Dagur - 30.10.1980, Blaðsíða 1

Dagur - 30.10.1980, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI LXIII. árgangur. Akureyri, fimmtudaginn 30. október 1980 77. tölublað Rimui KoáaK Nú cru akureyrskir kaupmenn byrjaðir að verðmerkja vörur sínar bæði með tilliti til gömlu og nýju krónunnar. Hér er Sigbjörn Gunnarsson að koma fyrir nýju verðmerkingunni. Mynd: á.þ. Solveig Eyfells Skjölin geta verið verðmæt Fyrr á þessu ári var stofnað Héraðsskjalasafn Svarfdælinga, sem aðsetur hefur á Dalvík. Sólveig Eyfells, sem starfar við safnið, sagði í samtali við Dag að til safnsins væru sífellt að berast ýmiskonar gögn, en svo virtist vera sem fólk athugaði ekki nógu vel hve verðmæt þau skjöl kunna að vera sem það hefur undir höndum. Héraðsskjalasafnið hefur verið komið fyrir í kjallara ráðhússins á Dalvík og sagði Sólveig að það húsnæði myndi duga vel um sinn. Síðar er ætlunin að almenningur fái aðgang að safninu og er ekki að efa að margur grúskarinn mun kunna vei að meta það. „Það er komið heilmikið af op- inberum skjölum. Nú síðast feng- um við töluvert af slikum skjölum úr Svarfaðardal,1' sagði Sólveig. Kveikjuna að þessu safni átti Kristmundur Bjarnason, frá Sjávarborg, en hann er um þessar mundir að rita annað hefti af sögu Dalvíkur. Sólveig sagði að þegar undirbúningur hófst að ritun fyrsta bindisins hefði miklu verið safnað af ýmiskonar skjöium sem tengdust verkinu og hefur þessari söfnun verið haldið áfram. Sólveig viidi hvetja fólk til þess að hafa samband við sig eða ein- hvern úr stjórninni ef það teldi sig hafa í sínum fórum eitthvað sem safni af þessu tagi er ætlað að geyma. í stjórn safnsins eru: Júlíus Kristjánsson, Kristján Ólafsson, Helgi Már Halldórsson, Gylfi Bjömsson og Guðbergur Magnús- son. Helgar-Dagur keniur út á morgun, helmingi stærri en venja er til, eða 16 síður. Efnið er fjölbreytt og meðal nýrra þáttahöfunda í blaðinu má nefna Jón Gauta Jónsson. Snorra Guð- varðarson og Þorvald Þorsteinsson. Opnuviðtal er við Þorvald Hall- grímsson, stofnanda fyrstu dans- hljómsveitarinnar á Akureyri, X-bandsins. Meðal annarra nýmæla í Helg- ar-Degi má nefnji, að í ráði er að fá myndlistarmenn á Akureyri til að skreyta forsíðu blaðsins og það er Guðmundur Ármann Sigurjónsson sem ríður á vaðið með nýja dúk- ristu. Umsjónarmenn Helgar-Dags eru starfsmenn á ritstjórn Dags. Hólalax að hefja starfsemi sína Metveiði í sumar Staðarfelli, 28. október. Nú er liðinn rúmur mánuður síðan veiði lauk í Skjálfanda- fljóti en veiðitíminn er frá 20. júní til 20. september. Þegar veiðibókum hafði verið safnað santan, kom í ljós að um met- veiði var að ræða. AIls veiddust 424 laxar á stöng og um 1000 silungar, flestir sjórunnir. Áður hafði veiðin orðið mest rúmlega 340 laxar árið 1978. Meðalþyngd laxins reyndist hálft tólfta pund, sem einnig er met. Stafar það m.a. af því að nær eng- inn unglax gekk í sumar. Er það í samræmi við reynsluna af öðrum ám a.m.k. hér í nágrenninu. Spurningin er hvort niðurgöngu- seiðin hafi aldrei komist til sjávar vegna harðindanna í fyrra eða ver- ið svo illa haldin að þeim seinki um eitt ár og skili sér þá tvíefld að ári. Athyglisvert er að sá smálax sem veiddist í sumar var með afbrigðum lítill og léiegur. Leyft er að veiða á 5 stangir á laxasvæðinu nema í ágúst, þá er þeim fjölgað í 7. Á silungasvæðun- um má veiða á 10 stangir. Þar er veiði hinsvegar mjög lítið stunduð þrátt fyrir ódýr leyfi. Auk þessa er netaveiði heimiluð neðan brúar en tölur um hana liggja ekki fyrir. Hún mun þó vera óveruleg. Eftir veiðitíma voru 26 laxar veiddir í klak og á veiðitíma voru 20 settir í kistur í sama tilgangi. Til gamans má geta þess að ef laxinn sem veiddur var á stöng hefði verið seldur á markaðsverði hefði fengist fyrir hann u.