Dagur - 03.09.1981, Page 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
v SIGTRYGGUR & PÉTUR
' AKUREYRI
mmmmmmammmmmmmimmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
64. árgangur Akureyri,fimmtudagur3. september 1981 67. tölublað
wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmÉmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
Deilt um
hús við
Skipagötu
Verður hús Skipaafgreiðslu
Jakobs Karlssonar við Skipa-
götu til þess að lítið sem ekkert
verður hægt að hagga við
Torfunefshöfninni næstu 2 til 3
árin? Sú staða getur komiðupp,
en í dag mun Friðrik Magnús-
son, hæstaréttarlögmaður, skila
af sér greinargerð í bæjarþingi
með kröfum dánarbús Guðnýj-
ar Jakobsdóttur um bætur
vegna niðurrifs á umræddu
húsi. Til skamms tíma hafði
Eimskip aðsetur í húsinu.
Gera má ráð fyrir að lögmaður
Akureyrarbæjar, Hreinn Pálsson,
12 millión
vatnsflöskur
á Bandaríkia-
markað á ári
Hreinn Sigurðsson á Sauðár-
króki hefur gert samninga um
að selja 12 milljón flöskur af
neysluvatni á Bandaríkjamark-
að árlega. Verður vatnlnu tapp-
að á eins og hálfsliters flöskur
og er hér um að ræða 18 þúsund
tonn af vatni á ári.
Sl. þriðjudag var tekin skóflu-
stunga að byggingu á Sauðárkróki
þar sem starfsemin verður til húsa.
Er hér um að ræða 4 þúsund fer-
metra byggingu, og ef allt fer að
óskum er áætlað að hefja fram-
leiðsluna í apríl á næsta ári.
Verksmiðjan á Sauðárkróki
mun framleiða flöskumar undir
vatnið, en þær verða úr plasti.
Franskir framleiðendur vom á ferð
á Sauðárkróki ekki alls fyrir löngu
og tókust þá samningar um kaup á
tækjum og hráefni til flöskugerðar-
innar. Alls er gert ráð fyrir því að
hægt verði að framleiða um 50 þús-
und flöskur á dag.
í samtali við DAG sagði Hreinn
að hugmyndin að þessu hefði fæðst
hjá sér er hann var á ferðalagi í S-
Evrópu, og sá þar neysluvatn til
sölu í hverri búð. Undirbúningur
hefur staðið yfir í 6 ár og hefur
Hreinn fengið viðurkenningu
heilbrigðisyfirvalda í Bandaríkjun-
um á gæðum vatnsins og samningar
um sölu hafa sem fyrr segir verið
undirritaðir. Vatnið sem flutt verð-
ur út þykir vera mjög gott, það er
þannig að efnasamsetningu vegna
lítilla sem engra öskulaga að eng-
inn fluor er í því og þykir það kostur.
Reiknað er með að starfsmenn í
verksmiðjunni verði um 30 talsins,
en um 40 ef unnin verður vakta-
vinna. Sagði Hreinn að hann væri
mjög bjartsýnn á að þessi rekstur
væri arðvænlegur, en áætlað sölu-
verðmæti á ári nema nokkmm mill-
jörðum g.kr.
„Skammdegi" mætti kalla þessa mynd Kristjáns Amgrimssooar. Hún minnir okk-
ur á áð tryggara er að ganga réttu megin götu og að hafa á sér cndurskinsmerki
ískammdeginu.
Tefur málarekstur
mikla samgöngubót?
muni fá frest til að kynna sér
kröfurnar, en í framhaldi af því
verður málið sett í flutning og
dæmt. Dómurættiaðgetafalliðum
áramót. Ef annar hvor aðilinn
sættir sig ekki við lyktir málsins og
áfrýjar til hæstarétts getur dregist
um 2 til 3 ár að endanleg niðurstaða
fáist. Ef sú staða kemur upp verður
líkast til lítið átt við gerð vegar um
höfnina.
Eigendum hússins var á sínum
tíma boðið upp á að húsið yrði
metið og rifíð og síðan leitað til
dómsstóla um hve háa fjárhæð
Akureyrarbær ætti að greiða fyrir
húsið - ef bæjarsjóður yrði yfirleitt
dæmdur til þess. ,,Enn a.m.k. hafa
eigendurnir ekki fallist á þetta
tilboð“, sagði Hreinn Pálsson í
samtali við Dag. „Hins vegar hafa
þeir gert sérstaka bótakröfu með
bréfi sem barst Akureyrarbæ í s.l.
mánuði í tilefni af auglýsingu frá
Akureyrarbæ, þar sem þeim er
teldu sig eiga bótakröfu var skilt að
senda inn slíkar kröfur innan
ákveðins tíma. Það einkennilega
við þessa kröfur er það að þar er
krafist nánast þess sama og við
buðum í upphafi".
