Dagur - 21.07.1981, Side 4

Dagur - 21.07.1981, Side 4
Utgefandi: UTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur: Hafnarstræti 90, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 21180 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): HERMANN SVEINBJÖRNSSON Blaðamenn: Áskell Þórisson, Gylfi Kristjánsson Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf. Aukinn veg verkmennta Nú er hafinn undirbúningur að byggingu verkmenntaskóla á Ak- ureyri, sem þjóni Norðurlandi öllu. Þessum skóla er ætlað að hafa svipaða stöðu í skólakerfinu og hinir hefðbundnu menntaskólar hafa haft. Þar verði kenndar þær verkmenntagreinar sem hingað til hafa tilheyrt iðnskólunum, auk þess sem fleiri greinum er ætlað að vera þar ínni. Skiptar skoðanir eru um það hvort þessi skóli skuli innlima aliar framhaldsgreinar ut- an hinna hefðbundnu bóknáms- greina Menntaskólans á Akureyri, eða hvort einhverjir sérskólar skuli verða við lýði, s.s. verslun- arskóii, svo eitthvað sé nefnt. Hér skal ekki tekin afstaða tii þessa ágreinings, sem skólamenn og þeir sem best þekkja til verða að leysa. Hins vegar er rétt að vekja athygli á því, hversu nauðsynlegt er að gera veg verkmennta meiri en hann hefur verið undanfarið. Það er staðreynd, að þeirri skoðun hefur á undanförnum ár- um og jafnvel áratugum vaxið fiskur um hrygg, að enginn geti orðið maður með mönnum, nema hafa stúdentspróf upp á vasann. Þetta hefur orðið til þess, að fleiri og fleiri hafa hafið nám í mennta- skólunum, án þess jafnvel að hafa mikla hæfileika til bóknáms. Verkmenntir hafa af þessum sök- um orðið hálfgerð hornreka og ekki þótt eftirsóknarvert að nema þær. Því hafa starfskraftar hæfi- leikamanna nýst verr en skyldi. Ef þessi nýi verkmenntaskóli getur orðið til þess að vegur verk- mennta vaxi, þá er það vel. Þetta þjóðfélag okkar byggir í grund- vallaratriðum á góðri verkkunn- áttu í undirstöðuatvinnuvegunum. Þá er ekki síður mikilvægt, að unga fólkið geti stundað sitt nám í eða sem næst heimabyggð sinni. Það er enginn vafi, að fóiksflóttinn til höfuðborgarsvæðisins var að verulegu leyti vegna þess, að tengsl unga fóiksins við heima- byggðirnar rofnaði, þegar það þurfti að sækja framhaldsnám til Reykjavíkur. Ekki ósjaldan hafa foreldrar talið sér nauðsynlegt og skylt að fylgja börnum sínum og ala önn fyrir þeim, meðan þau hafa verið í námi í Reykjavík. Það hefur svo verið undir hælinn lagt hvort fiutt hefur verið í heimahagana á ný. Verkmenntaskólinn á Akureyri verður vonandi til þess að auka námsmöguleika Norðlendinga og auka veg þeirra greina sem at- vinnulíf okkar byggist á. Þetta er mikílvægt fyrir uppbyggingu at- vinnulífsins á Norðurlandi, sem hefur átt í vök að verjast. DVERGMÁL Það er óvenjulegt að fá í hendur þetta stóra ljóðabók, 160 bls., sem hvergi verður fundinn formgalli á og það á þeim vansæla tíma þjóðar sem hefur týnt áður óskeikulu brageyra sínu. Þá má það kalla þakkarvert að bókin er skemmtileg svo af ber sem einnig er í mótsögn við algert húmorleysi þjóðar okkar. Baldur hefur lengi verið þekktur sem skemmtilegur ljóðasmiður undir dulnefninu Dvergur. Árum saman hefur hann tekið samtíma- viðburði til meðferðar svo þeir mættu geymast í þeim