Dagur - 21.07.1981, Side 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
64. árgangur
HHHBI
Akureyri, þriðjudagur 21. júií 1981
55. tölublað
■■
„Töpuðu mikilli sölu vegna
mistaka lögreglu“
Á föstudag í fyrri viku lokaði
lögreglumaður, eftir skipun frá
varðstjóra, tískuversluninni
Cesar. Klukkan var að ganga sjö
og streymdi fólk út og inn í
verslunina. Eigendur verslunar-
innar gerðu ekki athugasemd
við þessa aðgerð lögreglu-
mannsins, en uppgötvuðu síðar
að eitthvað hefði laganna vörð-
um brugðist bogalistin því í
reglugerð um opnunartíma
verslana á Akureyri segir skýrt
og greinilega að verslunum sé
heimilt að hafa opið til klukkan
sjö á föstudögum.
Bjarki Tryggvason og Jón
Bjarnason, eigendur Cesars, sögðu
að skipun varðstjórans hefði kostað
þá miklar fjárhæðir því umræddan
dag hefði mikið verið af ferðafólki í
bænum. Bjarki sagði að í upphafi
hefðu þeir talið að lögregluþjónn-
inn hefði verið í fullum rétti, en
þeir komust að öðru eftir viðræður
við form. Kaupmannafélags Akur-
eyrar.
Dagur hafði samband við um-
ræddan varðstjóra, sem sagði að
hér hefðu einfaldlega verið á ferð-
inni mannleg mistök.
Undirbúningi miðar vel
„Ætlar þú aö taka mynd af mér manni.“ — Litla hnátan ð hjólinu hafði ekkert við það
að athuga og stillti sér upp fyrir Kristján Arngrímsson Ijósmyndara.
„Það er allt í fullum gangi við
undirbúning mótsins, milli 30 og
40 manns við vinnu í Kjama-
skógi á hverju kvöldi“ sagði
Garðar Lámsson sem á sæti i
undirbúningsnefnd fyrir Lands-
mót skáta sem haldið verður í
Kjarnaskógi 26. júlí—2. ágúst.
Landsmót skáta eru haldin á
fjögurra ára fresti, og eru þetta
miklar og fjölsóttar samkomur. Að
sögn Garðars munu um 1100 skátar
mæta á mótið í Kjarnaskógi auk
þess sem reiknað er með um 500
Þær Guðrún Björk Eydal, Lfna Magga
Magnúsdóttir og Lena Lénharðsdóttir
unnu af fullum krafti um helgina við að
undirbúa mótið.
öðrum gestum. Laugardaginn 1.
ágúst verður almenningi gefinn
kostur á að heimsækja svæðið, og
er reiknað með að fjölmargir muni
notfæra sér það.
Um helgina var lokið við að reisa
öll meiriháttar mannvirki varðandi
mótið. Þá hafa símaleiðslur, raf-
magnsleiðslur og vatnsleiðslur ver-
ið lagðar um svæðið. Sérstakt dag-
blað verður gefið út alla mótsdag-
ana, og pósthús verður rekið á
staðnum þar sem frímerkjasafnarar
geta fengið sérstimpil mótsins á
merki sín.
Við handjárnum hann“
Aðfararnótt s.l. sunnudags var Þór-
arinn Björnsson, framkvæmdastjóri
Skúlagarðs, handtekinn á skrif-
stofu sinni i Skúlagarði. Samkvæmt
því sem næst er hægt að komast er
ástæðan sú að Þórarinn neitaði að
greiða Jóhanni Þórarinssyni, lög-
reglumanni frá Raufarhöfn reikn-
ing fyrir hluta af löggæslu um
kvöldið. Þórarinn var settur í hand-
járn og ekið sem leið lá til Raufar-
hafnar og ekki sleppt fyrr en um
hádegisbil á sunnudag. Sigurður
Gizurarson, sýslumaður á Húsavík,
sagði í gær að hann gerði ráð fyrir
að misskilningur milli Jóhanns og
starfsbræðra hans á Húsavík ætti
sök á því hvaða stefnu málið tók
þegar Þórarinn var rukkaður um
nóttina. Aðspurður sagði Sigurður
að málið gæti orðið „óþægilegt“
fyrir Jóhann Þórarinsson.
Samkvæmt reglugerð um
skemmtisamkomur eiga að vera
tveir héraðslöggæslumenn á þeim.
