Dagur - 30.10.1980, Blaðsíða 8

Dagur - 30.10.1980, Blaðsíða 8
Gagnfræðaskóli Akureyrar minnist 50 ára afmælis Næstkomandi föstudag og laugar- dag verður 50 ára afmælis Gagn- fræðaskóla Akureyrar minnst á margvíslegan hátt, en skólinn var fyrst settur haustið 1930. Þá var hann í Lundargötu 12, sem nú er í eigu Fíladelfíusafnaðarins. Alls innrituðust 46 nemendur í skólann fyrsta skólaárið og voru þeir í tví- skiptum fyrsta bekk. Allinargir þessara 46 nemenda eru látnir, en 20 þeirra búa enn á Akureyri og verða þeir gestir skólans í afmælinu. Sverrir Pálsson, skólastjóri Gagnfræðaskólans, sagði að í stór- um dráttum yrði dagskrá hátíðar- haldanna sem hér segir: Stundar- skrá verður numin úr gildi á föstu- dag og hefst dagskráin með því að hver deild fer í sína stofu, ásamt umsjónarkennara. Þá verður skólablaðið Frosti komið út en í því er ágrip af sögu skólans eftir þá Bemharð Haraldsson og Sigurð Davíðsson, kennara við skólann. Umsjónarkennarar munu rekja söguna með nemendum, og að auki verður leikið af segulbandi ýmis- konar atriði, sem ýmsir hafa lagt til. en öll eiga atriðin það sammerkt að fjalla um sögu skólans á margvís- legan hátt. Fyrir hádegi á föstudag koma kennarar og nemendur saman í hátíðarsal skólans og í nærliggjandi stofum, en í stofurnar verður sjón- varpað því sem gerist í salnum svo allir geti fylgst með. í salnum verð- ur flntt fjölbreytt dagskrá, og eftir hádegi verður hafist handa við að skreyta skólann. Klukkan 10.30 á laugardags- morgun rður afhjúpuð minningar- tafla á gamla skólahúsinu við Lundargötu 12. Sverrir sagði að þetta yrði stutt athöfn, en aðal há- tíðarsamkoman verður í sal skólans klukkan 14 á iaugardag. Kór skól- ans mun syngja og sýndir verða leikþættir sem einkum er ætlað að sýna þær breytingar sem hafa átt sér stað þau 50 ár sem skólinn hefur starfað. Ræður verða fluttar og þegar dagskránni i sal skólans lýkur verður viðstöddum boðið upp á veitingar. Uni kvöldið stíga nem- endur og kennarar dans. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Mynd: E.D. Rösklega sjö þúsund nemendur Óhætt mun að fullyrða að einn mesti sigur Gagnfræðaskóla Akureyrar á 50 ára starfsferli var annars vegar brautskráning fyrstu sjúkraliðanna með fullum starfsréttindum og hins vegar fyrstu nemendanna með al- mennu verslunarprófi 1978 og sérhæfðu verslunarprófi 1979. Hvoru tveggja markar tímamót í sögu skólans og gamlir draumar rættust. Fyrstu sjúkraliðarnir voru útskrifaðir í febrúar 1979 í samvinnu við F.S.A. og annar hópur í mars 1980 eða alls 27 sjúkraliðar. Nú eru 28 nemend- ur í síðasta áfanga og inunu út- skrifast á þessu skólaári. í upphafi voru fastráðnir starfs- menn G.A. aðeins 2 — þ.e. skóla- stjóri og einn fastakennari, en frá upphafi hafa starfað um 250 kenn- ■ arar við skólann. Nú starfa þar um 70 manns, kennarar og annað starfslið. Nemendur fyrsta veturinn voru 46 en flestir urðu þeir skóla- árið 1971 til 1972, en þá voru í skólanum 846 nemendur í 32 deildum. Hin síðari ár hefur nemendum fækkað vegna stækkunar og fjölg- unar annarra skóla í bænum enda má nú heita að skólinn sé sjálfum sér nógur um húsnæði. Skólinn flutti í núverandi húsnæði haustið 1943. Gagnfræðapróf var síðast þreytt árið 1977 og lauk þar með einum merkasta þætti íslenskrar skóla- sögu á 20. öld. Skólinn útskrifaði 2803 gagnfræðinga, en alls eru nemendurnir o.rðnir 7210 á þessu hálfrar aldar tímabili. Landspróf miðskóla var tekið upp við G.A. árið 1950. Grunnskólapróf var haldið við G.A. í fyrsta sinn árið 1977 og hefur verið þreytt í fjögur skipti með góðum árangri. Fram- haldsdeildir voru fyrst haustið 1969 og hafa starfað óslitið síðan. Fyrsti skólastjóri G.A. var Sigfús Halldórs frá Höfnum (1930 til 1935). Þá tók við Þorsteinn M. Jónsson (1935 til 1955), Jóhann Frímann (1955 til 1964) er Sverrir Pálsson tók við skólastjórn. Yfir- kennarar á þessu tímabili hafa ver- ið: Jóhann Frímann, Jón Sigur- geirsson, Ármann Helgason og Ingólfur Ármannsson sem hefur gegnt starfi yfirkennara frá 1972, að einu skólaári undanskildu, en þá gegndi Áskell Jónsson störfum yfirkennara. Aðalfundur Framsóknar- félagsins í Mývatnssveit Aðalfundur Framsóknarfélags Mývatnssveitar var haldinn fyrir skömmu. Stefán Valgeirs- son og Guðmundur Bjarnason komu á fundinn og ræddu stjórnmálaviðhorfin. Jón Árni Sigfússon, sem hefur verið formaður félagsins um árabil, baðst