Dagur - 30.06.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 30.06.1981, Blaðsíða 5
10AGUÍR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsínnar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamenn: Askell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Orkuskortur og auðn Eins og áður hefur verið nefnt á þessum vettvangi eru orkumálin meðal meginforsendna blómlegr- ar byggðar og atvinnulífs. í sveit- um landsins eru orkumálin víða í miklum ólestri, raflagnir vantar og raforkan er þar mun dýrari en í þéttbýlinu. Það er ekki minnsti vafi á því, að þetta ásamt lélegu vega- sambandi, hefur haft mikil áhrif á þróun byggðar í sveitum landsins. Þrátt fyrir það að byggðastefnan hafi verið við lýði í áratugi og að á þeim tíma hafi tekist að koma í veg fyrir fækkun fólks á landsbyggð- inni í heild, hefur engu að síður orðið veruleg fækkun í sveitunum. Ástæður þessa eru vafalaust margar og má þar til nefna, auk þess sem áður hefur verið getið um, aukna tækni við búskap og ekki síst það, að atvinnutækifæri hafa ekki verið aukin sem skyldi í sveitunum og unga fólkið hefur því þurft að leita annað eftir at- vinnu við hæfi. Sem dæmi um fækkunina í sveitum landsins undanfarna ára- tugi má nefna, að í Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði voru um 500 íbú- ar fyrir 50 árum síðan, en í dag eru þeir nær helmingi færri eða 270 talsins. Á síðasta ári fækkaði í þessum hreppi um 4-5%, þrátt fyrir það að nokkur fólksfjölgun hafi orðið á landsbyggðinni í heild, og búist er við enn frekari fækkun á þessu ári. Saurbæjarhreppur er í einni blómlegustu og bestu land- búnaðarsveit landsins og í nánd við stærsta þéttbýliskjarnann utan höfuðborgarsvæðisins. Samt er stöðug fólksfækkun og má getum leiða að því, að ástandið geti verið enn verra f mörgum öðrum sveita- hreppum. Menn verða að spyrja sjálfa sig þeirrar spurningar, hvort þeir vilji að þessi þróun haldi áfram og hvort hagkvæmnissjónarmiðin ein eigi að ráða því, hvort heilu sveitirnar leggist í eyði með öllum þeim ömurieik sem því fyigir. Það er nokkuð Ijóst, að ef unga fólkið á að haldast við og hafa eitthvað víð að glíma í sveitunum, þarf fjöl- breyttara atvinnulíf, en til þess að svo megi verða þarf orku og hún verður að vera sambærileg því sem gerist í þéttbýlinu og á sam- bærilegu verði. Víðast hvar í sveitum er ekki hægt með góðu móti að koma við aukinni atvinnustarfsemi sökum þess, að raforkumálin standa því fyrir þrifum. Skyldi orkuskortur f okkar orkuríka landi verða þess valdandi, að stór hluti landsins fer í auðn? RÉTTUM HJÁLPARHÖND Ef sérhver íbúi Akureyrar leggur fram 150 kr til breytinga á Systra- seli verður unnt að opna þar hjúkrunardeild í ársbyrjun ’82. Fjöldi hjúkrunarsjúklinga á þjónustusvæði F.S.A. sem vantar nú pláss er um 80. Á dvalarheimil- unum Hlíð og Skjaldarvík eru um 40 hjúkrunarsjúklingar þó að að- staða til að hjúkra þeim sé mjög léleg þar. Um 20 hjúkrunar- sjúklingar eru í heimahúsum hér á Akureyri og leggja aðstandendur þeirra mikið á sig við að hjúkra þeim þó að bæjarhjúkrunarkonur aðstoði. Sennilega