Dagur - 08.09.1981, Síða 6

Dagur - 08.09.1981, Síða 6
Messað í Grímsey á laugardag- inn, 12. september. Sóknar- prestur. Akureyrarkirkja. Messað n.k. sunnudag kl. 11.00 fyrir hádegi. Sálmar: 453, 47, 191, 195, 370. B.S. Krakkar. Athugið að sunnu- dagaskólinn byrjar sunnudag- inn 13. september kl. 13.30 að Strandgötu 19b. Einnig er opið hús á fimmtudögum kl. 17.00 í Strandgötu 21. Öll börn vel- komin. Hafliði Guðmundsson, Mána- hlíð 6, Akureyri fyrrverandi starfsmannastjóri og starfsmað- ur Lífeyrissjóðs verksmiðja SÍS, verður 75 ára miðvikudaginn 9. sept. n.k. Hann verður að heiman á afmælisdaginn, en tekur á móti gestum í Golfskál- anum að Jaðri laugardags- kvöldið 12. sept. n.k. milli klukkan 7 og 10. - Gunnar framhald.. bundnir virka daga. Því er ekki að leyna að það er mjög þreytandi þegar til lengdar lætur að fá aldrei hvíldarstund." — Ef þú lítur til baka yfir 18 ára feril þinn sem formaður bændasamtakanna. Hvaða breyting hefur orðið á kjörum bænda á þessum tima? „Kjörin hafa auðvitað batnað hjá bændum eins og öðrum þjóðfélagsþegnum, það er erfitt að meta hvort þau hafa batnað meira eða minna. Ég vona að þau hafi batnað meira. En þó að verðlagið hafi farið batnandi og kjörin almennt batnað meira en nemur almennum launahækkun- um þá er svo ótal margt sem grípur þarna inn í s.s. ný tækni, breyttur fjöldi fólks á hverju heimili og ótal mörg önnur atriði sem geta komið þarna til og haft áhrif á kjörin." — Hver eru brýnustu mál bændastéttarinnar í dag? „Það er í fyrsta lagi að tryggja fóðuröflun, það er númer eitt og hefur lengi verið. Að því fengnu er annað mál sem er jafn brýnt hinu en það er að bæta markaðs- stöðuna þannig að það sé hægt að selja allar vörur á því verði sem þær eru skráðar. Þetta hefur ekki verið hægt undanfarin ár. Þetta tvennt er þýðingarmest fyrir bændur." — Ert þú ánægður með þessi ár sem þú hefur gegnt for- mennsku ef þú lítur til baka? „Ég er mjög ánægður með samskiptin við bændur, þau hafa verið mjög ánægjuleg. Ég hef líka fengið tækifæri til að ferðast mikið um landið og þekki það ntjög vel. Eg hef líka ferðast er- lendis og kynnst erlendum bændum og ég get sagt að búskapur á íslandi er í fremstu röð í heiminum. Það mátt þú undirstrika að ísland er gott land að búa í.“ Kiwanisfélagar. Almennur fundur verður haldinn í Kiwanishúsinu á Akureyri fimmtudaginn 10. sept. kl. 19.15. Mætið stundvíslega. Framhaidsstofnfundur Skák- félags U.M.S.E. verður haldinn að Hlíðarbæ föstudagskvöldið 11. sept. kl. 20.30. Skákáhuga- menn fjölmennið til eflingar skáklistinni í Eyjafirði. Stjóm- in. Frá Filadelffu: Fimmtudagur 10. sept. kl. 20,30. Bænarsam- koma. Laugardagur 12. sept. kl. 20,30. Safnaðarsamkoma. Sunnudagur 13. sept. kl. 20,30. Almenn samkoma. Allir vel- komnir. Hjálpræðisherinn. Sunnudag- inn n.k. kl. 20.30 almenn sam- koma. Söngur og vitnisburður. Allir velkomnir. Mánudaginn 14. sept. eru heimilasamband kl. 16 og hjálparflokkur kl. 20.30. Allar konur velkomnar. Séra Birgir Snæbjörnsson gegnir prestþjónustu fyrir mig til mánaðamóta. Pétur Sigur- geirsson. Þann 1. sept. voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjónin Guðrún Hulda Ha- nsen verkakona og Hannes Sig- urðsson verkamaður Smárahlíð 19, Akureyri. Þann 5. september voru gefin saman í hjónaband í Akureyr- arkirkju brúðhjónin Arndís Antonsdóttir afgreiðslustúlka og Ólafur Ragnar Hilmarsson iðnverkamaður Brekkugötu 21, Akureyri. Frá Kjörmarkaði KEA HRISALUNDI 5 Dýrafóður FYRIR: Hunda, Ketti, Fugla Margar tegundir í pk. og dósum. 