Dagur


Dagur - 08.09.1981, Qupperneq 1

Dagur - 08.09.1981, Qupperneq 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIODIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI 64. árgangur Akureyri, þriðjudagur 8. september 1981 68. tölublað Ko&ak „Vekur rangar hugmyndir um ástand atvinnumála‘1 Segir Ingvar Gi'slason um gagnrýni forystumanna Iðnaðardeildar „Það er almennt viðurkennt, að gengisþróunin hefur verið óhag- stæð útflutningsiðnaðinum síð- ustu mánuði og ekkert óeðlilegt að forystumenn Sambandsverk- smiðjanna veki á því athygli, en aðferðin sem notuð var, var mér síður en svo að skapi. Ég tel að sú sviðsetning sem fundurinn í Sambandsverksmiðjunum var, hafi verið til þess fallin að vekja rangar hugmyndir um það hjá starfsfólki verksmiðjanna og öðrum, hvert ástandið raun- verulega er í atvinnumálum og hvaða möguleika íslenskt at- vinnulíf hefur til vaxtar og þroska. Það sem fram kom á fundinum, og ekki var gefinn kostur á að andmæla, gaf mjög ranga hugmynd um afstöðu rík- isstjórnarínnar til vandamála iðnaðarins,“ sagði Ingvar Gísla- son, menntamálaráðherra, þeg- ar Dagur innti hann eftir við- horfum hans og ríkisstjórnar- innar til erfiðleika útflutnings- iðnaðarins. „Mér finnst að málflutningur forystumanna Sambandsins á þessum fundi hafi verið varhuga- verður. Ég sé ekki að stóryrði séu til framdráttar hagsmunum sam- vinnumanna. Mér fannst þessi fundur minna á aðferðir formanns Félags íslenskra iðnrekenda. Ég vona að þetta sé ekki upphafið að því, að forystumenn samvinnu- hreyfingarinnar gangi til liðs við þau öfl, sem þar ráða, í áróðrinum gegn ríkisstjórninni og því sem hún er að gera. Öflug umræða um at- vinnumál á íslandi er nú mikið nauðsynjamál og nauðsynlegt er að leita margra leiða. í þeirri umræðu verða menn að gera upp hug sinn um það hvað þeir vilja. Ríkis- stjórnin vill styrkja stöðu núverandi atvinnuvega landsmanna, þ.á.m. útflutningsiðnaðinn“, sagði Ingvar Gíslason. En hvað hefur ríkís- stjórnin verið að gera í málefnum iðnaðarins? - Sjá bls. 7 ÞRIR PRESTAR Á AKUREYRI? Bátarnir sem stunda síldveiðarnar frá Húsavfk eru af ölium stærðum eins og sjá má. Ljósmynd gk-. „Síldaræf intýric ‘ við Húsavík KEA MEÐ AFGREIÐSLU HAFSKIPS t dag er flutningaskipið Saga væntanlegt til Akureyrar. Af- greiðslu þess, fyrir hönd Haf- skips h.f., annast Skipaaf- greiðsla K.E.A., en í síðustu viku voru undirritaðir samningar milli Hafskips annars vegar og K.E.A. hins vegar um að K.E.A. annaðist afgreiðslu Hafskips á Akureyri. Þetta er fyrsta skipið í eigu Hagskips, sem K.E.A. ann- ast eftir undirritun samninga. Jón Samúelsson, sem annast Skipaafgreiðslu K.E.A., sagði að K.E.A. hefði fest kaup á skemmu B.T.B. á togarabryggjunni, en þar var og verður afgreiðsla Hafskips til húsa. Gert er ráð fyrir að af- greiðsla Skipaútgerðar ríkisins verði þar einnig þegar fram líða stundir. Skemman á togarabryggjunni er 1400 fermetrar, en Jón sagði að mikil þörf væri á auknu rými. „Menn eru þegar farnir að velta fyrir sér stækkun," sagði Jón. Húsvíkingar hófu sildveiði s.l. fimmtudag, en síldin hafði þá gengið nær alveg heim að höfn- inni. Þangað