Dagur - 21.05.1981, Síða 5

Dagur - 21.05.1981, Síða 5
IMOTIR Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sfmi auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamaður: ASKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Hvað hef ur áunnist? „Stjórnarandstæðingar syngja þann söng, að allt sem ríkis- stjórnin gerir í efnahagsmáium sé tóm vitleysa og hafi engin áhrif á að sporna gegn vaxandi verð- bólgu í landinu. Lengst af öllum gengur þó aöalmálgagn stjórnar- andstöðunnar, Morgunblaðið, sem sífellt reynir að æsa þrýsti- hópana til frekari kröfugerðar á hendur ríki og atvinnulífinu.“ Þannig fórust Tómasi Árnasyni, viðskiptaráðherra, orð í al- mennum stjórnmálaumræðum á alþingi. Tómas gerði síðan grein fyrir því helsta sem áunnist hefði í efnahagsmálunum og sagði: „Þrátt fyrir olíukreppu og óða- verðbólgu er staða íslenska efna- hagskerfisins furðanlega góð í sumum greinum. Á síðasta ári voru utanríkisviðskiptin hagstæð- ari hér en hjá mörgum viðskipta- og frændþjóðum okkar, þrátt fyrir stórhækkun vaxta á erlendum lánum og erfiðleika í flugrekstri. Ríkisfjármálin hafa verið í þokka- legu lagi síðan árið 1979, en þá urðu þau mikilsverðu umskipti að greiðsluafgangur varð í viðskipt- um ríkissjóðs við Seðlabankann í fyrsta skipti síðan 1972. Þetta hélt áfram árið 1980 og þarf að verða í framtíðinni. Heildarinnlán banka og spari- sjóða jukust um 10% umfram heildarútlán á árinu 1980. Þessi staðreynd er glöggt vitni um marktækan árangur í peninga- málum og bendir til hjöðnunar verðbólgu. Þessi hagstæða þróun hefur haldið áfram á þessu ári. Af þessum ástæðum var mögulegt að semja við bankakerfiö um að breyta stuttum lánum og lausa- skuldum húsbyggjenda, eða þeirra sem keypt hafa íbúð til eigin nota, til allt að átta ára. Bankar og sparisjóðir vinna nú að fram- kvæmd þessa máls. Á síðasta ári hélst full atvinna í landinu fyrir þá sem geta og vilja vinna. Þjóðarframleiðslan jókst á árinu um 2,5% sem er meira en meðaltal 24 meðlimaríkja Efna- hags- og framfarastofnunarinnar. Hins vegar jukust þjóðartekjurnar aðeins um 1,2% vegna rýrnandi viðskiptakjara, en viðskiptakjörin gagnvart útlöndum voru 12% lak- ari á síðasta ári, en á árinu 1978. Af þessu er Ijóst, að engin auk- ning á verðmætasköpun á mann var til staðar á síðasta ári.“ Tómas Árnason lagði síðan á- herslu á það, að nauðsyn bæri til að haga verðlagsmálum þannig, að unnt væri að reka vel rekin fyrir- tæki með eðlilegum hætti. Það væri grundvallaratriði að skapa atvinnuvegunum raunhæfan rekstrargrundvöll, tii þess að tryggja mikia framleiðslu sem yki velmegun þjóðarinnar. Vorsýning Myndlistarskólans ___ ____ O __^___ Á laugardaginn verður opnuð sýning á verkum nemenda Myndlistaskólans á Akureyri í húsnæði skólans að Glerárgötu 34, 4. hæð. Á sýningunni verða verk nemenda fornámsdeildar (dagdeildar) skólans auk verka nemenda úr grafíkdeild og quiltingdeild. Fornámsdeild skólans er sniðin eftir því sem tíðkast við Myndlista- og handíðaskóla íslands og veitir sömu réttindi til inngöngu í sér- náinsdeildir hans. í fornámsdeild- inni eru eftirtaldar greinar kennd- ar: frumform og hlutateiknun, modelteiknun og