skarpa spéspegli sem dísir gáfu höfundi þessum í tannfé. Það er ómetanlegt á „þessum alvöru tímum“ að ein- hver geti séð þá og sýnt okkur í ljósi skapsins því þegar frá líður sér maður að alvara atburðanna var skynvilla okkar hinna hversdags- legu þræla „alvörunnar". Vanda- málin voru fólgin í skorti á skop- skyni, að mestu leyti. Baldur stundar orðaleiki af mik- illi íþrótt. Einnig leikur hann að hugmyndum svo fimlega að maður verður að fletta upp í vísnabók Káins til að finna samanburð. Hann yrkir raunar ágætt kvæði um þann snilling, svo og annað um meistara Kjarval en þeir voru ekki óskyldir. Aðeins örfá dæmi sem rök- stuðning við framansagt: í kvæð- inu úr dreifbýlinu, sem fjallar um brottflutning úr sveitunum, kemst hann að þessari niðurstöðu: .....en sums staðar um sveitirnar svo er autt, að nú er þar ekkert nema sveitasáelan eftir.“ í görðum heitir kvæði og fjallar um dútl manna í garðinum sínum. Niðurstaða: „Sama garð við síðast byggj- um, sá, er stríddi í eigin garði, og ég, sem átti engan garð.“ Tvöhundruð — metra þulan er fjarska skemmtilegt kvæði um nor- rænu sundkeppnirnar. Þar fléttar hann inn í kvæðið kunn stef úr söngvum bræðraþjóðanna og end- irinn verður: „Fósturjörðin mætir mér, móðum eins og hundi, nýkomnum af samnorrænu sundi.“ Lax(veiði)maður er forláta kvæði, m.a. þetta: „Ekki mátti hann sleppa stöng, í strauminn til hans, með veislu- föng, óð þrifleg þjónustupíka. Eftir að hafa snætt um stund, steig hann á land og fékk sér blund, — laxinn sofnaði líka.“ Þá langar mig að benda á kvæðin Orlofsferð til Grænlands, Hrafna- Flóki, List og listkynning, Minkur- inn, Að lokinni smalamennsku og þannig mætti áfram telja. Sjónvarp og önnur vör er kvæði sem sannar snilld Baldurs í orða- leikjum, þar sem orðið „varp“ kemur fyrir í ótal merkingum, en það endar svo: „Vörpin áttum við ekki fá til óþurftar, fyrr og síðar. Ef sjónvarpið bætist ofan á, hin íslenska menning tekur þá andvörpin, innan tíðar.“ Skop Baldurs er alveg laust við öfund, gremju og sjálfsdekur. Maðurinn virðist óvenjulega heil- brigður, og sá sem tekur vanda- máli þessum tökum er hamingju- maður. Menningarsjóður KEA heiðraði Baldur í tilefni af útkomu þessarar bókar. Ég hygg að stjórn sjóðsins hafi gjört ýmislegt sem fremur orkar tvímælis en það. Kristján frá Djúpalœk. Nú fagnar öll vor byggð Við guðsþjónustu í Akureyrarkirkju 28. júni s.l. í tilefni 1000 ára afmælis kristnisboðs á íslandi var frumfluttur sálmur eftir séra Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup, sem við höfum fengið góðfúslegt leyfi hans til að birta: Nú fagnar öll vor byggð, er aldir tíu runnu. í þúsund ár með dáð og dyggð hér Drottins þjónar unnu. Og ekkert stœrra höndlað hnoss þar hafa landsins feður en dóminn þann, hinn dýra. Oss það dásamlega gleður. Og Ijósið milda lýsti þjóð á löngum vetrarkvöldum. Þar aldrei brást sú innri glóð frá œðstu máttarvöldum. Vor þakkargjörð er þúsundföld, að því ver skulum hyggja: A miskunn Guðs um ár og öld var alltaf hœgt að byggja. Vort stefnumark, vor stjórnarskrá, á stoð í kristindómi. Það er vor bœn og einlœg þrá að erfist þjóðarsómi. Ef sinnaskiptin vottum vér í verki dag frá degi, þá blómgast allur hagur hér, sú