Hreinn sagði að það væri fullur
vilji fyrir því hjá bæjaryfirvöld-
um að láta umrætt tilboð standa og
samþykkjat.d. brunabótamat. Með
því móti yrðu núverandi eigendur
síður en svo hlunnfarnir ef dómur
félli þeim í vil.
Skipaafgreiðsla Jakobs Karissonar var
hér lengi til húsa. Búið er að rífa korn-
vöruskcmmurnar sem stóðu norðan við
húsið. Mynd: á.þ.
Útflutningur frá Sauðárkróki:
NÝ TÖLVU-
TÆKNI
Umboð Samvinnutrygginga á
Akureyri hefur frá því um
miðjan ágúst verið í beinu
sambandi við tryggingaskrá
félagsins í aðaltölvu Sambands-
ins í Reykjavík.
Eins og stendur hefur umboðið á
Akureyri þessa tækni til aðlögunar
og með aðgang að upplýsingum, en
þegar umboðið hefur flutt í nýtt
húsnæði að Skipagötu 18 sem
verður bráðlega, fær það aukinn
aðgang að öllum tryggingaskrám
félagsins. Þá verður umboðið með
beinan aðgang að öllum upplýsing-
um um alla viðskiptavini Sam-
vinnutrygginga, hvar sem er á
landinu og getur gefið út skírteini
og skrifað þau út samstundis á
tölvuprentara. Auk vinnuhagræð-
ingar við þessa nýju tækni sparar
hún spjaldskrárhald hér nyrðra um
viðskiptavini umboðsins, en allar
upplýsingar þaðan fara beint inn í
tölvuna í Reykjavík.
1 Þórshöfn m
Flytja inn
húsgögn
„Þetta er óskaplegur munur.
Viðfluttum úrl50fer-
metra húsnæði og í 550 fer-
metra“, sagði Jón Jóhannesson,
deildarstjóri Kaupfélags Lang-
nesinga, Þórshöfn, en fyrir
skömmu flutti byggingavöru-
deild kaupfélagsins og stórjók
þjónustu sína við viðskiptavini.
Hafinn er innflutningur á hús-
gögnum frá Svíþjóð og fullyrti
Jón að þau húsgögn, sem Kaup-
félag Langnesinga gæti boðið
viðskiptavinum sínum, væru
mun ódýrari en innlend fram-
leiðsla. Hins vegar verða inn-
lend húsgögn einnig til sölu
„svo fólk geti valið á milli og
borið saman verð“ eins og Jón
orðaði það.
Fram til þessa hefur starfsemi
byggingavörudeildarinnar verið á
ýmsum stöðum á Þórshöfn, en nú
kemst allt á einn stað. Að sjálf-
sögðu verður deildin með alla al-
genga byggingavöru. en auk þess
bækur, sportvörur, viðlegubúnað
og leikföng - að ógleymdum hús-
gögnunum, sem eru nú seld í fyrsta
skipti.
„Við höfum unnið tveir í bygg-
ingavörudeildinni, en verðum þrjú,
þar sem bætt var viðsvona mörgum
vörufiokkum", sagði Jónaðlokum.
Brúin við Hrafnagi) er mikið mannvirki eins og sjá má. Ljúsm. H.Sv.
Brúin yfir Eyjafjarðará við Hrafnagil:
Hitaveita tengd I október og
opnuð til umferðar næsta sumar
Framkvæmdum við hitaveitu-
brúna yfir Eyjafjarðará frá
Hrafnagili að Laugalandi miðar
vel, að sögn Jakobs Böðvars-
sonar,xyfirbrúarsmiðs. Búið er
að reisa íjóra af sex stöplum
brúarinnar og byrjað er að
hengja hitaveiturör á stöplana.
Ekki verður lokið við brúna til
umferðar í sumar, en unnt á að vera
að tengja hitaveituna frá Botnslaug
yfir í Laugaland í október. Þar fást
nú 30 sekúndulítrar af heitu vatni,
en verið er að bora aðra holu
nokkru sunnar, til að athuga hvort
meira vatn fæst á svæðinu, að sögn
Inga Þórs Jóhannssonar, fulltrúa
hjá Hitaveitu Akureyrar.
Brúin verður 137 metra löng. Nú
eru uppi hugmyndir um að steypa
brúargólfið strax næsta vor, þannig
að hún verði tilbúin til umferðar um
mitt næsta sumar. Verður hugsan-
lega unnið við uppslátt brúargólfs-
ins í vetur.
fl« AU
feB \ff05“ 8 á
sil
ainviAfS f
RITSTijOnN: 241OO U
B I w W