er að jafnaði einn hjúkrunarsjúkl. í heimahúsi í hverjum hreppi héraðsins. Á Handlækningadeild og Lyfiækn- ingadeild F.S.A. eru að jafnaði 10 til 15 hjúkrunarsjúklingar og því eiga þessar deildir enn erfiðara með að sinna þeim sem þær eiga að þjóna. Samkvæmt félagsfræðilegri könnun, sem oft er vitnað til, þarfnast um 60% ellilífeyrisþega vistar á hjúkrunardeild. Á þjónustusvæði F.S.A eru 1.600 til 1.700 ellilífeyrisþegar og þá ættu að vera til 100 hjúkrunarrúm á svæð- inu, en samanlagður fjöldi hjúkrunarrúma á F.S.A. (B-deild) og Kristnesi eru 50 og samkvæmt þessum reikningi vantar nú 50 hjúkrunarrúm fyrir Akureyringa, Eyfirðinga og íbúa þeirra hreppa N.- og S.-Þingeyjarsýslu og N.-Múlasýsli, sem njóta þjónustu F.S.A. Borgarlæknir greindi frá því í blaðaskrifum s.l. vetur, að í Reykjavík vantaði 300 hjúkrunar- rúm og með einföldum hlutfalla- reikningi jafngildir það því að hér vanti 60 hjúkrunarrúm. Neyðar- ástand í málum hjúkrunarsjúklinga er því svipað hér og á Reykjavík- ursvæðinu, sem svo mjög hefur verið tíundað í fjölmiðlum. Af framansögðu er ljóst að 18 rúma hjúkrunardeild í Systraseli mun aðeins leysa sárasta vandann. Breytingarkostnaður á Systraseli og búnaður 18 rúma hjúrkunardeildar er áætlaður 1,5 til 2 millj. króna (2.000.000,-/13.000,- = 153,85 kr.á hvern íbúa Akureyrar, fengist einnig ef hvert heimili á Akureyri legði fram 3 krónur á dag til ára- móta). Á rúmu ári hafa frjáls framlög til 38 rúma hjúkrunarheimilis í Kópavogi numið 1,6 millj. króna, sem svarar til 123,- króna á hvern íbúa Kópavogs. Ekki getum við verið þekkt fyrir að standa okkur verr við aðbúnað aldraðra hér á Akureyri. Takmarkið er að hjúkrunardeild í Systraseli verði tilbúin í ársbyrjun ’82, en til að svo megi verða þurfum við sem flest að leggja málinu lið með vinnn og fjárframlögum. Ef fjárframlög fara framúnþeim kostnaði sem verður við áð koma upp 18 rúma hjúkrunardeild verð- ur það okkur hvatning til að reisa aðra álmu við hliðina á Systraseli sem full þörf er á. Mikilvægt.erað samtengja alla þætti öldrunarþjón- ustu í héraðinu bæði félagslega og heilsufarslega sem yrði best leyst með stofnun öldrunarlækningar- deildar við F.S.A. Starfslið slíkrar deildar annaðist félagslegt og heilsufarslegt mat á þjónustuþörf fólks sem vísað væri til deildarinn- ar og veitti atstoð til að það gæti sem lengst dvalist í heimahúsum, e.t.v. eftir eins til þriggja mánaða endurhæfingu á deildinni, eða dagvistunardeild, en fylgst yrði með því á göngudeild eða af heim- ilislækni. Aukið skipulag, samhæf- ing og eftirlit ásamt bættri heimil- isþjónustu ætti að draga alla hjúkrunarsjúklinga spítalans. Það er ekki riki né bær, sjúkra- húsið ná dvalarheimilin, sem vinna að ofangreindu verkefni heldur hópur áhugafólks sem daglega horfist í augu við þá neyð sem ríkir í málefnum aldraðra og sjúkra. Þessi hópur býður öllum til sam- starfs. Tekið er við fjárframlögum til hjúkrunardeildar í Systraseli í andyri sjúkrahússins, daglega milli kl. 15 og 19. Halldór Ha/ldórsson, lœknir. Hrísey: GOTT ATVINNUÁSTAND Hríscy 19. júní. Atvinnuástand