Dagur - 03.09.1981, Page 8
RAFGEYMAR
í BÍIINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
Eining:
Samþykkt að
segja upp
samningum
Almennur félagsfundur Verka-
lýðsfélagsins Einingar, sem var
haldinn í Alþýðuhúsinu s.l.
sunnudag samþykkti að heimila
stjórn félagsins að segja upp
öllum núgildandi kjarasamn-
ingum félagsins fyrir 1. októ-
ber.
Á sama fundi var samþykkt að
lýsa yfir stuðningi við ályktun
Verkamannasambands íslands frá
formannafundi er haldinn var 14,-
16. ágúst á Laugarvatni, svo
framarlega sem samstaða tekst um
kröfugerð og baráttuaðferðir til að
ná kröfunum fram. Fundurinn fól
trúnaðarmannaráði félagsins að
kjósa undirbúningsnefnd svo íljótt
sem auðið er . Nefndin á að hafa
það hlutverk að gera tillögur að
kröfugerð vegna samninganna. í
nefndina verður skipað fólk úr
öllum starfsgreinum félagsins á
félagssvæðinu, segir í samþykkt-
inni. Þar segir einnig að tillögurnar
eigi síðan að leggja fram til
afgreiðslu á almennum félagsfundi
svo fljótt sem auðið er.
Fundurinn samþykkti einnig að
leita samstöðu og samstarfs við
önnur félög VMSI og ASI um
kröfur sem snúa að ríkisstjórn og
löggjafarvaldi.
Að lokum var samþykkt að
félagið tæki þátt í byggingu félags-
heimilis í miðbí&- Akureyrar í
samvinnu við önnur verkalýðsfélög
og aðra þá aðila, sem samkomulag
getur orðið við um að réisa slj'kt
hús. Fundurinn fól stjórn félagsins
að ganga frá satpkomulagi—um
þátttöku og eignarhlut félagsins í
byggingunni.
Drottningarbraut:
í NOTKUN
BRÁÐLEGA
„Við ætlum fyrst að ganga end-
anlega frá götunni áður en hún
verður tekin í notkun“, sagði
Guðmundur Guðlaugsson,
verkfræðingur hjá Akureyrar-
bæ, er hann var spurður um
hvenær nyrsti hluti Drottning-
arbrautar yrði tekinn í notkun.
Þegar þetta birtist eru starfsmenn
Rafveitu Akureyrar væntanlega
farnir að setja niður ljósastaura og
starfsmenn Akureyrarbæjar hafa í
hyggju að ganga frá köntum áður
en farið verður að aka um götuna.
Guðmundur sagðist gera ráð fyrir
að þessu lyki um miðjan mánuð-
inn og þá geta bæjarbúar og aðrir
farið að aka eftir þessari ágætu
götu. Hún mun létta mjögaf Hafn-
arstræti og á allan hátt greiða fyrir
umferð enda bein og breið.
Horft tíl suðurs eftir Drottningarbraut.
„VIÐ MUNUM BERJAST -
RÉTTURINN ER OKKAR MEGIN“
sagði Hjörtur Eíríksson á geysifjölmennum fundi
um erfiðleika útflutningsiðnaðarins
„Samciginlegur fundur Iðju.
félags vcrksmiðjufólks á Akur-
eyri, Starfsmannafclags verk-
smiðja S.Í.S. og Iðnaðardeildar
Sambandsins, haldinn á Akureyri
1. september 1981, lýsir áhyggj-
um sínum yfir þeirri hríkalegu
þróun, sem orðið hefúr síðustu
mánuði á rekstrarskilyrðum út-
flutningsiðnaðar en þau eru um
10% lakari en í upphafi árs.
Fundurinn bcndir á að þessi
þróun hefur óhjákvæmilcga í for
með sér verulegan samdrátt í
rekstri og atvinnu innan mjög
skamms tíma ef ekkert verður að
gertánæstu vikum. Áratugastarf
til að draga úr einhæfni íslensks
atvinnulífs getur orðið að engu ef
iöfnuði verður ekki komið á milli
atvinnugreina hið allra fyrsta.
