Dagur - 03.02.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 03.02.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 64. árgangur ■HHBUBHHBHKSBHHn Mann- talið gekk vel „Manntalið hér á Akureyri gekk mjög vel og eftir því sem teljarar hafa tjáð mér, var þeim yfirleitt mjög vel tekið og algjörar und- antekningar ef svo var ekki. Einstaka neitaði að útfylla ein- staklingsskýrslu, en þau tilvik voru sárafá,“ sagði Valgarður Baldvinsson, bæjarritari. Teljarar störfuðu til klukkan 22 á sunnudagskvöld, þeir sem síðastir voru. Reyndist teljarastarfið taf- samara en menn höfðu reiknað með, einkum í gömlum hverfum þar sem mikið býr af eldra fólki. Var nokkuð um að það hefði beðið með að gera skýrslurnar þar til teljarar koniu og gátu aðstoðað. Að jafnaði fór hver teljari til 70-80 einstaklinga, en íbúðafjöldinn var mjög mismunandi. Ekki tókst öllum teljurum að skila af sér í hverfamiðstöðvarnar á sunnudagskvöldið og var það gert I gærkvöldi. Gögnin verða síðan send suður, eftir að kannað hefur verið hvort allir sem eru á íbúaskrá í bænum hafi skilað skýrslum. Verður reynt að nálgast þá sem það hafa ekki gert, ef einhverjir eru. mm^^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmrn, Dýrt að eiga hund Meirihluti bæjarráðs hefur lagt það til að leyfisgjald fyrir hunda á þessu ári verði 500.00 krónur. Málið verður lagt fyrir bæjar- stjórní dag og líklega verður það samþykkt. Heita vatnið stenst allar kröfur sem gerðar eru til neysluvatns Er heita vatnið á Akureyri ekki drykkjarhæft þó það fari í gegnum ofna í húsum bæj- arbúa, í kyndistöðina og aft- ur í neysluvatnskranana? Þessari spurningu hafa ýmsir bæjarbúar verið að velta fyrir sér að undanförnu og svörin hafa verið á marga vegu. Vilhelm G. Steindórsson, hitaveitustjóri sagði að bæjar- búar þurftu ekki að hafa áhyggjur af gæðum heita vatns- ins þrátt fyrir það að vatnið hafi runnið í gegnurn ofna í íbúðar- húsum. Hann benti á að heita vatnið hefur runnið í gegnum dælubúnað, í gegnum skiljustöð og eftir lögnum hér innanbæjar áður en það kæmi í ofnalagnir. Þar sem vatnið er tekið til baka úr íbúðarhúsum hefur ofna- kerfið verið skolað sérstaklega vel og vatnið á ekki að mengast í slíku frekat en öðrum kerfum. sem það rennur eftir. Hitaveitustjóri minnti einnig á að heilbrigðisyfirvöld athuga vatnið reglulega, en það uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar eru til neysluvatns. 9. tölublað mammmmmmaaa ■BBaBBBHHMBBSHBflflflHBBBBBBBB Akureyri, þriðjudaginn 3. febrúar 1981 Kodák Þettaeru nemendur í Clerárskóla. í siöustu viku fóru þau ásarnt kennurum sínum í kvnnisfcrð í lögreglustöðina og var það samdóma álit þeirra harna. sem Ijósmyndarínn talaði við, að fcrðin hefði verið skemmtileg. MYND: áþ. Stóriðja hjá Hjalteyri? Þar er heppilegasta svæðið að finna segir Atvinnumálanefnd Akureyrar „Atvinnumálanefnd Akureyrar álítur að æskilegasta staðsetn- ing stóriðjuvers eða meðalstórrar stóriðju væri á svæðinu sunn- an Hjalteyrar en norðan Hörg- ár. Um 15 km. norðan Akureyr- ar og 25 km. sunnan Dalvíkur. Skilyrði til að gera höfn á þess- um stað teljum við góð, en