í Hrísey hefur verið mjög gott að undanförnu. Fyrstu tvo mánuði ársins voru að vísu rólegir, en síðan hefur verið mikið annríki og hefur all- margt aðkomufólk verið við vinnu í eynni, eingöngu Islend- ingar. Mun fleiri hafa spurst fyrir um atvinnu, en ekki hefur verið hægt að taka þá vegna húsnæðisskorts. Mun meira frantboð hefur verið á innlendu vinnuafli en undanfarin ár, en þá hefur verið talsvert um að út- lendingar hafi verið við vinnu í Hrísey, en nú eru þar engir. Netavertíðin gekk brösulega framan af vegna ótíðar. Tveir bátar héðan fóru til Snæfellsnes á vertíð- inni og lögðu þar upp afla, en eftir stoppið í maí hafa aflabrögð verið ágæt út við Flatey og á Þistilfirði og aflinn hefur komið á land hér. Héðan voru gerðir út þrír bátar á grásleppuveiðar í vor og gengu þær veiðar mjög vel. En uppistaðan í þeim afla sem verkaður er hér í eynni er togarafiskur og hefur afli Snæfells verið þar mestur. Afli togarans frá áramótum er nú 1521 tonn. Einnig hafa togarar Útgerða- félags Akureyrar landað hér nokkrum sinnum á árinu. Ákveðið hefur verið að byggja hér 8 verkamannabústaði og eru þeir að verða tilbúnir til útboðs. Þá er verið að byggja hér myndarlegt fiskverkunarhús. Sá sem byggir það heitir Birgir Sigurjónsson, en hann rekur hér bát og verkar sinn afla sjálfur í skreið. Síðan klaki fór úr jörðu í vor hefur verið unnið við lengingu og endurbætur á flugbraut í Hrísey sem reyndar var búið að strika út af flugvallarskrá. Er aformað að byggja hér sæmilega nothæfa flug- braut en það er mikið öryggisatriði fyrir eyjabúa að hafa flugvöll. Sér- staklega þegar ísár eru og ekki er hægt að komast á sjó út í eyjuna. Þessi flugbraut sem getur orðið 580 metrar að lengd verður vel upp byggð og á ekki að festa á henni snjó. Frétlarilari. Frá Hrísey. Carmina Burana Carl Orff: Carmina Burana Passíukórinn á Akureyri Slagverk: Gunnlaugur Briem, Ludvig Símonar, Karl Pet- ersen, Steingrímur Ó. Sig- urðsson, Hólmfríður Þórodds- dóttir, Sæmundur Melstað, Sigurjón Halldórsson, Guð- mundur Stefánsson. Píanó: Bjarni Jónatansson, Pauia Parker. Einsöngur: Katrín Sigurðar- dóttir sópran, Michael J. Clarke baryton. Stjórnandi: Roar Kvam. Það hefur dregizt úr hömlu að geta um tónleika í íþrótta- skemmunni á Akureyri 4. júni s.l. er Passíukórinn flutti Carmina Burana eftir Carl Orff. Þótt seint sé, skal hér þakkað ágætt frum- kvæði kórs og stjórnanda, sem ætíð sækja á brattann á hverju sem gengur. Þarna fengu áheyr- endur glaðzt við bráðskemmti- legan flutning og vandaðan, enda ríkti mea! áheyrenda almenn gleði og skemmtan yfir því, sem fram fór. Ekki leyndi það sér heldur, að flytjendum sjálfum þótti gaman að eiga þess kost að flytja okkur hinum venjulegum óbreyttum, svo merkilegt verk og ágætt, en slikt skiptir auðvitað meginmáli. Þarna var leiksviðið nærri, og manni fannst sem rétt aðeins vantaði búninga, leikmynd og tilheyrandi leiktilburði, en það er líka gaman að ímynda sér slíkt, þegar hlýtt er á annað eins verk. En hver var þessi Carl Orff? Hann var fæddur í Miinchen árið 1895 og lagði lengi vel