Þórarinn sagði að hann hefði verið
búinn að ganga frá því við lögregl-
una á Húsavík að s.l. laugardags-
kvöld yrðu lögreglumennirnir
tveir, enda var ekki gert ráð fyrir
mörgum samkomugestum. Þegar
til kom mættu þrír löggæslumenn
— tveir frá Raufarhöfn og einn frá
Þórshöfn. „Þegar dansleik var lokið
komu þeir með aukareikning sem
þeir höfðu gert á staðnum. Ég neit-
aði að greiða reikninginn — benti
þeim á að þeir yrðu að fara með
reikninginn til sinna húsbænda og
láta innheimta þetta eftir öðrum
leiðum því þessi þriðji lögreglu-
þjónn væri mér óviðkomandi. Nú,
ég var að gera upp við fjárhalds-
mann hljómsveitarinnar á skrif-
stofunni þegar bankað var á dymar
með gauragangi og inn ryðjast lög-
regluþjónarnir. Ég bað þá að ganga
út því ég mætti ekki vera að því að
sinna þeim; væri upptekinn við
peningamál. Þá segir varðstjórinn:
„Hann er með mótþróa. Við hand-
járnum hann.“ Mótþróinn var í því
fólginn að ég neitaði að greiða
reikning. Ég rétti fram hendurnar
og sagði að slíkt væri á þeirra
ábyrgð, en að sjálfsögðu tækju þeir
afleiðingunum,“ Sagði Þórarinn
Björnsson skömmu eftir að hann
kom af fundi Sigurðar Gizurarson-
ar í gær.
Þórarinn kvaðst því næst hafa
kallað á yfirdyravörðinn sem fór í
vasa Þórarins og tók þaðan lykla.
Einnig tók hann að sér að ganga frá
uppgjöri við hljómsveitina, enda
átti Þórarinn óhægt um vik. Sami
maður lét Björn Guðmundsson,
hreppstjóra vita og kom Björn í
Skúlagarði eftir að Þórarinn og lög-
reglumennirnir þrír voru lagðir af
stað austur. Björn, sem tók skýrslur
af vitnum um nóttina, tjáði Degi að
ekki væri hægt að kenna víni um
því málsaðilar hefðu ekki smakkað
það.
„Mér var fyrst ekið upp í Ásbyrgi
handjárnaður aftan við bak. Þau
skárust í únliðinn því maður er ekki
vanur að bera svona. Þegar kom til
Kópaskers spurði ég þá hvort ekki
væri óhætt að sleppa mér úr hand-
járnunum og það gerðu þeir um-
yrðalaust. Á Raufarhöfn krafðist ég
þess að fá að tala við konu mína
eða mína nánustu. Mér var neitað
um öll samtöl. Jóhann hringdi um
nóttina til systur minnar og til-
kynnti stuttlega að ég sæti inni. Ég
bað um mat á þeirri forsendu að ég
væri. magasjúklingur, en því var
hafnað. Að lokum var allt tekið af
mér — meira að segja úrið — og ég
settur í einangrun. Um klukkan
13.30 daginn eftir losnaði ég. Ég
skrifaði aldrei undir skýrsluna þar
sem ég var sakaður um að hafa
tafið lögregluna í starfi.“
Þórarinn sagði að fyrir rúmu ári
hefðu lögreglumenn reynt að fá
svipaðan aukareikning greiddan,
en þá hefði hann neitað því, enda
væri hann búinn að semja fyrir-
fram við yfirmenn héraðslögreglu-
manna um hve mikið lið væri
nauðsynlegt að hafa.
Skýrslugerð verður haldið áfram
í dag og væntanlega kemst endan-
lega botn í málið í kvöld.
Landsmót skáta í Kjarnaskógi:
Lögreglan lokar
tískuverslun
Framkvæmdastjóri Skúlagarðs neitar að greiða reikning
„Hann er með mótþróa
„Eg ætla að nota þetta
efni í nýja heyhlöðu“
„Sumt af þessu virðist vera
ágætisefni. £g hef að vísu ekki
sagað það og veit þess vegna
ekki nákvæmlega hvort það er
eitthvað fúið, en þetta lítur bara
þokkalega út“ sagði Þorsteinn
Jónsson, bóndi i Samkomugerði
í Saurbæjarhreppi, er við hittum
hann að máli.
Þorsteinn var í óða önn ásamt
syni sínum að rífa gömlu korn-
vörugeymsluna við Skipagötu, en
hann keypti réttinn til þess að fá að
hirða allt efni úr annarri geymsl-
unni.
„Ég borga 100 þúsund gamlar
krónur fyrir þetta, það er nú bara
svona til málamynda. Annars
finnst mér frekar að það hefði átt
að borga með þessu, það er svo
mikil vinna að rífa þetta“ sagði
Þorsteinn sem hafði eitt í það hálf-
um mánuði að rífa niður og keyra
efni heim.
„Ég þarf að sjá um að rífa allt
niður nema steinvegginga, og tek
síðan timbrið og bárujárnið og kem
því burtu. Það er meiningin að
byggja úr þessu hlöðu, en ég er ekki
ennþá byrjaður á henni.“
Sá sem keypti efnið úr hinu hús-
inu var Haukur Tryggvason frá
Laugabóli í Reykjadal.
Þorsteinn Jónsson og Jón sonur hans.
AUGLÝSINGAR OG ÁSKRIFT: 24167 - RITSTJÓRN: 24166 OG 21180