Fundurinn skorar því á stjórn-
völd að sjá til þess að bæði út-
fiutnings- og samkeppnisiðnaði
verði tryggður viðunandi rekstr-
argrundvöllur“.
Þetta er samþykkt sem gerö
var einróma á geysi fjölmennum
fundi sem boðað var til í fyrra-
dag. Fundarboðendur voru Iðja,
Starfsmannafélag Sambands-
verksmiðjanna á Akureyri og
Iðnaðardeild Sambandsins og
umræðúefnið var hin erfiða fjár-
hagsstaða fyrirtækisins um þcssar
mundir. Um 650 manns sóttu
fundinn auk bæjarstjórnarmanna
og alþingismanna kjördæmisins.
Það kom skýrt fram í máli
Hjartar Eiríkssonar fram-
kvæmdastjóra Iðnaðardeildar
Sambandsins á fundinum, að ef
ekki koma til úrbætur hins
opinbera alveg á næstunni, þá
blasir ekkert annað við en sam-
dráttur og stórfeilt atvinnulcysi
með öllum þeim hörmungum
sem slíkt myndi valda. Hjörtur
rakti síðan og sýndi á tjaldi
hvemig verðbólga og gengisþró-
un á árinu hefur leikið rekstur
Iðnaðardeildarinnar og kom þar
glöggt fram að um stórfelldan
taprekstur er að ræða. Staðan er
verst í ullar- og skinnaiðnaðinum
og sannkallað hættuástand fram-
undan ef ekki koma til skjótar að-
gerðir til úrbóta.
Hjörtur ræddi síðan vítt og
breitt um málið og svaraði fyrir-
spumum, en lokaorð hans voru:
,,Við munum berjast, við vitum
að rétturinn er okkar megin.“
Flugstöð á Húsavík:
„Nánast bylting“
- segir Egill Olgeirsson
Næstkomandi þriðjudag verða
opnuð tilboð í botnplötu og
jarðvinnu vegna nýrrar flug-
stöðvarbyggingar á Aðaldals-
flugvelli. Á fjórlögum þessa árs
er gert ráð fyrir að 500 þúsund
krónum verði varið til fram-
kvæmda á fiugvellinum. Vonir
standa til að kraftur verði settur
í framkvæmdir næsta ár og að
það takist þá að Ijúka við
bygginguna.
„Það er ekki fjarri lagi að segja
að þetta hús sé nánast bylting í
flugvallarmálum okkar Húsvíkinga
og næstu nágranna“, sagði Egill
Olgeirsson, bæjarráðsmaður á
Blönduósbúar geta síður en svo
kvartað undan atvinnuleysi en
það sýnir best könnun, sem
fréttaritari Dags á Blönduósi,
Stefán Hafsteinsson, gerði fyrr í
vikunni. í Ijós kom að um 40
manns vantar til starfa í slátur-
húsinu, 4 vantar í kjötvinnslu
S.A.H., 2 starfsmenn á skrif-
stofu Kaupfélags Húnvetninga,
vélsmiðjan getur hæglega bætt
við 3 mönnum í bifreiðavið-
gerðir og málmiðnaðargreinar,
Pólarprjón vantar 15 manns og
Hótel Blönduós vantar 4 starfs-
menn til ýmissa starfa. Einnig
vantar kennara sem getur kennt
Húsavík I samtali við Dag. „Þetta
verður fallegt hús og í því góð
aðstaða fyrir farþega og starfsfólk.
Undanfarin ár höfum við notast við
ófullkomin skúr, sem er í alla staði
ákaflega lélegur, enda hefur mikið
verið kvartað undan honum“.
Nýja flugstöðin verður svipuð
þeirri sem byggð var í Vestmanna-
eyjum á s.l. ári. Hér er um að ræða
580 m2 hús með turni. Flugstöðin
verður um 500 metrum austar en
gamli skúrinn. Hún er teiknuð af
þeim Gísla Halldórssyni og Jósep
Reynis, en það er Tækniþjónustan
s.f. á Húsavík sem sér um útboð og
verður síðar með eftirlit með
byggingarframkvæmdum.
raungreinar og bakaríið getur
bætt við sig 3 starfsmönnum.