heill oss vernda megi. Pétur Sigurgeirsson. Æskulýðs- og söngmót söngur og hljóðfærasláttur. Þátt- taka er opin öllum áhugamönnum, leikum og lærðum 14 ára og eldri hvaðan sem er af landinu. Böm eru einnig velkomin í fylgd með fullorðnum. Flestir munu búa í tjöldum, og hafa sitt eigið nesti, en möguleiki er á gistiplássi og mat á staðnum. Dagskrá mótsins verður byggð upp á söng og hljóðfæraleik, biblíulestri, kvöldvökum og frjáls- um tíma. Farið er fram á að þeir þátttakendur sem spila á meðfæri- leg hljóðfæri taki þau með sér. Upplýsingar varðandi mótið og innritun fer fram á skrifstofu Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar á Akureyri, sími 96-24873. Innritun fer fram á skrifstofu Æskulýðs- starfs þjóðkirkjunnar á Akureyri, sími 96-24873. Innritun þarf að vera að mestu lokið fyrir 28. júlí. Eftir það verða upplýsingar veittar í sumarbúðunum að Vestmanns- vatni, sími 96-43553. Margar hátíðir eru haldnar í tilefni 1000 ára kristniboðs á fs- landi, og eitt meiriháttar átak í æskulýðsstarfi kirkjunnar á kristniboðsárinu verður æsku- lýðs- og söngmót sem haldið verður að Vestmannsvatni og Hafralæk í Aðaldal, S.-Þing. dagana 12.-16. ágúst. Á mótið koma í heimsókn norskir unglingar sem eru æsku- lýðsfélag og sönghópur úr sveita- sókn. Hópur þessi er hluti af hreyf- ingu sem nefnist „ten-sing“, en í Noregi munu vera um 200 slíkir hópar starfandi. Gert er ráð fyrir að þátttakendúr á mótinu verði 150 eða jafnvel fleiri svo væntanlega verður mikill Norski flokkurinn sem kcmur til mótsins. Hefur komið fyrir að lögreglan vakti stöðina Slökkvilið Akureyrar heimsótt „Það sem okkur finnst einna mest aðkallandi er að það verði fjölgað á vöktunum hjá okkur. Nú eru þrír menn á hverri vakt, og ef útkall kemur vegna slyss er einungis einn maður eftir á stöðinni. Ef þá kemur upp annað slys eða einhver annar brýnn sjúkraflutningur þá er stöðin mannlaus, og það hefur komið fyrir að lögreglan hefur orðið að vakta stöðina fyrir okkur“ sögðu slökkviliðsmennirnir sem við hittum á vakt á slökkviliðs- stöðinni á Akureyri föstudags- eftirmiðdag í síðustu viku. Þá voru þeir Guðmundur Halldórsson og Ólafur Búi Gunnlaugsson nýkomnir úr sjúkraflutningi frá Grenivík, og hafði Sigurður Gestsson verið einn á vaktinni í höfuðstöðvunum á meðan. Reyndar hafði hann kallað út einn aukamann eins og oft er gert ef staða sem þessi kemur upp að degi til, en það hefur komið fyrir að ekki hefur unnist tími til þess að gera slíkt ef tvö útköll vegna sjúkraflutninga hafa komið upp með stuttu millibili. Erindi okkar á slökkvistöðina var að fræðast svolítið um þá sem þar starfa, og við spurðum fyrst Tómas Búa Böðvarsson slökkvi- stjóra um fjölda útkalla vegna eldsvoða það sem af er þessu ári. „Við höfum fengið 39 útköll á þessu ári vegna eldsvoða sem er minna en verið hefur undanfarin ár, og þakka ég það betri eldvörn- um en áður, en útköll á einu ári hafa flest orðið 106“ sagði Tómas Búi. „Eldsvoðum hefur farið fækk- andi hægt og sígandi undanfarin ár. Hinsvegar er engin fækkun hvað verðar útköll vegna sjúkra- flutninga, og á síðasta ári urðu þau rúmlega 1000 eða liðlega 3 á dag.