útfyrir fóru 15 bátar, allt frá trillum og upp í 45 tonna bát, og var aflinn fyrsta daginn 34,5 tonn. Síldin er veidd í reknet og lagnet Fjórðungaping Norðlendinga sem haldið var á Húsavík lagði á það ríka áherslu að næsta virkjun landsmanna verði blönduvirkjun við Reftjarnarbungu. Þá lýsti þingið yfir ákveðnum stuðningi við álver og á stundum mátti sjá torfurnar vaða fyrir utan hafnarkjaftinn og rétt utan við hann. Voru dæmi þess að trillukarlar háfuðu beint upp í trillur sínar úr torfunum með litl- um handháfum. Síldin sem veiðist við Húsavík fer aðallega í salt, en eitthvað mun verða fryst. við Eyjafjörð, pappírsverksmiðju við Hiisavík og steinullarverk- smiðju við Sauðárkrók. Margar fleiri samþykktir voru gerðar á þinginu, en nánar er f jallað um það í opnu blaðsins i dag. Fjórðungssamband Norðlendinga: NÆSTA VIRKJUN VERÐIVIÐ BLÖNDU Verða prestar á Akureyri þrír að tölu innan skamms? Svo getur farið því þessa dagana er verið að kanna hvort stjórnvöld séu tiibúin til að greiða 3ja prestin- um laun, en það eiga þau að gera samkvæmt lögum, sem gera ráð fyrir að einn prestur sé fyrir hverja 4 þúsund íbúa. íbúar Ak- ureyrar eru nú um 13 þúsund að tölu. Sr. Pétur Sigurgeirsson, sem tek- ur við starfi biskups íslands síðar í mánuðinum, sagði að þjónusta presta við sóknarbörn væri svo mikil að henni yrði aldrei sinnt sem skildi nema prestarnir væru 3 tals- ins. Pétur sagði einnig að stöðugt væri unnið að því að fá kirkju byggða í Glerárhverfi. Það mál er nú komið vel á veg, en fyrirhugað er að kirkjan verði byggð á ásnum vestan Skarðshlíðar, en þar er lítill trjálundur. Fyrsta verk nýs prests yrði væntanlega að vinna að bygg- ingu kirkjunnar. Rauðinúpur enn við bryggju: „Málið þolir enga bið“ — Segir Gunnar Hilmarsson Rauðinúpur — togari Jökuls h.f. á Raufarhöfn liggur bundinn við bryggju og hefur svo verið undanfarnar 3 vikur. Ástæðan er sú að áhöfnin fékk ekki greitt kaup og gekk því í land. í gær- kvöldi fóru forráðamenn Jökuls h.f. til Reykjavíkur, ásamt sveit- arstjóranum Gunnari Hilmars- syni. Erindið var að útvega fjár- skortur hrjáir fyrirtækið nú sem fyrr. Gunnar Hilmarsson sagði að úr- lausn þyldi enga bið og að fjár- magn yrði að fást í þessari viku. „Við getum ekki beðið eftir neinni Byggðasjóðsafgreiðslu, sem tekur nokkrar vikur,“ sagði Gunnar. Jökull h.f. er skuldlaus við opin- bera sjóði, sagði Gunnar, og allir erfiðleikar sem stöfuðu af rekstrar- fjárskorti höfnuðu beint á heima- mönnum. Hætta á stórfelldu atvinnuleysi vofir yfir ef ekki tekst að koma togaranum af stað á nýjan leik. Gunnar sagði að undanfarna daga hefði starfsfólk Jökuls m.a. unnið við pökkun á skreið og í saltfiski, en að sjálfsögðu entist sú vinna ekki ýkja lengi úr þessu. „Eini iðnaðurinn á Raufarhöfn er prjónastofa og þar er útlitið ískyggilegt. Fjárhagsstaða Jökuls er erfið og ef að ofan á allt saman bætist lítil loðnuveiði þá sjá menn hvert stefnir," sagði Gunnar að lokum. Frá Þingi Fjóröungssambands Norðlendinga. Ljósmyndir gk-. AUGLYSINGAR OG ASKRIFT: 24167 - RITSTJORN: 24166 OG 21180

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.