Dagur - 03.03.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 03.03.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐtR SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmm 64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 3. mars 1981 18. tölublað mmtmmmmmmmmi^mmmmmmmmmmmmmmmmm Ú.A. segir upp starfs- fólki Búið er að segja upp 40 starfsmönnum hjá Útgerðar- félagi Akureyringa og taka uppsagnirnar gildi í þessari viku. Að svo komnu máli er ekki hægt að segja neitt um hvenær þeir verða endur- ráðnir, en vonir standa til að geti gerst í vor. „Fyrir þessum uppsögnum eru tvær aðalástæður. í fyrsta lagi erum við að byggja upp frystiaðstöðu og frystingin sem við höfum núna þolir ekki þann mannfjölda, sem við höfum haft í húsinu. í öðru lagi eru togarar félagsins á skrapi. Bróðurparturinn af aflanum er karfi, sem við vinnum á Rúss- landsmarkað. Þetta er mjög fljótunnin vara og krefst þar af leiðandi ekki jafn mikils vinnu- afls eins og t.d. þorskur á Ameríkumarkað,“ sagði Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Ú.A. í samtali við DAG. Gísli sagði að þegar togar- arnir færu aftur á þorsk, og þegar lokið verður við frystiað- stöðuna væri ljóst að starfs- mennirnir yrðu ráðnir á ný. „Þetta gerist ekki fyrr en í vor eða sumar,“ sagði Gísli. „Við höfum ekki verið með jafn mikinn karfa og það er sífellt verið að lengja þann tíma, sem togarnarnir þurfa að vera á skrapi. Og það er ekki um ann- an markað að ræða fyrir karf- ann en þann rússneska." Forráðamenn Skipaútgerðar ríkisins hyggja á framkvæmdir: Ætla að bjóða út smíði á nýju strandferðaskipi Skip eins og Coaster Emmy, sem sést á þessari mynd, hafa I stóra hurð á siðunni og lyftaranum er ekið upp skábraut. Mun reynst vel við islenskar aðstæður. Hér er búið að opna geysi- | fljótlegra er að losa og lesta skip sem eru þannig útbúin. { nokkurn tíma hefur verið rætt um smíði nýrra strandferða- skipa fyrir Skipaútgerð ríkisins. Að sögn forráðamanna Skipa- útgerðarinnar er þörf á þremur nýjum skipum, ef ætlunin er að sinna þeim kröfum, sem gerðar eru til tíðni skipakoma til ein- stakra hafna. Ætlunin er að bjóða út smíði fyrsta skipsins á næstunni. Skip af þeirri gerð, sem Skipaút- gerð ríkisins hefur í hyggju að láta smíða, hafa verið nefnd fjölhæfni- skip, en slík skip eru stöðugt að ryðja sér til rúms og þykja hafa margt fram yfir hefðbundin flutn- ingaskip. Coaster Emmy, sem Skipaútgerðin hefur haft á leigu í tæp tvö ár, getur að nokkru leyti flokkast undir slíkt skip. Coaster Emmy hefur á margan hátt reynst vel og leitt í ljós kosti slíkra skipa í höfnum hér á landi, að sögn starfs- manna Skipaútgerðarinnar. Ef smíði fyrsta skipsins verður hafin í sumár eða haust má allt eins gera ráð fyrir að hin tvö skipin verði tilbúin tveimur árum eftir að smíði hins fyrsta er hafin — þ. é. ef leyfi fæst til að smíða þau, en þrjú þurfa þau að vera til að hægt sé að ná hagkvæmni í rekstri. Fjölhæfnisskipið sem Skipaút- gerðin hefur í hyggju að láta smíða er 1200 dwt. Lengd skipsins er 70,7 m og breiddin er 12 m. Fjölhæfnis- skipið eru þannig útbúið að á skutnum er skutbrú, sem má sveigja til hliðar um 40 gráður, eftir að hún hefur verið lögð niður. Á hlið skipsins er önnur brú, sem hægt er að leggja niður á bryggjuna og á dekki er krani er getur lyft allt að 30 til 35 tonnum. Starfsmenn Skipaútgerðarinnar hafa sagt að það sé allt að sex sinnum fljótlegra að losa og lesta skip af þessu tagi, en t. d. Esjuna og Hekluna svo dæmi séu tekin. Á seinni árum hafa gámaflutn- ingar aukist stórlega og hefðbundin flutningaskip eru ekki talin hentug til að flytja gáma. Skip sem notuð eru til millilandaflutninga eru líka sífellt að verða sérhæfðari og sú þróun kallar m.a. á sérstaklega hönnuð strandferðaskip. Skipa- félög, sem annast millilandsflutn- inga, hafa séð sér hag í að láta Ríkisskip annast framflutninga innflutningsvara og útflutnings- vara. Flutningar hafa og færst frá vöruflutningabifreiðum yfir til skipa og aukning