“ 14 fastráðnir í slökkviliði Akureyrar eru 14 fastráðnir starfsmenn, og þar af eru 12 sem ganga vaktir. Þrír eru á vakt í senn og vinna í 12 klukkustundir. Ekki eru þeir sífellt í útköllum, en hvað gera þeir fleira? Við spurðum þá sem voru á vakt um það en það voru þeir Guðmundur Hálldórs- son, Ólafur Búi Gunnlaugsson og Sigurður Gestsson. „Við sjáum að nokkru leiti um viðhald á þeim tækjakosti sem stöðin hefur yfir að ráða, og einnig sjáum við um hleðslu á hand- slökkvitækjum, bæði fyrir Akureyri og nágrenni og eins fyrir báta og skip.“ Það kom fram að handslökkvi- tæki eru nú mun algengari en áður, og á það örugglega sinn þátt í fækkandi útköllum vegna elds- voða. Talið er að með slíku tæki megi slökkva um 50% eldsvoða sem upp koma ef eldurinn- er uppgötvaður strax eða fljótlega, en auðvitað verða menn að kunna að nota þessi tæki. Þá er talið að reyk- skynjarar sem hafa náð talsverðri útbreiðslu geti enn hækkað þessa tölu. Varahlutir af rusla- haugunum „Tækjakostur okkar saman- stendur af 5 slökkvibifreiðum og þann 6. sem er í eign Brunavarna Eyjafjarðar sjáum við einnig um“ sagði Tómas Búi slökkviliðsstjóri. „Elstu bílarnir eru 39 ára gamlir en sá yngsti 5 ára. Þetta er auðvitað ekki nógu gott því það er orðið vont að fá varahluti í þessa bíla sem verða ávallt að vera í fullkomnu lagi. Oft björguðum við okkur með að fá varahluti hjá einkaaðilum, og varahluti höfum við fengið á rusla- haugunum oftar en ekki.“ — Ef tilkynning kemur um eldsvoða fara tveir af þeim þremur mönnum sem á stöðinni eru á vett- vang, en sá þriðji hefst handa við að boða út liðið. Það er gert á fljót- virkan hátt, en alls er hægt að kalla út mjög snögglega 40 manna lið. Auk þess er gert ráð fyrir því að hjálparsveitir komi til aðstoðar ef á þarf að halda. „Eins og hvert annað starf“ Starf þeirra sem eru í slökkvi- liði Akureyrar felst ekki einungis í því að fást við eldsvoða. Eins og fram hefur komið annast þeir alla sjúkraflutninga og það kemur í þeirra hlut að sækja slasað fólk á vettvang t.d. eftir árekstra. Oft get- ur sú aðkoma verið ljót, en hvemig líður þeim slökkviliðsmönnum sem koma að slíku. Svör þeirra sem voru á vaktinni og við ræddum við voru á einn veg. „Við göngum að þessu eins og hverju öðru starfi og þetta venst eins og allt annað. Við komum á staðinn, gerum það sem þarf að gera án þess að vera með neinar vangaveltur eða tilfinningasemi, en það kemur fyrir að þegar allt er um garð gengið að maður fer að hugsa um það sem fengist var við. — Okkur varð það ljóst eftir þessa stuttu heimsókn okkar á slökkvistöðina að þar vinna frískir menn við erfiðar aðstæður. And- rúmsloftið var mjög létt, menn gerðu góðlátlegt grín að félögum sínum eins og vera ber. Þessir menn vinna þó við allt of slæmar að- stæður, húsakynni þeirra eru of lítil, tækjakostur ekki nægilega fullkominn, en þeir eru ávallt í viðbragðsstöðu, reiðubúnir að leggja sitt af mörkum til þess að bjarga lífi eða eignum samborgar- anna. Vaktmcnnirnir þrfr, f.v. Guðmundur Halldórssnn, Ólafur Búi Böðvarsson og Sig- urður Gestsson. Þeir standa við elstu bfla stöðvarinnar sem eru orðnir gamlir og þreyttir, enda 39 ára að aldri. Sigurlás með fernu Leikur Vestmannaeyinga og Þórs í fyrstu deild í knatt- spyrnu, var leikinn á sunnu- dagskvöldið eftir