við heyrum tölur um vaxandi fiskveiðar íslendinga, en við okkur blasir minnkaður fisk- afli, tökum við eftir að hlutdeild annarra, meðal annars Sauð- kræklinga, hefur margfaldast. Það er viðurkennt, að Islend- ingar standa frammi fyrir mikilli iðnþróunarþörf. Þess vegna er ekki óeðlilegt, að hennar sé bæði þörf í Skagafirði og á Suðurlandi. Það er því frumskilyrði, að raun- veruleg arðsemi þessarar iðnþró- unar sé tryggð. Byggðarsjónar- mið með hag- kvæmni. Sunnlendingar líta ekki á steinullarverksmiðju sem einstakt fyrirtæki, heldur sem verkfæri til víðtækrar iðnþróunar. Ekkert hérað landsins á þar stærra verk óunnið. í ljósi þessa bíða Sunn- lendingar staðarvalsins á stein- ullarverksmiðjunni vitandi, að í Þorlákshöfn fara saman hag- kvæmni verksmiðjunnar og byggðasjónarmið. F.h. atvinnumálanefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Þorsteinn Garðarsson, Þór Hagalín. 6.DAGUR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.