anatomía, fjar- vidd, myndbygging, litfræði, form- fræði, mótun, umhverfisteiknun listasaga og fagurfræði auk ís- lenskrar myndlistarsögu. Ouilting. Myndmótun. Myndmótun. Formfræði — nemendur ganga frá verkunum til sýningar. Tilgangur fornámsdeildar er að veita nemendum alhliða undir- búningsmenntun í almennum myndlistum og undirbúa fyrir nám í sérdeildum Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Inntökupróf í fornámsdeild verður haldið dagana 1. til 4. júní. Almenn námskeið hafa verið starfrækt í teiknun og málun fyrir börn og fullorðna, tauþrykki. myndvefnaði, byggingalist, quilt- ing, letrun og grafík svo eitthvað sé nefnt. Nemendur voru í vetur rúmlega 200 og kennarar 7. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag kl. 15-22 báða dagana. Umhverfisteiknun. Hlutateiknun. A'tmhus Jof íuWISSOII.. Hmw JrJJist \ SLvjum i jxirsl.i- Jiríi iSjt. Ölst ujj> i Pólum cuj FLtey á Btriljiníi Vjr vij ujm i tmíuttjijrjrJi i Ijcjn ityt-j. cn i íjrrih skoLnn ifi?. scttist Letrun. Þurranál. Nemendur í samræmda námskerfinu á alls 20 námsbrautum eiga völ f haust hefst annað námsár við 11 skóla á Norðurlandi, sem starfa eftir nýrri samræmdri námsskrá fyrir framhaldsnám. Skólarnir eru: Dalvíkurskóli, Fjölbrautaskólinn á Sauðár- króki, Gagnfræðaskóli Akur- Ákveðið hefur verið að reka gistiaðstöðu þ.e. svefnpokagist- ingu í Steinsstaðaskóla í 2 mán- uði á þessu sumri, og verður einnig hægt að fá eidhúsafnot eða kaupa veitingar. Skólinn er á jarðhitasvæði í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði, 10 km. fyrir framan Varmahlíð, og er þar þéttbýliskjarni sveitarinnar, sem heitir Steinsstaðabyggð. í skólahúsinu eru 3 kennslustofur og 4 minni herbergi, rúmgóð borð- stofa og eldhús ásamt snyrtiher- bergjum. Ný sundlaug hefur verið eyrar, Gagnfræðaskóli Húsa- víkur, Gagnfræðaskólinn Ólafs- firði, Grunnskólinn Blönduósi, Grunnskólinn Siglufirði, Hér- aðsskólinn að Reykjum, Iðn- skólinn á Akureyri, Laugaskóli og Menntaskólinn á Akureyri. sett upp við félagsheimilið Árgarð þar á svæðinu ásamt setlaug, en baðklefar eru í félagsheimilinu. Hægt er að fá lánaðan íþróttasál í Árgarði og þar er ágæt aðstaða til fundahalda. Nálægt er góð grasflöt, sem notuð er sem íþróttavöllur. Tjaldstæði eru fyrir hendi á svæð- inu og er umhverfið kyrrlátt. Kjör- inn staður fyrir fjölskyldur og hópa sem njóta vilja sveitakyrrðarinnar á friðsælum stað. Upplýsingar gefur Sigríður Jónsdóttir, Lækjarbakka 9, Steinsstaðabyggð, sími um Sauðárkrók. Allir skólarnir starfa eftir þrí- þættu námskerfi: einingakerfi, annakerfi og áfangakerfi. I einingakerfinu felst að nemendur fá námseiningar fyrir hvert próf sem þeir taka. Skólaárinu er skipt í tvær jafnlangar námsannir, haust- önn og vorönn, og lýkur hvorri með prófi. I áfangakerfinu er námsefni í hverri grein skipt í skilgreinda námsáfanga sem hver tekur eina önn. - Vélsmiðja Steindórs... (Framhald af bls. 8). hans Steindór, tók síðan við rekstrinum. Nú annast reksturinn sonarsynirstofnandans SteindórG. Steindórsson og Sigurgeir Stein- dórsson. Það voru síðan synir þeirra, fjórði ættliður Steindóra, sem formlega tóku verkstæðið í notkun með