þessi skilyrði þurfa sjálfsagt að at- hugast af sérfróðum aðilum,“ segir í 2. lið bókunar sem gerð var á fundi hjá atvinnu- málanefnd Akureyrar s.l. föstu- dag, en á þeim fundi var tekið fyrir bréf Staðarvalsnefndar til sveitarfélaga og þær spurningar sem nefndin óskar svara við í sambandi við forkönnun um staðarval vegna iðnaðar. Ekki voru allir nefndarmenn sammála bókuninni og gerði Páll Hlöðversson fyrirvara um ýmsa liði, en þeir Gunnar Ragnars, Hákon Hákonarson. Ingólfur Árnason og Jón Helgason sam- þykktu bókunina athugasemda- laust. í þriðja lið segir að nefndarmenn telji að landslagsskilyrði séu mjög góð. ,,Hér er nóg landrými lítið ræktað land þyfti að fara undir hugsanlegt iðjuver. Á því svæði sem nefnt er í lið 2 (sem rakinn er í upphafi) er víðari og opnari fjalla- hringur en víðast hvar annars stað- ar við Eyjafjörð. Allt umhverfi er aðlaðandi fyrir starfsfólk." Atvinnumálanefndin segir einn- ig að auðvelt sé með öflun steypu- efnis og að tenging við raforkunetiu sé auðveld, vegalengdin að að- veitustöðinni við Akureyri er 15 til 17 km. en þar mætast Norðurlínan. Austurlínan og Laxárlínan. Orku- afhending sé því öruggari en víðast hvar annarsstaðar. Línuleiðin Ak- ureyri-Hjalteyri er talin góð og hefur reynst áfallalítil undanfarin 30 ár, en það er sá tími sem háspennulína hefur verið i rekstri á þessu svæði, segir I hókun At- vinnumálanefndarinnar. Sá óvenjulegi atburður gerðist á bænum Nolli í Grýtubakka- hreppi við Eyjafjörð, sem er annar bær sunnan Laufáss, að ær bar þar síðasta dag janúar- mánaðar. Þar við sat ekki, því nú hafa fjórar ær á bænum borið sex lömbum og að sögn bóndans þar, Snæbjörns Björnssonar, eru að minnsta kosti sex ær til viðbótar, sem eiga eftir að bera innan skamms. Snæbjörn sagði að þetta hefði aldrei fyrr hent á sínum bæ. að ær bæru svona snemma. og að þetta væri raunar óþekkt fyrirbæri þar í sveitinni. Sauðburður hefst al- mennt ekki fyrr en um eða upp úr mánaðamótunum apríl-maí. Snæ- björn sagði að allt virtist í lagi með lömbin. Þó væri ekki því að neita að þetta væri mjög óheppilegt. Lömbin yrðu koniin á fjórða mán- uð þegar sauðburður almennt hæf- Bókun Atvinnumálanefndar verður rædd á fundi bæjarstjórnar í dag og má búast við að einhverjir bæjarfulltrúanna hafi eitthvað við einstaka liði að athuga. með hlið- sjón af þeim umræðum sem fram hafa farið í bæjarstjórn um þessi mál. ist og þennan tima þvrl'tu þau mikla umhyggju t)g mikið fóður. Hann sagði að snémmborin lömb virtust oft væn á haustin. en þau væru oft beinamikil og að vmsu leyti ekki eins væn og þau litu iit fvrir að vera. Bygging verkamanna- bústaða Að tillögu stjórnar verka- mannabústaða hefur bæjarráð lagt það til við bæjarstjórn. að á vegum nefndarinnar verði heimilað að hefja bvggingu á allt að 42 íbúðum á árinu 1481. Ákvörðun um fjárveitingu bæj- arsjóðs verður tekin við gerð fjárhagsáællunar. þegar nánari fjármögnunaráætlun liggur fvrir. Hjalteyri. Frcmst á myndinni cr gamla vcrksniiöjan en ofar í krikanum er smáhála- höfn. Mynd á.þ. Sauðburður í janúarlok

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.