að forustu- menn knattspyrnudeildar Þórs, höfðu þrívegis breytt leiktíma og leikdegi á auglýs- ingum um leikinn. Ástæðan var sú að ekki var flugveður til Eyja fyrr en seinni partinn á sunnudag. Á laugardag átti leikurinn upphaflega að vera. Sennilega hefur þessi frestun á leiknum tekið Þórsara á taugum því í fyrri hálfleik voru þeir eins og byrjendur á móti harðsnúnu Eyjaliðinu. Þetta lagaðist aftur í síðari hálfleik en þegar flautað var til leiksloka hafði Sigurlás skorað fjögur mörk fyrir ÍBV en Þórsarar aðeins eitt, og var þar að verki varnarmaðurinn Þórarinn. Vestmannaeyingar hófu leik- inn af miklum krafti og fengu strax á fyrstu mín. leiksins margar hornspymur. Fyrsta markið kom á 6. mín. Þá tók Ómar góða hornspyrnu og Sigurlás skallaði af öryggi í netið. Vestmannaeyingar sóttu mun meira til að byrja með, en sóknarlotur Þórs voru máttlausar gegn sterkri vörn Eyjamanna. Besta marktækifæri Þórs og nán- ast það eina í fyrri hálfleik kom á 18. mín. Þá rak Óksar Gunnars- son endahnútinn á ágæta sókn Þórsara með því að hitta ekki markið í dauðafæri. Margsinnis í fyrri hálfleik skali hurð nærri hælum við Þórsmarkið. Annað hvort varði Eiríkur eða Eyjamenn hittu ekki markið í mörgum af sínum dauðafærum. Annað mark Eyjamanna kom á 28. mín. Þá tók Ómar hornspymu, og Gústaf „nikkaði“ boltanum aftur fyrir sig til Sigurlásar, sem hrein- lega hljóp með boltann framan á sér inn í markið. Á síðustu mín. fyrri hálfleiks átti Kári Þorleifs- son hörkuskot af löngu færi og Eiríkur rétt náði að lyfta boltan- um sem small í þverslá. Sennilega hefur Ámi Njálsson þjálfari Þórsara lesið yfir þeim í hálfleiknum, því þeir komu tví- efldir til leiks í síðari hálfleik. Þeir hófu leikinn af miklum krafti og sóttu stíft að marki ÍBV. Á fyrstu mínútum leiksins fengu þeir þrjár hornspyrnur í röð. f einni af sóknarlotum þeirra ætlaði einn Eyjapeyinn að hreinsa frá sínu marki en tókst ekki betur en svo að skjóta upp í þverslá og þaðan spýttist boltinn út. Þarna skall hurð nærri hælum hjá þeim. Mark Þórs kom á 12. mín. síðari hálfleiks. Þá fengu Þórsarar hornspyrnu og Þórarinn skallar í stöng og inn. Nokkrum mín. síðar fær Sigurlás stungu- bolta innfyrir Þórsvörnina og skorar örugglega. Einni mín. síð- ar ver Vestmannaeyingur á línu skalla frá Áma Stefánssyni, og rétt á eftir átti Guðmundur Skarphéðinsson hörkuskot sem Páll Pálmason markmaður ÍBV rétt náði að verja. Vestmannaeyingar áttu síðan næstu sókn sem endaði með fyr- irgjöf frá Kára á Lása stórabróðir sem afgreiddi boltann örugglega í netið. Skömmu síðar átti Ámi Stefánsson gott færi en Páll varði. Nú voru KA- menn heppnir „Þessi leikur vannst fyrst og fremst vegna ódrepandi áhuga og dugnaðar KA-strákanna sem aldrei gáfu eftir allan leikinn" sagði Gunnar Níels- son en hann stóð fyrir rútuferð til Akraness til að sjá leik ÍA og KA á laugardaginn. Gunnar sagði bæði liðin hafa átt góð marktækifæri sem þeim tókst þó ekki að nýta. Eina mark leiksins gerði Ás- bjöm Bjömsson á 7. mín. síðari hálfleiks en þá komst hann skyndilega í dauðafæri og skaut í einn vamarmanna f A og lét hann stýra boltanum í netið. í rútunni sem fór til Akraness voru 24 og sagði Gunnar að einnig hefði verið þar mikill