því að gangsetja stóran og mikinn „hlaupakött“ á verk- stæðinu. Við framhaldsskólana 11 er unnt að stunda nám á um 20 mismun- andi námsbrautum, svo sem eðlis- fræðibraut, heilsugæslubraut, iðn- náms- og verknámsbrautum málmiðnaðargreina, rafiðnaðar- greina og tréiðnaðargreina, íþróttabraut, málabraut, myndlist- arbraut, náttúrufræðibraut, sam- félagsbraut, skipstjórnarbraut, tónlistarbraut, uppeldisbraut, vél- stjórnarbraut og viðskiptabraut. Auk þess er unnt að stunda að- faranám að ýmsum sérskólum og meistaranám. Sama námsefni verður kermt í Fyrstu íbúarnir fluttu inn í dval- arheimili aldraða á Húsavík í byrjun mánaðarins, en heimilið verður formlega vígt í júní. Lionsmenn héldu mikinn fagnað í dvalarheimilinu um síðustu helgi og kynntu heimilið um leið. Mikil ánægja var með þessa samkomu, skólunum öllum á sömu náms- brautum og sömu reglur gilda um próf og einkunnir. Nemendur fá því nám sitt metið að fullu hvar sem það er stundað við skóla á Norðurlandi. Til þess að tryggja samvinnu skólanna um hina nýju námsskrá starfar sérstök nefnd, Samstarfs- nefnd framhaldsskóla á Norður- landi og eiga sæti í henni skóla- stjórar skólanna II. Hægt er að leita frekari upplýsinga um fram- haldsnámið í skólunum eða í færðsluskrifstofunum á Blönduósi og Akureyri. en Lionsmenn eru vanir að halda eina slíka á hverju ári. Alls búa nú 26 í heimilinu og rúmast ekki fleiri í þeim áfanga, sem búið er að byggja. Að sögn heimamanna er dvalarheimiiið ákaflega skemmtilegt hús og vel frá öllum hlutum gengið. Gisting í Steins- staðaskóla Dvalarheimili aldraðra á Húsavík: Þeir fyrstu fluttir inn Tónlistarskólinn á Akureyri: Skólaslit á morgun Tónlistarskólanum á Akureyri verður slitið í Akureyrarkirkju, föstudaginn 22. maí kl. 18. Við þá athöfn verða nemendum af- hentar einkunnir og umsagnir. Oliver J. Kentish sellókennari, hefur samið tónverk fyrir hljóm- sveit skólans — sérstaklega fyrir þetta tækifæri *—, sem verður frumflutt þá. Einnig verður annar tónlistarflutningur á bóðstólum. 460 nemendur hafa stundað nám við skólann í vetur og voru kennarar 26. Nemendur léku á 8 opinberum tónleikum, auk þess var sérstök tónlistarstund á hverjum laugardegi, þar sem nemendur og kennarar léku á hin ýmsu hljóð- færi. Aðsókn á tónleikana var jafnan góð. Fyrri innritun fyrir næsta vetur fer fram 25. og 26. maí, þ.e. mánu- dg og þriðjudag, milli kl. 13 og 17 á skrifstofu skólans. Barnakór Lundaskóla með tónleika Á sunnudagskvöldið heldur barnakór Lundarskóla tón- leika í Akureyrarkirkju. Einnig koma fram nokkrir hljóðfæraleikarar í kórnum. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Ágóðinn af tónleiknum verð- ur notaður til Reykjavíkurfarar um mánaðamótin, en þar mun kórinn taka þátt í landsmóti ís- lenskra barnakóra. Kórfélagar eru á aldrinum 10 til 12 ára. Þeir eru 46 talsins. Að sögn kórstjórans, Elín- borgar Loftsdóttur, hafa börnin æft mikið í vetur og eru í góðri þjálfun. Alls munu ellefu kórar taka þátt í landsmótinu, sem er á vegum félags íslenskra tón- menntakennara. Kór Lundarskóla er ekki eini norðlenski bamakórinn á landsmótinu, því þar verða líka kórar frá Raufarhöfn og Húsa- vík. Lokahóf