Dagur - 30.07.1981, Blaðsíða 1

Dagur - 30.07.1981, Blaðsíða 1
Auglýsing viöskipti &vetzlun Verslunarskóli á Akureyri? Nokkuð hefur verið rætt um hvort setja ætti á stofn verslunarskóla á Akureyri, eða láta verslunardeild innan gagnfræðadeildar nægja. Einnig hafa nokkrar umræður orðið um með hvaða hætti ætti að standa að slíkum skóla ef af yrði og sýnist sitt hverjum. Sumir vilja reisa mikið menntasetur og miða uppbyggingu jafnvel við Menntaskólann, aðrir vilja fara hægar í sakirnar og láta reynsluna sanna ágæti verslunarskóla á Akureyri áður en farið er að ráðast í meiri yfir- byggingu en nauðsyn krefur. En er einhver þörf fyrir verslunarskóla á landsbyggðinni? Myndi slíkur skóli búa Akureyringa betur undir atvinnulífið en þær menntastofnanir sem fyrir eru? Hér á eftir fer skoðun Péturs Jósefssonar kennara sem mjög hefur haldið á lofti mikilvægi þess að hér yrði settur á stofn sérskóli sem nemendur gætu sótt í verslunarmenntun. í framhaldi af því eru fyrirsvarsmenn þessarar at- vinnugreinar, verslunarinnar, á Akureyri spurðir um álit á þessu máli. Það er annarsvegar forystumaður kaupmanna og hinsvegar verslunarmanna. „Brýn þörf fyrir slíkan skóla“ „Það er til heimild í lögum frá árinu 1976 þar sem segir að næsti versiunarskóii landsins skuli vera á Akureyri. Þessi heimild hefur aldrei verið not- uð, þvi miður, en hún er til vitnis um það að það eru til menn sem átta sig á því að í verslunar- og þjónustubænum Akureyri þarf að vera slfkur skóli.“ Þetta eru orð Péturs Jósefssonar kennara, en hann hefur verið ötull talsmaður þess að hér yrði stofnaður verslunarskóli, — ekki síst eftir að ákveðið var aö flytja verslunardeildina úr gagn- fræðaskólanum yfir í verk- menntaskólann. „Ég hef ekkert á móti verk- menntaskóla, — þvert á móti, — ég vil veg hans sem allra mestan" segir hann. „Hinsvegar get ég ekki með nokkru móti komið auga á að verslunardeildin passi þar inn í. Raunar er heldur ekki nógu gott að hafa hana í gagn- fræðaskólanum. Það segir sig Pétur .Jósefsson. sjálft, að hópur bama á aldrinum þrettán ára til tvítugs eiga ekki mikla samleið. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að þar sem hægt er að koma við sérskóla, eigi að taka þann kostinn. Aðsókn að Verslunarskólanum í Reykjavík. og Samvinnuskólanum í Bifröst og reyslan af þeim skólum sannar ágæti þeirra. Hér á Akureyri var á sinum tima sett á stofn verslun- ardeild við Gagnfræðaskólann í miklu hasti og af brýnni þörf. Þá var landsprófið sigti inn t menntaskólana og nauðsynlegt að bjóða upp á aðrar leiðir til menntunar en stúdentspróf. Á þessum tíma sem liðin síðan hef- ur verslunardeildin lítið stækkað þar til á þessu ári að helmingi fleiri umsóknir bárust en venju- lega. Ég tel engin vandkvæði á því að setja hér upp verslunarskóla fyrir 150-200 nemendur og hús- næðið er fyrir hendi. Það er Iðn- skólahúsið sem losnar innan fárra ára. Þarna yrði tekið verslunar- próf eftir tvö ár og hægt að halda áfram til stúdentsprófs ef hugur- inn stæði til þess. En á sama hátt og Samvinnuskólinn og Verslun- arskólinn í Reykjavík, þarf