Dagur - 14.07.1981, Blaðsíða 6
Borgarfjörður. Róleg ferð fyrir
alla fjölskylduna. 31. júlí til 3.
ágúst. Herðubreiðarlindir,
Askja og umhverfi. Ferðaféiag
Akureyrar.
Akurevrarkirkja. Messað næst-
komandi sunnudag kl. 11 fyrir
hádegi. Ólafur Jóhannsson
guðfræðinemi predikar. Sálm-
ar: 453. 334, 182, 351 og 531.
Sóknarprestar.
Akureyringar - Ferðafólk: Ruth
Strand og Níels Hansson koma í
heimsókn til Akureyrar í þessari
viku, og munu tala og stjórna
samkomu Hjálpræðishersins,
Strandgötu 19b, sunnudaginn
19. júlí n.k. Kvöldvaka verður
fimmtudaginn 16. júlí og munu
þau ásamt foringjunum taka
þátt i henni. Veitingar og happ-
drætti. Allif velkomnir. Hjálp-
ræðisherinn.
Fíiadelfía, Lundargötu 12.
Þriðjudagur 14., bænastund kl.
8. 30. Fimmtudag 16., biblíu-
lestur kl. 8.30. Allir velkomnir.
Laugardagur 18., safnaðarsam-
koma kl. 8.30. Sunnudagur 19.,
kveðjusamkoma fyrir Kana-
dísku systurnar kl. 8.30., Allir
velkomnir.
Eftirtaidir aðilar hafa þegar rétt
hjálparhönd til að koma á fót
hjúkrunardeild í „Systraseli".
Helga Daníelsd. og Ólafur Þ.
Jónsson 20.000, Frá bræðrum
8.500, Vistkona í Hlíð 1350,
Áheit 1900, Sigurður Stefánsson
1000, Frá bræðrum 2.500,
Garðar Júlíusson 200, Loftrún
Þorsteinsd. 200, Lilja Jónsdóttir
300, Guðrún og Stefán 500, Páll
Sigurgeirsson 500, Jón Péturs-
son 1000, J.S. 500, Gestur
Jóhannesson 500, Anna Krist-
insdóttir 50, J.G. og S.G. 1000,
M.J. 500, Menningasjóður KEA
10.000, Hallfreð Sigtryggsson
100, Guðrún Sæmundsd. 1000,
Adda Gunnarsdóttir, 500, Lára
Ólafsdóttir 500, G.H. og F.V.
1000, H.H. 200, Valborg 100,
Arnór Sigmundsson 200, Óskar
Guðbjartsson 1000, Fjölskyldan
Hrísum 200, Aska 1000, Þórunn
Hjálmarsdóttir 200, Margrét
Jónsdóttir og Friðþjófur Guð-
laugsson 400, Konny og Kristinn
Bergss. 500, Sigriður Róberts-
dóttir 500, Valgerður Róberts-
dóttir 1000, Arnbjörg Halldórs-
dóttir 1000 Systkinin Þórunnar-
str. 108 2000, Katrín, Kolbrún,
Þóra Jóhannesd. 1500, Helga
Guðmundsd. 250, Samband
norðlenskra kvenna — frá fundi
— 1500, Laufey Sigurðard. 100,
Kristín Björnsd. 150, Áheit 500,
Hjörtur Arnórsson 200, Sigríður
B. Sigurðard. 500, Adda Gunn-
ard. 700, Bifreiðaverkst. Bjarna
Sigurjónssonar 2000, Isbúðin
500, Vélsmiðjan Oddi 1500.
Samtals krónur 61.850. — Með
kæru þakklæti. Framkvæmda-
nefndin.
ÁRNADIIEILU
Brúðhjón. Hinn 20. júní voru
gefin saman i hjónaband 1
Munkaþverárklausturkirkju
brúðhjónin Nína Kristrún
Þórðardóttir, Akureyri, og
Tómas Ingi Henry Olrich, kon-
rektor, Knarrarbergi. Heimili
þeirra er að Álfabyggð 20, Ak-
ureyri.
Hinn 20. júní voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrarkirkju
Ágústa Frímannsdóttir
hjúkrunarnemi og Ingvar
Þóroddsson háskólanemi.
