Dagur - 02.07.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 02.07.1981, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, fimmtudagur 2. júlí 1981 50. tölublað FILMUhúsið akureyri SLÁTTUR SUMARREVÍA I „SJALLANUM“ MIKIÐ VANTAR (UTFLUTN- INGSBÆTUR „Á yfirstandandi verðlagsári, sem hófst 1. september í fyrra og lýkur 31. ágúst n.k., er gert ráð fyrir að vanti rúmlega 52 milljónir kr. eða 5.2 milljarða gkr. í útflutningsbætur. Þetta er miklu meira en menn höfðu gert sér i hugarlund á s.l. ha- usti, en stór hluti þessarar upphæðar, nánar tiltekið 22 milljónir eða 2,2 milljarðar gkr. er uppsafnaður vandi sem velt var frá síðasta verðlags- ári,“ sagði Gunnar Guðbjarts- son, formaður Stéttarsam- bands bænda í viðtali við Dag, en þessar upplýsingar komu einnig fram á kjörmannafundi fyrir Búnaðarfélagsþing í Freyvangi á þriðjudag. Gunnar sagði að heildarút- flutningsbótaþörfin á þessu verð- lagsári væri áætluð 172 milljónir kr, eða 17,2 milljarðar gkr. Rétt- urinn sem framleiðsluráðslögin gefa bændum er upp á 120 milljónir rúmlega og mismun þessara tveggja talna vantar upp á útflutningsbæturnar. Á síðasta verðlagsári vantaði 4,4 milljarða gkr, en 2,2 milljörðum var velt yfir á þetta verðlagsár með því að fresta útflutningi á ostum. Menn voru bjartsýnir á að auðveldara yrði við málið að eiga á þessu ári með minnkandi mjólkurfram- leiðslu. Minnkandi mjólkurframleiðsla dugir hins vegar ekki til, því vaxta- og geymslukostnaður er svo óheyrilega mikill, að sögn Gunnars. Hann sagði að vaxta- kostnaðurinn bitnaði meira á landbúnaði en nokkurri annarri atvinnugrein, og sem dæmi mætti nefna að 952 gkr. legðust ofan á verð hvers kílós af kjöti sem flutt væri út eftir I. júní, að mestu vegna vaxtakostnaðarins. Þessi tala hækkar eftir 1. júlí. Þá má þess geta að sökum dráttar á „Sláttur er hafinn á nokkrum bæjum sem ég veit um, og stutt í að mun fleiri fari að slá strax og styttir upp“ sagði Ævarr Hjartarson ráðunaut- ur í samtali við Dag í fyrra- dag. Ævarr sagði að hann vissi um fjóra bændur sem hefðu þegar hafið slátt, en þeir búa á Stokkahlöðum og Holtseli í Hrafnagilshreppi, á Ásláksstöð- um í Glæsibæjarhreppi ög á Arnarhól í Öngulstaðahreppi. Ævarr sagði að spretta væri sæmileg enda hefði tíð verið góð undanfarinn hálfan mánuð, - úrvals sprettutíð. Þá sagði hann að stutt væri í slátt hjá mörgum inn í Eyjafirði, en aftur á móti langt í land með að bændur út með firðinum gætu farið að huga að slætti. Sumarrevían í Sjálfstæðisluis- inu á Akureyri verður frumsýnd á föstudagskvöld og hefst sýn- ingin klukkan 22 stundvíslega. Revían fjallar um starfsemi Ferðaskrifstofu Braga Skjól- berg og hin ýmsu vandamál sem upp koma í ferðalögum á sólar- strönd og við skipulagningu þeirra. Að sögn höfundanna, sem eru Þorvaldur Þorsteinsson (l.t.v.) og Hermann Arason (l.t.h.) er revían að vissu leyti byggð á sönnum atburðum, en færð i stilinn. Bragi Skjólberg býður persónulega upp á ókeypis bingó meðan á sýningunni stendur og taka áhorfendur á þann hátt þátt