Dagur - 03.02.1981, Page 5

Dagur - 03.02.1981, Page 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamaður: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Að jaf na aðstöðuna Lengi hefur staðið til að gera breyt- ingará stjórnarskrá landsins. Nefndir hafa verið settar í málið, en ennþá búum við að stofni tii við rösklega aldargamla stjórnarskrá. Margir hafa bent á nauðsyn þess að breyta stjórnarskránni og færa til nútíma- legri hátta í ýmsum efnum. Hefur verið bent á það með gildum rökum að margt mætti betur fara og að ýmsu mætti við auka í þessum grundvallar- lögum landsins, sem öll önnur löggjöf byggir á. Eftir því sem heyrst hefur er nú nokkur hreyfing í stjórnarskrármálinu og fundahöld tíð. Má jafnvel gera ráð fyrir að við næstu kosningar til Al- þingis muni þjóðin einnig kjósa um stjórnarskrárbreytingar og þá jafn- framt um breytingar á kjördæmaskip- an. Þar er á ferðinni viðkvæmt mál, en flestir munu þó þeirrar skoðunar að breytinga sé þörf. Hefur einkum verið rætt um það að leiðrétta þurfi vægi atkvæða, en þar þykir nokkuð hallast á og að íbúar höfuðborgarsvæðisins og næsta nágrennis búi við skarðan hlut. Á árum áður var gífurlegur fólks- flótti af landsbyggðinni til þéttbýlisins við Faxaflóa. Þar þóttist fólk finna betri lífskjör og meira öryggi í ýmsum efnum. Jöfnuður ríkti ekki milli landsbyggðarinnar og þéttbýlisins á suðvesturhorninu og þótt hin mikla atvinnuuppbygging á landsbyggðinni síðasta áratug hafi stöðvað fólksflótt- ann að mestu, ríkir enn mikill ójöfn- uður í ýmsum greinum. Þegar rætt er um að jafna vægi atkvæða við kosn- ingar til Alþingis er nauðsynlegt að hafa allan annað ójöfnuð í huga, sem er landsbyggðinni mjög í óhag. Það er réttlætismál að jafna kosningarétt landsmanna, um það geta aliir verið sammála. Á sama hátt ættu allir að geta veríð sammála um það, að jöfnuður eigi að ríkja á öðrum sviðum þjóðlífsins og að mönnum eigi ekki að mismuna eftir búsetu. Það er langt í frá að íbúar lands- byggðarinnar njóti sömu fyrirgreiðslu og sömu kjara og íbúar höfuðborgar- svæðisins. Er hægt að nefna fjölda- mörg dæmi þess efnis, en hér verða aðeins nefnd fá. Vöruverð er hærra á iandsbyggðinni, ekki síst vegna sölu- skatts sem lagður er á flutnings- kostnað. Símakostnaður er hærri, vegir eru verri og heilbrigðismál verr á vegi stödd. Menningarlíf sem kostað er af landsmönnum öllum takmarkast við Reykjavík og nágrenni, en þar má til nefna Þjóðleikhús, Þjóðminjasafn og Háskóla íslands. Þegar rætt er um jöfnun á vægi at- kvæða verður að hafa það í huga að landsbyggðin á undir högg að sækja í ýmsum málum og taka verður tillit tíl þess. Best væri ef hægt væri að jafna kosningaréttinn og jafna lífsaðstöð- una í landinu á öðrum sviðum um leið. Að öðrum kosti verður að taka tillit til ýmisskonar óhagræðis sem íbúar dreifbýlisins þurfa við að búa. Að þekkja sjálfan sig og vaxa í heiibrigði á sálu og líkama Eitt af því sem flesta dreymir um er langlífi. Elcki aðeins langlífi, heldur um leið heilbrigt líf þar sem líkaminn starfar af fullum þrótti, sálarlífið er í jafnvægi og andlegu sem veraldlegu lífi er lif- að í gnægð og stöðugleika. Þetta er í raun von og draumsýn allra þjóða og þær hafa unnið að þess- um markmiðum leynt eða ljóst alla tíð. Mannsandinn elur einnig með sér þá von að fyrr eða síðar takist honum að skilja náttúru- öflin og gangverk þeirra til fulls og hagnýta sér óþrjótandi orku og skapandi mátt