Heimili þeirra verður að
Lokastíg 20, Reykjavík.
tORÐDafiSÍNS1
fsmta
- Kvennalista til að
(Framhald af bls. 4).
blaðanna orðaði það, ef konur
fyndu og vissu, að þær stæðu jafn-
fætis karlmönnum innan stjórn-
málaflokkanna, þannig að þeirra
sérstæða reynsla, tengd uppeldi og
fjölskyldulífi, kæmi að gagni í
póltískri ákvörðunartekt. Hitt ætti
þó öllum að vera orðið ljóst, að á
vettvangi stjórnmálanna ráða lög
og reglur karla og þeirra gildismat á
því hvað sé mikilvægt og hvað ekki.
Konur eru þar oftast hafðar með,
einungis sem skráutfjöður í hatti
viðkomandi flokks.
Ef kvennaframboð gæti hins-
vegar gefið konum aukna pólitíska
kjölfestu og aukna trú beggja kynja
á mikilvægi þess að færa málefni
fjölskyldu og heimilis nær vett-
vangi stjórnmálalegra ákvarðana,
finnst mér slíkt framboð vissulega
eiga rétt á sér.
Mér finnst ekki síður mikilvægt,
þegar grundvöllur fyrir hugsanlegu
kvennaframboði er skoðaður, að
við mæður gleymum ekki að skoða
okkar eigin aðstæður nú, og press-
um okkur ekki í hita umræðnanna
og baráttugleðinnar til að taka að
okkur störf og ábyrgð sem við svo
ekki rísum undir þegar á hólminn
er komið. í eldlínuna þurfa að
veljast konur, sem eru reiðubúnar
og hæfar til að takast á hendur
krefjandi og erfið stjórnmálastörf.
Okkar hinna er að styðja við þær
eins og aðstæður okkar leyfa,
þannig að við verðum betur hæfar
til að taka að okkur slík störf, þegar
okkar tími kemur.
En hins vegar vakna auðvitað
ýmsar spurningar, og það sjálfsagt
hjá okkur flestum um það, hvort
grundvöllur s£ í raun fyrir þessari
hugmynd um nýjan lista, skiþaðan
konum. Ég ætla hér 1 jokin að v.arpa
fram til umhugsunár nokkrúm af
þeim spurningum sem leitað hafa á
huga tninn í þessu sambandi, þótt
þar séu e.t.v. sjónarpiið, sem seipt
verða útrædd. Én fyrSt vil ég taka
fram, að hvort sem þessi hugmynd
um aukna aðild kvenna að bæjar-
málum verður að veruleika nú eða
síðar, finnst mér sú umræða sem
6.DAGUR
skapa konum ...
kring um hana hefur sprottið mjög
þörf og gagnleg, því hún vekur
okkur til umhugsunar um hvar við
stöndum nú, hvaða breýtingar við
viljum, og hvaða leiðir við þurfum
að fara til þess að þær verði að
veruleika.
Þá vil ég spyrja fyrst:
Erum við konur í þessu bæjar-
félagi komnar það langt, sem ég
vildi kalla á jafnréttisbrautinni, að
við getum staðið sameinaðar þvert
á alla hefðbundna skipan stjórn-
málaflokka?
Eru okkur sem sé orðin nógu Ijós
þau verðmæti sem við konur höf-
um fram að færa og þurfum að
sameinast um að varðveita, vegna
þess að okkar reynsluheimur er í
svo mörgu frábrugðinn heimi
karla?
Er okkur nógu ljóst, hversu mikil
ógnun slíkt kvennaframboð yrði
fyrir alla þá, sem ekki skilja tilgang
þess og eru honum þess vegna
andsnúnir?
Erum við tilbúnar að mæta þeim
öflum sem reyndu að sundra okkar
samstöðu með öllum tiltækum
ræðum og eru efalaust komin í
gang?
Þessum og öðrum efasemdum til
mótvægis finnst mér uppörvandi sú
samstaða sem hefur reynst vera
innan jafnréttishreyfingarinnar
þrátt fyrir ólíka aðstöðu og stjórn-
málaskoðanir.
Og mér finnst það vissulega vera
okkur hvatning fram á veginn.“
í lok fundarins sagði ég m.a., að
mér þætti það ánægjuleg niður-
staða, að meirihluti fundargesta
væri greinilega fylgjandi kvenna-
framboði sem leið fyrir konur til að
hasla sér völl, en ekki sem lokatak-
marki.