slíkur skóli stuðning á bak við sig. Það gerist ekkert í þessum málum fyrr en atvinnureksturinn og verslun- armenn sjálfir taka af skarið með þetta mál, berjast fyrir því og styðja við það. Það er sama hvert litið er, — það er allsstaðar skortur á versiunarmenntuðu fólki. Þetta kemur hart niður á sölumennsku erlendis og fyrirtækjarekstri hér heima. Því er verslunarskóli það sem ég treysti að Akureyringar beri gæfu til að sámeinast um“ sagði Pétur Jósefsson. „Eindregið fylgjandi“ - segfr formaður Verslunar- og skrif- stofufólks, Jóna Stelnbergsdóttlr „Ég er eindregið fylgjandi þvi að hér komi verslunarskóli,“ segir Jóna Steinbergsdóttir þegar hún er spurð hvaða skoðun leiðtogi verslunarfólks hafi á slikri menntastofnun í Jóna Stelnbcrgsdóttir. bænum. „Það er mjög brýnt að fólk innan þessarar atvinnu- greinar eigi kost á meiri menntun. Hinsvegar tei ég einnig mjög aðkallandi að komið verði á stuttum nám- skeiðum, jafnvel aðeins nokk- urra vikna, fyrir fólk sem ætlar að stunda afgreiöslustörf. Mér fyndist jafnvel að það ætti að vera skylda, að fólk sem ræður sig í verslun hafi sótt slikt námskeið. Ástandið er óviöun- andi eins og það er. Sifkt námskeið væri tii mikilla bóta bæði fyrir launþegann og at- vinnurekandann og yrði auð- vitað að meta það í launum. Hvort slikt námskeið ætti að vera á vegum verslunarskóla eða samtaka launþega og kaupmanna skal ég ekki segja, en það er mikilvægt að Akur- eyringar þurfi ekki að sækja þekkingu og þjálfun í önnur byggðarlög“ segir Jóna Stein- bergsdóttir. „Sjálfsagður hlutur“ - segir formaður Kaupmannafélags Akureyrar, Birkir Skarphéðinsson „Mér finnst það bara sjálf- sagður hlutur“ segir Birkir Skarphéðinsson þegar hann er Birkir Skarphéðinsson. spurður hvort hann, sem for- ystumaður kaupmannafélags- ins, sé hlynntur þvf að verslun- arskóli verði settur á fót á Ak- ureyri. Birkir kvaðst þó mót- fallinn því að of geyst væri farið af stað og eitthvaö bákn sett upp í kringum slika menntastofnun. Rétt væri að byrja smátt, nota húsnæði sem fyrir væri f bænum og láta þetta þróast eðlilega í samræmi við þörf og aðsókn að slfkum skóla. En eru kaupmenn reiðubún- ir til að standa bak við slíkan skóla f samvinnu við verslun- arfólk, eins og Pétur Jóseps- son telur að nauðsynlegt sé? „Þetta mál hefur aldrei ver- ið rætt af neinni alvöru milli þessara aðila, en ég tel fylli- lega tímabært að þeir setjist niður saman og ræði máiið, — og það sem fyrst“ segir Birkir Skarphéðinsson. Spurt á götunni Er þörf fyrir verslunarskóla á Akureyri? Ólafur Kjartansson bóndi: „Þessu er ekki gott að svara, það er oft lítið uin svör þegar stórt er spurt.“ HaUdóra B. Björnsdóttir verslunarmaðnr: „Ég veit það ekki, ætli það væri ekki allt í lagi að hafa slíkan skóla hér.“ Guðmundur Gunnarsson fulltrúi: „Ég geri ráð fyrir að þessi eini nægi i sjálfu sér, eu slík ur skóli væri æskileg viðbót við þá skóla sem fyrir eru í bænum.“ Björgvin Júníitsson fram- kvœmdastjóri: „Flytjum Verslunarskóla tslands i skóiabæinn Akur eyri.“ Vlðskipti & verzlun - 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.