náttúruaflanna. Nútimatækni sem nútímavísindi hafa fært manninum eru besta dæmið um það hve mikið lífs- þægindin aukast ef aðeins hluti af gangverki náttúrulögmálanna er þekkt. Þekking er það sem í raun er aflgjafi nútímalífs. Allar vélar, áhöld og tæki svo sem flugvélar, bifreiðar, rafmagnsvélar, tölvur o.s.frv., allt þetta er árangur af viðleitni mannsins að vilja þekkja náttúruna og hagnýta sér gang- verk hennar til bættra lífskjara. Hingað til hefur þó maðurinn í þekkingarleit sinni gleymt sjálf- um sér og gefið þeim lögmálum sem ríkja innra með honum of lítinn gaum. Því hefur andlegt átgerfi mannsins og þekkingin um það ekki vaxið að sama skapi og þekking hans á hinum efnis- kennda heimi. Því er kominn tími til að maðurinn snúi sér að sjálf- um sér og byrji að þekkja sjálfan sig. Innhverf íhugun aðferð til að þekkja sjálfan sig Undanfarin 5 ár hefur Inn- hverf íhugun og Innhverf íhugun Siddhi kerfið verið kennt á ís- landi. Innhverf íhugun er einföld aðferð sem iðkuð er 15-20 mínútur kvölds og morgna. Hún er einföld, þægileg og áreynslu- laus andleg tækni sem iðkuð er sitjandi í þægilegum stól. Þegar Innhverf íhugun er stunduð skynjar iðkandinn fínni og fínni stigu vitundar eða hugsunar og þau náttúrulögmál sem ríkja djúpt inn í huga sérhvers manns verða hluti af meðvituðu daglegu lífi iðkendans. Sú þekking sem tengd er þessum náttúrulögmál- um byrjar að opnast iðkendanum og hann notfærir sér þau á fullkomlega sjálfvirkan máta til að auka orku líkamans og stuðla að samræmdari og heilbrigðari starfsemi allra líkamsþátta. Með áframhaldandi íhugun hreinsast Sturla Sighvatsson skrifar. íslenska íhugunarfélagið var stofnað 12. janúar 1975 og er til- gangur félagsins að gefa öllum fslendingum kost á að læra Inn- hverfa íhugun sér til andlegs og líkamlegs þroska. Á landinu öllu hafa um 1800 manns lært íhugunartæknina og þar af 60 Akur- eyringar. Upphafsmaður kennslu Innhverfrar íhugunar er Mah- arishi Mahesh Yogi en hann hóf kennslu á íhugunartækni fyrir um það bil 20 árum. Nú iðka um 2,5 milijón manna Innhverfa íhugun og kennarar eru um 14.000 talsins starfandi í flestum löndum heims og er undirritaður einn þeirra sex kennara sem starfandi eru hér á landi á vegum íslenska íhugunarfélagsins. líkami og hugur af allri streitu og öðrum framandi óhreinindum og iðkandinn byrjar að vera kunn- ugur þeim náttúrulögmálum sem ríkja í djúpum huga hans og þekkingunni sem þeim er tengd. Að lokum leiðir íhugunin til þess að íhugandinn öðlast fullt vald á allri þekkingu sem innra með honum býr, hann hefur öðlast fullt vald á tærri þekkingu. Slíkur maður eða kona verður sjálfkrafa mjög hamingjusamur því að í djúpum hugans er einnig mikill friður eða sæla sem tengd er tærri þekkingu eða æðri sviðum vit- undar. Einstaklingurinn hefur nú þroskað sjálfan sig til fulls og skilningur hans á sjálfum sér er um leið þess eðlis að íhugandinn skilur í raun náttúruna í heild og gangverk hennar, því að maður- inn og hugur hans er í óendanlega nánum tengslum við náttúruna. Að þekkja sjálfan sig þýðir að maður þekkir um leið alla sköp- unina. Slíkur maður er uppljóm- aður, hann er hrein endurspeglun Veda eða visku. Andlegt atgerfi hans er óendanlegt bæði að stöð- ugleika og innra ríkidæmi lífs- fyllingar og ofgnóttar. Að þroska sllkan einstakling Að þroska slíkan einstakling er auðvelt í dag. Þeir sem byrja að iðka Innhverfa íhugun finna strax innri frið, almenna