skíða- manna Á sunnudaginn 24. maí verður haldið í Sjálfstæð- ishúsinu lokahóf Skíða- ráðs Akureyrar. Það herfst kl. 13.00 fyrir 12 ára og yngri, og kl. 14.30 fyrir 13 ára og eldri. Þar verða veitt verðlaun fyrir öll mót á vegum ráðsins, bæði í alpagreinum og Norrænum greinum. Allir velunnarar skíðamanna eru velkomnir í hófið og að sjálfsögðu mæta allir þeir sem keppt hafa í vetur. UMSJÓN: Ólafur Ásgeirsson Kristján G. Arngrímsson Gunnar í K.R. Það mun nú vera afráðið að Gunnar Gíslason gangi til liðs við KR í handbolta. Hann fetar þar í fótspor eldri bróður síns Alfreðs, sem s.l. vetur lék einnig með því liði. Gunnar hefur verið leikmaður með KA í öllum flokkum í handbolta og knattspyrnu allt frá því að hann hóf að iðka íþróttir. Hann hefur verið unglingalandsliðsmaður bæði í knattspyrnu og hand- bolta. Gunnar stundar nám við Iþróttaskólann að Laug- arvatni, og á eftir einn vetur. Það verður óneitanlega auðveldara fyrir hann að leika með KR þennan vetur, heldur en KA þar sem það krefst mikilla ferða og langra. Vonandi eiga hand- knattleiksunnendur eftir að sjá Gunnar aftur í KA peysu en honum fylgja góðaróskir með sínu nýja félagi. Þess má að lokum geta að þriðji bróðirinn Hjörtur keppir einnig fyrir KR, en hann er frjálsíþróttamaður. Óskar Ingimundarson, fyrrum leikmaður hjá KA, getur orðið varnarmönnum sfns gamla félags erfiður í leiknum við KR. K.A. - K.R.: Bæði vilja fá stigin í kvöld leika á Melavellinum í Reykjavík KA og KR í fyrstu deild í knattspyrnu. Þetta er annar leikur KA, en þeir töpuðu naumlega fyrir Akurnesingum í fyrstu um- ferð. Nokkur forföll geta orðið hjá KA í þessum leik, en í síð- asta leik meiddust tveir leik- menn eins og áður hefur verið sagt frá, og einnig hafa aðrir átt við meisl að stríða. Jóhann Jakobsson er nú að ná sér eftir meiðslin sem hann hlaut í „samstuðinu" við mark- mann Skagamanna, en þau voru niinni en á horfðist. Ekki er þó víst að hann verði með í þessum leik. Elmar þurfti að yfirgefa völl- inn í síðasta leik eftir spark í öklann, og er einnig óvíst hvort hann verður með. Gunnar Blöndal hefur verið haltur und- anfarið, og einnig er óvíst með hann. Eyjólfur Ágústsson mun hins vegar verða orðinn góður af sínum meiðslum og verður því með. KA vörnin mun örugglega hafa góðar gætur á Óskari Ingi- mundarsyni, en hann leikur nú með KR og hefur verið einn af aðal markaskorurum KA und- anfarin ár. Þetta verður því hörkuleikur sem beðið verður eftir með óþreygju, þar er bæði liðin vantar tilfinnanlega stigin sem sigur gefur. Föstudagskvöld: Þór - Breiðablik Á föstudagskvöldið leika á Þórsvelli Þór og Breiðablik og hefst leikurinn kl. 20.00. Þórsarar munu geta teflt fram sínu sterkasta liði gegn þeim, þó mun Magnús Helgason eiga við meiðsl að stríða og óvíst hvort hann verður með. Hvort Þórs- völlurinn hjálpar heimamönn- um skal látið ósagt, en eitt er víst að betri barátta á að geta verið á sínum eigin velli. Eins og áður segir hefst leik- urinn kl. 20.00 og eru áhorf- endur hvattir til að greiða skil- víslega aðgang að leiknum. en miðasölumenn niunu verða dreifðir allt í kring urn völlinn. UTLA BUÐIN ER MEIRA VIRÐI Ég get ekki