stund á tónlistarkennsiu. Hann setti sam- an og gaf út kennsluefni þar sem stuðzt er við einföld ásláttar- hljóðfæri. Er það löngu þekkt og viðurkennt víða um heim og ber nafn síns höfundar. Mér virtist sem sá samleikur hljóðfæra, sem þarna var við- hafður, færi verkinu sérlega vel, félli að stíl þess og yki áhrif þess til muna. Þar var líka samankomið gott lið kórnum til stuðnings, reyndir hljóðfæraleikarar og svo nem- endur. Ekki bar á öðru en vel færi á með hópnum, og hlutur hans var með prýði. Verkið er einkar aðgengilegt áheyrnar og virðist i fljótu bragði einfalt að gerð, en það er allt annað en auðvelt í flutningi og gerir miklar kröfur til flytjenda (Framhald á bls. 6). Efstu hestar f A-flokki gæðinga. Hestamót á Melgerðismelum: Slakur árangur í kappreiðum Sfórmót hcstamanna var haldið nýlega á Melgerðismelum, og var um góðhestakeppni að ræða, kynbótahrossasýningu og kapp- reiðar. Um 160 hross voru skráð til keppni, þar af um 60 hryssur. Aðeins ein hryssa fékk 1. verð- laun, og fannst mörgum það hart dæmt því margar hryssurn- ar voru feikna góðar og glæsi- legar. Hinsvegar virtist það ein- kenna allar bestu hryssurnar að þær voru taldar illa byggðar. Árangur í kappreiðunum var í lakara lagi og reyndar afleitur í skeiðinu. Fáir hestar lágu sprettinn á enda og voru tímar lélegir. Voru menn óhressir með að hleypt skyldi á grasvellinum, þar sem bestu skeiðvellir landsins voru aðeins tugum metra fyrir vestan völlinn, girtir og tilbúnir til notkunar. Góðhestakeppnin var skemmti- leg í báðum flokkum, góðir hestar og vel sýndir. Alhliða hestarnir sýndu mikið öryggi á skeiðinu og lágu allflestir báða sína spretti. Þarna komu fram bæði reyndir keppnishestar og nýir og voru t.d. þrír af fimm efstu hestum í A- flokki nýir á sýningabrautum og næst efsti klárhesturinn einnig. Þá var unglingakeppnin skemmtileg og jöfn, og var ánægjulegt að sjá hversu ungling- arnir eru orðnir vel hestfærir og vel ríðandi. Sigutvegarar í hinum ýmsu keppnisgreinum urðu þessir: A-flokkur gæðinga: Eldjárn, einkunn: 8,40. B-flokkur: Kristall, einkunn: 8,42. Unglingaflokkur: Glóð, einkunn: 9,83. 150 m skcið: Helmingur, tími 16,5 sek. 250 m skeið: Blesi, tími 28,8 sek. 250 m unghrossahlaup: Súla, lími 20,9 sek. 300 m stökk: Cesar, tími 22,6 sek. 800 m brokk: Jarpur, timi 1.57,3 mín. Sigurvegarinn f unglingakeppninni. Naumur sigur Fram í jöfnum leik Á sunnudagskvöldið lék KA sinn fyrsta heimaleik á gras- vellinum á Akureyri. Völlur- inn var blautur og þungur, og setti það nokkuð mark á leikinn. Andstæðingamir að þessu sinni vora Framarar, en þeir gerðu góða ferð í bæ- inn og fóru ánægðir með bæði stigin. Við áttum bæði stigin skilið, sagði Marteinn Geirsson fyrir- liði Fram að leiknum loknum, en sennilega hafa hinir rúmlega 1100 vallargestir ekki ver- ið á sama máli. Marteinn kvaðst hafa búist við KA liðinu sterkara en KA menn voru í þessum leik án fyrirliða síns Elmars Geirssonar sem á við meiðsli að stríða og gat ekki leikið þennan leik. í stöðu hans var nýliði í KA liðinu, Jónas Hallgrímsson, sem áður lék með Mývetningum