vellíðan, auk- inn lífsþrótt, meiri greind og aukinn hæfileika til að fá óskir sínar uppfylltar. Líkamsvefirnir eyðast að öllu jöfnu með þeim afleiðingum að maðurinn eldist og deyr að lokum þegar endurnýjunarmáttur lík- amans er þorrinn. Þegar Innhverf íhugun er stunduð hægist á þessari fram- vindu eyðingar eða hún hættir alveg. Fjölmargar vísindarann- sóknir gerðar nýverið við merkar rannsóknarstofnanir sanna að með Innhverfri íhugun yngist fólk. Maður sem hefur áraaldur- inn 45 ár hefur líkamsuppbygg- ingu sem getur verið allt að 10-15 árum yngri og það eftir 4-7 ára - íhugun. Þetta þýðir að starfsemi líkama slíks einstaklings er jafn þróttmikill og eðlilegur og í manni sem er 30-35 ára. Aldur fólks segir því ekki alla söguna um elli þess. Innhverf íhugun yngir því iðkandann þ. e. eykur endurnýjunarhæfni líkamans svo að af hlýst heilbrigði og varðveit- ing líkamlegrar atorku. Nútíma- vísindi staðfesta ofangreinda fullyrðingu og meira en 1000 vís- indalegar rannsóknirsýna, gerðar af líffræðingum og sálfræðingum, að ótvíræðar framfarir eiga sér stað hjá iðkendum Innhverfrar íhugunar og þá í þá átt sem að ofan greinir. Miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.30 verður haldinn almennur kynningarfyrirlestur á Innhverfri íhugun í Möðruvöllum, húsi Raunvísindadeildar Menntaskól- ans á Akureyri. f framhaldi af honum verður haldið stutt nám- skeið á Akureyri fyrir þá sem þess óska. Sturla Sighvatsson. Við iðkun Innhverfrar ihugunar minnkar súrefnisnotk- un iíkamans um 16% eftir 2-3ja minútna íhugun eða helmingi meira en eftir 6 kiukkustunda svefn. Þessi visindarannsókn gefur tii kynna að likaminn slakar Bættur árangur í Háskóla Breyting á árangri í Háskóla mjög vel á við íhugunina. Við Innhverfa ihugun eykst námshæfni sem meðal annars má mæla eftir sérstökum aðferðum sálfræðinga. Hvi'ldarástand Efnaskiptabreyting ANNAD ÞRIÐJA MISSERI MISSERI mí HÓPUR ( NÁMSKEIÐI VlSINDA 1 SKÖPUNARGREINDAR FRIMERKI Félag frímerkjasafnara á Akur- eyri var stofnað árið 1975. Það heldur fundi sína reglulega, fyrsta fimnitudag hvers mánaðar frá september til maí. Fundarstaður er að jafnaði í húsakynnum Menntaskólans. Félagið hefur efnt til smásýn- inga á frímerkjum og mynt í Amtbókasafninu. 1976 stóð félagið fyrir frímerkjasýningu í Oddeyrarskólanum, en þing Landssambands íslenskra ' frí- merkjasafnara var í það skipti haldið á Akureyri. Nokkrir félag- ar hafa sýnt söfn sín á frímerkja- sýningum í Reykjavík og á Húsa- vík. Félagið hefur látið gera um- slög til stimpiunar á útgáfudög- um (FDC) og eru þau, sem nú eru í notkun með merki félagsins, sem Jón Geir Ágústsson teiknaði. Á fundum féiagsins eru rædd þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni og stundum eru flutt stutt erindi af heimamönnum eða sér- Verða þeir á næstu merkjum? fróðum mönnum sem til þess eru fengnir. Smáuppboð eru oft á fundunum og skipti á merkjum og upplýsingamiðlun fer einnig fram. Allir sem áhuga hafa á söfnun FÉLAG FRÍMERKJASAFNARA Á AKUREYRI Finnur Jónsson. Magnús Stephensen. eru velkomnir á fundina til að kynna sér félagsskapinn. Þá má og geta þess að myntsafnarar og raunar hvaða safnarar sem eru eiga aðgang að félaginu. Næsti fundur okkar verður 5. febrúar og er það aðalfundur félagsins. f mars verður væntanlega fundur þar sem fyrirlesari frá LfF verður og kynnir frímerkjasöfn- un. í apríl verður eins og á síðast liðnu ári haldinn markaður, þar sem kenna mun