lengur orða bundist og tala fyrir munn margra, sem lítils mega sín. Það er vegna þeirrar áráttu, sem gripið hefur forráða- menn Kaupfélags Eyfirðinga, að leggja niður útibúin hér á Akureyri. Aðallega er það Brekkugata 47 (Hornið) sem ég hef í huga og leggja á niður um mánaðamótin maí-júní, en ég veit að fleiri fara sömu leið seinna. Hvar er nú hugsjón samvinnu- hreyfingarinnar? Að þjóna við- skiptavinunum? Og þar með sú hugmynd, við stofnun KEA, að allir gætu auðveldlega verslað með því að hafa mörg útibú og gefa þar með bæði heilbrigðum og þeim, sem verra áttu með að komast til og frá, kost á að fará sjálfir til að kaupa það sem þá vanhagaði um. Hvars *vegna mátti ekki nota milljónirnar, sem notaðar eru til kaupa á stórri verslun úti í bæ, til að endurbæta og lagfæra litlu útibúin. Ég er viss um það, að það hefði ekki þurft að nota þær allar til endur- bótanna. En það er engu líkara en framá- menn kaupfélagsins hafi sérstak- lega mikinn áhuga á að losna við Brekkugötu 47, þrátt fyrir að þetta er eina matvörubúðin á stóru svæði og langt í allar aðrar matvörubúðir. Brekkugata 47 hefur þjónað okkur íbúum ytri brekkunnar vel og dyggilega, eftir því sem aðstæður hafa leyft, því stundum hefur verið ógerningur fyrir afgreiðslufólk að fá vörur sem vantað hafa í búðina fyrr en eftir margar ítrekanir. Ekki vegna þess að þær hafi ekki verið til. Vörur sömu tegundar hafa á sama tíma fengist í stærri búðum kaupfélagsins. En þrátt fyrir ýmis- legt sem betur mátti fara, við- víkjandi sendingu vara í litlu úti- búin, til dæmis á Homið, hefur það verið mörgu fólki til hjápar og nauðsynlegt. Á þessu svæði, ytri brekkunni, er margt eldra fólk, sem gleðst yfir því að geta komist í búðina sína á Horninu hjálparlaust og þannig bjargað sér sjálft með innkaupin. Hvernig á þetta fólk að fara að þegar kippt er undan því fótunum? Panta gegn um stma? Jú, það er hægt, en búðarferð gamla fólksins er meira en matarkaup. Það eru samskipti við annað fólk, af- greiðslufólk sem það þekkir eftir margra ára samskipti, vinsamlegt lipurt, og annað fólk sem kemur einnig til að kaupa og gefur sér stundum tíma til að skiptast á orð- um, bæði í gamni og alvöru. Þannig verður litla búðin meira virði. En þegar aldurinn færist yfir minnka innkaupin og þá minnkar einnig peningurinn sem verslunin fær. Svo er það líka fólkið í verk- smiðjunum, sem er fegið að geta keypt ýmislegt sem það vantar um leið og það kemur heim úr vinn- unni. Á búðarfundum tvo undanfarna vetur hafa komið fram eindregnar óskir um að búðin í Brekkugötu 47 fengi að vera í friði. En allar þessar beiðnir hafa verið hundsaðar. Nei takk, ekki gera neitt með slíkt, enda hafa engir undirskriftalistar verið lagðir fram. Hvað varðar ráða- menn kaupfélagsins um það. þó að gamla fólkið felli tár yfir búðinni sinni, sem á að loka. Ég skora á ykkur, forráðamenn kaupfélagsins, að sýna á ykkur betri hliðina og hætta við að loka útibúinu að Brekkugötu 47. Og þökk sé búðarfólkinu á Horninu fyrir sérstaka lipurð og greiðvikni. Megi það starfa þar áfram. Ingibjörg Jónsdóttir, á ytri Brekkunni. DAGUR.5 4.DAGUR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.