og lék hann nú sinn fyrsta alvöruleik í knatt- spyrnu. Hann skilaði hlutverki sínu vel meðan hans naut við á vellinum, en í síðari hálfleik kom Ásbjörn Björnsson inná fyrir hann. Á 7. mín. er brotið á Jónasi rétt við vítateigshornið hægra megin og þar fengu KA menn eina af fjölmörgum aukaspym- um í þessum leik, en þær áttu eftir að verða mjög margar. Á 11. mín. átti Pétur Ormslev gott skot að markinu en Aðalsteinn varði vel. Á 35. mín. einlék Gunnar Blöndal nánast upp allan völlinn og lék á nokkra Framara, en skaut framhjá. Á 43. mín. fékk KA aukaspyrnu og Gunnar Gíslason skaut að markinu en markmaður hálf- varði og Hinrik náði boltanum en Framörum tókt að koma boltanum frá markinu. KA sótti nær stanslaust í byrjun síðari hálfleiks en tókst ekki að skapa sér afgerandi marktækifæri. Á 14. mín. skallar Gunnar Gísla- son aðeins framhjá og einni mín. síðar leikur hann alveg upp að endamörkum og leikur á bakvörð Framara og nær að vippa boltanum fyrir markið yfir markmanninn, en enginn KA maður var til taks að nikka boltanum í netið. Á 25. mín. fengu KA menn guliið mark- tækifæri, en þá komst Hinrik inn í teiginn og skaut að mark- inu en boltinn stefndi framhjá en Gunnar Blöndal kom þá að- vifandi en skaut yfir. Skömmu síðar pressuðu Framarar mjög að marki KA og að lokum fékk Guðmundur Torfason boltann alveg við endamörk, lék til baka og inn í teiginn og skaut hörkuskoti á markið og í netið. Eftir þetta mark tvíefldust Framarar um stund og voru mun aðgangs- harðari að KA markinu. Sið- ustu mín. pressuðu KA menn hins vegar mikið og á síðustu min. leiksins munaði litlu að þeim tækist að jafna. Ásbjörn lék inní teiginn og lagði boltann fyrir Gunnar Blöndal sem virt- ist í góðu færi en hann treysti Donna betur fyrir færinu og renndi boltanum til hans. Donni skaut viðstöðulaust, en ekki nógu fast og varnarmaður hjá Fram varði á línu. Úrslit leiksins urðu því Fram sigur, eitt mark gegn engu. Sanngjarnt hefði verið að liðin hefðu skipt með sér stigunum í þessum leik, en Fram skoraði mark og það dugði til sigurs. Besti maður leiksins var Jó- hann Jakobsson en hann var sérstaklega yfirburðamaður í fyrri hálfleik. Áhorfendur sem greiddu að- gang að vellinum voru 1138, en þeir sem í Brekkugötunni stóðu ættu að borga sig inn næst, því annars verða þeir myndaðir og myndir úr „skotastúkunni” birtar i næstu blöðum. Dómari var Eysteinn Guð- mundsson og var hann mjög ákveðinn og góður dómari leiksins. Eysteinn Guðmundsson dómari þótti koma vel frá vcrkefni sínu f leik KA og Fram. Hér hefur hann i frammi tilburði til að skalla boltann eða ekki sjáum við betur. Leikmenn liðanna fylgjast spcnntir með framvindu mála. Ljós- mynd: Kristján. Oruggur sigur hjá Mývetningum Mývetningarnir í HSÞ b unnu sanngjarnan sigur (4:1) á Magna frá Grenivík á laugar- daginn. Ekki höfðu liðið nema 2 mín. af leiknum þegar Þorlákur Jónsson skoraði fyrsta mark HSÞ. Eftir það mark einkennd- ist leikurinn af frekar miklu miðjuþófi sem lítið kom út úr. En á 23. min. var dæmd víta- spyrna á Magna eftir að einn í síðustu viku var háð