margra grasa og hægt verður að gera kjarakaup. Þá mun og sú nýlunda verða upp tekin þar, að selja „veiðileyfi“ og geta þá ieyfishafar kastað í „pott- inn“ og reynt veiðihæfni sína. Nú höfum við fengið nýja og verðmeiri seðla og mynt. Förum að ráðum góðra manna og tökum strax frá það, sem í söfnin okkar á að fara af þeim hlutum. Fá seðl- ana splunkunýja og myntina með myntgljáanum og órispaða. Sumir óttast plastið sem geymslur fyrir seðlana, en þá er bara að leggja þá í hvítan og hreinan pappír og umfram allt að merkja umslögin sem við setjum þá í. Sama hátt má hafa við myntina. Frímerkin eru svo haganlega úr garði gerð að ekkert stendur á þeim—síðan 1973 nema tölur — hvorki aurar né krónur, svo að nú gildir það sem aurar sem við áður nefndum krónur. Þetta var mjög hyggilegt hjá póststjórninni. Það hefur hlerast norður yfir heiðar, að næsl verði gefin út frí- (Framhald á bls. 7). Séó yfir fundarsalinn. Mynd: á.þ. RÆTT UM DRÖG AÐ STEFNUSKRÁ Síðast liðinn fimmtudag var all sérstæður fundur haldinn í Hótel K.E.A., en þar voru saman komnir í fyrsta sinn á samcigin- legum fundi stjórnarmenn í félagsdeildum Kaupfélags Eyfirðinga. Félagsdeildirnar eru 25 talsins, en fundinn sóttu 40 til 50 manns. Tilgangur fundarins var sá að undirbúa þessa fulltrúa til þess að standa fyrir sem al- mennastri umræðu um drög að stefnuskrá samvinnuhreyfingar- innar, sem nú eru til umfjöllunan hjá öllum samvinnufélögum landsins. Leiðbeinendur voru frá Samvinnuskólanum, þeir Haukí ur Ingibergsson, skólastjóri og Niels Á. Lund, kennari og frá Fræðsludeild SÍS kom Guðmundur Guðmundsson, fræðslufulltrúi. Innan skamms má gera ráð fyrir að auglýstir verði fundir í félags- deildum K.E.A., en deildirnar þurfa að hafa skilað áliti félags- manna á drögunum fyrir 10. mars n.k. til stjórnar K.E.A. Á vegum þess verður síðan mótað eitt sam- eiginlegt álit. Svipuð vinnubrögð verða vafalítið viðhöfð hjá öðrum samvinnufélögum landsins, en þau álit sem berast frá þeim verða samræmd og lögð fyrir aðalfund S.Í.S., sem verður haldinn í sumar að Bifröst í Borgarfirði. Gunnlaugur P. Kristinsson, fræðslufulltrúi K.E.A. sagði að á þessum fundum gæfist félags- mönnum kaupfélagsins gott tæki- færi til að láta í ljós álit sitt á drög- unum, sem eru fáanleg í aðgengi- legum bæklingi. „Þarna er greint ítarlega frá því í hverju samvinnu- félagsformið felst og að hverju samvinnufélögin stefna,“ sagði Gunnlaugur um leið og hann hvalti félagsmenn samvinnufélaga víðs- vegar um landið að kynna sér drögin, enda væri hér um svo mik- ilvægt mál að ræða að fólk gæti ekki látið það eins og vind um eyru þjóta. Jón Arnþórsson og Elmar Gcirsson. Mynd: Ó.Á. Knattspyrnumaður Akureyrar 1980: Elmar Geirsson Á laugardaginn bauð Knatt- spyrnuráö Ákureyrar til fundar í Borgarbíói. Þar var lýst úr- slitum hinna ýmsu móta á keppnistímabilinu, og afhent verðlaun. Verðlaunapeningar fengu sigurvegarar á Akureyr- armóti, svo og sigurvegarar í firmakeppni. Fyrsta punkta- mótið Unt helgina var háð fyrsta punktamót vetrarins í Hlíð- arfjalli við Akureyri. Fyrri keppnisdaginn var veðrið ekki nógu gott, en betra seinni daginn. Á laugardaginn var keppt í stórsvigi karla og kvenna. í stórsvigi karla var Árni Þ. Árnason hlutskarpastur, Hauk- ur Jóhannsson annar og Guðmundur Jóhannsson þriðji. í kvennaflokki fékk Ásdís Al- freðsdóttir Reykjavík bestan tíma önnur var Ásta Ásmunds- dóttir Akureyri, og þriðja var Halldóra