þ.b. helmingi hærri upphæð en nemur leigunni af Fljótinu. J.A.B. GUR Fiskeldisstöðin á Hólum í Hjaltadal, sem er í eigu Hólalax h.f., er nú um það bil að hefja starfsemi og er gert ráð fyrir að stöðin verði formlega tekin í notkun laugardaginn 8. nóvem- ber. Nú er verið að ganga frá þaki eldishússins, sem er um 1200 m2 að stærð, unnið er að tengingu kalda vatnsins og í næstu viku er reiknað með að heitt vatn frá hitaveitunni að Reykjum í Hjaltadal verði tengt stöðinni, að sögn Gísla Páls- sonar, stjórnarformanns Hóla- lax h.f., sem jafnframt er for- maður skólanefndar Hóiaskóla, en miklar vonir eru bundnar við að unnt verði að kenna fiskeldi sem búgrein í tengslum við stöðina. í stöðinni verða 66 eldisker úr plasti, auk 10 hringkerja, sem eru að hálfu leyti innan- og hálfu utanhúss. Stöðinni er eingöngu ætlað að framleiða seiði til siepp- ingar og í framtíðinni á að vera hægt að framleiða 200 þúsund gönguseiði og 3-500 þúsund sum- aralin seiði, allt eftir því hvað markaðurinn býður upp á. Að sögn Gísla er eftirspurn eftir seiðum í Noregi en meginforsend- an fyrir framþróun fiskræktar í stöðinni er að framleiðsla stöðvar- innar verði nýtt í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. Að Hólalaxi h.f. standa um 30 veiðifélög í áður- nefndum sýslum með um 600 fé- lagsmenn, stangveiðifélögin á Sauðárkróki, Siglufirði og á Blönduósi, ríkið að 40 hundraðs- hlutum og nokkrir einstaklingar. Þegar hafa verið ráðnir tveir starfsmenn til stöðvarinnar, Pétur Bjarnason og Sveinbjörn Oddsson, og í haust hefur laxi verið safnað í búr í Miðfjarðará, Víðidalsá, Skjálfandafljót: Vatnsdalsá, Laxá á Ásum, Blöndu og lítilsháttar í Héraðsvötnum, sem starfsmennirnir hafa síðan kreist, þegar hrygnurnar hafa verið til- búnar. Á vegum Vegagerðarinnar hefur verið byggð brú yfir Hvammsá, sem hitaveitulögnin frá Reykjum liggur um og auk þess settir niður brúarstólpar í Hjaltadalsá, þar sem aðveituæðin fer yfir, en þar verður síðar sett brúargólf. Reiknað er með að klakstöðin og helmingsaðild Hólaiax h.f. í hita- veitunni kosti yfir 400 milljónir króna. Bíða eftir góðu veðri svo hægt verði að malbika „Við eigum eftir að malbika Brekkugötu og Klappastíg, en vegna þess að fraus og snjóaði varð að hætta framkvæmdum í Brekkugötunni. Einnig stendur til að malbika Drottningar- brautina, austan við Leikhúsið, en ég á ekki von á að það verði gert í vetur. Nú er beðið eftir að veður batni svo hægt verði að Ijúka við malbikun,“ sagði Gunnar Jóhannesson, verk- fræðingur hjá Akureyrarbæ í samtali. Starfsmenn Akureyrarbæjar eru búnir að undirbúa Brekkugötuna fyrir malbik, en eftir er að jafna jarðveg í Iýlappastíg og því verður frost að fara úr jörðu ef hægt á að vera að malbika götuna. Gunnar sagði að töluvert væri eftir að malbika af bílastæðum og plönum fyrir einstaklinga og fyrir- tæki. Hvort af því getur orðið er víst ekki í valdi starfsmanna bæjarins. Valgarður í Gallerí Háhóli Myndlistasýningu Valgarðs Stefánssonar í Gallerí Háhóli lýkur nú um helgina. Á sýning- unni eru um 60 myndir og hafa margar þeirra þegar selst, en mikil aðsókn var á sýninguna um síðustu helgi. Myndirnar eru flestar unnar með pastel-litum. Þetta er önnur einkasýning Val- garðs, en hann hefur auk þess tekið þátt í allmörgum samsýn- ingum. Sýningin er opin á laug- ardag kl. 16-22 og á sama tíma á sunnudag. Virka daga er sýningin opin kl. 20-22. Verðá líflömbum Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur ákveðið að verð á líflömb- urn verði kr. 1215 á kg. Nýtt verð á hrossakjöti Þann 22. október var ákveðið verð á hrossakjöti til framleið- enda og heildsöluverð. Fyrir fol- alda- og tryppakjöt í 1. verðflokki eiga framleiðendur að fá kr. 1200 en heildsöluverð er 1505 kr. á kg. í öðrum verðflokki er heildsölu- verðið kr. 1226 en framleiðenda- verð kr. 960. Fyrir 3ja verðflokk eiga framleiðendur að fá kr. 720 á kg en heildsöluverðið er 936 kr. Leikarar á Dalvík fara til Danmerk- ur — en sýna fyrst á Húsavík Undanfarið hefur Leikfélag Dal- víkur æft upp leikritið Sauma- stofan eftir Kjartan Ragnarsson, en þetta leikrit var sýnt á Dalvík leikárið 1978 til 1979, meó ferða- lag til Danmerkur í huga, en sú ferð er nú aó verða að staðreynd. Leikfélag Dalvíkur- fékk boð frá áhugaleikfélagi í Nordsten. Einnig er fyrirhugað að sýna í Viborg og Aarhus. Æfingunt er að Ijúka og hefur verið ákveðið að sýna leikritið á Húsavík þann 1. nóvember. Leikstjóri er Guðrún Alfreðsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.