Dagur - 08.09.1981, Qupperneq 7
- Ingvar
framhald
„Ríkisstjórnin hefur um langt
skeið haft til meðferðar aðgerð-
ir til að létta iðnaðinum þá
óhagstæðu gengisþróun sem
verið hefur síðustu mánuðina,
en það er almennt viðurkennt að
gengisþróunin hefur ekki verið
iðnaðinum að öllu leyti hag-
stæð. Þó vil ég benda á að geng-
isþróunin hefur tvær hliðar. Hún
er öðrum þræði sýnilega óhag-
stæð útflutningsiðnaðinum, sem
selur afurðir sínar í Evrópumynt
að verulegu leyti og nýtur því
ekki þess, að Bandaríkjadalur-
inn hefur verið að styrkjast, sem
sjávarútvegurinn hefur notið. Á
hinn bóginn verða menn einnig
að líta á björtu hliðarnar og þær
eru þær að gengið hefur verið
miklu stöðugra undanfarna níu
mánuði heldur en dæmi eru til
um margra ára skeið,“ sagði
Ingvar Gíslason, menntamála-
ráðherra, í viðtali við Dag.
„Okkur hefur tekist að draga
verulega úr verðbólgunni og mikil
verðbólga er einmitt höfuðand-
stæðingur útflutningsiðnaðarins.
Besta ráðið er að minnka verð-
Auglýsingaverð
hækkar
Auglýsingaverð hækkaði hjá Akureyrarblöðunum
frá 7. sept. sl. í kr. 45,00 pr. dálksm.
Smáauglýsingar kosta nú kr. 80,00, jarðarfarar-
auglýsingar og þakkarávörp á kr. 160,00.
Glæsibæjarhreppur
Almennur hreppsfundur verður haldinn aö Hlíðar-
bæ fimmtudaginn 10. september og hefst hann
klukkan 8.30 e.h.
Oddvitinn.
Nýkomnar
Excelsior
harmonikkur
bólguna og koma í veg fyrir
kostnaðarhækkanir innanlands,
umfram það sem er í markaðs-
löndunum. I raun og veru er enginn
ágreiningur milli ríkisstjórnarinnar
og forystumanna iðnaðarins að
þessu leyti og þess vegna finnst mér
að fundur af þessu tagi sé óheppi-
leg aðferð til þess að koma á eðli-
legum viðræðum um vandann,"
sagði Ingvar.
„Auk þess að draga úr verðbólg-
unni hefur ríkisstjórnin það á
stefnuskrá sinni að greiða niður
ullarverðið og tryggja ullariðnað-
inum ávallt heimsmarkaðsverð á
ull. Þá vil ég nefna það að ríkis-
stjórnin hefur aðlagað gengið
nýlega til hagsbóta fyrir iðnaðinn
og gekk eins langt í því efni sem
frekast var mögulegt, þannig að
skuggahliðar gengislækkunar
kæmu ekki í ljós, þ.e.a.s. verð-
bólguþróun. í þriðja lagi vil ég
nefna, að ríkisstjórnin hefur lagt að
Seðlabankanum, að breyta afurða-
lánakerfinu, þannig að afurðalán
séu miðuð við gengi markaðsland-
anna, en ekki við dollarann ein-
hliða. Ríkisstjórnin hefur auk þess
lagt fyrir Seðlabankann að gera
aðrar ráðstafanir til að minnka
gengistap útflutningsiðnaðarins
síðustu mánuði og að þeim málum
er verið að vinna nú í samráði við
/UiMBUÐÍN Sími 22111
AKUREYRARBÆR
Kartöflugeymsla
Þeir aðilar sem hafa haft hólf í geymslum bæjarins
og vilja halda þeim eru beðnir að greiöa leigugjald
á bæjarskrifstofunum fyrir mánudaginn 14. sept.
Eftir þann tíma verða ógreidd hólf leigð öðrum.
Garðyrkjustjóri
school of fme arts "
Inntökupróf í Fornámsdeild (dagdeild) Myndlista-
skólans á Akureyri fyrir skólaárið 1981-82 fer fram
dagana 21 .-24. september.
Umsóknum skal skila fyrir 15. september.
Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma
24137.
Seðlabankann.
Þessi fundur og fréttaflutningur-
inn af honum er til þess eins fallinn,
að veikja trú landsmanna á fram-
tíðarmöguleikum íslenskra at-
vinnuvega," sagði Ingvar Gíslason
Skólastjóri
m
að lokum.