bæja- keppni í lyftingum niilli vinarbæjanna Lathi í Finn- landi og Akureyrar. Keppni þessi var stigakeppni og var keppnin mjög hörð en að lokum sigraði Ákureyri mcð 2493 stigum en Lathi fékk 2315 stig. Það var Lyftingaráð Akur- eyrar sem hafði veg og vanda að Að undanfömu hefur mikið verið unnið við grasvöll KA við Þingvallastræti. Að sögn Stef- áns Gunnlaugssonar hafa margir KA menn mætt til vinnu nú í sumar og er völlurinn nú að komasl á það stig að þökur verði lagðar. Stefán sagði að búið væri að kaupa þökurnar og lagning þeirra hæfist nú ein- leikmaður þeirra hafði slegið knöttinn með hendinni innan vítateigs. Ari Hallgrímsson framkvæmdi vítaspyrnuna vel og skoraði, 2:0 fyrir HSÞ, og þannig var staðan i hálfleik. Strax í síðari hálfleik tóku heimamenn leikinn i sinar hendur en varð fremur iítið ágengt. Á 21. mín.skoraði Jónas Skúlason beint úr aukaspyrnu þessari heimsókn, bauð lytf- ingamönnum hingað og sá um uppihald þeirra. Mjög fáir áhorfendur komu á mótið sem haldið var í íþróttaskemmunni, þannig að kostnaður LRA var ærinn. Bæjarbúar ættu því að styðja við bakið á Lyftingaráð- inu sem að sjálfsögðu er fjár- vana eins og aðrar deildir íþrótta með því að kaupa happdrættismiða í fjáröflunar- happdrætti þeirra. hvem næstu daga. Þegar þök- umar verða lagðar þarf marga starfsmenn, og því eru þeir KA menn og velunnarar beðnir að hafa samband við Stefán í síma 21717 eða 21818 ef þeir eiga tíma aflögu fyrir félagið. Öll hjálp er vel þegin og er skorað á KA menn að melda sig hjá Stefáni. þriðja mark HSÞ. Fimmtán mín. síðar bætti Þorlákur Jóns- son síðan fjórða markinu við eftir aðra aukaspyrnu. Siðasta orðið í þessum leik áttu siðan Magnamenn þegar Hciniir Ingólfsson skoraði eina mark þeirra rétt fyrir leikslok. HSÞ náði þarna í tvö góð stig og sanngjörn því leikmenn Magna ná iitla knattspyrnu að leika meðan þeir hugsa fremur um að brjóta sem Ijótast á and- stæðingnum en að koma bolt- anum í netið. STÓRTAP HJÁÞÓR Við skulum gleyma þessu sem fyrst, sagði Karl Lárus- son formaður knattspyrnu- deildar Þórs, eftir leikinn við Val. Þar urðu Þórsarar að sætta sig við stórtap, en Valsmaskínan skoraði sex mörk en Þór aðeins eitt og var Bjarni Sveinbjörnsson þar að verki. í hálfleik varstaðan eitt mark gegn engu Val i hag en fyrri hálfleikur var nokkuð jafn. í síðari hálfleik gerðu Valsmenn út um leikinn á átta mínútum, en þá skoruðu þeir þrjú mörk í röð. Þegar staðan var orðin fjögur gegn engu var barátta Þórsara búin og eftirleikurinn auðveldur fyrir fríska Valsara. Islands- methjá Sigríði Sigríður Kjartansdóttir frjáls- iþróttakonan fráa frá Akureyri keppti á móti i Þýskalandi um helgina. Þar setti Sigriður ís- landsmet í 400 m hlaupi er hún hljóp hringinn á 55.12 sek. Til hamingju Sigríður. NÆSTU LEIKIR Næstu knattspyrnuleikir verða í Bikarkeppninni, en á þriðju- dagskvöldið leika á Laugar- landsvelli Árroðinn og FH. Á miðvikudagskvöldið leika á Akureyrarvelli KA og ÍBV. og í Ólafsfirði Leiftur og Þór. UNNU FINNANA KA-völlurinn 4.DAGUR nnpnnnnn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.