Dagur - 04.12.1980, Síða 8

Dagur - 04.12.1980, Síða 8
Unga fólkið vill halda ísiði forfeðranna segir Kristján Theodór (Ted) Árnason Það er kunnara en frá þurfi að segja að ferðir fslendinga til vina og ætt- ingja í Vesturheimi hafa aukist stórlega undanfarin ár. Sömu sögu er að segja um íbúa þar um slóðir — áhugi þeirra fyrir uppruna sínum er snöggtum meiri nú en oft áður. Á ellefu hundruð ára afmæli fslands- byggðar komu fjölmargir Amcríku- og Kanadabúar til landsins og með þeim heimsóknum má segja að ísinn hafi verið brotinn. Árið eftir komu um 1500 fslendingar á fslendinga- daginn í Gimli og sama ár varð Gimli að vinabæ Akureyrar. Violet Einarsson, þáverandi bæjarstjóri kom í heimsókn til Akureyrar og fyrir skömmu var hér nýr bæjar- stjóri í Gimli, sem jafnframt er eig- andi ferðaskrifstofunnar Viking trawel, Kristján Theodor (Ted) Árnason. í samtali við Kristján Theodor kom í ljós að næsta sumar eru 100 ár síðan Nýja ísland varð hluti af Manitoba og er ætlunin að halda upp á afmælið næsta sumar í Gimli. Búist er við 25 til 30 þúsund manns úr öllum fylkjum Kanada og Bandarikjanna. Ætlunin er að efna til hópferðar frá íslandi á hátíðina í lok júlí og til að nýta flugvélina — eða flugvélarnar — er hugmyndin að íslendingar sitji í vélinni út og að hún verði fullskip- uð Vestur-íslendingum til baka — og öfugt þegar heim verður haldið. „Við erum að ræða við forráða- menn Samvinnuferða um skipulag ferðarinnar, en við viljum endilega að sama vélin sé notuð báðar leiðir, enda lækkar það kostnaðinn," sagði Ted er hann, Árni Bjarnarson og Marjorie Árnasson litu við á rit- stjórn DAGS. „íslendingadagurinn verður að Gimli 1., 2. og 3. ágúst og hátíða- höld vegna umræddra tímamóta verða haldin um leið.“ Árni Bjarnarson sagði að þegar væru menn farnir að láta skrá sig í ferðina næsta sumar, en ef ein flugvél fer héðan geta um 150 manns tekið þátt í ferðinni. „Byrjunin á auknu sambandi milli landanna var hátíðin hjá ykk- ur 1974. Þá kynntist fólk vel og nú er svo komið að það er ntikill sam- gangur milli landanna. Ég held að þessi samskipti og kynning hafi komið okkur öllum til góða. En við sem búum fyrir vestan — og þá sérstaklega yngra fólkið — langar til þess að framhald verði á þessum samskiptum. Unga fólkið fyrir vestan er farið að hafa aukinn áhuga á að læra íslensku og halda í siði sem bárust vestur með forfeðr- um þess,“ sagði Kristján Theodor Árnason að lokum. Þess má geta að þetta er í 12. sinn sem Kristján Theodor kemur hing- að til lands, en kona hans, Marjorie hefur korriið hingað 13 sinnum. Kristján Theodór var endurkjör- inn bæjarstjóri í Gimli í haust með miklum meirihluta atkvæða. Breyttur lokunartími kvöldsölu- og bensín- afgreiðslna Vegna aukins reksturskostnaðar og versnandi afkomu verslunarinnar munu kvöldsöluverslanir og bensín- afgreiðslur á Akureyri loka kl. 22.00 á kvöldin í stað kl. 23.30 áður fimm daga vikunnar, þ.e.a.s. frá sunnu- dagskv. til fimmtudagskv. Þessi lokun mun gilda í desem- ber, og síðan metið í Ijósi reynsl- unnar hvort ennþá meiri skerðing á opnunartíma verður óhjákvæmileg fyrir vetrarmánuðina eftir áramót. Viðskiptavinir eru beðnir vel- virðingar á þessari takmörkun á þjónustu, en athygli vakin á því að opið er til kl. 23.30 á föstudags- ög laugardagskvöldum og ennfremur opið lengur þau kvöld þar sem nætursölur eru. Nýr ostur Mjólkursamlag KEA hefur nú sent á markaðinn nýja tegund af osti. Ostur þessi, sem hlotið hefur nafnið KOTASÆLA, er svokallaður ferskostur, — hann er ekki lageraður, heldur er hann seldur nýr. Upphaflega kemur osturinn með evrópskum innflytjendum til Norður Ameríku, þarsem hann var Helgar-Dagur kemur út á morgun, fjölbreyttur að efni. Meðal efnis I blaðinu má nefna heimsókn á Sólborg og viðtal við Bjarna Kristinsson, framkvæmdastjóra, sem heitir „Við eigum ekki að ætlast til þakklætis“. Fastir - dálkahöf- undar eru á sínum stað, nema hvað Helgi Vilberg kom því ekki við að skrifa um Sjón- menntir sökum veikinda. Tveir nýir dálkahöfundar hafa og bæst við og eru það þeir Hjálmar Jónsson á Sauðár- króki, sem skrifar vísnaþátt, og