heildarflutninga innanlands almennt hefur beinst fremur til sjóflutninga en land- flutninga. Gera má ráð fyrir að a.m.k. tvær innlendar skipasmíðastöðvar bjóði í smíði fyrsta fjölhæfnisskipsins fyrir Skipaútgerð ríkisins. Hvert framhaldið verður í smíði skipa fyrir Skipaútgerðina er ekki vitað með neinni vissu, en að sjálfsögðu væri það hagkvæmast fyrir útgerð- ina og skipasmíðastöðina ef skipin þrjú yrðu smíðuð á sama stað. Bjarnabúð hættir Norðurland vestra Kjördæmissambandið fylgjandi virkjun Blöndu Bjarni Bjarnason, kaupmaður í Bjarnabúð, hefur nú afráðið að hætta þar verslunarrekstri og hefur nú samist um það milli hans og Kaupfélags Eyfirðinga á Akureyri, að KEA leigi versl- unarhúsnæðið og kaupi innrétt- ingar, áhöld og vörubirgðir, og hefji verslunarrekstur í húsnæð- inu. Er gert ráð fyrir að KEA taki við rekstrinum í lok maí. Valur Amþórsson, kaupfélags- stjóri, sagði í viðtali við Dag, að fallist hefði verið á að ganga til samninga við Bjarna á þeim grundvelli sem nefndur er hér að ofan. Þetta tengdist endurskipu- lagningu smásöluverslunar KEA í bænum og hefði það t.d. í för með sér, að verslunin í Grænumýri flyttist upp í Kaupang. Verið er að skoða framtíð fleiri verslana og næstu skref þessarar heildarendur- skipulagningar verða væntanlega tekin þegar opnuð verður verslun I verslunarmiðstöðinni við Sunnu- hlíð, sem vonast er til að geti orðið seinna á þessu ári. Valur gat þess, í sambandi við þessa endurskipulagningu, að fjór- ar af ellefu matvörubúðum KEA á Akureyri væru með 70% af sölunni. Það væri alveg ljóst að sumar þeirra sjö búða, sem aðeins væru með 30% sölunnar, hefðu ekki rekstrar- grundvöll. I sumum minnstu búð- anna standa tekjurnar ekki undir vinnulaunum starfsfólksins, hyað þá öðrum kostnaði. Valur sagði að þó að reynt hefði verið í lengstu lög að halda þessum búðum gangandi í þjónustuskyni, yrðu menn nú að horfast í augu við það, að sumar þeirra væru alveg vonlausar. Nenni ekki þessu þvargi „Ástæðan er nú fyrst og fremst sú, að ég nenni ekki að standa í þessu þvargi lengur,“ sagði Bjarni Bjarnason, kaupmaður, er hann var spurður að því hvers vegna hann væri að hætta versl- unarrckstri í Kaupangi. „Miðað við alla þá vinnu sem ég hef lagt í þetta, finnst mér reksturinn ekki hafa gengið nógu vel“, sagði Bjarni enn- fremur. Hann sagðist ekki vera búinn að ákveða hvað hann tæki sér fyrir hendur, „en ég hef milljón möguleika,“ bætti hann við, hress að vanda. Stjórn Kjördæmissambands framsóknarmanna í Noröur- landskjördæmi vestra, kom saman til fundar sl. sunnudag og gerði m.a. ályktun, þar sem lýst er yfir stuðningi við virkjun Blöndu. I ályktuninni segir m.a. að fund- urinn, að gefnu tilefni, lýsi yfir eindregnum stuðningi við virkjun Blöndu, sem næsta áfanga í virkj- unarmálum þjóðarinnar. Bent er á hagkvæmni virkjunarinnar í sam- Á laugardagskvöldið var ekið á hest í Kræklingahlíð — nánar tiltekið við Mið-Samtún í Glæsibæjarhreppi. Við árekst- urinn fór bifreiðin út af veginum og hefur sennilega farið tvær veltur áður en hún stöðvaðist á hjólunum utan vegarins. í bíln- um voru þrír farþegar og öku- bandi við orkuflutning til austurs og vesturs og að virkjunin sam- rýmist því ákvæði stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, að næsta virkjun skuli vera vera utan eld- virks svæðis. Kjördæmisstjórnin segir í álykt- uninni að hún treysti að þingmenn Framsóknarflokksins í kjördæm- inu, ásamt öðrum þingmönnum Norðurlandskjördæmis vestra, að veita málinu brautargengi svo sem auðið verður. maður. Meiðsl munu ekki vera alvarleg. Það kom fram í viðtali við lög- reglumann að það er nokkuð mikið um að ekið sé á hesta í Kræklinga- hlíð. I náttmyrkri er erfitt fyrir ökumenn að varast hestana, þar sem þeir standa í hnapp á veginum, en það mun vera bannað að hestar gangi lausir á þessum slóðum. Kjörbúð Bjama í Kaupangi. Mynd: H. Sv. EKHE) Á HEST AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 23207

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.