Björnsdóttir, Reykja- vík. Á sunnudaginn var keppt í svigi og aftur var það Árni Þ. Árnason Reykjavík, sem var hlutskarpastur, Guðmundur Jóhannsson ísafirði, annar og Haukur Jóhannsson Akureyri, þriðji. í kvennaflokki sigraði Nanna Leifsdóttir Akureyri, önnur var Ásta Ásmundsdóttir Akureyri, og þriðja var Hall- dóra Björnsdóttir Reykjavík. í alpatvíkeppni karla sigraði Árni Þ. Árnason, Haukur Jóhannsson var annar og Guðmundur Jóhannsson þriðji. Ásta Ásmundsdóttir sigraði í alpatvíkeppni kvenna, Ásdís Alfreðsdóttir var önnur og Halldóra Björnsdóttir þriðja. Til gamans má geta þess að Akur- eyringar áttu 6 af 8 fyrstu mönnum í stórsvig og svigi karla. KA varð Akureyrarmeistari í 6. fl„ 3. fl. og 2. fl„ en Þór í 5., 4. og kvennaflokki. Ekki fengust úrslit í meistaraflokki, þar eð Þór vann fyrri leikinn 2-l og KA þann seinni með sömu markatölu. Ekki tókst að ljúka úrslitaleiknum áður en vellinum var lokað. í atkvæðagreiðslu um knattspyrnumann Akureyrar fengu átta menn atkvæði. í 4.-5. sæti urðu Steinþór Þór- arinsson og Óskar Gunnars- son. Þórarinn Jóhannsson varð í þriðja, Gunnar Gísla- son í öðru og Elmar Geirsson í fyrsta en hann hlaut 25 stig af jafnmörgum mögulegum. Hann fær því til varðveislu, í annað sinn, styttuna góðu sem gefinn er af gullsmiðum Sigtryggi og Pétri, og var það mál manna að enginn væri betur af þessu sæmdarheiti kominn en Elmar. Elmar er jafnframt fyrsti Síðast liðið föstudagskvöld sótti lið Keflvíkinga Þór heim í 1. deild í körfu- knattleik. Leikurinn var all- an tímann jafn og í hálfleik hafði Þór 5 stiga forskot 44-39. Fljótlega í seinni hálf- leik jöfnuðu Keflvíkingar og komust 5 stig yfir. Á 15. mínútu síðari hálfleiks fékk Terry, Bandaríkjamaður- inn í liði Keflvikinga, sina 5. villu og varð að hverfa af velli. Þórsarar byrjuðu þá að saxa á forskot Keflvíkinga og komust yfir. Þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum og staðan var 75 stig gegn 73 fyrir Þór, fengu Keflvíkingar tvö vílaskot og jöfnuðu. Varð því að fram- lengja leikinn um 1x5 mínútur. í framlengingunni fékk Garry sína 5. villu. En Þórsarar börð- maður sem ber sæmdarheitið „Knattspyrnumaður Akur- eyrar“ tvö ár í röð. Það kom fram hjá formanni KRA að í sumar voru 60 leikir, KA 13, 5 fóru jafntefli en 7 leikir fóru ekki fram. Svo virðist því vera að Þór sé sterkari þegar á heildina er litið. í firma- keppninni tóku 16 lið þátt, og sigraði lið Útgerðarfélags Ak- ureyrar en þeir gerðu alls 25 mörk en fengu aðeins á sig 5. Hafþór marka- kóngur Hafþór Helgason varð marka- kóngur Akureyrar en hann gerði 8 mörk í tveimur leikjum í fyrsta flokki, eða alls 4 á leik og var það besta hlutfallið. ust það sem eftir var leiksins og sigruðu með 86 stigum gegn 84. Seinni leikur liðanna fór síð- an fram á laugardag. Það er skemmst frá því að segja að Keflvíkingar voru með 20 stiga forystu í hálfleik og virtist stefna í öruggan sigur. En Þórsarar gáfust ekki upp, þeir byrjuðu að leika maður á mann og náðu þannig knettinum oft af Keflvíkingum. Og þegar upp var staðið var munurinn aðeins 3 stig, Keflvíkingum í vil. Dómar í báðum leikjunum voru Hörður Tuliníus og Krist- björn Albertsson og dæmdu þeir af röggsenii. Stig Þórs: Garry 60, Alfreð 10, Sig- urgcir 8, Jón H. 6 og Ólafur 2 stig. Stig Kefivikinga: Terry 20, Björn 18, Viðar 18, Axcl 9, Jðn Kr. 8, Sig- urður 8 og Brynjar 3 stig. Naumur sigur og naumt tap 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.