Dagur - 09.10.1980, Side 8

Dagur - 09.10.1980, Side 8
BM5ILM Mikil útgáfustarfsemi Náttúrugripasafnsins Á vegum Náttúrugripasafnsins á Akureyri eru gefin út 4 ritraðir. Þar er fyrst að nefna fjölrit, Náttúrugripasafnsins, sem koma út óreglulega, en nú eru komin út 10 hefti. Einnig er gefið út grasafræðitímaritið Acta botanica islandica. Tímarit þetta kemur nú út á 2ja ára fresti á ensku. Það er vaxið upp úr tímaritinu Flóra sem kom út á árunum 1963 til 1968. Safnið gefur út tímaritið Týli í sam- vinnu við P.O.B. Það kemur út tvisvar á ári og fjallar um nátt- úrufræði og náttúruvernd. Að lokum er það ársskýrsla Náttúrugripasafnsins, en í henni er gerð grein fyrir starfsemi safnsins. Þess má geta að sum þessara rita eru send til stofnana hér heima og erlendis í staðinn fyrir þau rit sem viðkomandi stofnanir gefa út. Á þennan hátt hefur safnið byggt upp viða- mikið bókasafn sem í eru rúm- lega 150 tímarit og ritraðir. Rit- in fjalla aðalega um grasafræði og mun safnið vera eitt það besta á sínu sviði hér á landi. Áhugi fyrir Esperanto Esperanto hefur verið kennt á Akureyri s.l. 5 ár og nú í vetur verður byrjendakennsla við Menntaskólann á Akureyri og hafa 15 nemendur skráð sig til þessa náms, en það er valgrein. Þá mun Jón Hafsteinn Jónsson, formaður esperanto-deildarinn- ar á Akureyri, annast fram- haldskennslu í málinu. Um 25 félagar eru nú í deildinni á Akureyri. Heimsþing Alþjóðlega esperantosambandsins, hió 65. í röðinni, var haldið í Stokkhólmi Ólafsfjaröarflug F.N. fyrir Flugráð á morgun F.N. hefur sótt um leyfi til að fljúga á leiðinni Akureyri - Sauðárkrókur - Blönduós - Reykjavík Þi> bílstjórinn á forsíóumyndinni hafi veriö óviðbúinn vetrarkomunni verður ekki það sama sagt um börnin. Hver veit raunar nokkurt dæmi þess aö börn hafi ekki fagnað snjónum og verið tilbúin að móttaka hann? Mynd: H.Sv. 1.-9. september. Þingið sátu rúm- Iega 1800 manns frá 51 þjóðlandi, þar á meðal 8 frá íslandi. Aðalum- ræðuefni þingsins var misrétti, bæði þjóðernislegt, kynþáttalegt og tungumálalegt, en auk umræðna var fjölbreytt dagskrá hvern dag s.s. fyrirlestrar, fundir sérgreinahópa, kappræðufundir æskufólks, lista- og skemmtikvöld, kvikmyndasýn- ingar og messur. Við öll þessi tæki- færi hljómaði aðeins eitt mál, esp- eránto. Einn fyrirlesarinn var Baldur Ragnarsson og hann var kjörinn í stjórn Alþjóðlega esperantosambandsins til næstu þriggja ára. — Við erum ákafiega bjartsýnir á að fá Ólafsfjarðarflugið, en teldum það hins vegar stór- alvarlegt mál ef við fengjum það ekki, sagði Torfi Gunnlaugsson hjá Flugfélagi Norðurlands þegar Dagur innti hann eftir því hvemig umsókninni um flug- rekstrarleyfi á leiðinni Akur- eyri-Ólafsfjörður-Reykjavík virtist ætla að reiða af. — Við bíðum bara eftir því að málið verði tekið fyrir í flugráði. Gróskumikið starf eldri borgara á Sauðárkróki Félag Eldri Borgara á Sauðár- króki var stofnað á síðast liðnu ári og var starfsemi þess þá í mótun. Haldnar voru 12 skemmtisamkomur og föndur- dagar í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. 