Dagur - 14.07.1981, Blaðsíða 5

Dagur - 14.07.1981, Blaðsíða 5
BAGUIR Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræii 90, Akureyri Fiitstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaöamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. „Höfnuðu sút og svartsýni“ Við setningu 17. landsmóts Ung- mennafélags íslands sem haldið var hér á Akureyri um síðustu helgi flutti forseti íslands frú Vig- dís Finnbogadóttir ávarp. Hún sagði þá meðal annars. „Þegar farið var að fylgja því eftir af meiri einurð en fyrr á öndverðri síðustu öld, að fslendingar ættu að lifa sem sjálfstæð þjóð og væri það kleift, þurfti að sanna að þjóðin átti sér sögu að sameign. Á til- tölulega skömmum tíma reyndist það auðvelt, því öll sagan um bar- áttu kynslóðanna frá upphafi byggðar, við harðbýlt land, hafði geymst í minni fólksins, á tungu sem aldrei spilltist hvað sem á bjátaði.“ Forsetinn sagði ennfremur. „Það verður aldrei mælt hve mikið við Islendingar nútíðarinnar eig- um að þakka öfum okkar og ömmum, sem fyrir tæpum 80 árum stofnuðu ungmennafélög um allt land. Þau þjöppuðu fólkinu saman í trú á framtíðina. Þau tileinkuðu sér gleði og höfnuðu sút og svart- sýni. Þau hófu að rækta landið betur en fyrr, og gerðu meira að segja tilraun til að koma til móts við framtíðarmynd Jónasar (Hall- grímssonar) og að fylla „fagran dalinn“ skógi.“ Vigdís sagði einnig að við mættum ekki gleyma því að það voru ungmennafélögin sem lögðu grundvöllinn að þeirri list, sem lengi hefur verið okkur til talsverðs sómaauka, leiklistinni, því án áhugamannasýninga ung- mennafélaganna í landinu ættum við ekki svo ríka leikmenningu sem raun ber vitni. í lok ræðu sinnar sagði Vigdís meðal annars. „Það er ræktun heilbrigðar sálar í hraustum lík- ama, þjóðerniskennd og virðing fyrir landið okkar, sem jafnan hef- ur verið aðalsmerki Ungmenna- félagshreyfingarinnar á íslandi, og hvað ungur nemur sér gamall temur. Því er það gott að hafa ver- ið ungur með þessar hugsjónir að leiðarljósi, einnig að eldast og reyna enn að koma þeim áleiðis. Við þær vildi ég bæta friðarvilja okkar, innbyrðis sem andspænis eriendum þjóðum, og óska þess að heillyndi og hreinskiptni hvers í annars garð fylgi okkur alla tíma.“ Þessi orð Vigdísar Finnboga- dóttur við setningu landsmóts Ungmennafélags íslands minna okkur á hversu stóran þátt Ung- mennafélögin eiga í uppbyggingu menningarsögu okkar daga. Þau mínna okkur á að Ungmenna- félögin lögðu ekki einungis grunninn að fjölbreyttu íþróttalífi og betra mannlífí ungra sem ald- inna á íslandi, heldur einnig að margvíslegri listsköpun okkar daga. S.F. Karólína Stefónsdöttir skrifar: KVENNAUSTA til að skapa konum nauðsynlega reynslu og sjálfstraust Vegna fréttar f síðasta tölublaði Dags (52. tbl) af fundi um kvenna- framboð, þar sem vitnað er í ræðu mína á þann hátt, að ýmsir hafa fengið villandi hugmyndir bæði um afstöðu mína til sérstaks kvenna- framboðs og jafnréttismála yfir- leitt, tel ég rétt að biðja blaðið að birta f heild framsöguræðu mfna á umræddum fundi: „Eftir að Jón Björnsson hafði birt Herkvöt sína til kvenna í Degi, og umræður um kvennaframboð aftur vaknaðar til lífsins, á þessu annars kalda vori, sagði einhver við mig að ég mætti nú alls ekki opna niunninn opinberlega um þessi Karólína