í sýningunni. Aðrir aðstandendur sýningar- innar eru Gunnar Þorsteinsson (fremst) og frá Þorvaldi til Her- manns talið Inga Einarsdóttir, Inga Lára Bachman, Jóhann Hauksson, Ingimar Eydal, sem annast undirleik, og Kristín Helgadóttir. Mynd H.Sv. Gunnar Guðbjartsson flytur ræðu á kjörmannafundinum í Freyvangi. Mynd H.Sv. greiðslum úr ríkissjóði eykst sú upphæð sem vantar á útflutn- ingsbætur um 11-12 milljónir króna, eða 1,1-1,2 milljarða gkr. Þessi mikli fjármögnunar- kostnaður veldur því svo að verðhlutfall sem fæst fyrir útflutt kjöt verður sífellt óhagstæðara. S.l. haust fékkst u.þ.b. 50-55% af óniðurgreiddu heildsöluverði innanlands fyrir dilkakjöt í Noregi, en þetta hlutfall er nú komið niður í 30%. Gunnar sagði, að Bandaríkja- markaður væri nú að mestu lok- aður fyrir ostaútflutningi og því þyrfti að flytja mestan part fram- leiðslunnar til Evrópu. Þar fæst nú aðeins um 9% af heildarverð- inu, þ.e. samanlögðu verðinu til bóndans og vinnslukostnaði, en um þriðjungur af vinnslukostn- aðinum einum. Heildarverðið er núna um 644 gkr. og vinnslu- kostnaður 151 gkr. en það sem fæst á Evrópumarkaði eru ekki nema 50-55 gkr. miðað við hvern lítra mjólkur sem fer í ostinn. MIKLAR RANNSOKNIR A VEGUM HITAVEITU AKUREYRAR NÆSTA VIRKJUNARBORHOLA VERÐUR VK> BOTNI HRAFNAGILSHREPPI Frá síðastliðnu sumri hefur ver- ið unnið að rannsóknarborunum með jarðbornum ÝMI á vegum Hitaveitu Akureyrar. Hefur at- hyglin einkum beinst að fjórum meginsvæðum, en það eru Gler- árdalur, Kristnes-Reykhús, Hrafnagil-Laugaborg og Reykir í Fnjóskadal. Þrjú fyrsttöldu svæðin eru öll í nágrenni Akur- eyrar og þótti rétt að kanna þau svæði gaumgæfilega áður en lit- ið yrði til fjarlægari staða. AIls hafa verið boraðar 13 rann- sóknarholur á þessum svæðum, sem flestar eru um það bil 150-300 metra djúpar. Rannsóknarborunum er ekki að fullu lokið og má vænta þess að hafnar verði boranir á Glerárdal einhverja næstu daga. Glerárdals- svæðið er talið nokkuð jákvætt hvað vatnsöflun snertir, þrátt fyrir að rannsóknir bendi hvorki til mikillar vatnsgengdar né hás hita- stigs á vatni. Þar kemur á móti ná- lægð við kerfi Hitaveitunnar. Á Glerárdal fást í dag úr tveimur grunnum holum um það bil 10 sekúndulítrar af 56 Ákvörðun hefur verið tekin ui borun næstu virkjunarholu fyi Hitaveitu Akureyrar. Verður hi staðsett í landi Akureyrarbæjar v bæinn Botn í Hrafnagilshrepj skemmt frá svonefndri Botnslat (Hrafnagilslaug syðri). Á því svæ var boruð virkjunarhola s.l. veti sem er um 1050 metra djúp og g; þá töluvert magn af 86 gráðu heii gráðu heitu sjálfrennandi vatni. T: 24167 - RITSTJÓRN: 2416< vatni. Ætlað er að sú hola verði virkjuð fyrir næsta haust. Undirbúningsvinnu er lokið fvrir boruaina ásamt forborun. Jarð- borinn Narfi mun framkvæma þetta verk og er hann væntanlegur strax að loknum jarðborunum á Svalbarðsströnd. Áætlað er að hol- an verði allt að 1800 metra djúp og mun verkið taka um það bil tvo og hálfan mánuð. OG 21180 MHH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.