1 sumar var farin skemmtiferð á vegum félagsins út á Skaga og eru fyrirhugaðar nokkrar styttri ferðir um nágrannabyggðir í vetur. Starf vetrarins hófst á nú laugar- daginn 27. september með skemmtisamkomu en þær verða framvegis hálfsmánaðarlega í Safnaðarheimilinu, sú næsta laug- ardaginn 11. október. Föndurdagar verða annan hvorn miðvikudag, næst miðvikudaginn 15. október. Föndurstarfið er í mótun og miklar vonir bundnar við það. Álíka félag var stofnað í Hofsósi í sumar og verður náið samstarf milli þeirra. Nýlega var kosin framkvæmda- nefnd elliheimilisbyggingar í Skagafirði og binda eldri borgarar Skagafjarðar miklar vonir við starf hennar en það má benda á að mjög brýnt er að veglegt elliheimili rísi á Sauðárkróki og smærri ibúðarein- ingar fyrir aldraða bæði í Hofsósi og í Varmahlíð. HELGARSKÁKMÓT HALDIÐ Á AKUREYRI Um næstu helgi verður haldið skákmót á Akureyri á vegum Timaritsins Skákar og Skák- sambands íslands. Mót af þessu tagi hafa verið haldin víða um land með þátttöku margra af sterkustu skákmanna landsins. Mótið á Akureyri verður á Hótel K.E.A. og hefst kl. 14 n.k. föstudag. Tefldar verða tvær umferðir á föstudag og jafn- margar á laugardag og sunnu- dag. Hálfur annar tími verður í 30 leiki og hálf klukkustund til að Ijúka við skákina. Þctta fyrirkomulag býður upp á injög skemmtilegar og snarpar viður- eignir. Allir eru velkomnir á skákmótið til þess að taka þátt í því. Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Skákar, verður skákstjóri á mótinu. Hann sagði í viðtali að þessi mót hefðu notið vaxandi vinsælda al- mennings, en þarna gefst fólki kostur á að tefla við marga af sterkustu skákmönnum okkar ís- lendinga. „Fyrsta mótið var í Keflavík, en síðan hafa þau verið í Borgarnesi, ísafirði, Bolungarvík og Húsavík. Nú varð Akureyri fyrir valinu. Seinna munu skákmennirnir tefla á Neskaupstað, Vestmannaeyjum og Vík í Mýrdal. „Alla tíð hefur það verið svo að skákmenn úti á landi hafa ekki setið við sama borð og þeir á suð- Því var vísað frá fundi í september og 2. október átti síðan að vera fundur í flugráði en honum var frestað til 6. október og þeim fundi var aftur frestað til 10. október, þ.e. til morguns. Bæjarstjórnarmenn á Ólafsfirði styðja okkur í þessum fyrirætlunum okkar og við erum mjög bjartsýnir. Við höfum hins vegar gert það alveg ljóst, að við munum ekki taka að okkur að fljúga bara á leiðinni Akureyri- Ólafsfjörður, sagði Torfi Gunn- laugsson. Flugfélag Norðurlands hefur einnig farið fram á flugrekstrarleyfi á leiðinni Akureyri-Sauðárkrók- ur-Blönduós-Reykjavík, m.a. með það í huga að tengja Norðurland vestra Akureyri. Hefur verið rætt um tvær ferðir í viku í þessu sam- bandi. Sem kunnugt er sótti félagið um flug á leiðinni Siglufjörður- Blönduós-Reykjavík en var hafnað og Amarflugi veitt flugrekstrarleyfi á öllum leiðum Vængja. Flugfélag Norðurlands hefur áætlunarleyfi á leiðinni Reykjahlíð-Reykjavík, en völlurinn í Reykjahlíð við Mývatn er aðeins opinn á sumrin og því hefur verið farið