fjöldi einkabíla, og hefði heyrst vel i áhangendum KA í þessum leik. Lítið hefði hins vegar farið fyrir hvatningarópum Skagamanna, en hann sagði þá hafa eytt sínu púðri í að reyna að púa niður KA mennina. Gunnar taldi að það hefði hjálpað KA-strákunum að Skagamennirnir hefðu verið búnir að vinna leikinn fyrirfram, enda aldrei áður tapað stigi til KA í deildarkeppninni. Með þessum sigri náði KA í sitt 10. og II. stig og er nú úr fallhættu í bráð, og á því að geta leikið næstu leiki án þess að falldraugurinn hrelli þá. Rétt fyrir leikslok meiddist Páll skulduðum sigri ÍBV, en þeir eftir „samstuð“ við Þórsara og skoruðu fjögur mörk en Þór eitt. varð að yfirgefa völlinn. Góður dómari leiksins var Óli Leiknum lauk því með verð- Ólsen. Áhorfendur voru 1100. Þórarinn B. Jóhannsson (örin bendir á hann), skorar mark Þórs með þrumuskalla I stöng og inn. Jaðarsmótið í golfi: Páll var langbestur Norðlendingar áttu 6 af 10 bestu mönnunt í opna Jaðars- mótinu í golfi sem fram fór hjá Golfklúbbi Akureyrar um helgina, en í því móti tóku þátt alls 85 kylfingar víðsvegar af landinu. Reyndar var minni þátttaka að sunnan en stund- um áður, enda hcfur heryst að kylfingar þaðan ætli að fjölm- enna til Akureyrar þegar 18 holu völlurinn verður vígður í næsta mánuði. Páll Ketilsson úr Golfklúbbi Suðurnesja var hinn öruggi sig- urvegari sem enginn fékk ógnað. Hann var strax eftir 9 holur í fremstu röð og eftir fyrri keppnisdaginn átti hann fimm högg á þá Hannes Eyvindsson og Sigurð Albertsson og 7 högg á Jón Þór Gunnarsson GA. Þegar 9 holur voru óleiknar var staðan þannig að Páll hafði aukið við forskot sitt, en Jón Þór hafði náð Hannesi í baráttunni um 2. sætið. Jón Þór gaf þó eftir á endasprettinum og röð efstu manna varð þessi, í sviga lands- liðsstig sem þeir hlutu: 1. Páll Ketilss. GS 151 (19) 2. Hannes Eyvindss. GR 157 (17) 3. Jón Þór Gunnarss. GA 161 (15) 4. Gunnar Þórðars. GA 162 (13) 5. Sigurður Albertss. GS 163 (10) 6. Kristján Hjálmarss. GH 163 (10) 7. Magnús Birgi ss. GA 165 (7) 8. Viðar Þorsleinss. GA 166 (3) 9. Guðm. Hafliðason GR 166 (3) 10. Baldur Sveinbj.son GA 166 (3) Þá fór einnig fram kvenna- keppni, svokallað Ragnarsmót sem RagnarLár. listamaðurgefur verðlaun til. Þar urðu úrslit þau að Inga Magnúsdóttir GA sigraði á 185 höggum, önnur Karólína Guðmundsdóttir GA á 214 höggum og þriðja Pat Jónsson GA á 225. f keppni með forgjöf varð Arnheiður Jónsdóttir GH fyrst á 179 höggum, önnur Sig- ríður B. Ólafsdóttir GH á 186 og Erla Adolfsdóttir GA þriðja á 188, en þess skal getið að sama konan gat ekki fengið verðlaun bæði með og án forgjafar. ÞORSARAR LEIKA I BIKARNUM Á miðvikudagskvöldið leikur Þór gegn Fylki í átta liða úrslitum Bikar- keppni KSÍ, og fer sá leikur fram í Reykjavík. Fylkir er núverandi Reykjavíkurmeistari en liðið leikur í annarri deild. Ároðinn tapaði aftur Tveir leikir voru í E-riðli 3. deildar um helgina. Á föstu- dagskvöldið léku Árroðinn og Magni á Laugalandi og sigraði Magni 5-3. Á laugardaginn léku síðan í Mývatnssveit HSÞ-b og Dags- brún og sigraði HSÞ 1-0. Inga Magnúsdóttir varó öniggur sigurvegari í Ragnarsmótinu i golfi 4.DAGUR DAGUR.5 tluuimimuil

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.