Stefánsdóttir, formaóur Jafn réttishrevfingarinnar á Akureyri. mál, þar sem ég væri formaður jafnréttishreyfingarinnar og þar með talin algjör rauðsokka og þá örugglega æði rótæk í pólitík eins og öll þessi hreyfing hlyti að vera. Það myndi nú alveg verða til að drepa þetta kvennaframboð niður ef það yrði bendlað við slíka hreyfingu. — Ég varð heldur betur klumsa við, en hugsaði síðan sem svo, að það væri náttúrulega ærin ástæða til að ég opnaði munninn rækilega til að ræða þessi mál, ef hópur manna hefur í raun þessa mynd af hreyfingunni, burt séð frá mér, og annað hitt að það væri eitthvað undarleg jafnréttishreyf- ing ef hún léti sig þessa umræðu um kvennaframboð engu varða. Á hinn bóginn hlytu þeir aðilar sem myndu styðja eða standa að slíku kvennaframboði í raun að óska eftir meira jafnvægi kynja í milli í skipulagningu og mótun á okkar bæjarfélagi og fyndist kominn tími til að konur öxluðu meira af þeirri ábyrgð, sem karlar svo að segja einir hafa setið uppi með hingað til. og teldu þá auðvitað um leið að árangurinn yrði betri ef bæði kynin hefðu samvinnu um þessi mál. Þá erum við eiginlega komin til hálfs að kjarnanum í „jafnréttishreyf- ingarpólitíkinni". Og svo við höld- um áfram í sama dúr og tökum all- an kjarnann með, þ.e.a.s. forsendu þess að konur geti farið meira út í samvinnu við karla jafnt í bæjar- stjórnarmálum sem og öðrum þjóðfélagsmálum, en það er ein- mitt samvinna og samábvrgð á heimilunum og við uppeldi barn- anna okkar. Þar hafa karlar vissu- lega borið skarðan hlut frá borði og börnin e.t.v. engu síður að fá ekki að njóta meiri samvista við feður sína en vera að mestu alin upp af mæðrunum einum. Þau þurfa síð- an að aðlaga sig þjóðfélagi, þar sem karlar hafa völdin, og mæta þar talsvert öðru gildismati en ríkir á heimilunum. Augu manna eru meira og meira farin að opnast fyrir þeim vanda sem við þarna sköpum unglingunum okkar, og um leið okkur sjálfum, og að jafnréttisbar- áttan í heild er ekkert einkamál einhvers pólitíks flokks eða stéttar, heldur á jafnt heima í öllum flokk- um og stéttum. Jafnréttishreyfingin er ennþá ung hreyfing, en þar hafa konur í öllum flokkum og stéttum, og sem betur fer vaxandi fjöldi karla, sam- einast um að reyna að skapa þannig jarðveg, að við getum smátt og smátt á jafnréttisgrundvelli vaxið út úr kvennaveldinu á heimilunum og karlaveldinu í þjóðfélaginu, og reynt í sameiningu að finna sæki- legar leiðir til að ná því markmiði. En auðvitað verða alltaf skiptar skoðanir um þær leiðir í svona breiðri hreyfingu og þar er ég tekin að nálgast það sem ég var beðin að fjalla um hér. Mér þótti hins vegar nauðsynlegt að hafa þennan for- mála með til að freista þess að setja þessi mál í rétt samhengi. Það hafði sum sé spurst út til þeirra sem aðallega stóðu að und- irbúningi þessa fundar, að ég hefði einhverjar efasemdir í sambandi við þetta fyrirhugaða kvennafram- boð og ég því beðin að ræða svolít- ið um þær hér til að fá sem flestar hliðar fram, þannig að takast megi fremur að skapa frjóa en um leið raunsæja umræðu um málið. Ég var nú reyndar í fyrstu mjög á báðum áttum hvort ég ætti að verða við þessum óskum, bæði vegna þess að mér finnst vandasamt að ræða í stuttu spjalli um svo viðkvæmt efni, og vegna hins að mínar vangaveltur eða efasamdir