fram á að fá að fljúga tvær ferðir í viku frá Húsavík til Reykjavíkur. Allar ofangreindar umsóknir FN munu hafa fengið neikvæða umsögn Flugleiða h.f. Af þessu má sjá að mikill hugur er í FN-mönnum og verður fróð- legt að sjá hverju fram vindur sér- staklega varðandi Ólafsfjarðar- flugið. Ein af vélum Flugfélags Norðurlands urhorninu og því ekki getað keppt við þá snjöllustu. Að sjálfsögðu hefur þetta háð þroska þeirra sem skákmanna og með þessum mótum erum við að gera veika tilraun til að bæta úr og sýna fram á að sé hægt að halda svona mót úti á landi með þátttöku bestu skákmannanna," sagði Jón Þorir. Til þess að gefa lesendum hug- mynd um styrk mótanna sem búin eru má geta þess að í Keflavíkur- mótinu urðu þrír jafnir og efstir: Helgi, Friðrik og Margeir. í Borg- amesi varð Guðmundur Sigur- jónsson efstur, en Helgi og Jón L. skiptu með sér öðru sætinu. I þriðja mótinu urðu jafnir og efstir Friðrik og Helgi og sá síðarnefndi vann fjórða mótið. £7 'X 7T~ Ti f A (1 Ð J] líAÍ /11 (1) J] ö. 1 JÍ_ 0 Innheimtur Einn af lesendum blaðsins hringdi og vildi koma þeirri ábendingu á framfæri við bæjarfyrirtækin, Hitaveftuna og Rafveituna, að þau sendu ekki frá sér reikninga í sama mánuði, heldur Rafveitan annan og Hitaveitan hinn, en bæði þessi fyrirtæki inn- heimta tvo mánuði í einu. § Ábending Fyrir skömmu var í þessum þætti fjallað um notkun starfsmanna bæjarskrifstof- unnar á bílastæðum í ná- grenninu. Lesandi blaðsins hafði samband og bað fyrir eftirfarandi ábendingu: „Margir þurfa að leíta að- stoðar og hjálpar í Fjórð- ungssjúkrahúsi Akureyrar. Margir hverfa þaðan aftur hressari og með þakklæti í huga. En betur mætti gera. Ég hefi í huga þá, sem lítt eða ekki eru gangfærir, jafnvel þótt ekið geti bíl. En komi slíkir þarna að morgni, til stundar dvalar við þjálfun, til myndatöku eða rannsóknar, finnst mjög sjaldan nokkur „auður bás“ fyrir bíl þeirra — nema þá norður við Lystigarð eða langt upp með vegi! Full- hraust starfsfólk stofnunar- innar og læknar láta bfla sína standa — jafnvel daglangt — við lyftudyrnar — að kalla! Hefðu þarna sumir úr stóra hópnum bara gott af því að ganga svona 40-50 metra að og frá vinnustað! Mætti ekki ákveða og merkja þessum hreyfifötluðu 2 bílastæði í nánd við hvorar aðaldyr hússins. Mér virðist að það væri spor í rétta átt og engum til meins.“ Um snjó- keðjur Akureyringar voru margir óviðbúnir snöggri vetrar- komunni með fannfergi og hálku. Fæstir voru komnir með snjóhjólbarða undir bíl- ana og gripu því margir til keöjanna. En það er eftirtekt- arvert hversu keðjurnar eru slakar hjá sumum en vel strekktar hjá öðrum. Einn kunningi blaðsins hafði á takteinum góða lausn varð- andi þetta vamdamál. Hans aðferð við að setja keðjurnar á og láta þær sitja vel og fastar án sérstaks strekking- arbúnaðar var einfaldlega sú, að hleypa örlitlu loftl úr hjól- börðunum, strekkja keðjurn- ar síðan á eins og unnt var með höndunum og hleypa síðan lofti í á ný. Arangurinn var frábær.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.