Að Síðustu.vil ég taka fram, að ég
, mun styðja hreinan kvennalisla,
sem hefði það höfuðmarkmið að
skaþa konum nauðsynlega reynslu
’og sjáifstraúst á opinberum vett-
vattgi, til að þær geti síðar á jafn-
rétisgriíndveUi starfað með körlum í
hinu pólitíska flokkakerfi. Með
þökk fyrir birtinguna.
Karólína Stefánsdóttir.
í sumar-
bústaðinn:
Garðborð og
stólar
Klappstólar,
2 gerðir
Blaðapokar
Blaðagrindur
Teborð
Furustólar og
borð
Kerti
Leirvörur
Glös
Postulín
Trévörur o.fl.
KOMPAN
SKIPAGÖTU 2 AKUREYRI
Kviknaði
í hjá
K. Jónssyni
Klukkan 10 mínútur fyrir 1 í
gærdag var slökkviðliðið á Ak-
ureyri kallað að niðursuðuverk-
smiðju K. Jónsson & Co. h.f.
Kviknað hafði út frá reykofni í
austasta húsi verksmiðjunnar.
Þegar slökkviliðið kom á staðinn
hafði eldurinn náð að komast í þak
hússins, og þurfti að rífa tölverðan
hluta þess. Talið er að eldurinn hafi
getað verið búinn að leynast ein-
hvern tíma því klætt er með asbesti
framan við ofninn og varð eldsins
því ekki strax vart. Tók slökkviliðið
úm 'A k|ukkusjund að slökkva eld-
inn. Eighatjón varð talsvert á þaki
,og í blikkskorsteinum sem liggja frá
ofninum, en lítið að öðru leyti.
Rekstrartjón vegna eldsins gæti
hinsvegar orðið tölvert.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 31., 34. og 36. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1981 á Reynilundi 1, Akureyri, þingl. eign
Birnu Jónasdóttur, fer fram eftir kröfu Benedikts
Ólafssonar, hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 20.
júlí 1981 kl. 10.30.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 41., 47. og 52. tbl. Lögbirtinga-
blaósins 1981 á Núpasíðu 2 c, (húsgrunnur),
Akureyri, þingl. eign Þins h.f., fer fram eftir kröfu
Benedikts Ólafssonar, hdl., á eigninni sjálfri mánu-
daginn 20. júlí 1981 kl. 11.00.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Auglýsing um
nauðungaruppboð
Annað og síðasta uppboð á fasteigninni Tjarnar-
lundi 6 e, Akureyri, þingl. eign Þorbergs Ólafsson-
ar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 17. júlí
1981 kl. 14.00 aö kröfu Gunnars Sólnes hrl., Haf-
þórs Inga Jónssonar hdl., Veðdeildar Landsbanka
íslands, Ólafs Gústafssonar hdl., og innheimtu-
manns ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri,
10. júlí 1981.
Eldhússtólar og kollar
Seljum þessa viku eða meðan birgðir endast, lítið
magn af nylonhúðuðum eldhússtólum og kollum á
mjög góðu verði.
ÚRVAL S.F., Lundargötu 1.
Nokkur sæti laus
í okkar vinsælu írlandsferð 20. júlí. Tvær vikur.
Dvalið í Dublín og ferðast um nokkra fegurstu staði
landsins.
Samvinnuferðir-Landsýn
Skrifstofu Hótel KEA, opið 16-18, sími 23727.
Einbýlishús á Dalvík
Til sölu er húseignin Hafnarbraut 23, Dalvík.
Tilboðum sé skilað fyrir 30. júlí til Helga Jónssonar,
Ásvegi 11, Dalvík.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar í síma 61313 kl.
12-13 og 19-20.
S.S. Byggir
auglýsir
Glæsilegt einbýlishús að Flögusíðu 7, Akureyri er til
sölu og afhendingar fokhelt þann 1. október n.k.
Stærð 145 ferm. brúttó + bílskúr 41,5 ferm.
Upplýslngar í síma 23956 á kvöldin og Fasteigna-
sölunni Strandgötu 1, sími 21820.