undan undurkosningu. Á fundinum var kosin nú stjórn og í henni eiga sæti: Jón lllugason, Ingólfur Jónasson og Ágúst Hilmarsson. Jón Illugason er formaður félagsins. * * Lömblentu í gjám Kvistási, 28. október. Lambaheimtur voru víðast hvar mjög slæmar í haust og lítil von er nú til þess að nokkuð teljandi finnist af lömbum í Kelduhverfi eftir þetta. Á sumum bæjum vant- ar allt að þrjátíu lömb og er talið að þau hafi flest mis- farist í gjám og sprungum. Verstar eru heimturnar á lömbum á þeim bæjum, sem standa næst mestu sprungu- svæðunum. Heimtur á full- orðnu fé hafa hins vegar verið eftir vonum víðast hvar. Eftir síðustu jarðhræringar hafa víða myndast nýjar, djúpar gjár, allt að þriggja metra breiðar. H. Þ. Sparisjóður Ólafs- fjarðar byggir nýtf hús Framkvæmdir við uppsteypu Sparisjóðs Ólafsfjarðar sem væntanlegs skrifstofuhúss rísa á á horni Aðalgötu og Sjálfvirkur sími í Þistilfirði Sífellt fleiri fá sjálfvirkan síma og nú síðast bárust þær fréttir austan úr Þistilfirði að þar heíðu 20 bæir fengið sjálfvirkan síma. Starfsmað- ur Pósts og síma á Þórshöfn sagði tíðindamanni Dags að bæirnir sem nú fengu síma væru á Langanesi og inn í Þistilfirði. Um leið og bændurnir fyrir austan fá sjálfvirkan síma er af- greiðslutími stöðvarinnar á Þórshöfn styttur. Eitt sinn var stöðin alltaf opin um helgar og til klukkan 8 á kvöldun, en af- greiðslutíminn er nú til klukkan 7 á kvöldin og lokað um helgar. Frá og með 1. nóvember verður stöðin opin til klukkan 5 á dag- inn. „Hér eru enn fjórar sveitalín- ur. Á þeim eru einir 20 bæir, sem verða að sætta sig við sveitasímann. en eflaust fá þeir sjálfvirkan síma innan tíðar," sagði viðmælandi blaðsins: Kirkjuvegar hafa nú verið boðn- ar út. Vonast er til að hægt verði að hefja framkvæmdir strax í haust. Húsið verður kjallari, 2 hæðir og nýtanlegt ris. í kjallara verða geymslur, á jarðhæð verður af- greiðsla og skrifstofur fyrir spari- sjóðinn, en ekki hefur enn verið ákveðið hvað gert verður við efri hæðirnar. Grunnflötur hússins er rúmir 200 fermetrar og heildarflatarmál hússins er um 800 fermetrar. Stefnt er að því að taka bygginguna í notkun eins fljótt og mögulegl er enda eru húsnæðismál sparisjóðs- ins í algeru öngþveiti. Tilboð í byggingu sparisjóðsins voru opnuð mánudaginn 13. okt- óber. Aðeins barst eitt tilboð frá Tréveri h.f. að upphæð kr. 112.696.850. Áætlun hönnuða var kr. 112.054.000. # Aðþakka fyrir sig í gær segir Dagblaðið frá þvf að hreyfilamaðir og hjarta- sjúkir hafi fengið talstöðvar í bíla sína. Arnór Pétursson, fékk fyrstu talstöðina að gjöf frá félagi farstöðvareigenda. Við þetta tækifæri sagði Arn- ór að vissulega væri hann ánægður með gjöfina og sagði síðan orðrétt: „Það var farið að ræða þessi mál á Al- þingi 1976 og síðan hefur þetta þvæist um kerfið. Ég verð að lýsa furðu minni á hve seint þetta hefur gengið." Svo mörg voru þau orð. Það má vera að f jögur ár sé langur tfmi í augum sumra, en minna má á að Róm var ekki byggð á einum degi og þeir eru margir hóparnir í þjóðfélaginu sem verða að bíða enn lengur — eiga ekki eins ákafa tals- menn eða vini í sölum Al- þingis. í því sambandi má geta þroskaheftra og smá- barna. £ Breiðfirskar konurog Tommi og Jenni Fyrir skömmu funduðu breiðfirskar konur. Þetta var nánar tiltekið aðalfundur Sambands breiðfirskra kvenna. Þær ræddu margt og mikið og í ályktun frá fundin- um segir m.a. „Það er skoð- un fundarins að stór hluti sjónvarpsefnis sé ýmist rýr að gæðum eða jafnvel skað- legur börnum og unglingum. Má í þvf sambandi benda á ýmsa teiknimyndaþætti, sem oft eru sýndir eftir fréttir. I fljótu bragði virðast þessir þættir saklaust skemmtiefni fyrir börn, en oft fjalla þeir í raun um ofbeldi frá upphafi til enda.“ • Núfinnur Indriði iykt Þegar þessi hluti ályktunar breiðfirskra kvenna er lesinn dettur manni ósjálfrátt í hug hvað í ósköpunum sé óhætt að bera á borð fyrir börn og unglinga ef teiknimyndir um Tomma og Jenna eru orðnar stórskaðlegar. Sjálfsagt mun Indriði G. Þorsteins geta fundið sænska lykt af ályktun kvennanna við Breiðafjörð og er nokkuð til í því að hug- myndir af þessu tagi megi rekja til frænda vorra í Sví- þjóð — þeir líta Andrés Önd hornauga, telja hann af hinu illa af því að þar er ofbeldi og í Andrési sést ekki bleyju- þvottur eða áhyggjur þær sem plaga kjarnafjölskyld- una.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.