Jónas Jónasson, hinn víðkunni útvarpsmaður, sem skrifar Norðlendingum bréf að sunn- an. Þá birtist í blaðinu önnur forsíðumyndin eftir norðlensk- an listamann og er það Örn Ingi sem leggur hana til að þessu gerður á mörgum heimilum. En smám saman varð þessi ostur vin- sælli og um aldamót var svo komið, að sett voru á laggirnar sérstök bú. Þessi bú spruttu upp víða um land- iðoghafði hversína uppskrift. En í dager búið að staðla uppskriftirnar og eru þær því fáar mismunandi í gangi. Þessi ostur er gífurlega vin- sæll í Ameríku og neytir hver Ameríkani um fjögurra kílóa af honum á ári. Kotasæla er búin til úr geril- sneyddri, sýrðri undanrennu og ör- litlu af ostahleypi. Þegar osta- mjólkin er hlaupin er hún skorin svo að ostakornin myndist. Síðan eru ostakornin og mysan hituð upp í um 55 °C og mysan tekin burt. Þá er osturinn kældur og skolaður með köldu vatni svo að mysulaus kom fáist. Þá er um 15-20% feitum rjóma úðað yfir kornin og síðan blandað vel saman. Rjóminn er ekki meiri en svo að osturinn, full- unninn, inniheldur 4,50% fitu. Niðurstaðan verður því ostur sem er ákaflega magur en inniheldur mikið af eggjahvítuefnum og víta- Nýr sparisjóðs- stjóri Um áramótin mun Skarphéðinn Halldórsson láta af starfi sem sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Glæsibæjarhrepps og við tekur Dísa Pétursdóttir. Hún hefur unnið um langt árabil hjá Sparisjóði Glæsibæjarhrepps Marjoric og Ted Árnason komu í heimsókn á DAG. Mynd: á.þ. HÚSAVÍK: Felldu niður barnaskatta Bæjarstjórn Húsavíkur hefur ákveðið að fella niður svon- efnda „barnaskatta" sökum þess hve seint álagning barst. Katrín Eymundsdóttir, bæjar- fulltrúi bar fram tillögu þess efnis í bæjarstjórn Húsavíkur og eftir nokkrar breytingar á til- lögunni samþykkti að inn- heimta ekki 797 þúsund krónur meðal unglinga á Húsavík. Þess má geta í sambandi við barna- skattinn að áður en börn urðu sjálfstæðir skattgreiðendur, greiddu framfærendur þeirra skatt af tekjum þeirra. Þetta varð nær undantekningalaust til þess að mun hærri skattur var tekinn af tekjum barnanna, en nú að að gera. Z7 £ Vantraust fyrst og síðan rökstuðningur Eíns og öllum landsmönnum mun kunnugt, helur dóms- málaráðherra ákveðið (fyrir sitt leyti og ráðuneytisins?) að Patrekur Gervasoni skuli brott af iandinu. Guðrún Helgadóttir, þingmaður alla- ballanna í Reykjavík, segir f viðtali við Moggann í þessu tiiefni, að hún muni ekki styðja ríkisstjórnina í neinu máli vegna þessa. Biaðið spyr hvort hún muni styðja vantraust ef fram kæmi á rík- isstjórnina og svar frúarinnar er: Að sjálfsögðu. Þetta er eftirtektarvert, en ekki síður framhaidið. Guðrún er spurð hvort hún muni flytja slíka til- lögu sjálf. Ég hef ekki hugsað svo langt, svarar hún og seg- ist treysta því að málið verði leyst. Síðan: Ég bendi á, að ég sem og aðrir þingmenn og ríkisstjórnin, á eftir að fá rök dómsmálaráðherra fyrir þessari niðurstöðu. Hefði ekki verið nær að fá rök- stuðninginn fyrst. % Ábyrgðar- leysi eða fljótfærni? Margir velta því nú fyrir sér hvaða afieiðingar þessar O fljótfærnislegu eða ábyrgð- arlausu yfirlýsingar þing- mannsins muni hafa í för með sér. Ef til vill stjórnarkreppu? Varla verður hægt að segja að Guðrún hafi verið að hugsa um hag umbjóðenda sinna, þá sem kusu hana á þing, þegar hún tók þessa afstöðu. 0 Erfittmál og annað vitlaust Mál fransmannsins Gervas- onis er ákaflega erfitt viður- eignar. íslensk stjórnvöld eru nú sett í þá afstöðu að þurfa að glíma við ósanngjarnt réttarfar Frankaríkis. Mörg- um íslendingum finnst það grundvallarréttur að fá að neita því að gegna herþjón- ustu og hugsanlega drepa meðbræður sína. íslending- um finnst það einnig grund- vallarmái að lögin í landinu séu virt, a.m.k. ef lög eru brotin á þeim sjálfum. Þarna rekast á tvö „prinsip" mál. Mætti ekki gera lagabreyt- ingu til að bjarga málinu, eins og þegar undanþága, vegna frægs listamanns, var gerð á lögum um að erlendir menn skuii taka íslenskt nafn er þeir gerast íslenskir ríkis- borgarar? Þetta mál er erfitt en mál Guðrúnar er vitlaust.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.