Samtals er þetta rösklega 70
manns.
Eyþór Elíason, sveitarstjóri á
Blönduósi, sagði að mikill skortur á
húsnæði hefði oft komið í veg fyrir
að fólk gæti flutt til Blönduóss.
Sumarið 1980 var líkalítið byggt og
á það sinn þátt í húsnæðisskorti um
þessar mundir. „Ég held að þetta
húsnæðisleysi standi sveitarfélög-
um oft fyrir þrifum. Ef það er upp-
gangur fylgir í kjölfarið skortur á
húsnæði."
Stjórn verkamannabústaða
hefur lagt til að hafm verði bygging
12 íbúða
• Gagnrýni á dag-
skrá útvarps og
sjónvarps
Það er vart hægt að fletta
sunnanblöðunum svo að ekki
sé einhver að kvarta undan
dagskrá rikisfjölmiðlanna, út-
varps og sjónvarps. Á því sviði
virðast allflestir vera sérfræð-
ingar og til undantekninga
heyrist ef umræddum stofnun-
um er hrósað. Nú síðast
mótmæltu nokkrir einstak-
lingar útvarpssögu og tjáðu
landslýð að sagan væri sið-
spillandi og ættu útvarpsmenn
að skammast sín fyrir hana.
Sagan sú ama mun e.Lv. vera
bororðari en gengur og gerist
með miðdegissögur, en tæp-
lega eins slæm og sum þau
blöð sem gagnrýnendumir
kaupa á síðkvökfum í sjopp-
ugötum. Sjálfskipaðir siðgæð-
isverðir hafa alltaf verið til, en
þegar þeir nota stóryrði og
fara niðrandi orðum um
náungann veikir það óneitan-
lega málstað þeirra.
• Blöðin mættu
standa sig betur
Smátt og stórt minnist þess að
dagblöðin hafi í langan tíma
haldið reglulega úti fjölmiðla-
gagnrýni sem mark er takandi
á. Lesendabréf geta aldrei
gegnt þvi hlutverki né heidur
umsagnir starfsmanna dag-
blaðs í Reykjavík, en þær um-
sagnir hefjast gjaman á orðun-
um „í gærkvökli neyddist ég til
að hlusta á útvarpið". Þau blöð
sem á annað borð eru að fjaila
um útvarp og sjónvarp ættu að
gera það á málefnalegan hátt.
Annað sæmir ekki.
• Hannmálaði
fyrir15árum
segir í auglýsingu í sjón-
varpinu. Þessi auglýsing, sem
er frá þekktri málningaverk-
smiðju, er svolrtið sérstök fyrir
þá sök, að maðurinn sem á að
hafa málað húsið sitt fyrir 15
árum er vart meira en rúmlega
30 ára gamall. Samkvæmt því
hefur hann verið búinn að
koma þaki fyrir höfuð á sér og
sínum (einbýlishúsi) þegar
hann var 15 til 16 ára. Það er
ekki að spyrja að kraftinum i
Sunnlendingum.
• Blauttbréf
Á föstudagsmorguninn kom
bæjarbúi á ritstjórn Dags meö
heidur óhrjálegt timarit. Sama
morgun hafði póstburðarmað-
ur komið með tímaritið heim til
bæjarbúans og varð móttak-
andinn lítt hrifinn enda var um-
slagið blautt og tímaritið ónýtt
- kápan laus og síður krump-
aðar. Á það skal enginn dómur
lagður hvort umslagið hafi
blotnað eftir að póstmaðurinn
tók við þvi eða hvort bleytan
hafí komist i það annars staðar.
Það sem máli skiptir er að tima-
ritið varð ónýtt og sagði bæjar-
búinn að hann væri tilneyddur
að kaupa annað rit þar sem
hann safnaði umræddu tíma-
riti. Sem betur fer mun það vera
fátitt að vatn komist að pósti.
Tugi vantar til ýmissa starfa:
Ekkert húsnæði