höfðu fyrst og fremst verið bundnar sjálfri mér og mín- um aðstæðum nú og leitt til þess að mér finnst ég ekki geta tekið virkan þátt í slíkri krefjandi pólitískri bar- áttu eins og stendur. En við nánari umhugsun fannst mér að þær gætu átt erindi til ykkar líka, þar sem mér finnst mikilvægt að hver og einn geti valið það sem er rétt fyrir hann sjálfan hverju sinni og ofbjóði' ekki kröftum sínurri og getu, því þá er maður til lítils gagns fyrir máls- staðinn, hversu mikilvægur sem manni annars þykir hann vera. Það eru sjálfsagt fleiri en ég, sem eru mæður með ung börn og vinna auk þess eitthvað utan heimilis og finna hve oft er erfitt að sinna hvoru tveggju svo vel sé, þótt ekki komi fleira til. Börnin eru það dýr- mætasta sem við eigum og því mikilvægt, að við foreldrar missum ekki sjónar af þeirri miklu ábyrgð sem við þar höfum, þótt það sé í baráttu fyrir betra mannlífi, og í fyllingu tímans þá einnig þeim til handa. Sá tími kemur, að við getum meira sinnt slíkum málum. Ef við hins vegar vanrækjum börnin meðan þau þarfnast okkar mest, verður sá skaði seint bættur. Ég segi hér foreldrar, því auðvitað ætti þetta að gilda um báða for- eldra jafnt, en eins og við vitum öll, er það sjaldnast þannig í reynd í dag. Því er okkur konum ennþá meiri vandi á höndum í okkar jafnréttisbaráttu: Að standa vörð um þarfir barna okkar, samtímis sem við hvetjum feður til meiri hlutdeildar í hinu dýrmæta uppeldisstarfi. Við verðum einnig að gera okkur það ljóst, að hluti af okkar baráttu, er að hafa forgöngu um, að þessi störf verði meira metin þjóðfélagslega séð, sem og önnur þau verðmæti, er við sem konur stöndum fyrir. Það gerum við ekki með því að víkja af verðinum og gleyma mikilvægi þeirra í umræðu eins og þessari heldur verðum við ætíð að heyja tvenns konar baráttu, þar til jafnvægi og jafnrétti kynja í milli er náð, bæði inni á heimilun- um og úti í þjóðfélaginu. Kvennaframboð væri vissulega „tímaskekkja", eins og eitt bæjar- (Framhald á bls. 6). „Kolbrún, má ég setja hnakk- inn á Mósa?—Jón, er í lagi að ég verði á Skjóna? .... Setningar eins og þessar heyrðust margar hjá krökkun- um í reiðskóla Æskulýðsráðs Akureyrar er við Dagsmenn litum þar við í vikunni. Krakk- arnir voru þá að undirbúa það að halda í reiðtúr undir stjórn kennaranna Kolbrúnar Krist- jánsdóttur og Jóns Matthías- sonar, og það var að mörgu að hyggja. „Við kennum krökkunum undirstöðuatriðin í umgengninni við hestinn og að hirða hann, lært er að leggja á hnakk og beisli og síðan er farið á bak. Við förum þó ekkert með þau út fyrir girðing- Þótt fslenski hesturinn þyki smár, er hann i stærra lagi fyrir suma, og ekki heiglum hent að komast á bak. „Mest gaman að fara ástökki“ una fyrr en þau eru komin upp á lagið með að stjórna hestinum" sagði Kolbrún er við ræddum við hana. Kolbrún sagði að fyrsta námskeiðinu af þremur sem fyrirhuguð eru í sumar væri að ljúka, og í tilefni dagsins var reiðtúrinn farinn inn að Nesti þar sem ætlunin var að fá sér hress- ingu. Greinilegt var að krakkarn- ir voru undir ströngum aga og allt fór fram eftir fyrirfram ákveðn- um reglum. Það er eins gott að vel sé frá öllu gengið. Hvert námskeið tekur hálfan mánuð eða 10 virka daga, og er kennt í tvo tíma í senn eða í 20 klukkustundir alls, og gjaldið er 250 