Efnilegur
sund-
maður
Helgina 29. og 30. ágúst fór
fram á Siglufirði Aldurs-
flokkamót íslands í sundi. 9
keppendur frá Sundfélaginu
Óðni tóku þátt í mótinu. Hæst
bar árangur Svavars Þórs
Guðmundssonar en hann varð
1 2. sæti í 50 m baksundi sveina
(flokki 12 ára og yngri) á tím-
anum 45,2 sek. og einnig varð
hann í 3. sæti í 50 m flugsundi á
tímanum 42,3 sek. Svavar er
aðcins 10 ára gamall, svo að
þetta er mjög góður árangur.
Bróðir hans, Ármann, varð í 3.
sæti í 100 m baksundi drengja
13-14 ára á tímanum 1:19,8
mín.
TONLISTARSKOLINN A AKUREYRI
HAFNARSTRÆTI 81 PÓSTHÓLF 593 602 AKUREYRI
Innritun nemenda fer fram í skólanum:
miðvikudaginn 9., fimmtudaginn 10,og
föstudaginn 11. sept. kl. 13-17.
Ath. aðeins á ofangreidum tíma.
Umsóknir frá s.l. vori ber að staðfesta, og einnig á
að skila afriti af stundaskrá úr öðrum skólum, um
leið og þær liggja fyrir.
Kennt er í eftirfarandi deildum:
Forskóladeild — nemendur 5-9 ára.
Blásarasveit — lánshljóðfæri í skóla — byrjendur frá 9
ára aldri.
Strengjasveit — lánshljóðfæri í skóla — byrjendur frá 6
ára aldri.
Almenn deild: — öll algengustu hljóðfæri s.s. píanó,
orgel, gítar, fiðla, selló, þverflauta, klarinett, trompet,
harmonika, básúna, blokkflauta,
ATH. nemendur þurfa að eiga eða hafa aðgang að æf-
ingarhljóðfæri heima. Einnig söngur, tónfræði, tónheyrn,
hljómfræði og tónlistarsaga.
Skólastjóri
Kennara
Kennara vantar að grunnskóla Arnarneshrepps,
Eyjafjarðarsýslu.
Upplýsingar gefnar í síma 96-32122.
SKÓLANEFND.
Verkamenn óskast
NORÐURVERK H.F.
Sími21777.
Hefur þú áhuga á verslun?
Þekktur fataframleiðandi óskar eftir að komast í
samband við aðila á Akureyri, sem hefði áhuga á að
standa fyrir rekstri sérverslunar.
Viðkomandi yrði að hafa frumkvæði og annast
rekstur, en gæti vænst góðs stuðnings og fyrir-
greiðslu.
Áhugasamir vinsamlegast sendi nöfn sín og síma-
númer, ásamt upplýsingum um aldur og fyrri störf
til auglýsingadeildar DAGS, merkt ,,Sérverslun“.
Starfsfólk
til framleiðslustarfa óskast.
Frekari upplýsingar gefnar á skrifstofu fyrirtækis-
ins.
PLASTEINANGRUN H.F.
Óseyri 3, Akureyri
Sana verksmiðjuna
vantar ritara til almennra skrifstofustarfa allan
daginn.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni.
SANA H.F.
Afgreiðslumaður
Óskum aó ráða afgreiðslumann sem jafnframt
hefði yfirumsjón með lager. Æskilegur aldur 25-40
ára. Góð laun í boði fyrir menn sem getur unnið
sjálfstætt.
j^Élvorubœrl'
l 3^/J húsgagnaverslun
TRYGGVABRAUT 24 AKUREYRI SlMI (96)21410
Aðalfundur
Framsóknarfélags Eyfirðinga
verður haldinn á Hótel KEA fimmtudaginn 17.
september kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Hússtjórnarskólinn á
Akureyri auglýsir
samræmd nám í hússtjórn. Námið er hluti af undir-
búningi fyrir kennaranám í sérgrein.
Námið er fyrsti hluti af matartæknanámi og hag-
nýtur undirbúningur fyrir nám í matvælafræði,
matvælaverkfræði og næringarfræði.
Námið er í þrem önnum og er bæði boðið upp á
samfeldar þrjár annir í október til desember og
dreifðum þrem önnum yfir allan veturinn.
Ennfremur eru auglýst tveggja mánaða mat-
reiðslunámskeið og fjögurrakvölda matreiðslu-
námskeið. Öll kennsla fer fram síöla dags og á
kvöldin.
Upplýsingar í og innritun í síma 24199 milli kl. 2 og 4
s.d.
Skólastjóri
8. september 1981 - DAGUR - 7