1 Hittumst í Kjörmarkaði Sameiginlegir viðtals- tímar alþingismanna Alþingismenn Norðurlandskjördæmis eystra hafa sam- eiginiega viðtalstíma fyrir sveitastjórnir og aðra aðila, sem þurfa að ná tali af þingmönnum á eftirtöldum stöðum: Á Akureyri. Hótel KEA fimmtudaginn 24. sept. og föstudaginn 25. sept. Panta þarf viðtalstíma hjá Snorra Finnlaugssyni í síma 24167. Á Húsavík. Laugardaginn 26. sept. á Hótel Húsavík. Panta þarf viðtalstíma hjá Bjarna Aðalgeirssyni bæjarstjóra í síma 41222. Á Raufarhöfn. Sunnuaginn 27. sept. á Hótel Noró- urljósi. Panta þarf við talstíma hjá Gunnari Hilmarssyni sveitarstjóra í síma 51151 eða 51251. Firmakeppni í knatt- spyrnu Knattspymuráð Akureyrar hefur ákveðið að gang- ast fyrir Firmakeppni í knattspyrnu utanhúss í ár sem áður. Heimild er fyrir tvö firma að sameinast um lið í keppnina. Með þátttökutilkynningum skal senda lista yfir nöfn þeirra leikmanna sem þátt taka í keppninni og eigi má breyta þeim lista eftir að keppnin er hafin. Þátttökurétt hafa þeir starfsmenn er voru á launa- skrá 1. september s.l. og skólafólk er starfað hefur 2. mánuði á sumrin hjá fyrirtækinu. Hverju liði skal heimilt að nota leikmann úr 1. og 2. deildar liði, þá eigi fleiri en tvo alls. Með þátttökutilkynningum skal fylgja staófesting yfirmanns á því að allir þátttakendur uppfylli ofan- greind skilyrði. Þátttökutilkynningum ásamt nafnalista og kr. 600,00, þátttökugjald skalékilað í pósthólf 553 fyrir 15. september n.k. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 47. og 52. tbl. Lögbirtinga- blaðs 1981 á fasteigninni Keilusíðu 6-8, Akureyri, þingl. eign Þins s.f., fer fram eftir kröfu bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri mánudaginn 14. sept- ember 1981 kl. 16.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 47. og 52. tbl. Lögbirtinga- blaðs 1981 á fasteigninni Hríseyjargötu 6 n.h., Ak- ureyri, þingl. eign Jónasar G. Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Hreins Pálssonar v/Útvegsbanka Islands á eigninni sjálfri mánudaginn 14. septem- ber 1981 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 47. og 52 tbl. Lögbirtinga- blaðs 1981 á fasteigninni Grænumýri 12, Akureyri, þingl. eign Friðjóns Eyþórssonar, fer fram eftir kröfu Bæjarsjóðs Akureyrar á eigninni sjálfri mánudaginn 14. september 1981 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 47. og 52. tbl. Lögbirtinga- blaðs 1981 á fasteigninni Löngumýri 30, Akureyri, þingl. eign Daða Hálfdánarsonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 14. september 1981 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Nauðungaruppboð sem auglýst var í 41., 47. og 52 tbl. Lögbirtinga- blaðs 1981 á fasteigninni Granaskjóli 3 (hesthús í landi Lögmannshlíðar), Akureyri, þingl. eign Jóh- anns Sigurðssonar, fer fram eftir kröfu Ásmundar S. Jóhannssonar hdl., Benedikts Ólafssonar hdl. og Jóns Kr. Sólnes hdl. á eigninni sjálfri mánudag- inn 14. september 1981 kl. 11.00. Bæjarfógetinn á Akureyri Konan mín KLARA STEFÁNSDÓTTIR Ægisgötu 10 andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. september. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 11. sept- ember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hennar er bent á sjúkrahúsið. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Þorsteinn Jónasson. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu. SVANBORGAR JÓNASDÓTTUR, Magnús Snæbjörnsson, Aðalheiður Þorleifsdóttir, Ottó Snæbjörnsson, Sólveig Sigurðardóttir, Stefán Snæbjörnsson, Vilborg Pálmadóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. 6 - DAGUR - 8. september 1981

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.