krónur. Þess má geta að Hestamannafélagið Léttir leggur til hesta og reiðtygi fyrir krakkana sem eru flestir á aldrinum 9-12 ára, en sá aldur sem miðað er við er 8-14 ára. Við spurðum krakkana hvað þeim þætti skemmtilegast við námskeiðið, og svörin Iétu ekki á sér standa. Sumir töldu það skemmtilegast að „fara á brokki“. en flestir voru hins vegar á þeirri skoðun að það væri skemmti- legast" að fara á stökki". Allt til reiðu fyrir reiðtúrinn. Lengst til hægri cru kennaramir, Kolbrún og Jón. (Dagsmyndir KGA) Gerhard Mayer - vinakveðja Þann 25. júní s.l. var Gerhard Mayer til moldar borinn. Hann var sá samviskusamasti og trygglynd- asti maður er við höfum þekkt. Fyrir 23 árum fluttum við í næsta hús við þau Bryndísi og Gerhard. f fyrstu kynntumst við þeim lítið, en yngri sonur þeirra og elsti sonur okkar eru jafnaldrar og fóru bráð- lega að leika sér saman. Drengirnir urðu mjög góðir vinir, og sú vinátta hefur haldist jafn sterk fram á þennan dag þótt haf og lönd hafi oft skilið þá að langtímum saman. Þegar kynni drengjanna hófust myndaðist einnig vinátta milli heimilanna. Þar hefur aldrei borið skugga á. En eftir því sem við kynntumst Gerhard Meyer betur óx virðing okkar fyrir honum. Manninum sem kom frá öðru landi, en var þó betri íslendingur en flestir sem hér eru bornir og barnfæddir. Svo mikils mat hann landið er hann kaus að dvelja á meir en hálfa æfi sína. Við hjónin og börnin okkar kveðjum Gerhard með þakklæti fyrir öll þau ár er við fengum að njóta vináttu hans. Minningin um hann verður ávallt björt í hugum okkar. Póra Björnsdóttir. A ðalsteinn Halldórsson. Ólafur Ásgeirsson Kristján Arngrímsson Ásbjöm Bjömsson sendirboltann f átt að fBV markinu, Páli markverði tekst ekki Snorra Rútssyni tekst ekki heldur að stöðva knöttinn, og mark KA erstaðreynd. að hafa hendur örugglega á boltanuni... (Myndir: KGA). KA náði í dýrmæt stig Leikmenn fyrstu deildarliðs KA settu tvípunkt aftan við glæsilegt íþróttamót sem hald- ið var hér á Akureyri um helg- ina, þegar þeir sigruðu Vest- manneyinga í knattspyrnu. Þetta var leikur úr fyrri umferð sem hafði verið frestað fyrr í sumar, og eftir að Vestmanna- eyingar höfðu slegið KA út úr bikarkeppninni, náðu KA menn tveimur stigum af þeim í fyrstu deildinni. KA sigraði með einu marki gegn engu, og var það Ásbjörn Björnsson sem skoraði sigurmarkið. Alveg eins og í bikarleik þess- ara aðila fyrr í sumar byrjaði KA með miklum krafti. Á fjórðu mín. ■var brotið á KA manni á miðjum vellinum hægra megin. Aðal- steinn Þórarinsson gaf góðan bolta fyrir markið og Gunnar Gíslason hitti boltann vel með enninu og hamraði að markinu, en Páll Pálmason varði glæsilega. Tveimur mín. síðar sólaði Elmar í gegnum ÍBV vörnina. og lék við hvern sinn fingur þegar hann lék á hvern Vestmannaeyinginn af öðrum, og skaut síðan lúmsku skoti að marki, en Páll rétt náði að bjarga í horn. Á 21. mín áttu KA-menn einnig gott marktæki- færi en þá var gefinn góður bolti fyrir markið og bæði Elmar og Gunnar Gísla voru í dauðafæri, en vissu ekki hvor um annan, og hlupu saman og boltinn hrökk til Páls í markinu. Skömmu síðar skutu Vest- manneyingar í stöng eftir góða sóknarlotu. Síðast í fyrri hálfleik ætlaði Erlingur að leika á tvo Vestmannaeyinga inni í sinum eigin vítateig en tókst ekki og þeir fengu boltann en skutu aftur í stöng úr dauðafæri. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en KA var betri aðilinn, en Vestmanna- eyingar áttu a.m.k. eitt dauða- færi. Á 7. mín síðari hálfleiks átti Gunnar Blöndal skot í stöng. Skömmu síðar komst Sigurlás á auðan sjó innfyrir vörn KA, en á síðustu stundu bjargar Guðjón í horn. Þetta endurtók Sigurlás nokkrum mín. síðar en þá átti hann algert dauðafæri eftir að hafa komist einn innfyrir vöm KA, en á síðustu stundu bjargar Guðjón í horn. Á 20. mín lék Gunnar Blöndal laglega upp hægri kantinn gaf góðan bolta fyrir og Gunnar Gíslason skallar en Páll varði glæsilega. Á 34. min kom svo markið. KA sótti þá mjög stíft og mikil þvaga mynd- aðist við markið, og að lokum rak Ásbjörn endahnút á sóknina og þandi út netmöskvana, til mikill- ar ánægju fyrir flesta af þeim 1456 áhorfendum sem greiddu aðgang að vellinum. Vestmanneyingar sóttu stíft síðustu mínúturnar og stundum stöðvuðust næstum því hjörtu áhangenda KA en þeir önduðu léttan þegar dómari leiksins Þór- oddur Hjaltalin flautaði leikinn af. Bestir hjá KA voru Haraldur Haraldsson Gunnar Blöndal og Ásbjörn. Aðalsleinn fékk mjög lítið að gera i markinu en greip öruggur inní þegar á þurfti að halda. KA er nú komið með niu stig eða jafnmörg og Vestmann- eyingar. Akureyrarmót í golfi 1981: Mikið, mikið, slegið! Hið kalda langa vor, hefur greinilega farið illa i akur- eyrska golfleikara, því þeir hafa ekki í háa herrans tíð sýnt jafn „skrautlegar“ tölur og þeir gerðu í Akureyrarmótinu sem lauk á Jaðarsvelli sJ. laugardag. Þar enduðu 55 kylfingar fjög- urra daga keppni, fjöruga og skemmtilega, og þótt árangurinn heilt yfir litið væri slakur, voru þó Ijósir punktar á skortöflunni sem gefa vísbendingu um betri tíð og.... Jón Þór Gunnarsson er Akur- eyrarmeistari í golfi 1981. Hann lék 72 holurnar á 318 höggum, en næstu menn sem voru Gunnar Þórðarson og Viðar Þorsteinsson voru á 331 og 336 höggum. Inga Magnúsdóttir var hinn öruggi sigurvegari í kvennaflokki, lék á 378 höggum, Jónína Páls- dóttir á 400 höggum og Rósa „frænka" Pálsdóttir á 457. Þær gefa sig ekki fyrr en i fulla hnef- ana konurnar. Haraldur Ringsted, sem menn hafa grunaðan um að hafa æft í laumi í sumar, sigraði í 1. flokki á 327 höggum, og hefði „skor“ hans nægt til silfurverðlauna í meist- araflokki. Haraldur hafði 7 högg á Baldur Sveinbjörnsson og hann síðan önnur sjö á Héðin Gunn- arsson. Gunnar Rafnsson spilaði öðruvísi golf en aðrir keppendur í 3. flokki, og kom inn á 360 högg- um. Ólafur Ágústsson var á 379 og Birgir „þjálfi“ Björnsson hreppti bronsið við fagnaðarlæti áhorfenda með 401 högg. — Glæsilegt Birgir! Guðjón E. Jónsson sýndi (?) að hann spilar á „rangri" forgjöf í 3. flokki er hann kom inn á 369 höggum. Hann má sennilega eiga von á lækkun. Hann átti hinsveg- ar ekki nema eitt högg á Rögn- vald Ólafsson og þriðji varð Jó- hann Ó. Sigurðsson á 375. Þá er einungis ógetið uni fram- tíðarmenn G.A. í drengjaflokki „hífði" Björn Axelsson sigurinn örugglega í land síðasta daginn með góðum endaspretti. Hann lék á 378 höggum. Ólafur Gylfa- son varð annar á 387 höggúm og Örn Ólafsson þriðji á 393 högg- um. Verðlaunahafar á Akureyrarmðti í golfi 1981. 4.DAGUR DAGUR.5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.